Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. 7 Myndun nýrrar ríkisstjómar: Tregða í báðum flokkunum „Það er auðvitað ekki átakalaust að taka ákvörðun um að leiða asnann í herbúðimar,” sagði Ellert B. Schram þingmaður Sjálfstæðismanna um ákvörðunina um, að Sjálfstæðis- flokkurinn verði minnihlutastjórn Alþýðuflokksins falii. Þetta hefði þó orðið aðgera. „Þessi rikisstjóm Alþýðuflokksins verður bundin á höndum og fótum,” sagði einn flokksstjórnarmaður Alþýðuflokksins. Þrátt fyrir tregðu í báðum flokkun- um sögðu talsmenn þeirra, að það væri bara formsatriði að samþykkja stjórnarmyndunina, þegar fundir flokkanna hófust klukkan fimm í gær- dag. Þá fundaði flokksstjórn Alþýðu- flokksins í Iðnó og flokksráð Sjálf- stæðisflokksins í Valhöll. „Eina leiðin" „Þetta var eina leiðin til að flýta kosningum,” sagði Lárus Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áður en fundurinn hófst í Valhöll. Þess vegna yrðu sjálfstæðismenn að styðja Beðið eftír fundarsetningu 1 Valhöll. Þama eru meðal annarra Eykon, Þorsteinn Pálsson fyrrv. ritstjórí og Pétur Rafnsson, formaöur Heimdallar. DB-myndir: Ragnar Th. Opið prófkjör sjálfstæðis- manna í Rvík þátttakendur skipi mönnum í sæti Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sam- þykkti í gær að láta fara fram prófkjör fyrir næstu alþingiskosningar. Þrátt fyrir nokkurn ágreining um málið varð þessi niðurstaðan. Um 500 manns voru á fundinum. Miðstjórn flokksins hefur nú samræmt reglur um prófkjör. Samkvæmt þeim eiga rétt til þátttöku allir félagsbundnir sjálfstæðismenn 16 ára og eldri og stuðningsmenn flokks- ins utan flokksfélaganna, sem kosningarétt hafa. Ekki var lokið kosningu í fullskipaða kjörnefnd prófkjörsins i Reykjavík þegar fyrir lágu tilnefningar sjálf- stæðisfélaganna. Af þeirra hálfu voru þessi tilnefnd: Landsmálafélagið Vörður: Edgar Guðmundsson, verk- fræðingur, Björgúlfur Guðmundsson, framkvstj. Óðinn: Þorvaldur Þorvalds- son, bifrstj. Heimdallur: Pétur Rafns- son, framkvstj. Sjálfstæðiskvenna- félagið Hvöt: Björg Einarsdóttir. Full- trúaráðið: Gunnar Helgason, forstj., Sólveig Pálmadóttir. Auk þeirra sem að framan greinir var stungið upp á 21 kjörnefndarmanni. Úr þeim hópi skal kjósa 8 menn. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins skal nú setja tölustafi við nöfn þeirra sem kosin eru, þannig að þátttakendur í prófkjörinu gera tillögu um það í hvaða sæti frambjóðendur skuli vera. -BS. Brann í drætti Fiat bíll rann sitt síðasta skeið í Verið var að reyna að draga bílinn í Ártúnsbrekkunni í fyrradag, er eldur gang, þegar óhappið varð af ein- blossaði upp í honum og náði að hverjum óljósum orsökum. Enginn skemma bílinn mjög áður en hann var meiddist. slökktur. -GS. I? Albert 1 góðum félagsskap I Valhöll 1 gæn „Alþýðuflekkurínn ekki alvondur’ minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, sem ryft þing og efndi til nýrra kosninga. Þingflokkur sjálfstæðismanna hafði áður samþykkt þetta mótatkvæðalaust með ákveðnum skilyrðum, eftir að skoðanir höfðu verið mjög skiptar í þingflokknum og lengi tvísýnt um, hvað yrði ofan á. Flokksráð verður samkvæmt lögum flokksins að taka formlega ákvörðun, þegar taka á af- stöðu til samstarfs við aðra flokka. Ekki bundnir á höndum og fótum „Mér finnast skilyrði sjálfstæðis- manna nægilega aðgengileg,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, áður en fundurinn t Iðnó hófst. Hann kvaðst ekki geta fall- izt á, að stjórn Alþýðuflokksins væri „bundin á höndum og fótum,” þótt hún gæti vafalaust lítið aðhafzt annað en að rjúfa þingið. Albert Guðmundsson þingmaður (S) sagði fyrir fundinn í Valhöll, að sér fyndist ósanngjarnt að tala um að „leiða asnann í herbúðirnar”. Margt gott mætti segja um Alþýðuflokkinn og hann væri „ekki alvondur”. -HH Toppkratar funda fyrir flokksstjórnarfundinn 1 Iðnó I gæn „Stjórnin verður bundin höndum og fótum.” Frá vinstrí: Bjarni P. Magnússon, Kjartan Jóhannsson o Benedikt Gröndal. Hjólbarðaskreytingar að eigin vali hnngir i ollum breiddum og litum Með skreytingar og stafi: BÍLAÞJÖNUSTAN SF. Tryggvabraut 14, Akureyri Simi: 21715 BÍLA- 0G BATASALAN Dalshrauni 20, Hafnarfirði Simi: 53233 UMBOÐ 0G DREIFIIMG Halldór Vilhjálmsson Ásgarði 9, Keflavík Simi: 2694 VESTURBERG 39 Reykjavík Sími: 73342 Umboðssala á stöfum: G.T. BÚÐIN HF. Síðumúla 17, Reykjavík Simi: 37140. ABC HF. Grensásvegi 5, Reykjavik Simi: 31644 Pantið tíma til að forðast bið! 7Q

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.