Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 40
Karvel: Aiþýöuflokksfélög stofnuö i
Bolungarvík og víöar & Vestfjörðum.
„Sengfillsðs
við Alþýðu-
flokkinn og
ferí
prófkjör”
— segir Karvel PáSmason
„Ég hefi ákveðið aðganga til liðs við
Alþýðuflokkinn og mun gefa kost á
mér í prófkjöri um frambjóðendur til
næstu Alþingiskosninga,” sagði Karvel
Pálmason í viðtali við DB í morgun.
„í framhaldi af þessari ákvörðun
verður stofnað Alþýðuflokksfélag hér í
Bolungarvík. Slík félagsstofnun verður
víðar hér í kjördæminu,” sagði Karvel,
„eða mitt fólk gengur með öðrum
hætti i Alþýðuflokkinn.”
Hann kvað nokkuð skiptar skoðanir
hafa komið fram meðal sinna fylgis-
manna um þessa ákvörðun. „Megin-
þorri míns fólks telur þetta þó það eina
rétta í stöðunni,” sagði Karvel.
,,Ég hefi enga ákvörðun tekið um
það í hvaða sæti ég gef kost á mér. Það
er síðari tíma að ákveða það,” sagði
Karvel Pálmason.
_______________________-BS
Tók nektar-
myndirafbami
Rannsóknarlögreglan handtók fyrir
helgina mann t Kópavogi sem nú hefur
verið úrskurðaður í gæzluvarðhald til
mánaðamóta.
Maður þessi hefur að undanförnu
stundað þá iðju að taka myndir af 12
ára telpu og í þeim efnum fengið hana
til að afklæðast.
Að sögn Þóris Oddssonar aðstoðar-
rannsóknarlögreglustjóra er ekki talið
að mál þessa manns taki yfir langt
tímabil og ekki mun um likamsmeið-
ingar eða pyntingar af neinu tagi að
ræðaísambandiviðmálið. -A.St.
HaustmótTR:
Einvígj
Björas Þ.
og Stefáns
Bríem
Baráttan um efsta sætið á
Haustmóti TR er nú orðin að
nokkurs konar einvígi milli þeirra
Björns Þorsteinssonar og Stefáns
Briem.
Stefán Briem sigraði Ásgeir Þ.
Árnason í gær og gerði þar
endanlega út af við sigurvonir
Ásgeirs. Hins vegar tapaði Stefán
biðskák sinni við Björn Þorsteins-
son. Björn er efstur eftir 10 um-
ferðir með 8 vinninga og biðskák
við Sævar Bjarnason. Stefán
Briem hefur 8 vinninga. Aðrir
keppendur eiga tæpast sigur-
möguleika. Biðskákir verða
tefldar í kvöld og lokaumferðin á
þriðjudagskvöld.
-GAJ
frjálst, nháð dagblað
Dr. Bragi Jósepsson námsráðgjafi
hefur ákveðið að gefa kost á sér í
prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykja-
vík. Hann gefur kost á sér í fyrsta
sæti í kjörinu og fer þvi á móti Bene-
dikt Gröndal, formanni Alþýðu-
flokksins.
DB ræddi við Braga i morgun þar
sem hann dvelst i Bandaríkjunum og
staðfesti hann að rétt væri. Hann
kemur heim nú í vikunni til þess að
undirbúa kosningaslaginn. -JH
Aðgerðir Alþýðuflokksstjómarínnar:
BUVOMJHÆKKUN
1. DES. STÖDVUD
—kaup Bágðaunafólks ekki skert meira en annarra
Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins
hyggst beita sér fyrir aðgerðum á
tveimur sviðum. Með samkomulagi
við sjálfstæðismenn er henni ekki
ætlað að koma með stefnumarkandi
bráðabirgðalög.
Stjórnin hyggst stöðva búvöru-
hækkunina, sem verða ætti 1. desem-
ber. Þeirri hækkun verður að
minnsta kosti frestað. Alþýðuflokks-
menn hafa fært þetta í tal við sjálf-
stæðismenn og telja sig ekki hafa
fengið synjun.
Þá mun Alþýðuflokksstjórnin mei)
bráðabirgðalögum sjá til þess aðy
hinir lægstlaunuðu fái ekki meiri
skerðingu á verðbótum 1. desember
en aðrir. Samkvæmt Ólafslögum ætti
skerðing á bótum þeirra að verða
meiri, þar sem hluta skerðingar vegna
viðskiptakjara var í vor frestað til 1.
desember.
-HH
Ráðherralistinn samþykktur 41:4
Karl Steinar hafn-
aöi ráðherradómi
MÁNUDAGUR15. OKTÓBER1979.
„Þingrvf hugsanlega i dag”
—segir Benedikt Gröndal
„Þingrof verður hugsanlega strax á morgun,” sagði Benedikt Gröndal, hinn nýi forsætisráðherra, i viðtali við DB i gær-
kvöld.
„Forseti Islands hefur falið mér að mynda minnihlutastjórn á þeim grundvelli sem lýst hefur verið,” sagði Benedikt. „Ég
mun mynda hana á morgun, mánudag. Þá verður rikisráðsfundur klukkan 10 með fráfarandi stjóm og síðar með nýju
stjórninni.” . HH
Friðjón eða Þorvaldur Garðar þingforsetar
„Það er ákveðið að forseti Samein- fundur, sem haldinn verður fyrir há- um hafi verið rætt um tvo menn. Þeir
aðs þings verði úr hópi sjálfstæðis- degið, tekur ákvörðun um það hvaða' eru Friðjón Þórðarson, sem var fyrsti
manna,” sagði dr. Gunnai Thorodd- þingmaður verður forseti,” sagði dr. varaforseti i Sameinuðu þingi, og Þor-
sen, formaður þingflokks sjálfstæðis- Gunnar. valdur Garðar Kristjánsson, sem var
manna í viðtali við DB. „Þingflokks- DB hefur áður skýrt frá því, að eink- forseti efri deildar. -BS
hnífkuta
Maður var handtekinn í Kefiavik
eftir að hafa veitt konu áverka með
hnifi aðfaranótt föstudagsins og hefur
hann nú verið úrskurðaður í allt að 20
daga gæzluvarðhald. Konan er ekki al-
varlega meidd.
Maður þessi hefur setið i fangelsi
fyrir likamsmeiðingar og var nú laus til
reynslu. Einkum er hann kunnur fyrir
að hóta fólki með hnífum og a.m.k.
einu sinni áður hefur hann veitt manni
áverka þannig. Þá hefur hann slasað
lögregluþjón í átökum. Auk þess bíður
hann dómsniðurstöðu í nokkrum saka-
málum.
Atvikið nú átti sér stað á heimili
hans, en einmitt þar hefur hann oft
gripið til hnífa og otað aðgestum. .GS
Minnihlutastjórn krata:
Súfyrstaán
lögfráeðinga
síðan 1942
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, sem nú
er um það bil að setjast í ráðherrastóla,
hefur enga lögfræðinga innanborðs. Er
það í fyrsta skipti síðan árið 1942 að
slíkt verður á íslandi. Það var minni-
hlutastjórn undir forsæti Ólafs Thors
sem þá tók við völdum 16. maí 1942 og
sat aðeins þar til búið var að koma í
gegn kjördæmabreytingu sama ár.
Aðrir ráðherrar voru þeir Jakob Möller
ritstjóri og Magnús Jónsson guð-
fræðiprófessor. -ÓG
Flokksstjórn Alþýðufiokksins
samþykkti í gær ráðherralista flokks-
ins með 41 atk væði gegn 4 en 19 seðl-
ar voru auöir og ógildir.
Sigurður E. Guðmundsson stakk
upp á Karli Steinari Guðnasyni þing-
manni sem einum ráðherranna. Karl
var á þingi Verkamannasambandsins
á Akureyri. Þegar loks náðist sam-
band við hann hafnaði hann tilmæl-
um um að vera í framboði til ráð-
__ herrastöðu á fundinum. Þingflokkur-
inn hafði fyrr i gær samþykkt að tU
viðbótar núverandi ráðherrum Al-
þýðuflokks kæmu Sighvatur Björg-
vinsson, Vilmundur Gylfason og
Bragi Sigurjónsson. Það var sam-
þykkt með framangreindum at-
kvæöamun.
Samþykkt var i einu hljóði að
standa að myndun minnihluta-
stjórnar með stuðningi sjálfstæðis-
manna og þeim skilyrðum sem þeir
settu. Sjálfstæðismenn kröfðust
kosninga i nóvemberlok eða 1. og 2.
desember. Teija má vist að seinni
dagsetningarnar verið valdar. Þá
verði kjördagar að minnsta kosti
tveir. Alþýðuflokksstjómin heitir að
setja ekki stefnumarkandi bráða-
birgðalög nema um launahækkanir
1. des. og búvöruverðið. Sjálfstæðis-
flokkurinn fái forseta Sameinaðs
þings og annarrar þingdeildarinnar.
Stjóm Alþýðuflokksinsbiðjist lausn-
ar eigi siðar en 10 dögum eftir kosn-
ingarnar.
Karl Steinar Guðnason hafði ekki
áhuga á stólnum góða í Stjómarráð-
inu.
Dr. Bragi
ámóti
Benedikt
Laustilreynslueftir
fangelsisvist
vegna árásarmáls:
Veitti konu
áverkameð