Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÖBER 1979. 13 vilja tryggja að alrangar upplýsingar •berist ekki til þeirra. Einnig hafa danskir aðilar gagn- rýnt upplýsingar frá verkefni sem framkvæmt var á Kúbu og komið hefur fram gagnrýni á árangur þess verkefnis. Þar var um að ræða stórt verkefni, sem margar þjóðir tóku þátt í. Var það undir yfirstjórn Sam- einuðu þjóðanna. Átti að auka fram- leiðni í mjólkuriðnaði Kúbu. Verk- efninu var illa stjórnað að sögn og varð mun kostnaðarsamara en upphaflega var ætlað. Einnig bárust litlar upplýsingar til Danmerkur um hvernig fjármununum hefði verið varið. Opinberir endurskoðendur í Dan- mörku hafa einnig varað við að fara mjög hratt út i aðstoðarverkefni í þróunarlöndunum þar sem aðeins sé um að ræða að leggja fram fjármagn til stórra áætlana en ekki einstakra framkvæmda. Geti það í ýmsum til- vikum leitt til þess að ekki sé hægt að ganga úr skugga um annað en peningunum hafi verið eitt en ekki hægt að vita neitt um til hvers þeim hafi verið varið. Hinir opinberu dönsku endurskoð- endur taka þó fram að meginhluti þróunarhjálpar Danmerkur fari þó til góðra verka og sé ekki aðfinnslu- verð. Gagnrýni þeirra taki aðeins til nokkurra verkefna af hinum mikla fjölda sem sé í gangi. Alls verja Danir um 1,5 milljörðum danskra króna til aðstoðar við vanþróuð lönd. „íwöxw1' uí> nu'* .Is*""*"" •urtansson fuíh*;*1' w»“í i 1*6* '|U“ lAnC\ siöan Bretn. "f in. _____— ---------""T,.-"', Zt: ................ „u, tt* "’*n0' * »'*'“** dxnvd » '*m*u. „uRMn*1*'" ÍST<:. í3í-‘íK'i Æ- ..“-ii.’S"*"-* sss” ix&s&r :• •••*,"'-• .... ■*"S'Ví~* 5Ss£~: -r=‘--srsís~.‘- i -'»„rSr=-'V= ‘“ 'V”K, “■* •* ‘íSSS-*' w **' *M,nn£« andvm ^*" unm*6'*’’ Kjallarinn „IQEC xNUM TtÐII W’ Á dögunum var íað að því við mig, að Halldór Laxness hefði nefi)t nafnið mitt í grein í Dagblaðinu. Þetta reyndist vera rétt; Halldór kallaði mig „ágætan málfræðing" í grein sem nefnist „Smámunarýni”, og er með einkunn þeirri trúlega að skirskota til þess sem Snorri taldi forðum eðli oflofs. Greinin reyndist einkum fjalla um smáorðið merkingarlausa sko, en Halldór telur að með því séiu islendingar að snara danska blótsyrðinu „sgu”; ég kom við sögu vegna þess að ég hélt þvi fram í fyrra að þjark um dönsku- sletturværi fráleit tímaskekkja,þvi að nú væru fyrst og fremst ensk áhrif að smeygja sér inn í málið með stofnanaíslensku, orðafari ýmissa pólitíkusa og blaðamanna. Þetta gerðist þegar dauðahryglurnar bárust frá setumönnum. Ekkert veit ég um uppruna smá- orðsins sko; hitt veit ég að þvi fylgir allt annar blær en danska blótsyrðinu sgu í mæltu máli. Blótsyrðið danska hefur hliðstæðan keim og klámyrði sem engilsaxar auka mál sitt og kennd eru við fjóra bókstafi. 1 málvitund minni er orðið sko merkingarlaust með öllu; því er aðeins skotið inn til þess að jafna metin þegar heilafrumurnar hafa ekki undan tungunni; orðaleppar af því tagi eru fjölmargir í íslensku en hrökkva einatt ekki til þess að tryggja eðlileg tengsl heila og tungu, eins og frá er greint í vísunni góðu: „Það sem ég meina, sérðu, sko,/ vera ekki að neinu rugli, / bara reyna að skjóta tvo / steina með einum fugli.” Þetta fyrirbæri er alkunnugt i öllum þjóðtungum veraldar og þarf hugarflug til þess að kenna það einkanlega við dönsku. Mér er það öldungis óskiljanlegt hversvegna Halldór Laxness hatast við svonefndar dönskuslettur. Sú var tíð að hann var ekki vitundarögn smeykur við að nota þær til þess að lýsa fólki í skáldsögum sínum innan frá; hann einn íslenskra höfunda hefur kunnað að beita tungutaki til þess að greina sögupersónur sínar hverja frá annarri, enda var hann um tima ekki talinn „sendibréfsfær” hjá nátttröllum. Vonandi er hann ekki að stiga í vænginn við nátttröll. Mér hefur fundist Halldór færast æ nær málfari Konráðs Gíslasonar á siðustu áratugum, en koðræna er alger andstæða stofnanaíslensku. Samt hefur mér stundum fundist Halldór vera full djarftækur til dönsku. Fyrir nokkrum árum kom hann á framfæri danska orða- • Sú var tíö aö Halldór Laxness var ekki vitundarögn smeykur viö aö nota svo- nefndar dönskuslettur til þess að lýsa fólki í skáldsögum sínum innan frá. leppnum „í gegnum tíðina” og það var eins og við manninn mælt; lepp- urinn var þegar smoginn inn i dægur- lagatexta og allan þremilinn. Ekki þekkti Konráð Gíslason þetta orða- far. Hann segir í orðabók sinni: „Igjennem.. . um tíð: Hele Dagen igjennem, liðlangan daginn. Hele Ugen igjennem, alla vikuna. Hele Maaneden igjennem. Et heelt Aar igjennem. (allt árið út í gegn). For- dömt til at trælla for andre sit Liv igjennem, alla ævi sína.” Mér er fyrirmunað að sjá nokkra ástæðu til þess að taka upp dönskuslettuna „í gegnum tíðina”, en það kann að stafa af tornæmi 'minu. Vænt væri þá að fá leiðsögn. 12. okt. 1979, Magnús Kjartansson. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Það hefði getað sagt frá mörgu en það þagði. í æsku sinni höfðu börnin tálgað dálítið í borðið og það hafði greini- lega orðið fyrir miklu hnjaski. En þrátt fyrir lélegt útlit borðsins og góðan efnahag fjölskyldunnar vildi enginn kaupa nýtt borð. Þetta borð var eina húsgagnið sem ekki var búið að endurnýja á heimilinu. Það þótti öllum vænt um þetta borð. Það var föstudagskvöld og allir voru sestir við borðið. Jóna hafði steikt kótelettur en þessi fjölskylda borðaði mikið kjöt. Börnunum þótti' fiskur ekki góður. Góðir borgarar Jón Pétursson og Jóna sátu viðenda borðsins en börnin til hlið- anna, stúlkurnar öðrum megin en piltarnir gegnt þeim. Þetta kvöld var Jón að skýra stjórnmálaástandið fyrir fjölskyldu sinni. Kommarnir höfðu enn settstrik í reikninginn. Hinir pólitísku fyrir- lestrar Jóns voru ekki endilega hans eigin skoðanir. Sjálfur fylgdist hann vel með þjóðmálum en hann vildi gefa börnum sínum tækifæri til að verða góðir borgarar og hann þorði ekki að fara langt út í umræður um stjórnmál. Af sömu ástæðum var Mogginn líka eina blaðið sem keypt var á heimilinu. Nauðalíkar mæðgur Þegar Jón var í miðjum pólitískum fyrirlestri sagði Gunna allt í einu: „Trúir þú þessu?” Gunna var í öðrum bekk i mennta- skólanum og upp á síðkastið var hún stundum dálitið óróleg þegar faðir hennar byrjaði að tala um stjórn- málin. Þó að Jón væri einn að tala var eins og allir þögnuðu við þessa athugasemd Gunnu. Allavega hættu allir að borða, nema Guðmundur. , Jóna, sem sat við enda borðsins, leit nú upp og horfði á Gunnu. Þær mæðgur voru nauðalíkar í útliti og þeim svipaði einnig saman á ýmsum -öðrum sviðum. „Trúir þú þessu?” 1 fyrsta sinn í tuttugu ár var rofið það andrúmsloft sem alltaf hafði ríkt og allir voru sáttir við. Héltá hnífapörunum Jón Pétursson þagnaði. Hann hljóp aldrei á sig. Eftir nokkra stund sneri hann sér beint að Gunnu og fór að skýra málin. Og nú notaði hann einfaldari orð eins og hann gerði þegar Gunnavar lítil. En Gunna var hætt að borða. Hún hélt á hnífapörunum og horfði á föður sinn. Andlit hennar, sem alla jafnan var fölt, hafði nú tekið á sig bleikan blæ og allt i einu gripur hún fram í fyrir Jóni og segir: „Þú trúir þessu ekki, pabbi. Þú endurtekur bara Morgunblaðslygina héma við borðið á hverjum degi. Þú ert ekki svona vitlaus.” Jón Pétursson var innisetumaður og auk þess þoldi hann sólina illa. Þess vegna var hann fölur í andliti. Nú breyttist þessi fölvi í gráhvíta áferð eins og á líki. Hann þagði langa hrið og sagði síðan stillilega: „Ég þarf að fara á fund.” Hann stóð upp án neinnar sýnilegrar geðshræringar og yfirgaf eldhúsið. Laganeminn brosti „Innræting í skólakerfinu,” sagði Guðmundur sem var sá eini sem atburðarásin truflaði ekki við máltíðina. En nú var Gunna allt í einu búin að missa stjórnina á sér. Hún var orðin blóðrauð í framan og röddin hafði hækkað um áttund frá venjulegri raddhæð hennar. Hún hvæsti framan i Guðmund: „Þegi þú, djöfulsins Heimdallarkvikindið þitt. Þú ert bara launþegakrakki og skríður fyrir pabbadrengjunum í Háskólanum. Þú ert viðbjóður.” Guðmundur Jónsson laganemi fékk sér kótelettu og brosti góðlát- lega. Honum fékk ekkert haggað. Hin systkinin tóku ekki þátt í þessum umræðum. Uppvaskið En Jóna Jónsdóttir tók heldur ekki þátt í þeirri atburðarás sem hér átti sér stað. Hún sat allan tímann og horfði fram fyrir sig eins og i leiðslu. Nú tók hún fyrst til máls og sagði: .„Jæja, krakkar, nú vöskum við iupp.” Gunna var staðin á fætur og hélt enn á hnífapörunum og nú öskraði hún i algjörri móðursýki yfir borðið: „Hér er allt dautc. steindautt, stein- ■dautt. Ékkert nema peningar og heimska. Ég er farin.” „Farðu, Gunna mín, og vertu hjá honum Stebba i nótt og komdu svo og talaðu við mig á morgun,” sagði Jóna. Gunna var þegar komin fram að dyrum með úlpuna í hendinni og nú stoppaði hún andartak og þær mæðgurnar horfðust í augu. Þessu augnatilliti verður ekki lýst. Það var leiftur, saga án orða. Svo þaut Gunna út og skellti á eftir sér hurð- inni. Kápan „Ég sleppi uppvaskinu,” sagði Jóna. „Ég ætla út að ganga.” Svo tók hún kápuna sína og fór i hana. „Ætlarðu í þessari druslu?” sagði Gréta. Hún var á þeim aldri þegar föt skipta máli. „Já,” sagði Jóna og brosti svolít- ið. „Ég þarf að vera í þessari kápu í kvöld.” Hrafn Sæmundsson prentarí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.