Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. 23 HANDUNNIÐ SVÖTA- LÍF í ÖSKJUM —kostaöi lífsstarf Fullorðin kona í Danmörku, Inga Ágaard Faurtoft, hefur dundað við það allt sitt líf að útbúa lirlar öskjur sem lýsa lífi á sveitabæ allt árið um kring. Nú hefur hún gert 57 öskjur og segir hún sjálf hafa upplifað allt sem í öskjunum er. ,,Það sem ég meina með þessum öskjum,” sagði Inga, ,,er að sýna fólki hvernig það var fyrir mig 11 ára að flytja úr borg i sveitina. I öskjunum eru örsmáar dúkkur að starfi og í leik ásamt innanstokksmun- um, allt gert úr pappír og pípuhreinsurum. Einnig er að finna húsdýr. í þessum litlu öskjum, sem minna einna helzt á brúðuhús, er að finna allar árstíðir. öskjunum hefur nú verið komið á safn í Herning í Danmörku og er nú verið að gera þrjár bækur um lífið i öskjunum. Þær heita eftir árstíðunum, Sumar, Haust og Vetur. Það þykir með ólíkindum hve vel er gengið frá hverri öskju, enda hefur það tekið næstum mannsaldur að gera þær. Inga Ágaard Faurtoft hefur setið mestallt sitt Iff við að búa til þessar litlu öskjur, sem sýna hvernig lífið gengur fyrir sig árið um kring á bóndabæ um aldamótin sfðustu. Alls eru öskjurnar 57. Móðir og faðir — Liv Ullmann og Ingmar Bergman. Linn Ullmann fær stórt hlutverk Linn Ullmann, dóttir Liv Ullmann og Ingmar Bergmann er á leiðinni að verða stór- stjarna rétt eins og móðirin. Ingmar Bergman er að gera stórt hlutverk fyrir hana í næstu mynd sinni. I þeirri mynd á hún að fá jafn stórt hlutverk og móðir hennar, Liv. Það er haft fyrir satt að Ingmar œtli að setja dóttur sína svo hátt á stjörnu- himininn að hún verði ekki minni stjarna en þær Tatum O’Neal, Jodie Foster og Brooke Shields. Hér er nýlokið málsverði á bóndabænum. Mamman og ein dóttirin þvo upp. Amma og sú yngsta eru á leið út að gefa hænsnunum. Sjálfar dúkkurnar eru gerðar úr pípu- hreinsurum ásamt servíettum. Sokkar, föt og viskustykki er gert úr kreppappfr, kalkipappir og kaffifilterum. Vatnið sem eldri stúlkan er að hella úr könnu er gert úr plasti utan af sigarettupakka. Hudson orðinn að majór Hver man ekki eftir brytanum góða, honum Hudson, sem færði húsbændum sínum við Eaton Place te og hleypti inn gestum. Leikarinn Gordon Jackson, sern lék Hudson, var fyrst á eftir hræddur um að fest- ast i þvi hlutverki. Nú er hins vegar komið í ljós að hann þarf ekki að óttast það. Jackson leikur nú eitt aðalhlut- verkið i myndaflokknum The Professionals eða Atvinnumennirnir sem verið er að gera hjá ITV sjón- varpinu brezka. Hlutverkið sem hann leikur er hlutverk majórs nokkurs, Cowley að nafni, sem er hin mesta skepna. Myndaflokkurinn á að gerast eftir að seinna stríði lýkur og sýnir hvað majórinn tekur sér fyrir hendur þegar hann hefur ekki lengur löglega óvini að drepa. „Hann er djöfull í mannsmynd,” segir Gordon um þennan skjólstæðing sinn og glottir. Einnpakka - tvo pakka - þrjá pakka, og enginn eins * / hverjum pakka eru þrjár myndir, rammar — gler — lím- band — leið- beiningarbœkl- ingur. Hvernig jjöl- skyldan getur fegrað sjálf veggi heimilis- rnc Nýtt á markaðnum GAGN OG GAMAN fyrirfjölskylduna í skammdeginu. Fjölbreytt úrval mynda Verð kr. 9500.- .O'jL Hringið - við póstsendum hvert á land sem er. EYMUNDSSON Austurstræti 18. Sími 13135 og 13522.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.