Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. þróttir umTékka, flokk á kostnað fjögurra þjóða, sem léku í úrslitakeppninni í Argentínu 1978 — það er Austurríkis, Frakkland, Ungverjalands og Svíþjóðar. Flokka- kipsting FIFA var þannig: Flokkur 1. Sterkustu þjóðirnar. ítalia, Holland, Vestur-Þýzkaland, Pólland, Tékkóslóvakía, England og Skotland. Flokkur 2. Næst-sterkustu þjóðirnar. Júgóslavía, Sviþjóð, Austurríki, Frakkland, Sovétríkin og Ungverja- land. Flokkur 3. Miðlungs-þjóðir. Belgía, Austur-Þýzkaland, Portúgal, Wales, Búlgaría, Gríkkland og Sviss. Fiokkur 4. Veikar þjóðir. Rúmenía, Norður-írland, írland, Tyrkland, Dan- mörkog Finnland. Flokkur 5. Aðrar þjóðir. Malta, Noregur, Ísland, Albanía, Luxemborg, Kýpur og ísrael. Eitt land var dregið úr hverjum flokki í riðlana eitt til fimm. Sjötti rið- illinn var dreginn úr flokkum eitt til fjögur en sjöundi riðill úr flokkum 1,3 og5. Aðrar heimsáffur. Riðlaskipan í öðrum heimsálfum er þannig: Suður-Ameríka. 1. riðill. Brasilia, Bolivía og Venesúela. 2. riðill: Kolombía, Perú og Uruguay. 3. riðill: Chile, Equador og Paraguay. Heimsmeistarar Argentínu komast beint í úrslit. Sigurvegarar i riðlunum komast í úrslit. Þá eru komnar 18 þjóðir frá Evrópu og Suður-Ameríku. Auk þess komast tvær Afríku-þjóðir í úrslit, tvær frá Asíu/Oceaníu, og tvær frá Mið- og Norður-Ameríku. Tveir Ameríku-riðlar eru. 1. riðill. Kanada, Mexikó og Bandaríkin. Hugsanlega ísrael. 2. riðill. Panama, Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala og Honduras. Auk þess eru átta lönd í for- riðlum á karabíska svæðinu, m.a. Kúba. Fjórir riðlar erti í Asíu/Oceaníu með þátttöku 21 þjóðar. 28 þjóðir taka þátt í forkeppninni í Afríku — fyrst um út- sláttarkeppni 24 þjóða en fjórar kom- ast beint í 2. umferð. - hsím. iniað imic? Gunnar Einarsson ver hér sfðara viti sitt frá Geir Hallsteinssyni f gær. Alls varði hann 17 slcot f leiknum. DB-mynd Bj.Bj. umíkvöld liði íslands Ólafur H. Jónsson, sem leikursinn 117. landsleik íkvöld. Leikmenn Tékka eru flestir stórir — sterklegir strákar. Það sást vel á Esju í gærkvöld. Ungir flestir en Tékkar eru nú að byggja upp nýtt landslið og spara ekkert til. Fyrsta frumraun þessa nýja liðs var á Spáni, þegar ísland og Tékkóslóvakía gerðu jafntefli. Fyrir landsleikinn í kvöld leikur hið sterka unglingalandslið íslands — leik- menn 21 árs og yngri — við meistara- flokk KR. Strákarnir halda innan skamms á heimsmeistaramót pilta, sem verður í Danmörku og Svíþjóð. Eru í mjög góðri æfingu og það verður gaman að sjá þá gegn KR-ingum. Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðs- þjálfari, hefur sagt, að hann muni nota þá leikmenn, sem bezt koma út í leikj- unum við Tékka og á HM í framtíðar- landslið íslands. Það er því að miklu að keppa fyrir alla að standa sig sem bezt. Gunnar lokaði markinu þegar Haukar lögðu FH —varði 17 skot í 21-16 si&i Haukanna í Reykjanesmétinu í gær Gunnar Einarsson, sem lék í gærdag sinn fyrsta leik með Haukunum eftir að hann kom heim frá Danmörku, var svo sannarlega hetja þeirra er Hafnar- fjarðarliðin, FH og Haukar, mættust í íþróttahúsinu við Strandgötu. Fjöldi áhorfenda varð vitni að frábærri mark- vörzlu Gunnars út leikinn og þegar upp var staðið sigruðu Haukamir mjög sannfærandi, 21—16. Gunnar varði 17 skot í leiknum — þar af 2 vitaköst og sýndi stórkostleg tilþríf i markinu oft á tíðum. Kollegi hans i FH markinu, Birgir Finnbogason, varði vel framan af en síðan datt allur botn úr mark- vörzlunni. Sverrír Kristinsson kom í hans stað en ekkcrt gekk hjá honum heldur. Með þessum sigri sínum eru Haukamir nær öruggir með sigur í Reykjanesmótinu — þurfa aðeins jafn- tefli gegn 3. deildarliði Breiðabliks í sínum síðasta leik. Þegar liðin hlupu inn á völlinn mátti sjá að unglingalandsliðsmenn þeirra voru ekki með, að beiðni landsliðsein- valdsins Jóhanns Inga. FH vantaði Guðmund Magnússon og Kristján Arason og Haukana Andrés Kristjáns- son og Július Pálsson. Einhver kergja var í FH-ingunum yfir því að Hörður Harðarson skyldi leika með en hann hefur varla haft afgerandi áhrif í þess- um leik. Þrátt fyrir 3 mörk hefur hann oft leikið miklu betur. Valgarður skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir FH en Haukarnir svöruðu með þremur mörkum í röð og var þriðja markið, sem Hörður skoraði, sérlega fallegt. Þrumuskot í slá og niður — gersamlega óverjandi fyrir Birgi í markinu. FH náði að minnka muninn í 4—5 en síðan náðu Haukarnir tveggja marka forskoti í hálfleik, 8—6. Strax í upphafi síðari hálfleiksins skoraði Stefán „tætari” Jónsson, sem var í banastuði í leiknum, tvö mörk í röð og breytti stöðunni í 10—6. Þessi munur hélzt að mestu út leiktímann og um tíma leiddu Haukarnir með 6 mörk- um en lokatölur urðu 21 —16. Sigur Haukanna var í raun afar öruggur og allt annað var að sjá til liðsins nú en gegn FH í Essó bikarnum. Góð stígandi er i leik liðsins og nú var markvarzlan mjög góð. Vörnin var þétt megnið af tímanum en þó mynd- uðust af og til gloppur í henni, einkum í hornunum. Bezti maður liðsins var Gunnar í markinu en Stefán stóð honum ekki langt að baki. Þá skoraði Guðmundur falleg mörk úr vipstra horninu og Ingimar er að koma til eftir að hafa verið ólíkur sjálfum sér í haust. Siðara mark hans var glæsilegt eftir fallega fléttu Haukanna. Leikmenn áttu að öðru leyti jafnan dag og Haukaliðið er til alls líklegt í vetur. Hjá FH-ingunum stóð í rauninni enginn upp úr. Haukarnir tóku Geir úr umferð allan leikinn og hafði það áhrif til hins verra eins og gefur að skilja. FH virðist enn ekki eiga neinn sem gæti komið i stað Geirs og þetta er vandi sem þeir verða að glíma við í vetur. Hætt er við að flest lið taki hann úr umferð og hvað gerist þá? Pétur Ing- ólfsson átti góða spretti og á eftir að verða liðinu mikill styrkur. FH saknaði Guðmundar Magnússonar illilega. Alla- baráttu vantaði i vörninni og iínuspilið var daufara en oftast áður. Mörk Hauka: Stefán Jónsson 6, Guðmundur Haraldsson 4, Þórir Gísla- KR féll á sinni fyrstu hindrun Stúdentar sigruðu80-70 í gærfcvðld „Þetta var afar kærkominn sigur, ekki sízt vegna þess að flestir hafa spáð okkur slæmu gengi i vetur,” sagði Birgir Örn Birgis, þjálfari ÍS, eftir að menn hans höfðu byrjað úrvalsdeildina í vetur á því að leggja íslandsmeistara KR afar sannfærandi að velii. Loka- tölur urðu 80—70 og KR átti aldrei glætu í leiknum. „Ég er bjartsýnn á veturinn og við verðum ekki i neinni fallbaráttu. Liðið átti i heildina góðan leik og Gisli skilaði sínu hlutverki mjög vel. Honum var falið að halda aftur af Jóni og honum tókst það bærilega. Þá var Trent Smock i miklu stuði og skil- aði góðu skori.” Það hefur víst ekki marga órað fyrir því er þeir röltu út í Hagaskóla í gær- kvöldi að KR-ingarnir yrðu yfirspilaðir á köflum en sú varð raunin á. Stúdent- arnir hófu leikinn með miklum látum strax í upphafi og náðu góðu forskoti, sem þeir juku jafnt og þétt fram að hálfleik. Staðan var 11—4 eftir 5 mín. en KR tókst að halda sæmilega í horf- inu þar til lokakafla fyrri hálfleiksins. Staðan var 30—25 þegar tæpar 5 mín. I.voru til hlés en á þessum 5 mín. skoruðu Stúdentarnir 14 stig gegn 2 hjá KR og leiddu í hálfleik 44—27. Upphafskafli síðari hálfleiksins varð beint framhald af lokum þess fyrri og ÍS breikkaði bilið stöðugt. Staðan varð 48—27 strax á 1. min. síðari hálfleiks og allt upp í 65—41 eftir rúmlega 6 mín. leik. Þákom vendipunktur i leikn- um en of seint fyrir KR. Trent Smock fékk sína 5. villu fyrir kjafthátt og var undarlegt hversu mikið kæruleysi hann sýndi þar. Hann hafði annars átt stór- góðan leik — skorað grimmt og hirti fjölda frákasta. Mikið kapp hljóp i KR-ingana við það að hann fór út af en alla forsjá vantaði á köflum. írafárið i sókninni var slíkt að undirritaður man ekki eftir að hafa séð slíkt til KR i annan tíma. Leikmenn hittu ekki úr auðveldustu færum á köflum og var þó vart hægt að Strákarair óheppnir íslenzlta unglingalandsliðið i Imatt- spyrnu var aðeins hársbreidd frá því að komast áfram í úrslitin eftir viðureign 'sina gegn Finnum i Hclsinki um helg- ina. Strákarnir sigruðu 2—0 með mörkum Ásbjamar Björassonar og Benedikts Guðmundssonar. Þessi sæti sigur kemur þó að litlu gagni þar sem strákamír töpuðu leiknum hér heima, 1—3. Það var algerlega óþarft tap en kemur þeim í koll. Finnamir komast áfram á fleiri útimörkum. Sannarlega grátlegt eftir svo góða frammistöðu úti. ULmeð happdrætti íslenzku unglingaiandsliðsstrákarnir i handknattleiknum munu f kvóld verða með happdrættismiðasölu tU styrktar utanlandsferð sinni i næstu viku. Unglingalandsliðið heldur þá til keppni á HM-ungUnga og er það erfið- asta keppni sem islenzkt landsUð hefur tekið þátt i til þessa. PUtamir munu verða með sölutjald i anddyrí Laugar- dalshaUarinnar á landsleiknum við Tékkana í kvöld og vonast þeir til að hallargestir taki þeim vel og styðji við bakiðáþeim. son 3, Hörður Harðarson 3, Ingimar Haraldsson 2, Árni Hermannsson, Árni Sverrisson og Þorgeir Haraldsson eitt mark hver. Mörk FH: Valgarður Valgarðsson 3, Sæmundur Stefánsson 3, Geir Hall- steinsson 2, Pétur ingólfsson 2, Sveinn Bragason 2, Magnús Teitsson, Tryggvi Harðarson, Hans Guðmundsson og Guðmundur Árni Stefánsson eitt hver. - SSv. bæta um betur frá því í fyrri hálfleikn- um er hittnin var alveg í lágmarki. Leikmenn ÍS reyndu að halda haus en tókst ekki allt of vel. Gísli var þeirra bezti maður og hann hélt liðinu á floti og átti mjög góðan leik. Hann fékk t.d. sína fyrstu villu rétt fyrir leikslok eftir að hafa leikið allan leikinn á fpllu. Bilið minnkaði smám saman. Ætlaði KR að takast hið ótrúlega? Þegar 3 mín. voru eftir munaði enn 15 stigum og var þá útséð um að þeim tækist að jafna metin. Til þess voru feilskotin of mörg og rangar sendingar of margar. í raun ótrúlegt hversu oft KR-ingarnir gáfu knöttinn beint til mótherja. Stúd- entar, ákaft hvattir áfram af stuðnings- mönnum sínum, sem hafa ekki í annan tima verið háværari, gáfu sinn hlut ekki frekar og tókst að vinna 10 stiga sigur. Hjá þeim var Smock framan af allt i öllu og þá var Gísli einnig mjög góður og hefur leikið afar vel í haust. „Gamli maðurinn” Bjarni Gunnar var sprækur þrátt fyrir að hann sé farinn að þyngj- ast nokkuð. Þá átti Atli sinn bezta leik með ÍS í haust og sýndi sitt rétta andlit. Jón Sigurðsson var beztur KR-inga þrátt fyrir að greinilegt væri að hann gekk ekki heill til skógar. Aðrir leik- menn náðu sér aldrei á strik og sóknar- leikur KR í fyrri hálfleiknum gefur til- efni til doktorsritgcrðar, leiki þeir í iík- ingu við þetta gegn Fram fara þeir ekki vel út úr þeirri viðureign. Stig ÍS: Trent Smock 26, Gisli Gislason 13, Atli Arason 12, Bjarni Gunnar Sveinsson 10, Jón Héðinsson 10, Albert Guðmundsson 5, Gúnnar Halldórsson og Ólafur Thorarensen 2 hvor. Stig KR: Jón Sigurðsson 27, Geir Þorsteinsson 13, Garðar Jóhannsson 7, Bjarni Jóhannesson 5, Eiríkur Jóhann- esson 4, Árni Guðmundsson 4, Ágúst Líndal 4, Þröstur Guðmundsson 4 og 'Birgir Guðbjörnsson 2. SSv. Sigurður Sverrisson WA Hartbarízt á Italíu Úrslit úr 5. umferð ítölsku 1. deildar- keppninnar urðu sem hér segir um helg- ina: Ascoli — Lazio I—1 Avellino — Bologna 1—0 Cagliarí — Cantanzaro 1—0 Fiorentina — Pescara 2—0 Inter Milan — Napólí 1—0 Juventus — Udinese 1—1 Perugia — AC Milan 1—1 Roma — Torínó 1—1 Þaö er alltaf sama markaregnið á ítaliu eða hitt þó heldur. Inter er efst með 9 stig, þá koma Torino og AC Milan með 7 stig hvort félag. St Etienne efst Tólfta umferðin i frönsku 1. deildar- keppninni var leikin um urðu úrslit sem hér segir: helgina og Angers — Monaco 1—4 Bordeaux — Sochaux 2—3 Bastia — Marseilles 2—0 Lille — Nantes 1—l' Metz — Lyons 5—2 St. Etienne — Nancy 2—2 Strasbourg — Lens 0—I Nimes — Paris St. Germ. 2—0 Valenciennes — Brest 2—1 St. Etienne og Monaco eru efst með 19 stig, þá koma Nantes og Nimes með 16 og I.ille og Sochaux með 15 stig. EMígolfiá Grafarholts- vellinum 1981 Ákveðið hefur verið að Evrópu- meistaramót ungiinga í golfi verði haidið á Grafarholtsvellinum dagana 22.—27. júli 1981. Menn á vegum Evrópugolfsambandsins voru hér á ferðinni i sumar og athuguðu aliar aðstæður. Þeím fannst einhverju ábótavant við völlinn en töldu að laga mætti hann nægilega fyrír mótstfmann. Sannarlega góð tiðindi fyrír kylfinga hér á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.