Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 16
cMatar- 02 m ímikluúrvali i Strandgötu 28 sími: 50224 I Smurbrauðstofan BJORNINN NjMtgötu 49 - Simi 15105 1949 30 ARA ÞJÓNUSTA 1979 nýr konsert á breiótjaldi BARTSKERINN Laugavegi 128 v/Hlemm Sími 23930 Vandlátir koma afturogaftur SÉRPANTANIR í PERMANENT. HALLBERG GUÐMUNDSSON ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. ELO í OÐALI ELECTRIC LIGHT ORCESTRA SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI21 BLASIÐA ÞJÓÐARHAG Nýlega varð allmikill hvellur vegna fyrirhugaðra kaupa Málm- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga á töfluskápum. Mál þetta var rakið í útvarpi en þargerði Helgi H. Jónsson því góð skil með viðtölum við hlutað- eigandi og aðra sem máli skiptu. Aðalatriði málsins eru þau að innlend og erlend fyrirtæki buðu í verkefni þetta og innlendu fyrirtækin voru með hærri tilboð en eitt erlenda fyrirtækið, eða Strömberg í 'Finnlandi. íslensku fyrirtækin Samvirki og Rafafl voru um 15 dl 17% hærri en Strömberg og deildu raunar um hvort fyrirtækið væri lægra. í umræðum manna í milli fór þó ekki á milli mála að sjálfsagt yrði íslensku tilboði tek- ið, rökin voru m.a. eftirfarandi: I fyrsta lagi: fregnir frá Dan- mörku herma að þar séu innlend tilboð tekin fram yfir erlend þótt muni allt að 30% sem þau innlendu séu hærri. í öðru lagi: Bjarni Einarsson hjá Framkvæmdastofnun rikisins hefur gert könnun á þvi 'hver sé þjóðhags- lega réttlætanlegur munur á innlendum og erlendum tilboðum. Bjarni komst að sömu niðurstöðu og Danir, að þeirri að innlend tilboð megi vera allt að 30% hærri en erlend. í þriðja lagi: Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar gerði á sínum tíma, undir hcrleiðingu heildsalanna, það að reglu að innlendum tilboðum skyldi tekið þótt þau væru 15% hærri en erlend. Sjálfstæðismenn í Reykjavík mönnuðu sig með öðrum orðum upp í að taka af skarið um að innlend tilboð mættu gjarnan vera nokkru hærri en erlend og heildsalinn Albert Guðmundsson hefur staðið dyggan vörð um að þessari reglu sé fylgt í Innkaupastofnuninni og jafn- vel gengið lengra en 15% reglan segir fyrir um. Þannig hníga öll rök að sömu niðurstöðu um Grundartanga- tilboðið, innlendu tilboðunum, öðru hvoru, átti að taka. Þá er spurningin hví erlenda tilboðinu var tekið. Byggingarnefnd Málmblendiverk- smiðjunnar mun annars vegar hafa haft í huga reglur Norræna fjárfest- ingarbankans sem kveða á um það að ekki skuli gera upp á milli nor- rænna fyrirtækja og svo einhverjar verkfræðilegar athugasemdir sem mæltu með Str.ömberg. Reglur Norræna fjárfestingar- bankans væru vitanlega ekki annað en marklaust píp ef íslenskir ráðamenn, ríkisstjórn eða Alþingi hefðu dug, þor eða rögg til þess að setja þá sjálfsögðu reglu að ríkisfyrir- tækjum bæri að taka innlendum til- boðum þótt þau væru allt að 30% hærri en erlend, þá var Norræni fjár- festingarbankinn mát. Hinar verk- fræðilegu athugasemdir eru svo létt- vægar þegar það er haft í huga að IStrömberg hefur áður selt hingað til jlands rafbúnað sem meira og minna þurfti að breyta til þess að hann félli að reglum Rafmagnseftirlits rikisins. Vonandi kemur ekki til þess að 17% hagnaðurinn étist upp við breytingar á töflubúnaðinum í ofnhús tvö. Hrauneyjafoss Við Hrauneyjafoss standanúyfir miklar framkvæmdir og minnugir erlendra verktaka við Sigöldu hafa Kjallarinn Kristinn Snæland Hjorleifur kreddulausi Vegna blaðaskrifa um þessi sömu mál í upphafi ársins ritaði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra nokkur orð um þetta efni í Tímann þann 2. mars. Hjörleifur upplýsir í grein þeirri að honum sé kunnugt um að sums staðar erlendis tíðkist allt að 30% verðmunur á innlendum og er- lendum tilboðum. Hann segir líka: ,,í tíð fyrrverandi iðnaðarráðherra var skipuð nefnd til að gera tillögur í málinu og er von á endanlegu áliti hennar á næstu dögum.” Lokaorð Hjörleifs í nefndri grein eru svo þessi, um það hvort setja skuli prósentureglu um innkaup: „Vonandi tekst að þræða þar rétta leið til kreddubundinnar viðmiðunar í prósentum.” Hvers vegna var erlenda tilboðinu tekið? Landsvirkjunarmenn farið afar var- lega í að ráða erlend fyrirtæki til starfa þar. Þó munu tvö erlend fyrir- tæki vera með verkefni við Hrauneyjafoss en ekki er mér kunnugt um hvort innlend fyrirtæki buðu í þá verkhluta né heldur, hafi svo verið, hvort mikill munur hefur verið á tilboðum. Það vekur hins veg- ar athygli að á vegum þessara erlendu fyrirtækja eru einungis fjórir menn erlendir. Virðist vel að málum staðið i því efni að tryggja vinnuna sem mest islensku vinnuafii og munu bæði Landsvirkjun og viðkomandi verka- lýðsfélög hafa fullan hug á að tala erlenda starfsmanna verði ávallt I algeru lágmarki. Þarna er stefnan sú að treysta innlendu vinnuafli og mættu Grundartangamenn taka það sér til fyrirmyndar. Straumsvík I Straumsvík standa yfir verulegar framkvæmdir vegna stækkunar Álversins. Um þetta fyrirtæki gegnir öðru máli en Grundartanga og Hrauneyjafoss því Álverksmiðjan er ekki ríkisfyrirtæki né eign landsmanna með öðrum hætti. Álverksmiðjan yrði því ekki sett undir innkaupa- reglur ríkisfyrirtækja þó ráðamenn vorir hefðu borið gæfu til að setja slíkar reglur. Varðandi Álverk- smiðjuna hefðu þá þurft að koma til samningar um slík viðskiptamál. Sú reynsla sem komin er á viðskipti Álverksmiðjunnar við t.d. verkalýðsfélög, launagreiðslur og launauppbætur, svo eitthvað sé nefnt, bendir eindregið til þess að ráðamönnum Álversins sé full alvara með að hafa samskipti Álversins og íslensks verkalýðs í góðu lagi. Líklegt má þvi telja að unnt hefði verið að semja við Álverið um að taka ávallt innlendum tilboðum í verk og búnað þó svo þau væru eitthvað hærri en erlend. Ráðamenn vorir hafa ekki borið gæfu til þess að ná slíkum samningum við Álverið, enda ekki reynt, og því er fyrirtækið óbundið í þessum efnum. Með þessu hefur núverandi iðnaðarráðherra, kommúnistinn og verkalýðsfulltrúinn úr Alþýðubanda- laginu, raunverulega lagst gegn því að sköpuð verði föst regla um þessi mál. Þar með fer að skiljast hví álit nefridarinnar er Gunnar Thoroddsen skipaði hefur farið svo hljótt, eða ætli rétt séað nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að munurinn mætti . vera allt að 30%? Kredduleysi ráðherrans virðist þannig þýða að ekkert skuli gert, engin opinber viðmiðun skuli vera til. Með þessu dugleysi sínu er Hjör- leifur nú að flytja inn atvinnuleysi frá öðrum löndum. Alþjóðakomminn lætur ekki að sér hæða. Það er vissulega ömurlegt fyrir íslenska vinstri menn að þurfa að vonast eftir fulltrúa „heildsalanna” i Sjálfstæðisflokknum i ráðherrastól til að tryggja atvinnumál íslensks verkalýðs. Gunnari Thoroddsen og Albert Guðmundssyni væri vissulega trúandi til þess að rassskella kommúnistaráðherrann í þessu máli, með stuðningi vinstri aflanna i Sjálf- stæðisflokknum. Verkalýðsfélögin Þau hafa sýnt það að ríkisstjórnir lifa eða deyja nokkuð svo eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. í þessum prósentumálum gætu þau einnig gert þá hluti sem ráðherrana skortir kjark til. Sjómenn gætu neitað að sigla skipum með vörur sem seldar væru hingað til lands í samkeppni við innlendar. Verkamenn gæru neitað að skipa upp vörum þessum. Bílstjórar gætu lagt bílum sínum svo þær yrðu ekki fluttar á áfangastað og verkamenn og iðnaðarmenn gætu látið vera að koma upp slíkum vörum eða tækjum. Áð sjálfsögðu þyrftu verkalýðs- félögin þá að koma sér upp kreddu- bundinni viðmiðun í prósentum. Til þess að tryggja atvinnumál í landinu eru kreddur sjálfsagðar og jafnvel ýmis brögð leyfileg. Kristinn Snæland.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.