Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 34
34 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. Rallycross Bifreiðaíþróttaklúbbsins: Spymt og spólað ímölogleð' í úrslitariðlinum tók Einar Gislason strax forystuna en Árni Árnason á Herbie Hancock bjöllunni hékk í skottinu á honum mestallan tfmann. DB-mynd Ragnar Th. Guðmundur Leifsson liggur á hliðinni i bjöllunni sinni og gefur starfsmönnunum merki um að veita bllnum á réttan kjöl svo að hann geti haldið áfram. DB-mynd Ragnar Th. Mikill fjöldi áhorfenda kom til að fylgjast með rallycrossi BÍKR sem haldið var á braut klúbbsins í landi Móa á Kjalarnesi um síðustu helgi. Rallycrossið nýtur stöðugt aukinna vinsælda enda eru keppnirnar jafnan líflegar og fjörugar. Það háir þó nokkuð hversu kraftlitlir keppnisbíl- arnir eru en bannað er í rallycrossi að nota vél sem hefur fleiri en fjóra strokka. Líklega myndi rallycrossæðið grípa hvern einasta bílaáhugamann á Iandinu ef byrjað væri að keppa i flokki átta strokka bíla. Þá myndi færast ærlegt líf í tuskurnar og drusl- urnar því hálfömurlegt er að sjá bílana kæfa á sér þegar þeir lenda í lausurn jarðvegi i beygjum. Fimmtán bílar hófu keppnina en sumir þeirra komust ekki heilan hring eftir brautinni. Aðrir gösluðust áfram í möl og for, ýmist með eitt hjól eða fleiri á lofti. Sumir áttu i erfiðleikum með að halda bílunum á réttum kili og tóku þeir þá hliðarveltu eða stungu sér kollhnis. Spaugilegt var að sjá þegar Guðmundur Leifsson snaraði VW bjöllunni sinni á hliðina og sat dágóða stund á hliðinni, rígbundinn í öryggis- beltunum. Hamaðist hann við að gefa aðstoðarmönnunum merki um að þeir ættu að velta bílnum aftur á hjólin svo að hann gæti haldið keppninni áfram. En aðstoðarmennirnir voru uppteknir við að fylgjast með hinum bílunum og var það ekki fyrr en seint og síðar meir sem þeir veltu bjöllunni á dekkin aftur. í úrslitariðlinum kepptu þeir Páll Grimsson, Árni Árnason, Einar Gísla- son og Rafn Guðjónsson um fyrsta til fjórða sætið í keppninni. Einar Gísla- son tók forystuna þegar á fyrstu metrunum og hélt henni til enda. Árni Árnason hékk í skottinu á honum lengi vel en á þriðja hring fór heldur að draga í sundur með þeim. Sigurvegari í keppninni var því Einar Gíslason en hann ók VW. Tími Einars var 4.53 sek. Annar varð Árni Árnason. Árni ók einnig VW og var tími hans 4.59 sek. í þriðja sæti varð Páll Grimsson. Páll ók einnig VW og bezti tími hans var 5.15 sek. íslandsmeistara- mótið Þessi keppni var ekki liður í íslands- meistaramótinu, enda er því lokið. Keppnirnar þrjár sem haldnar voru í sumar voru allar hluti í mótinu en þessi var einungis haldin i æfingarskyni. Úrslitin í stigakeppni fslandsmeistara- mótsins urðu þau að íslandsmeistari varð Árni Árnason. í ’öðru sæti varð Kristján Ari Einarsson og í þriðja sæti varð Rúnar Hauksson. Jóhann Kristjánsson. Sverrir Hermannsson ætlaði að taka u-beygjuna með tvöfaidri baklykkju kúplings- beygju með 30% handbremsuálagi. U-beygjan var hörmuleg en veltan sem hann fór alveg dásamleg. Aðstoðarmennirnir voru snöggir að snara Toyotunni aftur á hjólin og Sverrir missti sáralitinn tima við ævintýrið. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.