Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. 17 Megas—Drögaö sjálfsmorði HINN ÓGERILSNEYDDITÓNN ÁSGEIR TÓMASSON A Megas - DRÖG AÐ SJÁLFSMORÐI Útgefandi: löunn (008-9) Hljóðritun: Hátföarsalur MH, 3. nóv. 78. Stjóm upptöku: Tony Cook. Platan Drög að sjálfsmorði kemur sem ferskur blær inn á íslenzk- an plötumarkað. Hún er, eins og margoft er búið að skýra frá, hljóð- rituð á hljómleikum og er því eins hrá og hægt er að hafa hana án þess að tónlist og tæknivinna virki frum- stæð. Það er einmitt þetta hráa yfir- bragð sem fær mann til að finnast allar aðrar íslenzkar plötur gerilsneyddar og ofunnar. Þó að upptökuhljóðverið Hljóðriti í Hafnarfirði hafi reynzt islenzkum hljómplötuiðnaði sannkölluð vitamínsprauta, þá fá drögin hans Megasar að sjálfsmorði mann til þess að velta því fyrir sér hvort stúdíóið með allar rásirnar sé ekki orðið að hálfgerðu ávanalyfi Keppzt er við að hlaða sem flestum hljóðfærum inn á upptökurnar ( með nokkrum blessunarlegum undan- tekningum þó) með þeim afleiðingum að jafnvel hin léttasta tónlist virkar allt of þunglamaleg. Nýbylgjurokkið erlendis er i algjörri andstöðu við þessa hleðslustefnu. Því miður eigum við íslendingar enga slikra rokkara — að minnsta kosti enga sem fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á hljómplöt- um. Ef við snúm okkur aftur að Drögum að sjálfsmorði þá hefur platan að geyma nítján lög ef með eru talin forleikur og lokastef. Megas semur líkt og fyrr allt efni sitt sjálfur og ferst það vel úr hendi. Lög plötunnar eru ærið misjöfn, sum lauflétt eins og Grísalappalísa, Gleymdur tími og Ef þú smælar framan í heiminn. Önnur eru mun þungmeltari. Sennilega á ekkert al- þýðutónskáld hérlent auðveldara með að semja grípandi lög en einmitt Megas. Það þykir eflaust einhverjum ganga guðlasti næst að líkja honum við þá Benny Anderson og Björn Ulvaeus í ABBA, en ég efast ekki um að Megas hefði getað orðið forrikur af tónsmíðum sínum hefði hann samið fyrir stærri tónlistarmarkað en þann islenzka. Eins og fyrr fer Megas á kostum í textum sínum. Háðið er napurt og meiningin er yfirleitt augljós. Raunar er eini ókostur plötunnar söngrödd Megasar. Ekki þar fyrir að hún sé neitt verri en venjulega. Tvöfalt albúm er bara of stór skammtur af þessari sérkennilegu söngrödd. Með Drögum að sjálfsmorði eru mörkuð kafiaskipti í listamannaferli Megasar. Ef marka má viðtal við hann í Helgarpóstinum fyrir nokkru hafa einnig orðið kafiaskipti i lífi hans. Dagar útilegumannsins virðast taldir. Fróðlegt verður að heyra hvað skáldið og tónlistarmaðurinn Megas hefur að segja okkur i framtíðinni.-ÁT Frá hljómleikunum I MH. Með Megasi léku Lárus Grímsson, Björgvin Gfslason, Sigurður Karlsson, Pálmi Gunnarsson og Guðmundur Ingólfsson. Allir stóðu þeir sig óaðfinnanlega en vert er að geta afbragðs gítarleiks Björgvins, sem sjaldan hefur notið sin jafnvel á hljómplötu. DB-mynd: Hörður. NÝR! Þessi nýi Cherry-bíll hefur verið þaulreyndur hjá DATSUN-verk- smiðjunum í mörg ár, áður en hann var settur á markaðinn í ár. ÞÆGILEGT RÝMI. SPARNEYTINN. Fyrsti japanski bíllinn sem hannaður er fyrir Evrópu- Ameríkumarkað eingöngu, sem sjá má í eftirtöldum tölum: HÆÐ: 1,36 m LENGD: 3,89 m BREIDD 1.62 m. Lœgsti punktur: 18 cm Hjá okkur er staddur sérfræðingur frá Datsun þessa viku. Komið með bíiinn, ykkur að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. MJÖG HAGSTÆTT VERÐ. DATSUIM CHERRY de luxe Grand Lux 4ra dyra Grand Lux Sá langbezti frá Japan 0 Datsun hittir aftur í mark. f Leitið upplýsinga datsunI Ingvar Helgason VONARLANDI V/SOGAVEG SÍMAR 84510 OG 84511.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.