Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. -
II
Bandaríkin:
Fundu 149 kíló
af kókaíni
íbifreið
Tollverðir í Fort Lauderdale á
Florida í Bandaríkjunum gerðu á föstu-
daginn upptækt mesta magn af kóka-
íni, sem þar hefur fundizt i einu.
Ónafngreindur maður lét vita að ekki
væri allt með felldu í bil sem stóð á
stæði í bænum. Við leit i bílnum
fundust 149 kílógrömm af þessu tízku-
eiturlyfi Bandaríkjamanna.
Að sögn bandarísku lögreglunnar
mun verðmæti þessa kókaíns vera á
bilinu sex til átta milljónir dollara í
lausasölu. í íslenzkum krónum kostar
kókaínið 2.3—3 milljarða.
Pólland:
Myrtu tvær
konurvið
innbrotstilraun
Tuttugu og þriggja ára gamall maður
var dæmdur til dauða i Póllandi um
helgina og bróður hans sautján ára
gömlum gert að afplána 25 ár i fang-
elsi. Þeir höfðu unnið það til saka að
myrða tvær konur, er þeir hugðust
brjótast inn á heimili þeirra. Að sögn
pólsku fréttastofunnar PAP var
dómurinn kveðinn upp í bænum Jaslo.
Tyrkland:
Stjóm Ecevits tapaði í
blóðugum kosningum
—ham mm annaðhvort segja af sér eða leita sér stuðnings hjá smáflokkum
Bulent Ecevit, forsætisráðherra
Tyrklands, hefur beðið mikinn ósigur
í aukakosningum, sem fóru fram i
fimm kjördæmum landsins í gær. Er
flokkur hans þá tæpast þess megn-
ugur að fara með stjórn því hann
hafði þegar minnihluta í neðri deild
þingsins og má þvi illa við að tapa
þessum fimm sætum til viðbótar.
Sigurvegari kosninganna er Rétt-
lædsflokkurinn, sem er til muna
hægrisinnaðri en Lýðveldisflokkur
Ecevits. Talið er að Ecevit muni
annaðhvort segja af sér embætti for-
sætisráðherra eða reyna að mynda
samsteypustjórn með einhverjum af
smærri flokkunum á tyrkneska þing-
inu.
Ecevit sagði i dag að hann mundi í
dag ráðfæra sig við aðra leiðtoga í
flokki sínum. Forsætisráðherrann
var mjög niðurdreginn og segja
fréttamenn að tárin hafí staðið i
augum hans þegar hann ræddi við þá
eflir að úrslit voru kunn.
Aðstoðarforingi Réttlætisflokksins
sagði I gær að þingmenn flokksins
mundu leggja fram vantrauststillögu
á stjóm Ecevits um leið og þingið
kæmi saman á ný. Einnig sagði
H
Flest bendir nú til þess að forsætis-
ráðherratíð Bulent Ecevits sé senn að
Ijúka í Tyrklandi.
aðstoðarforinginn að flokkur hans
mundi fallast á að mynduð yrði
bráðabirgðastjórn með því skilyrði
að kosningar yrðu boðaðar innan
skamms. Úrslit aukakosninganna
fimm sýndu að kjósendur flykktust
til fylgis við Réttlætisflokkinn, sem
eins og áður sagði er mun hægrisinn-
aðri en flokkur Ecevits forsætisráð-
herra.
Miklar óeirðir voru samhliða
kosningunum í Tyrklandi og féllu I
það minnsta 6 manns. Herlög gilda i
stórum hlutum landsins og lögreglan
er við öllu búin. Fjórðungur milljón-
ar hermanna er sagður hafa verið á
ferli á meðan á kosningunum stóð.
Einnig var kosið til öldungadeildar
tyrkneska þingsins, eða um fimmtíu
af eitt hundrað og áttatíu sætum þar.
Lýðveldisflokkurinn hefur þar
öruggan meirihluta. Engu að síður
voru úrslitin þar verulegt áfall fyrir
Ecevit því Réttlætisflokkurinn hlaut
50% greiddra atkvæða á meðan
Lýðveldisflokkur hans fékk aðeins
um það bil 30%.
HMíbridge:
Hörkukeppni
átoppnum!
Eftir níu umferðir af 15 í forkeppni
heimsmeistarakeppnninnar í bridge,
sem nú stendur yfir í Rio de Janeiro
Brasilíu, er sveit Bandaríkjanna efst
með 120 stig, síðan koma Evrópumeist-
arar ítaliu með 110.5 stig, Ástralia með
108 stig, Mið-Ameríka með 76.5 stig,
ólympíumeistarar Brasilíu með 55 stig
og Asíu-meistarar Taiwan eru neðstir
með53stig.
í 6. umferð sigraði Ástralía Mið-
Ameríku 11—9 og náði forustu í
keppninni með 81 stig, USA 80, Ítalía
70. Brasilia vann USA 13—7 og ’talía
vannTaiwan 16—4.
í 7. umferð vann Ítalía Ástralíu —
fyrsta tap sveitar Ástralíu — með 17—
3. USA vann Taiwan 20 mínus fjórir og
Brasilía vann M-Ameríku 11—9.
í 8. umferð vann USA Ástralíu 15—
5, Ítalía vann M-Ameríku 11—9, og
Taiwan vann Brasilíu 20 mínus tveir. í
9. umferð á laugardagskvöld vann
Mið-Ameríka USA með 15—5,
Ástralía vann Taiwan 19—1 og ítalia
vann Brasilíu 13—7.
Tveir efstu þjóðirnar í forkeppninni
spila um heimsmeistaratitilinn.
Konunglega brezka óperan:
Hættviðsýn-
ingu vegna
launadeilu við
spilarana
Brezka konunglega óperan til-
kynnti um helgina að hætt hefði verið
við þær tíu sýningar á Rósariddar-
anum, sem hefjast áttu 27. næstkom-
andi. Ástæðan er launadeila sem
óperan á í við hljóðfæraleikara húss-
ins.
Óperuhljómsveitin, sem í eru 150
hljóðfæraleikarar, hefur neitað að
mæta á æfingar á laugardögum. Það
er gert til að leggja áherzlu á kröfu
um að lágmarksgreiðsla til hljóð-
færaleikara á viku verði 160 sterlings-
pund (um 133 þúsund krónur). Þetta
er krafa um nálægt fimmtíu prósent
launahækkun.
Talsmaður konunglegu óperunnar
sagði um þessa deilu:
„Þar sem við viljum ekki sýna
opinberlega verk sem ekki hefur verið
æft nægilega vel var ekki um annað
að ræða en að hætta við sýningar.”
Hann bætti því við að hann vonaði
að deilan yröi úr sögunni fyrir næstu
frumsýningu óperunnar. Það er La
Boheme, sem sýningar hefjast á 17.
nóvember.
Talsmaður félags hljóðfæraleikara
sagði að óperuhljómsveitin væri ein
sú bezta í Englandi og að lífskjör
hljóðfæraleikaranna hefðu farið
versnandi á undanförnum árum.
Fann beinagrind eiginmannsins undir rúmi sínu
1 nærfellt eitt ár gekk sjötug itölsk
ekkja, Raffaella Loglio, til náða án
þess að hafa hugmynd um að beina-
grind eiginmanns hennar heitins hvíldi í
friði og ró undir rúmi hennar, vafin i
bréf.
Þegar forvitni ekkjunnar varð ekki
lengur hamin, eins og oft vill verða hjá
konum, opnaði hún pakkann og í ljós
kom hrúga af beinum. Frú Loglio
kvaddi lögregluna þegar í stað heim til
sín.
Við rannsókn kom í ljós að sonur
hennar hafði dundað sér við að grafa
pabba gamla upp og hugðist koma
jarðneskum leifum hans fyrir annars
staðar. Af einhverjum ástæðum hafði
verk hans tafizt um langan tíma.
n
o>
n."
k*innelka
Hinir sívinsælu AKKJA kuldajakkar
frá Melka eru komnir aftur. Jakkarnir eru
vatteraðir og með hettu í kraganum.
Margir litir.
Nú er Melkavetur í Herrahúsinu.
BANKASTRÆTI 7
AÐALSTRÆTI4