Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. Valgeir Sigurðsson er ekki lengur „límabundinn”. Eftir að hafa ritað bókmenntagagnrýni og viðtöl fyrir Timann í mörg ár hætti hann síðast- liðið vor og nú hefur hann fengið sér nýjan og virðulegan vinnustað. Sumsé Alþingishúsið. Þar annast hann varðveizlu og afhendingu þing- skjala undir stjórn Kjartans Berg- manns Guðjónssonar sem lengi hcfur vcrið þar yfirskjalavörður og var citt sinn frægur fyrir fagra glimu og störf i þágu íþróttamála. Þegar við spurðum Valgeir hvað hann hefði aðhafzt i sumar lét hann Fólk Hún bakar þingmönnunum pönnukökur ogþeirsporðrennabeimöllum Við vorum að fara inn um hliðardyr á Alþingishúsinu þeg ar pönnukökuilmur streymdi á móti okkur. Við runnum á lyktina og komum í lítið eldhús þar sem Þórdis Valdimarsdótt- ir var að baka ofan í þingmenn á tveimur pönnum af mikilli leikni. Fyrir aftan hana stóð borð hlaðið nýjum formkökum og einhverju sem okkur sýndist vera ástarpungar en hún sagði að hétu jólakökubollur. Þarna í eldhúsinu er Þórdís búin að standa og baka á hverjum degi síðan árið 1965. ,.Ég baka Jjögur til fimm hundruð pönnukökur á dag og er klukkutima að því," sagði hún. Hún byrjar að baka klukkan sjö á morgnana og er að fram að hádegi. Auk þess bakkelsis sem ofan greinir býr hún til kleinur, vínarbrauð, kringlur og kanelsnúða. Seinnihluta dagsins ber hún þingmönnum kökur og kaffi og hefur þá tvœr stúlkur sér til aðstoðar. Hún er aldrei búin fyrr en sjö, átta, og enn seinna þegar kvöldfundir eru. „Hefur ekki matarlystin minnkað hjá þingmönnum undanfarna daga?" spyrjum við. „Nei, hún hefur aukizt,” segir Þórdís ákveðin og snýr pönnuköku númer fimm hundruð og ellefu. „Það fer ekkert milli mála. En þetta eru líka mikil átök. Haldið þið að það segi ekki ti/sín?” -IHH. Þórdís Valdimarsdóttír bakar fimm hundruö pönnukökur á ktukku- tíma. Auk þess býr hún til margs kyns annað bakkelsi handa þing- mönnunum. -DB-tnynd: Ragnar. Steingrímur Gautur í borgardóm Steingrimur Gautur Kristjánsson. héraðsdómari við embætti jsýslumannsins í Kjósarsýslu og bæjarfógetans í Hafnarfirði, var hinn 1. október siðastliðinn settur borgardómari í Reykjavík. Er skipunin til tveggja ára og hefur harin leyfi frá störfum í Hafnarfirði á sama tíma. Magnús Thoroddsen borgar- dómari er i tveggja ára leyfi l'rá störfum. Hann ntun nú starfa hjá Evrópuráðinu í Strassburg. Á þess vcgum cru meðal annars stofnanir eins og Mannréttindadómstóllinn og Mannrétlindaráðið. Ekki mun afráðið hver tekur við héraðsdómarastörfum í Hafnarfirði. -ÓG. NÝRSKA TTSTJÓRI Á AUSWRLANDt Bjarni Björgvinsson, fulltrúi skattstjórans i Reykjavík, tekur í dag við starfi skattstjóra á Austurlandi. Bjarni er settur frá og með deginum i dag en verður skipaður frá og með áramótum. Þessi háttur er hafður á á meðan fráfarandi skattstjóri, Páll Halldórs- son, lýkur sínum málum á Egils- stöðum. Hann er á leið til Rcvkja- víkur og mun taka við starfi hjá Fast- eignamati rikisins, skv. upplýsingum blaðsins. Bjarni Björgvinsson var cini umsækjandinn um embættið sem kunnugir segja hafa verið hálfgert vandræðabarn fjármálaráðuneytisins um nokkurra ára skeið. -ÓV. Ekkl skal efaxt um að Bonedikt Gröndal utanrikisráðherra þekki muninn ó veizlu og partii. Frægasta partíiö hjá Benedikt Fá heimaparti hala orðið jafnfræg i seinni tið og það sem haldið var heima hjá Benedikt Gröndal eftir alþýðuflokkskvennaþingið föstudags kvöldið í fyrri viku. Eins og DB- sagði frá á mánudaginn var sagði Benedikt gestum sinum þá um kvöldið að hann hefði átt símtal við Lúðvík Jósef,sson, sem hefði sagt |krata hafa orðið á undan sér að slita stjórnarsamstarfinu — hann hefði sjálfur ætlað að boða fund sins flokks á mánudag i þvi skyni. Benedikt hafði fyrr um kvöldið skýrt félögum sínum nokkrum á I.oftleiðum frá samtalinu við Lúðvik sem mun hafa farið fram um kl. 18:45, að þvi er Lúðvik sagði sjálfur frá í Þjóðviljanum. Utanríkisráðherrann hefur þrætt l'yrir að hafa haldið „veizlu” og skal ekki el'azt um að utanríkisráðherra landsins þekkir mun á veizlu og partii. Kannski má sættast á að kallæ !það gestaboð — nenia allir hal'i 'komið óboðnir? Af Tímanum íþin&ð Jónas stýrimaður í danska útvarpínu Saga eftir Jónas Guðmundsson rithöfund, listmálara og stýrimann, verður lesin í danska ríkisútvarpinu í vctur. Farangur heitir ný bók eftir Jónas sem út kemur á næstunni. í þessu skáldriti eru lýsingar á fólki og viðburðum í formi smásagna og raunar annars konar sagna, ef venjulegt smásagnamynztur er haft i huga. Farangur er 14. bók Jónasar. Hefur sem fyrr segir þegar verið ákveðið að ein þeirra sagna, sem í bókinni birtast, verði lesin upp i danska útvarpinu. -BS. Valgeir Sigurðsson: „Gæti vel hugsað mér að starfa við blaðamennsku áfram." DB-mynd: Ragnar. ilitið yfir því. „Orti tvö kvæði og [skrifaði fáeinar greinar.” Hann sagðist vel geta hugsað sér að starfa við blaðamennsku áfram. . . ,,en í raun og veru hefur mig lengi langað að skrifa smásögur. Annars eigum við svo mikla snillinga á þvi sviði að mann óar við að leggja út á slíka braut.” Þá bætti Valgeir því við að að undanförnu hefði hann hjálpað til við undirbúninginn að ritun sögu Kópavogs sem koma á út í nokkrum bindum. „Hcldurðu að Alþingi sé örvandi fyrir skáldgáfuna?” var Valgeir spu rður. ,,Æt!i það sé nokkuð að örva,” sagði skjalageymandinn af ntikilli •hógværð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.