Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.12.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 13.12.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. 13 Erlendar fréttir sagnaum fyrirætlanir í starf smanna- haldi Verkalýðsleiðtogar tíu Vestur- Evrópuríkja þar sem fjölþjóðafyrir- tækið ITT hefur starfsemi kröfðust þess af ríkisstjórnum landa sinna að þær settu fyrirtækinu þá kosti að upp- lýsa um áætlanir sínar varðandi starfs- menn. Ákvörðun þessi var tekin á fundi á vegum Alþjóðasambands málmiðnað- armanna sem haldinn var í Genf eftir að ITT (International Telephone og Telegraph Corporation) fækkaði starfsmönnum í fyrirtækjum sínum í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi, Noregi og Portúgal. ITT hefur aðalskrifstofur i New York en rekur starfsemi í rúm- lega þrjátíu löndum, víðs vegar um heim. Á fundinum i Genf var ITT sakað um að hafa hámörkun hagnaðar síns fremur að leiðarljósi en velferð starfs- manna. Formaður Alþjóðasambands málmiðnaðarmanna sagði að krafan um upplýsingar frá ITT væri fyrsta raunverulega tilraunin til að fá fjöl- þjóðafyrirtækið til að viðurkenna víð- tæk völd sín og jafnframt viðurkenna þá ábyrgð sem þau legðu fyrirtækinu á herðar. Viðurkennt er af forustumönnum ITT að það lagði fram verulegan stuðning til að steypa ríkisstjórn Allendes i Chile, þegar fyrirtækinu þótti hagsmunum sínum þar í landi hætt. Skákmótið íBuenos Aires: Larsen búinn að tryggja sér sigurinn Danski stórmeistarinn Bent Larsen hefur þegar tryggt sér sigur á skák- mótinu í Buenos Aires þó að tveim um- ferðum sé enn ólokið. Eftir elleftu umferöina, þar sem Larsen gerði jafn- tefli við Gheorghiu frá Sovétríkjunum í 48 leikjum, hefur hann 2,5 vinninga forustu. Najdorf frá Argentínu komst í annað sæti með því að sigra landa sinn Tempone en þriðji Argentínumað- urinn, Quinteros, sigraði Miles frá Bretlandi. önnur úrslit i elleftu umferð urðu þau að Petrosjan sigraði Panno, Andersson geröi jafntefli .við Ivkov, Spassky vann Lombardy og skák Franco frá Paraguay og Rubinetti frá Argentínu fóríbið. Staðan eftir ellefu umferðir er þá þessi: Larsen 9,5 Najdorf 7, Miles 6,5 og Spassky, Quinteros og Andersson með 6 vinninga hver. Hneyksli á geðsjúkrahúsi í Noregi: Læknirinn hafði kyn mök við siúklinginn Geðlæknir einn í Noregi hefur verið rekinn úr stöðu sinni sem aðstoðaryfírlæknir við geðsjúkrahús nærri Bergen eftir að upp komst um kynmök hans og eins af kvensjúkl- ingunum ásjúkrahúsinu. Heilbrigðis- yfirvöld líta að sögn mál þelta mjög alvarlegum augum og hafa vísað málinu til norska saksóknarans um nánari ákvörðun um meðferð. Læknaráð viðkomandi sjúkrahúss áleit málið svo alvarlegt, er það kom til afgreiðslu þess, að það vísaði lækninum samstundis úr starfi. Skal það gilda í það minnsta þar til rann- sókn er lokið. Læknirinn hefur nú tekið við starfi á öðru geðsjúkrahúsi. Nafn geðlæknisins, sem er 45 ára, hefur ekki verið gefið upp. Hann hafði starfað i fjögur ár á viðkom- andi sjúkrahúsi. Var hann sagður mjög vinsæll meðal starfsfólks og sjúklinga. Kom það því mjög á óvart er upp komst um hin nánu mök sem hann hafði haft við kvensjúklinginn. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur lækninum. Ekki mun neinn aðili heldur hafa kært hann fyrir verknaðinn. Mun það alfarið verða ákvörðun norska saksóknarans hvort eitthvert mál verður höfðað eða mál- iðafgreitt áannan hátt. 50. Ibt, 41. árg. 13. di'sembw 1070, Hressilegt víðtai við Axel í Vikunni í dag Samantekt Jónasar Kristjánssonar segir Axel Clausen. Hann er 91 árs á 21 barn, — það yngsta níu ára Urdráttur fjórum jól

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.