Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.01.1980, Qupperneq 6

Dagblaðið - 28.01.1980, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. Cannes-faramir koma heima í kvöld: Sömdu um útgáfu á íslenzku poppi í þremur löndum — og það f jórða í deiglunni 1 kvöld koma íslenzkn popplónlislarmenirnir, sem i siðuslu *viku tóku þátt í alþjóðlegu tónlistar- og hljómplöturáðstefnunni MIDEM '80 í Cannes í Frakklandi. Einn listamannanna, Björgvin Halldórsson söngvari, kom hcim á laugardaginn og sagði hann í samtali við DB i gær að það hefði nú gerst í fyrsta skipti, að ákveðið væri að gel’a út íslen/ka popptónlist á erlendum markaði. „Viðgerðumsamninga um útgál'u á litlum plötum með Brunaliðinu, Hl H-flokknum og mér sjálfum í þrcmur löndum og aðeins á eftir að reka smiðshöggið á samning um út- gál'u i fjórða landinu. Þetta eru Kanada, þar sem gefnar verða út þrjár litlar plötur, Finnland, þar sem gefnar verða út að minnsta kosti tvær, fjórar koma út i Perú og að líkindum ein á Spáni,” sagði Björgvin. Hann sagði að hljómsveitirnar hcfðu fengið góðar viðtökur á ráðstefnunni, þar sem þær skemmtu þrjú kvöld á kunnum næturklúbbi og hefði íslenzkri popptónlisl verið sýnd rnikill áhugi. Auk þeirra fjögurra plötufyrirtækja, sem myndu gef'a út nefndar plölur, hefðu fjölmargir aðrir óskað eftir að heyra meira af islenzkri tónlist og talið hana standa ýmsu því, sem efst væri á baugi, síst að baki. „Þetta gekk þvi vonum framar," sagði Björgvin Halldórsson, „og það er loks orðið að veruleika, að íslensk popptónlist verður gefin út erlendis. Svo er bara að sjá hvernig til teksl — það veltur á þessum erlendu fyrir- tækjum.” i kvöld verður flull i Radio l.uxembourg viðtal við hljóm- sveitarstjóra Brunaliðsins, Magnús Kjartansson, og leikin verða lögin, sem gefin verða út ytra. -ÓV. íslenzku popptónlistarmennirnir í Cannes fagna útgáfu laga sinna í Kanada ásamt Alex Groshak (þriðji frá vinstri), for- stjóra V-Records og Sunflower International Records í Kanada, en lög með Brunaliðinu, HLH-flokknum og Björgvin Halldórssyni verða gefin út af fyrirtæki hans í Winnipeg. -DB-mynd: ÓV. —.-W—.11 r . ............ Ragnhildur Guðbrandsdóltir tekur fyrstu skóflustunguna með hjálp góðra manna. Hún er vel ern, þráll fyrir háan aldur. DB-mynd RagnarTh. Nýja hjúkrunarheimilið í Kópavogi: Tók fyrstu skóflu- stunguna 101 árs Elzti ibúi Kópavogs, Ragnhildur Guðbrandsdóttir 101 árs tók á laug- ardag fyrstu skóflustungu að hinu nýja hjúkrunarheimili fyrir aldraða i Kópavogi. Var það vel við hæfi. Hcimilið verður að mestu rcisl fyrir söfnunarfé Kópavogsbúa sjállra. Battkar eru á hverju heimili í Kópa- vogi og gengur söfnunin vel. Heimilið verður lyrsla sérhannaða hjúkrunarheimili á landinu. Það verður tæpir 1500 fermetrar að stærð og rúmar 38 vislmenn. Fullgert mun hcimilið kosta um 40 milljónir króna. -JH. „Stereósníkir” góm- aður við iðju sína Þekktur óknyttamaður og þjófur gekk í net Reykjavíkurlögreglunnar I norðanverðu Hliðahverfi á laugardags-' morgun er hann var við þá iðju sína að stela verðmætum úr íbúðum, stereo- tækjum í þetta skiptið. Snemma morguns fór hann að brjót- ast inn í kjallaraíbúðir í hverfinu í leit að verðmætum, en alls staðar var fólk heima svo hann hraktist á flótta án ár- angurs. Tóku lögreglunni nú að berast fréttir af manninum og kom hún upp neti lög- reglumanna, sem hófu leit er stóð I á annan klukkutima. Þátttakendur i þeirri aðgerð sáu svo hvar maður var að troða stereotækjum ofan i poka í kjallaraibúð í Stórholti og var þar þrjóturinn fundinn. Enginn hafði verið þar heima og hafði þjófur- inn því næði til iðju sinnar fyrir heima- fólki, en uggði ekki að lögreglumönn- unum. - GS Gullver NK: Vatní vélar- rúmið Það óhapp varð i Seyðis- fjarðartogaranum Gullveri á laugardag að vatn komst í vélar- rúm hans. Togarinn verður þvi frá veiðum i nokkra daga. Unnið var við að setja vatn um borð er óhappið varð. Vatninu var strax dælt upp úr vélarrúminu og er unnið að lagfæringum. - JG Seyðisfirði. Barsmíð á Laugavegi: Barði hjón til óbóta Maður veittist að hjónum á gangi á Laugavegi aðfaranótt laugardagsins og kom til handa- lögmála á mílli hans og konunnar í fyrstu. Þótti eiginmanninum nóg um og hugðist ganga á milli, en þá sló árásarmaðurinn hann umsvifalaust í götuna svo hann hlaut áverka af. Á meðan komsl konan undan og kallaði á lög- reglu, sem kom á svipstundu og greip árásarmanninn. Einnig sér á konunni eftir átökin. - GS Ætluðu að hertaka lögreglu- stöðina Tveir drukknir menn höfðu uppi tilburði til að yfirbuga eina Iögregluþjóninn sem staddur var á lögreglustöðinni i fyrrinótt og þar með að hertaka stöðina. Hinir þrír lögregluþjónarnir voru að sinna útkalli. I.ögregluþjónninn var þó ekki á þvi að láta sinn hlut, tók annan ntanninn og hélt honum, en átti þó eftir nægilegl svigrúm til að stökkva hinum á flótta. Þegar hann var flúinn var félagi hans læstur á bak við lás og slá og lögreglumaðurinn sat sina vakt eins og ekkert hefði i skorizt þegar hinir komu úr útkallinu. -GS. Finnair-Fokkerarnir komnir Fokkerarnir, sem Finnair keypti i Seul í Kóreu, kom til Reykjavikur á föstudagskvöld. Islenzkir flugmenn tlugu vélunum og munu Flugleiðir sjá um nokkrar breytingar á þeini. Flugleiðir og Finnair keyptu i sameiningu fjórar Fokker vélar og konia vélamar sem Flugleiðir eignast fljótlega í febrúar. Þessar tvær vélar hafa verið nokkuð lengi á leiðinni, en þær lögðu af stað frá Seul 12. janúar. -DB-mynd Hörður. Akureyri: siökkvibílliiin fær loks inni „Það er alveg að ganga saman i samningum um húsnæði undir gamla slökk vibilinn og verður hann væntanlega geymdur í nýbyggingu Hjólbarðaþjónustunnar,” sagði Gísli Lárusson, aðstoðarslökkvistjóri á Akureyri, í samtali við DB í gær. Svo sem DB skýrði frá fyrir skömmu hefur bíllinn verið á hrakhólum utandyra, þrátt fyrir mikla eftirgrennslan slök kviliðsins eftir húsnæði. Var tækjabúnaður hans byrjaður að skemmast af þeim sökum. -GS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.