Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 4
4!
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980.
DB á ne ytendamarkaði
ANNA
BJARNASON
z/
JARDSTOÐINNI
FYLGJA HÆRRt
SÍMAREIKNINGAR
nema felldur verði niður söluskattur
Þeir sem hafahorit me'tilhlökkun
til þess að geta hringt beint til útlanda
'með tilkomu jarðstöðvarinnar verða
aldeilis fyrir vonbrigðum þegar þeir
fá fyrstu símreikningana fyrir það.
Því með jarðstöðinni hækka sim-
reikningar þeirra sem hringja til úl-
landa í stað þess ttð lækka, ef ekkert
verðuraðgert.
Það er söluskatturinn sem allt
snýst um. Núna er aðeins lagður sölu-
skattur á þann hluta símtalanna sem
telja má sem innlendan kostnað. Það
sem það kostar að fá samband héðan
og út. Sjálft samtalið úti er svo sölu-
skattsfritt. En með jarðstöðinni er
ekki lengur hægt að greina á milli
hvað er hér á landi og hvað úti þannig
að annaðhvort verður að setja sölu-
skattinn á allt saman eða ekkert. Til
þess að fella niður söluskattinn þarf
væntanlega lagabreytingu og gæzlu-
mönnum ríkissjóðs verður varla um
hana. Póst- og simamálastjóri er
helzt á því að vænlegast yrði að fella
niður söluskattinn af umframskref-
um alfarið en hafa áfram söluskatt á
fastagjaldi. Með því fengist einnig
aukinn jöfnuður á milli Iandsvæða.
- DS
Fyrstu prófanir unt jarðstöðina á
Úlfarsfelli verða i þessum mánuði.
DB-mynd Hörður.
Nýju skrefateljaramir á símana:
„Gífurleg peningasóun”
„Þetta er ekkert annað en sóun á
gifurlegum fjármunum,” sagði Guð-
mundur Ólafsson verkfræðingur um
nýju skrefateljarana sem koma á upp
VEIZLUMA TUR!
Lútið okkur sjú um
veizluna. Maturfyrir
öll samkvæmi eftiryðar
óskum.
VEIZLUELDHÚSIÐ
Pantið í tíma
Símar 53716 og 74164.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njóísgötu 49 - Simi 15105
Til sðlu
Árg. Ekinn
BMW 320 1977 30 þús. km.
BMW 316 1977 55 þús. km.
BMW316 1977 65 þús. km.
BMW1600 1971 115 þús. km.
Renault 20 TL 1978 60 þús. km.
Renault 14 TL 1978 23 þús. km.
Renault16TL 1973 90 þús. km.
Renault 16 TS 1972 130 þús. km.
Renault 12TL 1978 40 þús. km.
Renault 12 TL 1972 63 þús. km.
Renault 12 TL station 1975 72 þús. km.
Renault 12 L station 1971 100 þús. km.
Renault 5 GTL 1979 20 þús. km.
Renault 4 TL 1974 76 þús. km.
Renault 4 VAN F4 1979 25 þús. km.
Renault 4 VAN F6 1979 35 þús. km.
Renault 4 VAN F6 1978 50 þús. km.
Renault 4 VAN F6 1978 30 þús. km.
Renault 4 VAN 1973 79 þús. km.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
við simakerfi Reykvíkinga. Orðin lét
Guðmundur falla á blaðamanna-
fundi sem Verzlunarráð íslands hélt á
dögunum um nýlega úttekt á málefn-
um Pósts og síma.
„Hugmyndin á bak við skrefatelj-
ara er að jafna aðstöðu þeirra sem
búa úti á landi við aðstöðu þeirra sem
búa í Reykjavík. Hugmyndin er,
komin frá landsbyggðarþing-
mönnunum. En aðeins pennastrik í
núgildandi gjaldskrá gæti gert sama
gagn og það án þess að kosta neitt.
Það strik fæli í sér að lengja hvert
skref fyrir landsbyggðina og gera
skrefagjaldið um leið dýrara. Með
niðurfellingu söluskatts af umfram-
símtölum fengist svo enn meiri jöfn-
uður. En til þess að róa þennan
minnihluta þingmanna skal kasta
peningum í fokdýra skrefateljara,”
sagði Guðmundur.
- DS
Reyndi
að halda
í við gesti
og skyld-
fólk
Húsmóöir í Reykjavík skrifar:
,,Ég sendi hér með upplýsinga-
seðilinn fyrir desembermánuð. Ég
ætla ekki að fara að útskýra nánar*
þessar tölur, eins og allir vita er
desembermánuður dýr.
Ég fékk að visu margt af skyldfólki
mínu og vinum í heimsókn þegar það
var í verzlunarleiðangri i bænum. En
það fékk frekar Iilið hjá mér þar sem
margir seðlar, sem ykkur hafa veriði
sendir, sýna að mikill gestagangur
hleypir kostnaðinum upp úr
ölluvaldi”. I
Þessi husmóðir í Reykjavík er með
nærri 60 þúsund kr. i mat og hrein-
lætis-vörur að meðaltali á mann og
rúml. 650 þúsund í „annað”. Eitt-
hvað hafa nú gestir hennar fengið er
þeir litu við hjá henni í jólainnkaup-
unum.
- A.Bj.'
Kjöt steikt
árist
Ristin á helzt að vera þannig að
liægt sé að hafa mismunandi hitastig.
Þegar viðarkolum eða koksi er
brennt verður aÓ kveikja upp nokkru
áður en steiking fer fram. Ristin á að
vera vel heit þegar kjötið er Iagt á
hana annars vill það festast við.
Þykkar kjötsneiðar á fyrst að brúna
við mikinn hita en steikja síðan að
fullu við minni hita. Sneiðar og kóte-
lettur úr kálfa- og svinakjöti er bezt
að steikja við þannig hita að þær
brúnist og steikist i gegn samtímis.
Áður en kjötið er sett á ristina er það
kryddað eftir smekk og borið á það
matarolía eða brætt smjör og er það
endurtekið öðru hverju, á meðan á
steikingunni stendur.
Við þessa aðferð ntyndast engin
gufa við steikingu og kjötið heldur
sinu steikingarbragði að fullu. Gæta
verður þvi að snúa kjötinu með
töngum eða spaða en ekki með þvi að
stinga i það gaffli eða öðru áhaldi því
þá glatast nokkuð af kjötsafanum úr
kjötinu. Stundum er kjötinu velt upp
úr smjöri og brauðmylsnu fyrir steik-
ingu. Næst segir frá steikingu kjöts á
teini.
Raddir neytenda
Tveir lamba-
skrokkar á des-
emberseðlinum
S.H. skrifar:
„Kæra neytendasíða.
Sendi ykkur hér loksins desember-
seðilinn. Matarreikningurinn er hár,
en inni í honum eru reyndar tveir
lambaskrokkar. Það ætti að bæta úr
skák í janúar.
Liðurinn „annað” er ekki alveg
nákvæmur, en þó nær sanni. Þar í
eru allar jólagjafir ásamt öðru sem
þarf fyrir blessuð jólin.
Með beztu kveðju.”
S.H. er með fámenan fjölskyldu
eða þriggja manna, og því í „hærra”
meðaltalinu. Hún er með 46.496 kr. á
mann og liðurinn „annað” hljóðar
upp á rúml. 350 þúsund kr.