Dagblaðið - 04.02.1980, Page 26
26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980.
Veðrið
Sunnon- eða suðaustangola og
skýjafl'é V- og Noröurlandi. Sums
suiour oi sunnanlands. Frost um allt
land. Mest frost var á Eyvindaró
klukkan sex í morgun eða 17 stig.
Veður klukkan sex f morgun:
Reykjavfk norðaustan 1, 61 og —4
stig, Gufuskálar austan 2, léttskýjaö
og —5 stig, Galtarviti suðaustan 1,
skýjað og —4 stig, Akureyri sunnan 2,
skýjað og —7 stig, Raufarhöfn hœg-
viöri, skýjað og —8 stig, Daiatangi
logn, heiðríkt og —7 stig, Höfn f
Hornafirði norðan 1, lóttskýjað og —8
stig og Stórhöfði f Vestmannaeyjum
suðaustan 4, skýjaö og 1 stig.
Pórshöfn f Feareyjum noröan 1, heiö-
rikt og —2 stig, Kaupmannahöfn
hœgviðri, þokubakkar f grennd og —
11 stig, Osló heiðrfkt, hœgviöri og —
23 stig, Stokkhólmur hœgviðri, létt-
skýjaö og —18 stig, London norövest-
an 1, léttskýjafl og 2 stig, Hamborg
norflaustan 3, snjókoma, —1 stig,
Madríd hœgviflrí, þokubakkar og 1
stig, Parfs vestan 1, léttskýjafl og 8
stig, Lttsabon norflan 1, heiflskfrt og
9 stig og Naw York norðan 1, létt-
skýjaflog —fistig.
Andfát
Helgi F. Arndal lézt á St. Jósefsspítala í
Hafnarnröi föstudaginn 25. janúar.
Hann var fæddur á Bíldudal í Arnar-|
firði 6. marz 1905. Foreldrar hans voru
Jónina Árnadóttir ættuð af Álftanesil
og Finnbogi Jóhannsson Arndal frá|
Laxárdal í Gnúpverjahreppi. Helgi
lærði húsgagnabólstrun hjá föður-
bróður sinum Sigurjóni Jóhannssyni í
Hafnarfirði. Starfaði Helgi við þá iðn á
meðan kraftar entust. Helgi kvæntist
eftirlifandi konu sinni Guðlaugu Svein-
björgu Magnúsdóttur frá Efri-Ey í
Meðallandi í V-Skaftafellssýslu.
Bjuggu þau öll sín búskaparár íl
Hafnarfirði. Eignuðust þau fjögur
börn og ólu upp dótturson sinn, Helga|
Arndal. Helgi verður jarðsunginn frá
Frikirkjunni í Hafnarfirði í dag, mánu-
dag 4. febrúar, kl. 14.
Pétur Friöfinnsson bryti er látinn.
Hann var fæddur 10. maí 1912 í
Reykjavik. Á fimmta aldursári sínu
missti hann föður sinn. Var honum
komið fyrir á sveitaheimili hjá Krist-
jáni bónda í Dalsmynni í Hnappadals-
sýslu. Pétur lærði kjötiðn og réðst
hann sem kjötiðnaðarmaður hjá NýjU|
kjötbúðinni á Akureyri. Siðar varð
hann matsveinn á ýmsum bátum. Árið
1954 gerðist hann matreiðslumaður hjá
skipadeild SÍS þar sem hann starfaði í
þrjú ár. Síðan réð hann sig sem vakt-
mann skipadeildar SÍS. Pétur verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag,
mánudag4. febrúar, kl. 13.30.
Vilborg Vigfúsdóttir lézt laugardaginn
26. janúar. Hún var fædd að Heiðarbæ
í Álftaveri 14. febrúar 1892. Foreldrar
hennar voru Þóranna Ásgrímsdóttir og
Vigfús Árnason. Á árunum 1911 —
1919 var Vilborg Sigþrúður eins og hún
hét fullu nafni vinnukona á ýmsum
bæjum en fluttist síðan til Reykjavíkur.
Eftirlifandi maður hennar er Stein-
grímur Magnússon sjómaður. Eignuð-
ust þau sex börn.
Kristín Lýðsdóttir, Barmahlíð 1
Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl.
13.30.
Kristín Sandholt, Karlagötu 4 Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 5 janúar
kl. 13.30.
Margrét Guflmundsdóttir frá Rifshala-
koti, Safamýri 43 Reykjavík, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 5. febrúar kl. 10.30.
Kvenfélagið
Fjallkonurnar
Fundur veröur haldinn mánudaginn 4. febrúar kl.
20.30 að Seljabraut 54. Sigriður Hannesdóttir kemur
og kynnir námskeið i framsögn. einnig verða kynntar
vörur frá Osta- og smjörsölunni.
Kvenfélag Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík
heldur fund mánudaginn 4. fcbrúar kl. 20.30 í Iðnó
uppi.
, Ölvar þarf sá að vera
sem lögunum á að
stýra
X\
Arshátíöir
Kvæðamannafélagið
Iðunn
heldur árshátíð i Lindarbæ föstudaginn 8. febrúar
Allir velunnarar félagsins velkomnir. Upplýsingar i
simum 11953,24665.
Happdrætti
Frá landssamtökunum
Þroskahjálp
Dregið hefur verið i almanakshappdrætti Þroska
hjálpar. Vinningur fyrir janúarmánuðer 8232.
Sundmót KR
í Sundhöll
Reykjavíkur
Sundmót KR fer fram i Sundhöll Reykjavikur 6.
febrúar kl. 20.00 Keppt verður í eftirtöldum greinum:
1.400 m skriðsund karla.
2. 100 m baksund kvenna.
3. 50 m bringusund sveina 12 ára og yngri.
4. 100 m bringusund karla.
5. 100 m bringusund kvenna.
6. 100 m baksund karla.
7. 100 m skriðsund kvcnna.
8.50 m bringusund meyja 12 ára og yngri.
9. 200 m fjórsund karla.
10. 4 x 100 m skriðsund kvenna.
11.4 x 100 m skriðsund karla.
Þáttökutilkynnningar þurfa að hafa bori/.t i siðasta
lagi 30. janúar til Erlings Þ. Jóhannssonar c/o Sund
laug Vesturbæjar. Þátttökugjald er kr. 300 per.
skráningogskal þaðfylgja meðskráningu.
Knattspyrnudeild Vals
Æfingatimar meistara- og I. flokks verða til að byrja
mcðsem hér segir:
Mánudagarkl. 17—10—18.00
Lyftingar, Baldurshaga.
Fimmtudagar kl. 17.45—18.00
Úti — Valsvelli.
Fimmtudagar kl. 18.00—19.40
Inni — Valhöll
Föstudagar kl. 17.10— 19.30
Lyftingar, Baldurshaga
Sunnudagar kl. 16.30— 18.00
Úti — Valsvelli
Sunnudagar kl. 18.00—
INNI — Valshús.
Ath. Æfingar á miðvikudögum og laugardögum vcrða
tilkynntar sérstaklega á framangreindum æfingum.
Heimasimi þjálfara Árna Njálssonarer 86448.
imHmNiiiimniNiimiimiimiimiimimiiiiiiiiiiiiiiiiii
1
Hreingerningar
Yður til þjónustu:
Hreinsum teppi og húsgögn með há
þrýstitæki og sogkrafti. Við lofum ekki
að allt náist úr en það er fátt sem ster.zi
tækin okkar. Nú, eins og alltaf áður,
tryggjum viö fljóta og vandaða vinnu.
Ath., 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu
húsnæði. Erna og Þorsteinn, sími 20888.
Hreingerningafélagið Hólmbræður.
Margra ára örugg þjónusta. einnig
teppa og húsgagnahreinsun með nýj-
um vélum. Símar 50774 og 51372.
1
Ökukennsla
D
Ökukennsla-æfingartímar.
Kenni á Toyota Cressida og Mazda 626
árg. 79 á skjótan og öruggan hátt.j
Njótið eigin hæfni. Engir skyldutimar.
ökuskóli ásamt öllum prófgögnum og
greiðslukjör ef óskað er. Nýir nemendur
geta byrjað strax. Friðrik A. Þorsteins-
son.sími 86109.
Ökukennsla-æfingatimar.
Kenni akstur og meðferð bifreiða. Kenni
á Mazda 323 árg. 79. Öljuskóli og öll
prófgögn fyrir þá sem þess óska. Helgi
K.Sesseliusson.sími 81349.
Ökukennsla-Æfingatímar.
Kenni á Mazda 626 hardtopp árg. 79.
Nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli
ög prófgögn sé þess óskað. Hallfríður
Stefánsdóttir, sími 81349.
‘ökukennsla — Æfingatímar.
Kenni á Datsun 180 B. Lipur og
þægilegur bíll. Engir skyidutímar, sex til
átta nemendur geta byrjað strax.
Nemendur fá nýja og endurbætta
kennslubók ókeypis. Ath. að ég hef öku-
kennslu að aðalstarfi, þess vegna getið
þið fengið að taka tíma hvenær sem er á
daginn. Sigurður Gíslason, sími 75224.
'Ökukennsla — æfingatimar
— bifhjólapróf.
‘Kénrii á nýjan Áud’i. Némendur g%ið;'
laðeitts tekna tíma. Nemendur geta.
ibyrjað strax. ökuskóli og öll prófgögn efi
lóskaðer. Magnús Helgason, simi 66660.
Ökukennsla-æfingatimar.
Get aftur bætt við nemendum, kenni á
hinn vinsæla Mazda 626 árg. ’80,
númer R—306. Nemendur greiði áðeins
tekna tíma. Greiðslukjör ef óskað er.
Kristján Sigurðsson, sími 24158.
Ökukennsla —
endurnýjun á ökuskirteinum. Lærið
akstur hjá ökukennara sem hefur það að
aðalstarfi, engar bækur, aðeins snældur
með öllu námsefninu. Kennslubifreiðin
er Toyota Cressida 78. Þið greiðið
aðeins fyrir tekna tima. Athugið það.
Útvega öll gögn. Hjálpa þeim sem hafa
misst ökuskirteini sitt að öðlast það að
nýju. Geir P. Þormar ökukennari. simar
19896 og 40555.
Ökukennsia-æfingatimar-
hæfnisvottorð-ökuskóli og öll prófgögn
ásamt litmynd í ökuskirteinið ef þess er
óskað. Engir lágmarkstimar og
nemendur greiða aðeins tekna tima.
Jóhann G. Guðjónsson, símar 21098 og
17384.
Jam-session á Sögu
4. febrúar mun Jazzvakning gangast fyrir jass-
kvöldi að Hótel Sögu. Þetta er liður i þeirri stefnu að
reyna að endurvekja svokallaðar jam-sessionir sem
mjög tíðkuðust fyrr á árum. Hljómsveitin Stormsveit-
in mun hefja kvöldið kl. 21 en síðan verður spilað af
fingrum fram til kl. 01. Á kvöldinu verður kynnt það
starf sem er framundan og menn geta gengið í klúbb-
inn.
Allir velkomnir.
Halldór Haraldsson
heldur tónleika að
Kjarvalsstöðum
Halldór Haraldsson pianóleikari heldur tónleika að
Kjarvalsstöðum mánudaginn 11. febrúar næstkom-
andi i boði stjórnar Kjarvalsstaða. Halldór valdi
flygil þann sem keyptur var fyrir Kjarvalsstaði i
fyrra. Þá var honum boðið að reyna hljóðfærið og
.halda tónleika en af ýmsum ástæðum hefur ekki
verið hægt að halda tónleikana fyrr en nú. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 22.30 og er öllum heimill
aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Efnisskrá:
Schubert: Impromptu Op. 90 nr. 3 i Ges-dúr;
Impromptu Op. 142 nr. 3 i B-dúr.
Beethoven: Sónata Op. 13 i c-moil „Pathetique”;
Grave — Allegro di molto e con brio; Adagio
cantabilc; Rondo— Allegro.
Tsjaíkovski: Dumka Op. 59.
Skrjabin: Etýða Op. 2 nr. 1.
Prókofieff: Mars úr óperunni „Ástir þriggja
aldina”; Suggestion diabolique „Djöfullegur inn-
blástur”.
Chopin: Noktúrna Op. 27 nr. 2 i Des-dúr; Scherzo
nr. 1 op. 20 i h-moll; Scherzo nr. 2 op. 31 i b-moll.
Skíðafólk — símsvarar
Upplj/singar um skiðafæri eru gefnar i símsvörum.
i Skálafclli er simsvarinn 22195.
í Bláfjöllum ersimsvarinn 25582.
Árni Bjarnason bókaútgefandi á
Akureyri er 70 ára í dag, mánudaginn
4. febrúar.
Nýtt franskt permanent
■ nýju húsnæði Rómeó
Vegna breytinga sem áttu sé stað- á húsnæði
Gléesibæjar i desember er rakarastofan nú flutt i
stærra, betra og skemmtilegra húsnæði.
Nýmæli er að rakarastofan er sú eina sem getur
boðið upp á hið nýja franska Cleó-permanent fyrir
dömur jafnt sem herra, auk almennrar þjónustu, svo
sem barna-, dömu- og herraklippingar, höfuðböð, hár
blástur, hnifarakstur, andlitsböð og skeggsnyrtingu.
Rakarastofan er gegnt Útilifi. Hún er opin alla virka
daga frá 9—6 nema föstudaga frá 9—20 og laugaraga
frá 9—12.
Jóhann Helgason, rakarameistari i Rómeó, við vinnu sina i nýja húsnæðinu i Glæsibæ.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING NR. 21 - 31. JANÚAR 1980 Ferflamanna- gjaldeyrir
Einingki. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandaríkjadollar 398,90 399,90 439,89
1 Sterlingspund 904,80 907,10* 997,81*
1 Kanadadollar 343,70 344,60* 379,06*
100 Danskar krónur 7335,10 7353,50* 8088,85*
100 Norskar krónur 8168,30 8188,80* 9007,68*
100 Sœnskar krónur 9576,30 9600,30* 10560,33*
100 Finnsk mörk 10757,80 10784,80.* 11863,28*
100 Franskir frankar 9799,75 9824,35* 10806,79*
100 Bolg. frankar 1411,55 1415,05* 1556,55*
100 Svissn. frankar 24557,50 24619,10* 27081,01*
100 Gyllini 20771,15 20823,25* 22905,58*
100 V-þýzk mörk 22935,15 22992,65* 25291,92*
100 Llrur 49,37 49,49* 54,44*
100 Austurr. Sch. 3192,50 3200,50* 3520,55*
100 Escudos 793,05 795,50* 874,56*
100 Pesetar 601,45 602,95 663,25
100 Yen 166,82 167,23 183,95
1 Sérstök dráttarréttindi 525,19 526,51*
* Breytíng frá síðustu skráningu.
Simsvarí vegna gengisskráningar 22190.