Dagblaðið - 04.02.1980, Page 29

Dagblaðið - 04.02.1980, Page 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR4. FEBRÚAR 1980. 29 ísaksturs- og íscrosskeppni BÍKR: BUKKBEUUR Á SVELll Það var mikið spólað og spyrnt á Leirtjörn við Úlfarsfell síðastliðinn sunnudag en þá hélt Bifreiðaíþrótta - klúbbur Reykjavíkur þar ísakstur og ís- cross keppni. ísakstur Keppnin hófst á ísakstrinum og var það hæfniskeppni, ef svo má segja. Þurftu keppendur að aka tvo hringi eftir brautinni og var tíminn tekinn á þeim. Reyndi þá á hæfileika manna við að hafa stjórn á bílnum á svellinu. Töpuðu margir þar dýrmætum sekúndum þegar þeir misstu stjórn á bílnum og hann rann út á hlið, jafnvel út fyrir sjálfa keppnisbrautina í beygj- unum. í isakstrinum þurftu bílarnir að vera með löglegan dekkjabúnað og fara þar eftir umferðarlagaákvæðum. Skiptust bilarnir i tvo flokka eftir því hvort þeir voru með nagladekk eða keðjur. í nagladekkjaflokknum sýndi Viðar Halldórsson nokkra yfirburði og náði besta timanum, 2 mín. 7 sek. Á eftir honum komu þeir Sverrir Gíslason á Escort og Halldór Úlfarsson á Peugeot 504. Þeir félagar náðu báðir sama tíma, 2 mín. og 10 sek. í fjórða sæti varð svo Ómar Ragnarsson á Renault 5 en tími Ómars var 2 mín. og 11 sek. í keðjuflokknum var keppnin all- hörð en keðjubílarnir náðu yfirleitt betri tímum en naglabílarnir. Eftir að bilarnir höfðu farið tvær umferðir var Ijóst að Jón S. Halldórsson hafði náð besta tímanum, I mín. og 52 sek. en Jón ók BMW. Næstbesta tímann átti Bragi Guðjónsson sem ók Lancer 1600 og var timi hans 1 mín. og 57 sek. í þriðja sæti varð svo Gunnlaugur Bjarnason sem ók Escort. Tími hans var 1 mín. og 59sek. íscross Þegar ísakstrinum var lokið hófst aðalkappaksturinn. Þá brunuðu rallí- cross bílarnir út á ísinn og kepptu þar í íscrossi. Var farið eftir rallicross keppnisreglunum og var öryggisreglun- um sérstaklega fylgt fast eftir. Dekkja- búnaður var frjáls og gerðu keppend- urnir tilraunir með ýmsan búnað. Sumir voru með keðjur og aðrir með stærstu snjónaglana sem þeir gátu komist yfir. Nokkrir gerðu tilraun með að nota bolta sem þeir boltuðu í gegn- um dekkin og stóðu endar þeirra út i allar áttir svo að dekkin minntu einna helst á broddgölt í varnarstöðu. Mis- munandi góður dekkjabúnaður hefur eflaust átt einhvern þátt í hver úrslitin urðu, en mestu skipti aksturshæfni ökumannanna. Erlendis eru ungir kappakstursmenn látnir æfa sig í akstri á ís en á ísnum hegðar bíllinn sér svipað á lítilli ferð og hann myndi hegða sér á ofsahraða á malbiki. Alls kepptu 12 krossarar í íscrossinu og skiptust þeir fyrst í þrjá riðla, fjórir bilar í hverjum riðli, en síðan kepptu bestu keppend- urnir til úrslita. Það voru þeir Jón S. Halldórsson á BMW, Einar Gíslason á VW og Páll Grimsson á VW. Einar náði forustunni í upphafi og hélt henni lengi vel en Páll rak lestina eftir að hafa fatast í einni beygjunni á brautinni í 1. hring. En Páll var ekki á því að láta sér Mikilvægi þess að hafa góðan dekkjabúnað sést hér greinilega þegar sigurvegarinn f iscrossinu, Páll Grimsson, skýst fram fyrir keppinauta sina 1 undanrisunum. Þegar ökumennirnir misstu stjórn á bflunum snerust þeir oft i marga hringi og vissu ökumennirnir oft ekki i hvaða átt þeir áttu að fara. Jón S. Halldórsson leggur hér BMWinn i essbeygjuna á öllu útopnuðu. Jón vann keðjuflokk Isakstursins og varð þriðji f iscrossinu. þriðja sætið nægja og tókst honum að komast fram fyrir þá báða, Jón og Einar, undir lok keppninnar og vinna þannig iscrossið. Timi Páls var 4 mín. 26 sek., en tími Einars, sem hékk i skottinu á Páli í mark, var 4 min. og 27 sek. Þriðji varð svo Jón en tími hans var4 mín. 31 sek. Jóhann Kristjánsson. t erfiðustu beygjunum áttu margir ökumannanna f erfiðleikum með að hafa stjórn á bilunum en sumir þeirra iétu bfiana renna fagmannlega út á hlið f gegnum þær. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið tilkl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.