Dagblaðið - 23.09.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980.
„Hinir austrænu
kynbræður"
Sem sérstakir gestir sovéskra yfir-
valda á ólympíuleikunum sl.. sumar
voru forsprakkar norska ný-nasista-
flokksins „Nasjonalt Folkeparti”.
Nýkjörinn varaformaður, Arne Ness-
et, og Tor Petter Hadland, sem
þekktur hefur verið um árabil sem
talsmaður og fulltrúi ný-nasista,
fengu hinar ágætustu móttökur í
Móskvu. Þegar nasistafulltrúarnir
tveir komu aftur úr ferð sinni áttu
þeir vart orð til að lýsa hrifningu
sinni.
Hápunktur ferðarinnar var þegar
Útvarp Moskva flutti hálftíma viðtal
við norska nasistaforingjann í lok júli.
i viðtalinu lýsti nasistinn yfir von-
brigðum með að Noregur skyldi
hunsa ólympiuleikana. Kvað hann
orsökína vera þrýsting frá Carter
Bandaríkjaforseta.
Sem þakklætisvott fyrir viðtalið
var nasistunum tveim boðið til
miðdegisverðar á heimíi útvarpsstjóra
Utvarps Moskvu. Á meðan á máltíð-
inni stóð var mikið rætt og vinsam-
lega og nasistaforingjanum einnig af-
hent afrit af viðtali því sem Utvarp
Moskva hafði sent út. Þá var vara-
formanni nasistaflokksins norska
sýndur sá „heiður” að vera ljós-
myndaður með útvarpsstjóranum á
Rauða torginu.
Norsku nasistarnir gerðu sér að
sjálfsögðu mikinn mat úr þessum
nýja bandamanni. En hvað segja þeir
sjálfir?
„Marxisminn"
aðeins skurn um
nasismann
í blaði norsku nýnasistanna
, .Nasjonalisten” eru birtar ferðafrá-
sagnir nasistanna tveggja. En í
leiðara blaðsins er foringinn sjálfur,
Erik BlUcher, með fræðilega greinar-
gerð fyrir þvi hversvegna þeir hafi
snúið baki við Bandaríkjunum en
haldið í faðminn á Brésneff.
„Bandaríkin eru hreiður alheims-
klíku fjármálakapítalista og síonista-
hreyfinga, sem i reynd stýra öllum
vesturlöndum”.
„Bandaríkin eru ekki lengur það
sem þau voru (ef þau þá nokkru sinni
voru það) og það sama er hægt að
segja um Sovétríkin. Sérhver sem
þekkir til nútíma rússneskra stjórn-
Ný-nasistar fyrir rétti l Noregi.
mála veit að þau eru ekki lengur i
anda alþjóðahyggju, heldur þjóðleg,
ekki lengur menningarbolsévísk
heldur hefðbundin og ekki lengur
laun-síonísk heldur and-síonísk. Það
er brátt aðeins NKP eftir sem heldur
að Sovétríkin séu kommúniskt
samfélag. Sannleikurinn er sá að
marxisminn í Sovétríkjunum birtist
meir og meir sem skurn, sem fyrr eða
síðar mun brotna þannig að
þjóðernisstefnan, sem þegar er áber-
andi, mun blómstra.” (NKP: Norges
Kommunistiske Parti. Flokkur
Moskvukomma í Noregi.)
Bliicher nasistaleiðtogi horfir yfir
heiminn og sér að þjóðlegar vald-
stjórnir blómstra (Bólivía, Argentína
o.s.frv.) og allt þetta er með sam-
þykki Sovétríkjanna en ekki Banda-
ríkjanna. Hann spáir því einnig „að í
komandi alheimsuppgjöri muni
Bandaríkin, ísrael og Rauða Kína —
dauðafjendur okkar norræna kyn-
stofns — standa gegn Rússlandi.”
Þess vegna leggur BlUcher nasistafor-
ingi til að Noregur fari úr NATO, svo
landið geti frjálst snúið baki saman
með „hinum austrænu kynbræðrum
okkar”.
Með Rússlandi
til friðar
Hollustueiður norsku ný-nasist-
anna til Sovétríkjanna var vel form-
aður. Nokkur orð úr ferðalýsingu
þeirra gefa tóninn.
„Þetta var upplifun sem varir allt
lífið, allt var fullkomið, einstæð
framkvæmd á öllu, óskeikul
nákvæmni.” Líklega hefur frétta-
maður APN í Noregi ekki verið lengi
að senda Brésneff afrit af þessari
lofrullu. Sjálfsagt hefur Brésneff
komist við.
Það voru ekki aðeins ólympíuleik-
arnir og framkvæmd þeirra sem nas-
istarnir lofa. Alls ekki, þeir sáu
hvernig „þúsundára menning okkar
blómstrar ennþá og hlúð er að henni i
andstöðu við ameríska Kók-menn-
ingu.”
Og heimsfriðurinn. „Ég held
heiðarlega og einlægt að það sem
Rússland þrátt fyrir allt vill er friður
og Rússarnir vita hver það er sem
ógnar, þeir vita að síonistaöflin hafa
sett af stað bæði undangengin heims-
stríð og að þau geti gert slíkt aftur.
Séð með þetta í huga voru ólympíu-
leikarnir rússneskur viðbragðs-
undirbúningur og starfsemi í
smækkaðri mynd”.
Og götulífið í Moskvu. Þar gátu
nasistarnir gengið um í mestri hrifn-
ingu þar sem „yfirgnæfandi meiri-
hluti ibúanna var norrænn”.
... Af Hitler-
gerðinni
Það var eitt sinn maður austur í
Kina sem sagði að Sovétriki nútímans
væru fasismi af Hitler-gerðinni. Þá
voru ekki margir tilbúnir til að taka
undir þau orð. Nú er svo komið að
lagsbræður hafa hist. Norskir ný-
nasistar eru sammála Kínverjanum.
Munurinn ei bara að sá itri Kínverji
var að aðvara gegn sovét-fasismanum
en norsku nasistarnir hylla hann. Það
er ekki svo lítill munur.
Norsku ný-nasistarnir gera ekki
slika kúvendingu á afstöðu sinni til
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna án
þess að þau sterku fjármálaöfl og
vinirnir i S-Ameríku sem að baki
þeim standa, séu með í ráðum. Þess
vegna ber okkur að taka alvarlega
þeim boðskap sem felst i þvi að
sovésk yfirvöld bjóða forsprökkum
ný-nasista í heimsókn til Moskvu, Ijá
þeim tíma í útvarpi og sýna þeim
hina mestu vinsemd og „heiður”. Þó
norski ný-nasistaflokkurinn sé lítill er
hann nógu stór til þess að herrarnir í
Kreml hafa tekið eftir honum og
nýrri afstöðu hans og kunnað að
meta liðveisluna. Og vist skulum við
vita það, að Kremlarherrarnir vita
hvað þeir eru að gera.
Albert Kinarsson
kennari
£ „Þess vegna ber okkur aö taka alvarlega
þeim boðskap, sem felst í því aö sovésk
yfirvöld bjóða forsprökkum ný-nasista í heim-
sókn til Moskvu, ljá þeim tíma f útvarpi og
sýna þeim hina mestu vinsemd og „heiður”.”
13
\
Þetta nýja timabil hefur verið
kennt við örtölvuna. Ný tækni kemst
á ódýrt framleiðslustig og flæðir yfir
þjóðirnar.
Þjónustugreinarnar
Þessi þróun er og verður nokkru
seinna á ferðinni á fslandi en víða
annars staðar. Þó hefur hún þegar
hafið göngu sína.
Vöruflutningar að og frá landinu
og upp og útskipun eru að tæknivæð-
ast og fækka fólki. Frystihúsin í
landinu eru að tölvuvæðast og fækka
fólki. Skipastóll landsmanna er að
tölvuvæðast og fækka fólki. Nýr
iðnað.ur er að tölvuvæðast og fækka
fólki. Þetta eru aðeins sýnishorn.
En það eru þjónustugreinamar
sem fyrst og fremst lenda í þessari
byltingu. Tölvan mun fyrst og fremst
gjörbylta starfi i þjónustugreinunum.
Færri starfskraftar
Þessi nýja tæknibylting er í grund-
vallaratriðum annars eðlis en aðrar
tæknibyltingar sem orðið hafa.
Allar tæknibyltingar, þar með talin
iðnbyltingin, margfölduðu fram-
leiðslu hráefna og vinnslu þeirra og
lifskjör fólksins gjörbreyttust til
batnaðar.
Sú tæknibylting sem nú gengur yfir
áður iðnvæddar þjóðir, mun ekki
auka framleiðsluna i verulegum
mæli. Það er þegar búið að blóð-
mjólka auðlindir víðast hvar í okkar
heimshluta og tæknin mun fyrst og
fremst notuð til að nýta leifarnar
betur með færri starfskröftum.
Dreifing vinnunnar
Ekki er annað sjáanlegt en að
íslendingar ætli að loka augunum
fyrir þessum staðreyndum með sömu
rökum og þeir hafa mætt erfiðleikum
undanfarinna ára. „Þetta hefur allt
saman bjargast einhvernveginn og
gerir það áfram”. Með þessari hag-
fræðikenningu er íslenska þjóðfélag-
ið rekið. Nú verður hinsvegar ekki
haldið öllu lengra á þeirri braut.
Á næstu árum verður, ef vel á að
fara, að ganga i það verk að stytta
vinnutima og dreifa vinnunni. Þetta
verður að gerast á kerfisbundinn og
skipulegan hátt með samkomulagi
og samningum aðskiljanlegra aðila í
þjóðfélaginu.
Haldbetra
en einkaneysla
Opinberir starfsmenn virðast vera
þeir fyrstu meðal launamanna sem
skilja þessa þróun, eða hafa verið
þvingaðir af aðstæðunum til að
hugsa rökrétt.
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
„En það eru þjónustugreinarnar sem fyrst og fremst lenda 1 þessari byltingu. Tölvan mun fyrst og fremst gjörbylta starfi I
þjónustugreinunum.”
Samningar BSRB eru á vissan hátt
tímamótamarkandi, þó að þeir láti
ekki mikið yfir sér. 95 ára reglan og
eftirlaunaaldurinn eru visar að dreif-
.ingu vinnunnar. Aukin félagsleg rétt-
indi verða haldbetri en aukin einka-
neysla.
Við skulum vona að annað launa-
fólk í landinu beri gæfu til að setja
stefnuna á sömu mið.
Vafningsurtir
Hið nýja þjóðfélag mun kalla á
fjölmörg félagsleg vandamál.
Aukinn frítími kallar á meiri hæfni
einstaklingsins til að vera sjálfum sér
nægur. Þessi akur er ekki einungis
óplægður, heldur vaxinn illvinnan-
legum vafningsurtum.
Sá aðili í þjóðfélaginu sem verður
fyrst og fremst að móta þær breyt-
ingar sem þurfa að verða á
einstaklingnum, er skólakerfið. For-
ráðamenn þess og starfsfólk virðast
ekki hafa heyrt um þær breytingar
sem framundan eru, þó vissulega sé
þar að finna einstakbnga sem hafa
gert sér grein fyrir þróuninni.
Hrafn Sæmundsson
prentari