Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. JMMBIMW Útgofandi: Dagblaðið hf. FramkvMmdastJóri: Sveinn R. EyjóHason. Rhstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. i Skrifstofusflóri rítstjómar: Jóhannes Rsykdal. 'iþróttir: HaBur Simonarson. Mennlng: Aöalstainn Ingóffsson. Aðstoðarf rétflistjóri: Jónas HarakJsson. Handrit: Asgrfmur Páisson. Hönnun: HUmar Karisson. Blaðamann: Anna BJamason, Atfi Rúnar Halidórsson, AtU Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Slgurður Sverrisson. . - - . Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamieifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Svafnn Þormóðeson. Skrifstofustjórí: óiafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Práinn Þorieifsson. Aiíglýsingastjóri: Már E.M. Haiidórs- son. Dreifingarstjóri: Vaigerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sfðumúla 12. Affgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvarholti 11. Látásiðleysinu? Það siðleysi hefur löngum ríkt, að þingmenn ákvæðu laun sín sjálflr. Nú er fram komið í Efri deild Alþingis frumvarp manna úr öllum flokkum þess efnis, að Kjaradómur ákveði framvegis launin. Þetta skref hafa þingmenn stigið eftir mikla gagnrýni fjölmiðla á aðfarir þeirra. Óhæfa er, að þingmenn komi fram sem þrýstihópur í kjara- málum. Þá hafa þingmenn stundum reynt að krækja sér í kauphækkun með leynd. Alræmt er dæmið frá síðastliðnu vori. Þingfarar- kaupsnefnd ákvað að taka handa þingmönnum 20 prósent kauphækkun. Forsendur þess voru langt sóttar. Þingfararkaups- nefnd skírskotaði til þess, að ýmsir opinberir embættis- menn hefðu undanfarin ár fengið slíka kauphækkun fyrir ,,ómælda yfirvinnu”. Þar væri um að ræða menn í þeim launaflokkum, sem kaup þingmanna miðast við. Þegar þetta varð uppvíst, kom fram mikil gagnrýni hjá sumum fjölmiðlum. Svo fór, að nokkrir áhrifa- menn á þingi, einkum í Alþýðubandalaginu, tóku undir gagnrýnina. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra lýsti yfir, að ekki skyldi verða af kaup- hækkuninni, og fleiri ráðamenn tóku í sama streng. Rétt er að undirstrika, að þingmenn létu ekki í ljós gagnrýni, fyrr en eftir að fjölmiðlar höfðu rifið málið upp, heldur ríkti „samtrygging þagnarinnar” meðal þingmanna. Ákvörðun um kauphækkun var þá frestað, og hefur hún enn ekki komið til framkvæmda. Föst laun þingmanna voru lengi miðuð við á- kveðinn flokk hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. í ársbyrjun 1978 ákvað þingfararkaupsnefnd, fram- varðarsveit þrýstihóps þingmanna, að færa við- miðunina frá BSRB yfir á launaflokk í Bandalagi há- skólamanna. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess, að launin hjá BHM voru 5 prósentum hærri en hjá BSRB! Þingfararkaupsnefnd hefur jafnan einnig ákveðið sposlur þær, sem þingmenn fá skattfrjálst. Síðast voru þær hækkaðar nú 1. október. Einnig það er siðleysi. Föst laun þingmanna eru nú 887.604 krónur á mánuði. Til viðbótar fá þeir ferðakostnað í kjördæmi, 750 þúsund fyrir 6 mánaða tímabil eftir hækkun 1. október, eða 125 þúsund á mánuði. Utanbæjarmenn fá greiddan dvalarkostnað, 7800 krónur á dag, allt árið. Utanbæjarmenn fá 150 þúsund á mánuði í húsaleigu- styrk. Þingmenn frá nágrenni Reykjavíkur fá hálfan dvalarkostnað. Þingmenn utan af landi, sem dveljast heima utan þingtima, fá húsaleigustyrk og hálfan dvalarkostnað, meðan sú dvöl varir. Ferðakostnaður þingmanna á þingtíma er greiddur af Alþingi samkvæmt reikningi. Símareikningar eru- greiddir af almannafé. Allar þær sposlur, sem hér eru nefndar, eru skatt- frjálsar. í tillögu þingmannanna Jóns Helgasonar, Helga Seljan, Egils Jónssonar og Kjartans Jóhannssonar er gert ráð fyrr, að Kjaradómur ákveði ekki aðeins föstu launin, heldur einnig sposlurnar. Það er stórt skref til bóta, ef af verður. Þá lyki þeirri svívirðu, að þingmenn ákveði laun sín og skattfrjáls hlunnindi sjálfir. Athuga ber, að þeta gerist eftir mikla gagnrýni í fjölmiðlum. Það gerðist ekki annars. Bergmálsmæling- ar á íslenska loðnustofninum Vi Eins og kunnugt er lögðu stjórn- völd niðurstöður bergmálsmælinga til grundvallar þeirri ákvörðun að takmarka loðnuaflann við 70% af þeim 650 þúsund tonnum sem gert hafði verið ráð fyrir að íslensk skip fengju að veiða 1 haust og vetur. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð í ljósi nýrra mælinga sem Hafrann- sóknastofnunin mun láta gera í janúar á næsta ári. f Dagblaðinu þann 3. þ.m. varpar Geir Vilhjálmsson fram nokkrum spurningum varðandi þær mælingar sem Hafrannsóknastofnunin gerir á stærð loðnustofnsins. Verður hér á eftir leitast við að svara á almennan hátt þeirri meginspumingu Geirs hver sé nákvæmni ofangreindra mælinga og leiðrétta þann misskilning hans og margra annarra að núverandi hrygn- ingarstofn hafi mælst 47% minni en fyrr á þessu ári. Hið rétta er að þetta er í fyrsta skipti sem stærð núverandi hrygningarstofns er mæld með berg- málsaðferð. Niðurstöður þessara fyrstu mælinga gefa hins vegar til kynna að núverandi hrygningarstofn sé 47% minni en sá hrygningarstofn sem bar uppi veiðina á sama tfma í fyrra. Að sjálfsögðu er sá síðartaldi úr sögunni þar sem loðnan drepst að lokinni hrygningu. Bergmálsmælingar á stærð íslenska loðnustofnsins eiga sér ekki langa sögu. Þær hófust 1978 en undirbúningsvinna og tilraunir löngu fyrr. f ljós hefur komið að stærð þessa loðnustofns er hentugt að mæla 1 októbermánuði en langbest þó í janúar—febrúar þegar hrygningar- loðnan hefur skilist frá smáloðnunni og hrygningargangan eða göngurnar tekið á sig endanlega mynd. Á öðrum árstímum er árangur tilviljanakennd- ari vegna veðurs, ísreks og hegðunar loðnunnar. Eins og að líkum lætur hefur all- mikil vinna verið lögð I saman- burðarmælingar til þess að hægt sé að meta skekkjumörk. f þessu skyni var mælt tvisvar út af Vestfjörðum haustið 1978, þrisvar út af Austfjörð- um á vikutíma i febrúar árið eftir og tvisvar í febrúar sama ár á Vest- fjarðamiðum. Niðurstöður þessara samanburðarmælinga eru sýndar i meðfylgjandi töflu: 1. Vestfirðir 16-29/10 1978 fjöldix 10 9 meðaltal 1. 71.9 2. 79.0 75.5 II. Austfirðir 1-7/21979 1. 31.4 2. 32.5 3. 34.8 32.9 III. Vestfirðir 8—18/2 1979 1. 26.0 2. 29.2 27.6 Meiri áhrif neyt- enda á gjald- skrárbreytingar Einn af mestu bröndurum íslenzks efnahagslífs er sú staðreynd, að hér á landi hafa verið verðstöðvunarlög í gildi um fjölmargra ára skeið. Verð- lagið hefur hækkað miklu meira en tífalt eða 1000% frá þvíaðlögin tóku gildi — og samt er enn righaldið 1 úr- elta verðlagslöggjöf. Fáum dettur í hug, að sú rikisstjórn, sem nú situr, muni koma á eðlilegri skipan verð- lagsmála, og enn færri hafa trú á því, að ríkisstjórnin muni telja niöur verðlagið í takt við kosningastefnu- skrá Framsóknarflokksins. Því miður sýnist aðgerðaleysið vera hennar aðalsmerki. Ríkisstjórnin er yfirverðlagsnefnd Undanfarin ár hafa rikisstjórnir verið uppteknar við að taka verðlags- ákvarðanir. Ríkisstjórn styðst einkum við tvo aðila i þessum efnum: annars vegar verðlagsráð, sem skipað er með lögum, og hins vegar gjald- skrárnefnd, sem er trúnaðarnefnd rikisstjórnarinnar. Meginmarkmið verðlagsstefnunnar er að halda niðri verði á þeim vörum og þeirri þjón- ustu, sem hafa áhrif á vísitöluna. En á sama tlma og ríkisstjórnin fer með umboð þjóðarinnar til að ráða niður- Iögum verðbólgunnar, þá er hún einnig fulltrúi fyrir öll þau ríkisfyrir- tæki, sem framleiða þjónustu á ýms- um sviðum. Rlkið er öflugasti og stærsti framleiðandinn i þjóöfélag- inu, og i langflestum tilfellum hefur rlkiö einokun á framleiðslunni. Þá Kjallarinn Fríðrik Sophusson eru sveitarfélögin jafnframt miklir framleiðendur ýmiss konar þjónustu. Brenglað verð á þjónustu Hægt er að nefna dæmi um það, að rikisstjórnin hefur gert breytingar á tillögum opinberra fyrirtækja um gjaldskrárhækkanir, þannig að Uðir, sem ekki eru 1 vísitölunni, hafa veriö hækkaðir að fullu, en hinir, sem eru 1 vísitölunni, fengu ekki fulla hækkun skv. beiðni. Þannig hafa gjaldskrár opinberra þjónustufyrirtækja brengl- azt beinlínis vegna afskipta ríkis- stjórnar. Visitalan hefur tekið völdin af ríkisstjórnum. T.d. sótti Hitaveita Reykjavíkur sl. vor um hækkun, sem nam yfir 50%. Hækkunin, sem leyfð var, nam 10%, en heimtaugargjaldið, sem ekki er í vísitölunni, var hækkað eins og um var beðið. Eins og sést á þessu dæmi — og nefna mætti fleiri — er engin trygg- ing fyrir þvi, að einstakir kostnaðar- liðir opinberrar þjónustu sjáist í verði á framleiðslu stofnana og fyrirtækja. Og stundum ráða geðþótta- ákvarðanir því, hvernig verðið er fundiö. Er þá gjarnan um einhvers konar millifærslu að ræða á milli ein- stakra kostnaðarliða. Einn þáttur er látinn greiða annan niður. Þá hefur komið fram, að opinberar stofnanir hafi ekki farið að lögum og reglum, þegar þær hafa auglýst gjaldskrár- breytingar. Umsögn fulltrúa neytenda Til að almenningur geti fylgzt betur með þessum málum, hefur undirritaður lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu, sem gerir ráö fyrir þvi, að Neytendasamtökin ann- ars vegar og Verzlunarráð íslands hins vegar fái umsagnarrétt, þegar efnislegar breytingar eru geröar á gjaldskrám opinberra þjónustustofn-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.