Dagblaðið - 11.12.1980, Síða 4

Dagblaðið - 11.12.1980, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. RARIK 80038 — Götugreiniskápar og tengibúnaður fyrir jarðstrengi. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 mánudaginn 5. janúar 1981. 2. RARIK 80039 — Aflstrengir 12 og 24 kV og koparvír. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 þriðjudaginn 20. janúar 1981. 3. RARIK 80040 — Háspennu- og lág- spennubúnaður í dreifistöðvar. Tilboð verða opnuð kl. 14 miðvikudaginn 7. janúar 1981. 4. RARIK 80042 — Stauraspennar 25, 37,5 og 75 kVA. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 þriðjudaginn 20. janúar 1981. 5. RARIK 80043 — Dreifispennar 100, 500 og 800 kVA. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 fimmtudaginn 22. janúar 1981. Hvert eintak útboðsgagna kostar kr. 2000,- Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, Reykjavík. PÍANÓ Til sölu sérstaklega gott hljóö- fœri frá GEBR. ZIMMERMAN AG. LEIPZIG Uppl. í síma 17678 kl. 5—7 Bókmenntakynning hjá Eymundsson Klukkan 4 til 6 á morgun mun HJALTI RÖGNVALDSSON leikari lesa úr eftirtöldum bókum: Dcegurlagasöngkonan dregur sig í hlé, eftir SNJÓLAUGU BRAGADÓTTUR frá Skáldalœk Læknamafían, eftir AUÐI HARALDS Þetta er ekkert alvarlegt, ej'tir FRÍÐU Á. SIGURÐARDÓTTUR Höfundar verða í verzluninni á sama tíma og árita bækurnar. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆT118 Dragist bankamannaverkfallið á langinn: ■ ■ F m m STODVAST ÞA OLL VIDSKIPTI í LANDINU? Fyrsta bankaverkfallið hérlendis hefur staðið það sem af er þessari viku. Fólk bjó sig undir verkfallið svo sem kostur var þegar séð varð að ekki myndi ganga saman hjá deilu- aðilum. Þannig virðist verkfallið enn ekki hafa komið verulega við lands- menn. En eftir því sem það dregst á langinn koma áhrifin betur í Ijós. Dagblaðið ræddi við verzlunar- menn og vegfarendur um áhrif verk- fallsins. Ljóst er að verzlunarmenn óttast mjög áhrif verkfallsins, að vöruskortur taki brátt að gera vart við sig og jafnvel að viðskipti stöðvist í landinu. Viðtöl þessi fara hérá eftir. -JH. Þegar DB leit inn hjá verkfalls- vörðum og verkfallsstjórn banka- manna var nóg að gera hjá flestum, en aðrir gáfu sér þó tima til þess að grípa í spil eða skák. Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður: „Vöruskortur upp úr helgi” — verkrallsréttur bankamanna á ekki að vera til „Bankaverkfallið hefur ekki haft nein áhrif ennþá en áhrifanna fer ef- laust að gæta upp úr helgi, þá verður vöruskortur,” sagði Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður í Sportvali. „Enn sem komið er hafa ekki verið vandræði með skiptimynt. Þá þurfa kaupmenn ekki að liggja með mikla fjármuni hjá sér þrátt fyrir lokun banka, því hægt er að nota póst- gíróið. Ég býst við að kaupmenn reyni að notfæra sér það, nenta þeir sem hafa því tryggari geymslur. Það hlýtur öllum að vera Ijóst að í bönkunum er blóðstreymi þjóð- félagsins. Bankaverkfall er eins og að stöðva blóðstreymi í slagæð. Þetta lendir á hverjum einasta þegn þjóð- félagsins. Mín skoðun er sú, alveg ótvíræð, að þessi verkfallsréttur á ekki að vera til. Bankamenn eiga heldur að fá uppbót á laun í stað verkfallsréttarins.” Jón Aöalsleinn Jónasson kaup- maður. Arndis Jósefsdóltir, aflsloðarmaður á Landspilalanum. Arndís Jósefsdóttir aöstoöarmaöur: ,Hamstraði seðla' „Verkfallið hefur engin áhrif á mig,” sagði Arndís Jósefsdóttir, aðstoðarmaður á Landspítalanum. ,,Ég var viðbúin og fór í bankann fyrir verkfall og náði mér í peninga, hamstraði seðla. En ætli þetta verði langt verkfall, ég vona ekki.” Halldór Ástvaldsson íhljómplötudeild Fálkans: „Viðskipti stöðv- ast í landinu” — ef ekki rætist úr á næstu dögum „Bankamannaverkfallið setur okkur mikil takmörk,” sagði Halldór Ástvaldsson verzlunarmaður í hljóm- plötudeild Fálkans. „Plötur koma og fara og veltan er mjög hröð. Lager er því fljótur að eyðast upp. Tollpapp- írar koma yfirleitt samhliða sending- unum, þannig að litlu var hægt að ná út af sendingum fyrir verkfall. Við eigum eftir að fá langflestar sendingar okkar sem stóð til að fá fyrir jól. Ef verkfall dregst í 4—5 daga, þá skapast mikil vandræði. Plötur eru vinsælar í dag, en ef þær komast ekki á markað nú, þá lendum við í vandræðum. Það eru ekki vandræði hjá Fálkanum að geyma fjármuni, þar sem fyrirtækið er það stórt að það hefur aðstöðu til þess. En ég gæti trúað að minni fyrirtæki ættu í vandræðum. Þá fer að vanta skipti- mynt. Hún er fljót að étast upp. Ef ekki rætist úr á næstu dögum, þá stöðvast viðskipti í landinu.” Guðjón Kristmannsson innheimtumaður: „HELD AÐ VERK- FALLIÐ LEGGIST ÞUNGT í FÓLK” „Þrátt fyrir það að ég vinn við inn- um, sem bendir til þess að fólk hafi heimtu, þá hef ég enn ekki orðið birgt sig upp fyrir verkfallið. ” verulega var við áhrif verkfallsins,” sagði Guðjón Kristmannsson inn- heimtumaður hjá Ríkisútvarpinu. „Við tökum við tékkum, en annars held ég að þetta leggist þungt í fólk, a.m.k. ef verkfallið stendur lengi. Hvað mig sjálfan snertir, þá er ég ekki í vandræðum. Ég var nýbúinn að fá laun. og þau voru greidd í peningum, þannig að ég hef hand- bært fé. Ég hef Iíka tekið eftir því að sumir greiða skuidir'sínar með seðl- ---------► Guðjón Kristmannsson innheimtu- maður.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.