Dagblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980.
7
Um þessar stof nanir berjast Geir, Gunnar og Albert:
Stjórnkerfi Sjálfstæðis-
flokksins margslungið
Geir, Gunnar og Albert og þeirra
menn berjast um völdin í hinum
margslungnu stofnunum Sjálfstæðis-
flokksins. Blöðin segja frá
kosningum i „fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík” og
samþykktun „flokksráðs og for-
mannaráðstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins. En hvaða samkomur eru þetta?
Hvernig eru þeir valdir sem þar
mæta?
Svörin eru að með ólíkindum
flókið kerfi gildir til dæmis um val
þeirra, sem mega sitja aðalfund
fulltrúaráðsins í Reykjavík. Þeir eru
sem hér segir: 1) Á aðalfundum
einstakra sjálfstæðisfélaga í borginni
eru kjörnir fulltrúarí fulltrúaráðið, 1
fyrir hverja 50 félaga. 2) Formenn
allra sjálfstæðisfélaganna í borginni.
3) Þingmenn og borgarfulltrúar og
varamenn þeirra (það er þingmenn og
varamenn búsettir í borginni) 4) Fast-
ráðnir starfsmenn á skrifstofu
flokksins og félaga flokksins í
Reykjavík. 5) Miðstjórnar- og fjár-
málaráðsmenn í borginni. 6) Stjórn
fulltrúaráðsins tilnefnir 50 fulltrúa á
aðalfund. 7) Vörður tilnefnir 50
fulltrúa. 8) Stjórnir sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík skipa þá sem
verið hafa sjálfboðaliðar í kosninga-
starfi Sjálfstæðisflokksins. Þetta er
stærsti hópurinn. — Allur þessi
hópur á rétt til setu í fulltrúaráðinu,
alls um 1400 manns.
Hugarflug 16
lögfræðinga?
Kunnugur sagði DB að einir 16
lögfræðingar hefðu unnið að gerð
þess kerfis, sem hér er skýrt frá, enda
er það flókið mjög.
Öllu einfaldara er hverjir sitja í
flokksráði. Þeir eru: Miðstjórnar- og
framkvæmdastjórnarmenn, fjár-
málaráð, fræðslu- og út-
breiðslunefnd, framkvæmdastjóri
flokksins, framkvæmdastjórar lands-
samtaka og fulltrúaráðsins, formenn
kjördæmisráða, formenn málefna-
nefnda, formaður nemenda-
sambands stjórnmálaskólans, og
þingmenn og frambjóðendur í
aðalsætum við þingkosningar, fyrr-
verandi kjörnir þingmenn. Þá kjósa
kjördæmisráðin fulltrúa í flokks-
ráðið, 1 fyrir hverja 1000 kjósendur
flokksins í síðustu þingkosningum.
Landssamböndin kjósa 8 fulltrúa
hvert og til viðbótar 1 fyrir hverja
1000 félaga í samböndunum. Loks
má miðstjórn tilnefna 10 fulltrúa í
flokksráð úr hópi fyrrverandi
miðstjórnarmanna.
Kannski finnst lesendum þetta
kerfi lítið einfaldara en kerfið, sem á-
kveður fulltrúaráðsmennina í
Reykjavík. Val í miðstjórn Sjálf-
stæðisfiokksins er öllu einfaldara.
Miðstjórn er kosin á landsfundi, og i
henni sitja að auki formenn
kjördæmisráðanna.
DB greindi fyrir nokkru frá býsna
flóknum reglum, sem gilda um val
fulltrúa á hinn mikilvæga landsfund
Sjálfstæðisflokksins.
-HH.
Þessir tveir ungu menn heita Jens Pétur Kristinsson og Hilntar Héðinsson og eru
báðir nemendur I Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. Þeir tóku sig til og söfnuðu 247
undirskriftum með kröfu um að dómsmálaráðuneytið og ríkisstjórn standi fast viö þá
ákvörðun að senda Patrick Gervasoni úr landi þann 14. desember nk. Hafa þeir af-
hent Friðjóni Þórðarsyni undirskriftalistana. - KMU / DB-mynd: Einar Ólason.
Luxemborg:
Flugleiðir ekki lengur
í miðborginni
Flugleiðir hafa nú lokað söluskrif-
stofu sinni við Plaza de la Gard í
Luxemborg. Hver sá sem þarf að
kaupa farseðil, breyta áætluðum flug-
tima eða hafa samband við Flugleiðir
verur nú að gera sér ferð út á Findel—
flugvöll.
Úti á flugvellinum hefur rými
Flugleiða verið mjög dregið saman og
félagið hefur þriðjung af þvi rými sem
það hafði áður í afgreiðslusal flug-
stöðvarinnar og hefur látið hitt rýmið
af hendi við aðalkeppinautana á
Atlantshafsleiðinn, British Airways.
íslendingar í Luxemborg sem nýlega
voru á ferð í syðri hluta Bandaríkjanna
könnuðu á ferðaskrifstofum hvort
unnt væri að kaupa farséðil með
Icelandair frá Bandaríkjunum til
Evrópu. Svarið var stutt og laggott
„Icelandair er hætt að fljúga á þessari
flugleið.” -ÓV.
Ef tirköst Heklugossins:
Hættulegt f lúormagn
íheyi ogbeinum
Mælingar á flúormagni í beinum úr
sláturlömbum á öskufallssvæðunum
eftir Heklugosið í ágúst sl., sem tekin
voru til rannsóknar í haust, sýna að
beinin hafa tekið til sín verulegt flúor-
magn á öskumenguðu landi.
Býst samstarfsnefnd rannsókna-
stofnana um flúormælingar vegna
Heklugossins við að eitthvað muni bera
á tannskemmdum í skepnum, sem eru
að taka út vöxt á öskufallssvæðunum.
Einnig hefur komið í ljós að
verulegt öskumagn hefur borizt í
hlöður með heyi, sem enn var óhirt
þegar gosið hófst. Er flúormagnið í því
heyi svo hátt að varasamt er að gefa
það ungviði og helzt ætti ekki að fóðra
annað búfé á því eingöngu.
Samstarfsnefndin mælir eindregið
með að öllu búfé á öskufallssvæðinu sé
tryggð næg steinefnagjöf í vetur.
-ÓV.
Kveikt á Oslóar
trénu á sunnudag
Sunnudaginn 14. desember veður
kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Tréð
er að venju gjöf Oslóborgarbúa til
Reykvíkinga en Oslóborg hefur i
rúman aldarfjórðung sýnt borgarbúum
vinarhug með þessum hætti.
Að þessu sinni hefst athöfnin við
Austurvöll um kl. 15.30 með leik
Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sendiherra
Noregs á íslandi, Annemarie
Lorentzen, mun afhenda tréð en
Sigurjón Pétursson, forseti borgar-
stjórnar, mun veita trénu viðtöku fyrir
hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur með
því að Dómkórinn syngur jólasálma.
Athygli er vakin á því að eftir að
kveikt hefur verið á jólatrénu verður
barnaskemmtun við Austurvöll.
Hvað eru skmmrriar
margar í krukkunni ?
Sá erkernt mestþví
verður iooþúsund krónum ríkari.
A Þorláksmessu fœst svarið. Ertu með?
Getnmmseölar ligýa fratmni í verskminni.
Byggingavörur
Sambandsins
Suðurlandsbraut 32 • Símar 82033 ■ 82180
Fjallablll I sérflokki. Ford Econoline 1979.
Rauður m/framdr. 8 cy) mlöUu. Klæddur og
teppal. Rafmspil, torfærudekk o.fl. Ekinn
aðeins 15 þús. km. Verð 19,5 millj. Skipti á
ódýrari.
GEYMIÐ
AUGLÝSINGUNA:
ÍLA-
MARKAÐ-
URINN
GRETTISGÖTU
sími 25252
Honda Accord 1979. Hvltur, ekinn 21 þús.
km, sjálfskiptur, útvarp, snjðd. + sumard.
Verö8 millj.
Mazda 929 L station árg. 1979. Silfurgrár, ek-
inn 18 þús. km. (Jrvaksbill. Verð 7,8 millj.
Mazda 929 Hard top árg. 1979. Brúnsanser-
aður. Verð 7,4 millj.
Bronco Ranger 1977. Rauður og hvltur, 8 cyl.
m/öllu, nýryðvarinn, glæsilegur jeppi. Verð 7,5
millj. Skiptí möguleg.
þús. km. Atk.: framdrifsbill. Verð 6,7 millj.
Lada Sport 1979. Orange, ekimi 30 þús. km,
kassettutæki, silsalistar o.fl. Verð 5,5 millj.
Skipti á Honda Accord o.fl., milligjöf I pening-
Toyota Cressida 1979. Ranður. 5 gk;., ekinn
14 þús. km. Sem nýr. Verð 7,8 miUj-
M. Benz 220 disil 1976. Gulur, ekinn 150 þús.
km, beinsk., aflstýri, aflbremsur, kassettutæki,
snjód. + sumard. Einkabill I sérflokki. Verð 8
miilj.
Land Rover Safari disil 1976. Grár, ekinn 77
þús. km. Mótorhitari, 2 miðstöðvar. 10 manna
bill, 5 dyra. Mjög gott ástand. Verð 10 millj-
ónir.
SKIPTI OFT MÖGULEG