Dagblaðið - 11.12.1980, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980..
Nýhöggvin og ilmandi
innlend jólatré
Rauðgrenið kostar frá 10.300 kr. ogfuran frá 14 þús. kr.
nálum i það minnsta fram á
þrettánda, en furan heldur sínum
nálum langtum betur. Nauðsynlegt
er að hafa hvorar tveggja tegundimar í
jólatrésfótum, sem hægt er að hafa
vatn i og gæta þess jafnan að ekki
vanti vatn í fótinn. Jólatrésfæturnir
kosta hjá Skógræktarfélaginu 8 og 9
þúsund kr. Þar er einnig hægt að fá
furubúnt, tilvalin í vasa. Þau kosta
700, 1500 og 2100 kr. hvert búnt eftir
stærð.
Trén sem á boðstólum eru hjá
Skógræktarfélaginu eru öll
rammíslenzk og nýlega höggvin. Þau
eru úr Haukadal, í Biskupstungum,
eitthvað af trjám er úr Heið-
mörkinni, þar sem þurft hefur að'
grisja, og fáein tré úr skógræktar-
stöðinni í Fossvoginum. Opið er frá
kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin
alla virka daga. Á laugardögum er
opið frá kl. lOárdegis til 5 síðdegis og
á sunnudögum frá kl. 1 til 5 eftir há-
degi. — Rétt þykir að geta þess að
verð á alls staðar að vera það
sama á jólatrjánum, þau eru inni í
vísitölunni, eins og sagt er, það er
háð verðlagseftirliti. -A.Bj.
Bannað með lögum að baka
kökur heima og selja
Við auglýstum eftir konum sem gjaldi. Ötrúiegt er að nokkur hús-
baka í heimahúsum fyrir fólk í föstu-
dagsblaðinu. í býtið á mánudags-
morgun var haft samband við
neytendasiðuna frá Landssambandi
bakarameistara og okkur bent á að
það er bannað með lögum að baka
kökur fyrir fólk og taka gjald fyrir!
Þau lög voru sett á sínum tíma til
þess að vernda bakara gegn því að
konur tækju þetta að sér.
Talsmaður bakarameistaranna
sagði hins vegar að látið hefði verið
afskiptalaust þótt einstaka konur
hefðu auglýst að þær tækju að sér
slíkan bakstur, þrátt fyrir að það sé í
raun og veru lögbrot.
Bakararnir tapa varla
á heimabakstrinum
Varla kemur til mála að
bakararnir tapi almennt á þvi þótt
heimavinnandi húsmæður taki að sér
smákökubakstur fyrir fólk gegn
móðir kaupi allar jólasmákökurnar
sínar í bakaríi. Þar eru smákökurnar
yfirleitt seldar á 180 kr. stykkið. Að
vísu er rétt að taka fram að bakaris-
smákökur eru yfirleitt mun stærri
heldur en þær sem eru heima-
bakaðar.
Ein af þeim konum, sem hefur
tekið að sér bakstur fyrir fólk hafði
samband við Neytendasíðuna. Hún
sagðist selja hverja köku á 80 kr., en
þær eru minni en þær kökur sem eru
á boðstólum í bakaríum.
En það sem er bannað samkvæmt
lögum er auðvitað bannað og þýðir
ekki að mótmæla þvi. Það væri
óneitanlega nokkuð broslegt að sjá
laganna verði sjá um að lögum
þessum sé framfylgt, með því að taka
bæði „bakarann” og viðskiptavininn
höndum.
Já, það er svo sannarlega vissara
að fara varlega I -A.Bj.
Okkur I tilraunaeldhúsi DB þykir
alltaf skemmtilegra afl hafa smá-
kökurnar litlar. Bakarar eru hins veg-
ar á annarri skoflun og hafa jafnan
hlemmistórar smákökur á
boðstólum. Það er auðvitað mun
meiri fyrirhöfn að búa til litlar kökur
en stórar. DB-mynd Bjarnleifur.
Oddný Halla Haraldsdóttir var að vinna vió jólatréssöluna er Dagblaðsmenn bar
að garði.
RÚSÍNULAUST RÚS-
ÍNUSÚKKULAÐI
Fallegar umbúðir hafa mikið að
segja, ekki sízt utan um sælgæti.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda hefur
tekið í notkun nýjar umbúðir utan
um súkkulaðið sitt. Þetta eru alveg
skinandi fallegar umbúðir og á þeim
er innihaldslýsing, þyngd og
hvaðeina!
Við keyptum okkur einn pakka af
mjólkursúkkulaði með rúsínum. Þá
kom nokkuð undarlegt t Ijós.
Næstum því engar rúsínur fyrir-
fundust i pakkanum! Og þær fáu
rúsínur sem fundust voru svo smátt
skornar að þær voru nærri
óþekkjanlegar.
Nú er hér á markaðinum erlent
súkkulaði með rúsínum. Rúsínurnar i
því leyna sér alls ekki. Þær eru mjög
áberandi, stórar.bústnar og
bragðmiklar!
Mér fannst ég vera illa svikin á
þessu rúsínusúkkulaði. Ég vil fá
rúsínuri súkkulaði með rúsínum! Ef
ég vil ekki rúsínur, þá kaupi ég hreint
súkkulaði ! -A.Bj.
Ásgeir Svanbergsson heldurþarna á furubúntum. Hann leiddi okkur i sannleik-
ann um jólatréssöluna, en hann er landsþekktur sfðan hann var með skógræktar-
þátt í sjónvarpinu í haust. DB-myndir Einar Ólason.j
%
Ul?J
GUT
Handunninn
matarsett
tesett
kaffisett
GLIT
U/JTCJ
HÚFÐABAKKA 9
SÍMI85411
Salá jólatrjám er hafin. Við
lögðum leið okkar í
höfuðbækistöðvar Skógræktarfélags
Reykjavíkur og spurðumst fyrir um
verðið í ár. Rauðgreni kostar frá
10.300 kr. minnstu trén, sem eru um
70 cm á hæð, og upp í 16 þúsund, um
það bil tveir metrar á hæð. Furutrén
kosta á bilinu 14 þúsund og upp í 20
þús. Rauðgrenitrén eiga að halda
ÓDÝRT HEIMA-
TILBÚIÐ SÍRÓP
Eitt af því sem þarf að nota í jóla-
baksturinn er síróp. Það er orðið
mjög dýrt. í einni af stórverzlunum
höfuðborgarinnar sáum við að „leyft
verð” á 500 gr af sírópi var 2.362 kr.
Steinunn hringdi til okkar og gaf
okkur uppskrift að heimatilbúnu
sírópi sem hún sagðist hafa prófað og
væri mjög gott. Það er mun ódýrara
en búðarsíróp, jafnvel þótt sykurinn
væri keyptur fyrir hæsta verð sem við
höfðum séð, sem er rúml. þúsund kr.
kg.
1/2 kg sykur
3 dl vatn
1/2 tsk. salt
2 tsk. borðedik
Sykurinn er bræddur við vægan
hita. Bezt er að gera það á pönnu
með nokkuð háum börmum. Gætið
þess vel að minnka hitann fljótt því
sykurinn má ekki dökkna of mikið.
Vatnið er látið á pönnuna smám
saman og hrært vel í og síðast saltið
og edikið. Þetta er soðið dálitla
stund eða þar til allir kekkir eru
bráðnaðir. Þá er sírópinu hellt i skál
eða krukkur.
Gætið vel að ykkur á meðan á
sírópsgerðinni stendur þvi
bræðslumark sykurs er hátt og lítill
vandi er að verða sér úti um
skaðræðis brunasár ef slettist á bera
húð. Eins þarf að passa vel upp á
hitastigið, sykurinn er fljótur að
brennaápönnunni. -A.Bj.