Dagblaðið - 11.12.1980, Page 29

Dagblaðið - 11.12.1980, Page 29
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR I i. DESEMBER 1980. 29 BÍLAR Nýir japanskir smábílar á íslenzkan markað: Lítið inn, það borgar sig. Þessi glæsilegu húsgögn eru úr massifri furu og fást í Ijósum viðarlit og brún- bæsuð. Staðgreiðsluafsláttur og góð greiðslukjör. FURUHÚSIÐ H'F Grettisgötu 46 — Sími 18580. FORD 34 MED FARANGURSKASSA Ford ’34. V8 vél og varahjólið inngreypt í frambrettið. Farangursrými var lítiö í þess- um bilum, aðallega undir sætunum og aftan við aftursætið. Flestir bilar á þessum ár- um voru þvi með farangursgrindeða kassa að aftan. Við bílinn er Rögnvaldur heitinn Þórðarson bilstjóri ásamt dóttur sinni. í lAggír Vetrarskoðun Sum bifreiðaumboðin bjóða viðskiptavinum sínum í einum pakka ef svo má segja allsherjar stillingu og skoðun á bíl og vél, með tilliti til vetraraksturs. Kosturinn við þessi tilboð er sá, að í þeim er tilgreint hvað viðskipta- vinurinn fær gert og verð þess. Þó litilsháttar skrums gæti í sumum auglýsingum þessum er þó óhætt að fullyrða að sá sem kaupir bíl sínum slika þjónustu er eins vel búinn undir veturinn og frekast er unnt. Með hliðsjón af því verði sem auglýst er á vetrarpökkunum og ef söluskattur er innifalinn, þá er einnig hægt að fullyrða að verði er i hóf stillt. Bensínið Gefið bensíntankinum ísvara öðru hvoru yfir veturinn, það kemur í veg fyrir að vatn frjósi í blöndungnum. ísvari fæst á öllum bensínstöðvum. Tjara á rúðuþurrkublöðum í umhleypingasamri tíð eru gúmmíblöðkur i rúðuþurrknanna, fljótar að hlaða á sig tjöru i þeim mæli, að þurrkunarhæfni þeirra minnkar verulega, jafnvel hættulega. I hverjum bíl ætti því að vera brúsi með kveikjaralegi, bómull eða eldhúsrúlluviskur. Með þessu er hægt að hreinsa gúmmíblöðkurnar og rúðuna á svipstundu. Á sama tíma mætti líka hreinsa framljósabúnað með sama hætti, en hann hleður líka á sig tjöruóhreinindum. MASSIF FURUHUSGOGN Vönduð íslenzk framleiðsla sem er feti framar — Nær handverki verður vart komizt. Ðga hann gluggalausan í 18 mánuði og svo... • Suzuki SS80 fæs! 4ra m> 2ju dyra sem sendibill. Sveinn Egilsson hf. kynnti nýja gerð bíla hér á landi um síðustu mánaða- mót. Þetta eru japanskir smábílar af gerðinni Suzuki. Að grunni til eru gerðirnar þrjár, í fyrsta lagi fólksbíll, vél 3 strokkar, vatnskæld og framhjóladrif. Þessi bíll fæst 2 og 4 dyra og sem smásendibill, þá lokaðar hliðar að aftan. Önnur gerðin er smásendibíll, frambyggður með 4 strokka vél og afturhjóladrifi. Þriðja gerð er smájeppi sem er með 4 strokka vél og t.d. dekk af stærðinni 600x16 eða sömu stærð og her- jepparnir voru með í fyrstu, 1942. Af þessum þremur gerðum má svo fá margs konar útfærslur eftir smekk kaupenda. Frambyggði sendibíllinn vakti aðal- lega athygli mína enda virðist hann sér- staklega heppilegur sem bæði heimilis- og vinnubíll. Áætlað verð hans nú án glugga og sæta að aftan er 4.151.000 en þá fylgir kvöð að upphæð 900 þús. kr. sem fellur niður á 36 mánuðum, þannig að séu t.d. gluggar settir á bílinn eftir I 1/2 ár þá þarf að borga til ríkisins 450 þús. kr. Sé bíllinn keyptur með afturgluggum og sætum þá mun hann kosta um 1,5 millj. kr. meir. Hvort sem bíllinn væri keyptur með sætum að aftan og gluggum eða glugga- og sætalaus þá má telja bílinn afar heppilegan heimilis- og vinnubíl eins og áður sagði. Með því að eiga hann gluggalausan í 1 1/2 ár og breyta honum síðan þá er kominn ódýr og rúmgóður fjölskyldubíll. Það er svo önnur saga að sendibílar með lokaðar hliðar eru með hættulegri bifreiðum í umferðinni þannig að í stað þess að setja kvaðir sem hálfbanna aðsetja glugga á hliðarnar ætti ríkið frekar að verðlauna þá sem setja hliðarglugga á bílana. En það er svo margf skrítið i kýrhausnum. Suzuki jepparnir eru svo fullorðinn. Hins vegar er þar ágætt pláss fyrir þrjá krakka innan ferming- ar. Jeppinn tekur m.ö.o. ágætlega vísitölufjölskylduna, sem eru tveir fullorðnir og 1,9 barn. Þessi jeppi hefur svo vegna léttleikans eiginleika sem munu skila honum á ótrúlegustu staði. Það mun væntanlega sannast á komandi árum. Fólksbíllinn er svo næsta númer fyrir ofan Austin Mini, en að sjá ólíkt gerðarlegri bíll, t.d. hvað varðar hjóla- stærð og hæð yfir veg. Þeir hjá Sveini Egilssyni fá líklega nóg að gera við að afgreiða þessa bíla, enda eru gæði og ending japanskra bíla viðurkennd og svo virðast þær gerðir sem þarna bjóðast falla vel að þörfum íslendinga. -K.Sn. Suzuki jeppinn. Þessi létti og netti bill á eftir að sjást á óliklegustu stöðum. sérstakir fyrir hve litlir og léttir þeir eru (740 kg). Plássið fyrir aftan framsætin er ekki til að hrópa húrra yfir, en þar mætti koma fyrir sæti fyrir einn Kristinn Snæland Breiöfirðingabúð Ódýrar vörur verða seldar næstu daga i Breiðfirðingabúð. t.d. sængurgjafir, barnabuxur. alls konar smábarnafatn- aður, leikföng, jólatrésvörur, jólatrésskraut og margt, margt fleira. Samhjátp augiýsin Nýja Samhjálparplatan fæst í afgreiðslu Samhjálpar Hverfisgötu 42. Opið kl. 13-18. Sendum í póstkröfu um a/lt iand. Símar 11000 — 66148.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.