Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1981. 2 Orkuskortur veklur milljónatjóni á degi hverjum Siggi flug skrifar: Það er nú mikið talað um orkuskortinn, sem von er, og þá dettur manni í hug hverjum sé hægt að kenna um þennan ófarnað. Milljónatap eða kannski milljarðatap á degi hverjum, allt i gömlum krónum, fyrir RARIK. Það er ekkert skrýtið þótt hug- urinn hvarfli að því hvernig staðið hefur verið að ýmsum stórtækum framkvæmdum i landinu siðastliðna hálfaöld eða svo. Kennir í þeim hug- leiðingum ýmissa grasa þegar saman- burður er gerður á því hverjir hafa haft með að gera ýmsar stærri fram- kvæmdir. Það eru nokkrar stærri fram- kvæmdir sem yfirleitt látailitiðiyfirsér og skulu hér taldar: Reykjavíkurhöfn hefur staðið undir öllum lántökum sjálf, enda verið stjórnað af sjálf- stæðismönnum í bæjarstjórn Reykja víkur, ef frá eru taldar fyrstu fram- kvæmdir sem voru byggðar af Dönum. Næst er að telja Hitaveitu Reykjavíkur, eitthvert arðbærasta og giftusamasta fyrirtæki sinnar tegund- ar, einnig þótt leitað væri út fyrir landsteinana, fyrirtæki þetta var byggt upp af sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn Keykjavíkur. Í þriðja lagi skal nefnd Rafmagnsveita Reykjavíkur (1921) og svo Sogs- virkjanirnar á árunum fyrir stríð, líka byggt af sjálfstæðismönnum i bæjarstjórn Reykjavíkur. Allar þessar framkvæmdir hafa látið lítið yfir sér, malað daginn út og daginn inn sparandi okkur ómældar krónur, Rafmagnsveitan og Hita- veitan. Því geri ég þetta að umtalsefni hér, að Rafveitan og Hitaveitan hafa til tiltölulega skamms tíma fengið að starfa óáreittar, þ.e. án þess að ríkis- valdið væri að „kássast” í rekstri þeirra, ef frá eru taldar ríkisábyrgðir, sem ég ætla að séu löngu úr sögunni. Einhvern veginn tókst því. opinbera að fá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til þess að leggja saman í allsherjar „púkk” og upp úr því púkki varð svo hið gæfusnauða Rarik til og nú hafði asninn komizt inn í herbúðirnar. Allt hefur gengið á tréfótum síðan. En Kröfluævintýrinu ætla ég að sleppa, því það er kapituli út af fyrir sig. Það er engu líkara en að hið svokallaða ríki hafi ekki getað gert neitt af viti i raforkumálum þjóðarinnar. Laxárvirkjun hefur reynzt illa og setja verður olíumótora í gang á Akureyri til þess að fullnægja orkuþörfinni. Einhver músamiga var virkjuð á Austurlandi, enrennsli þessabæjarlækjar fer niður í I—3 sek.lítra strax í fyrstu frost- um. Virkjun bæjarlækjarins var gerð að pólitísku þrætuepli, og þeir sem vitlausastir voru höfðu sitt fram. Dynjandi-virkjunin er heldur ekkert sem hægt er að státa sig af, þar mun hafa verið farið rangt að, og svo má lengi telja. Ekki hafa háspennurlínurnar farið varhluta af vitlausri hönnun. (leiðinlegt orð). Fyrsta veturinn bilaði Búrfellslina I, sem hafði verið hönnuð með tilliti til þess að skip gætu siglt undir linuna eftir Þjórsá eins og um skipgengt fljót væri að ræða. Þetta er auðvitað slælegt eftirlit og ekkert annað. Siðan var Búrfellslína II reist af Frökkum og íslendingum, en svo illa tóksl til að ekki varð séð um að setja mót fyrir steypuna, sem mynda átti undirstöðu fyrir staurana, með þeim af- leiðingum, að lína II bilaði undir Ingólfsfjalli. Fannst t.d. engin steypa ALLT Í HELGARMATINN! Úrvals nautasteikur. ... 33 kr. kg NautahakklO kg . 40 kr. kg Nautahakk í kg pk..... 44,50 pr. kg Nautaroast- . . 84,70 pr. kg Nautafillet . . 112,00 pr.kg Nautamörbrad 112,50 pr. kg Nauta snitchel.... 93,55 pr. kg Nauta gullasch....77 pr. kg Nauta- hamborgari. . . 3,70 pr. stk. 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir i frystinn Allt svínakjöt á tilboðsverði Ath. Þorrabakkinn ca 800grömm .... 35 kr. Bacon á hálfvirði...44 pr. kg Kjúklingar..34 pr. kg OPIÐ Á FÖSTUDÖGUM TIL KL 7. OPIÐ Á LAUGARDOGUM TIL KL. 12 Á HÁDEGI. CSoDCSTTDaÐDCEiSTftSCÐDKa Laugalæk 2, Reykjavik, sími 86S11 Margir eru farnir að þrá raforkuna frá Hrauneyjafossvirkjun. Hér er horft vfir athafnasvæðið við virkjunina. undir sumum staurunum. Þetta er líka slælegu eftirliti að kenna. Lina sú sem flytur okkur raf- magnið frá Sogsvirkjunum hefur aldrei bilað og truflun á gangi þeirrar veitu naumast umtalsverð. Yfir rafmagnsvirkjunum Reykja- víkur vakti hið vökula auga heiðurs- mannsins Steingríms Jónssonar, enda hafa verk hans sannað ágæti hans sem verkfræðings. Hann lét sér annt um fleira. Og það er honum að þakka að svolítil vernd er um lífríki Elliðaánna og það klak sem þar var byggt hansverk. Ef nú einhver les þessa þanka mína mun hann ef til vill scgja: „Helvitis nöldur er þelta hjá Sigga flug. Allir geta verið vitrir eftir á.” Málið er bara ekki svona einfalt. Við spanderum hundruðum milljóna gkr. á hverju ári til styrktar alls kyns námsmönnum úti í heimi. sem koma svo „sprenglærðir” heim að námi loknu. Mér finnst að við eigum að gera miklar kröfur til þess- ara manna, og við eigum ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut að þeir geri ótal axarsköft á kostnað okkar æ ofan í æ. Ég veit að þetta stafar sumpart af því að ekki er hlustað á þessa menn og ráðleggingar þeirra því það eru þessir bannsettu þing- menn sem halda að þeir,viti alll um leið og þeir eru komnir i bara „neðri deild.” í efri deild, sem likja má við „lífsins skóla” komast þeir aldrei og dúsa í meðalmennskunni sem bráðum kaffærir allt atvinnulif á íslandi. Axarsköft verkfræðinga og svo þingmanna eru búin að kosta ís- lenzka skattborgara stórfé. Þessu verður að linna. Einhvern tíma las ég það í frétt frá Rússlandi að einhverjum „ráðherra búnaðarmála” hefði verið kenni um, að uppskerubrestur varð þar i landi, hann var að sjálfsögðu látinn fara. Mér hefur dottið í hug, hvað yrði gert við þá menn í Rússlandi, sem um áraraðir hafa verið að byggja óarðbær mannvirki, auk þess að vera vitlaust hönnuð. Ég held að „dauðarefsing” sé ekki við lýði í Rússlandi, a.m.k. ekki opinberlega, en Rússar hafa annan hátt á, en það er að loka menn inni á geðveikrahæli, sem nánast er sama og dauðarefsing því þaðan eiga menn ekki afturkvæmt. Hvernig skyldi hönnuðum okkar lítast á það, að vera allt í einu gerðir ábyrgðir gerða sinna, einsogíUSSR. Við höfum svo líka einn „kandidatinn” núverandi orkumála- ráðherra sem beinlínis hefur orðið þess valdandi að dregið var að ein- hverju leyti úr framkvæmdum í orku málum, og er því sá orkuskortur sem nú hrjáir okkur að nokkru honum að kenna. Halda menn að dregið hefði verið úr Fljótsdalsvirkjun og framkvæmd hennar ef hún hefði verið hafin. Ég segi nei, ef sami orkumálaráðherra væri við lýði. Mérdatt þetta (svona) í hug. Utangarðsböm ííshnzku þjóöfélagi Guðgeir Magnússon, fyrrverandi blaðamaður hringdi: Ég vil benda íslenzkum stjóm- málamönnum á nokkur atriði. Þeir eiga ekki að heimta að kjósendur þeirra haldi sig fast við einhverja út- gefna flokkslínu. Margir hafa sjálf- stæða pólitíska vitund og ætti þeim að leyfast að tjá sig um sínar fjölbreytilegu pólitísku skoðanir i þeim fjölmiðlum sem þeir kjósa. Islenzkir stjórnmálamenn ættu að gera sér grein fyrir því áður en það er um seinan, að margt fólk á um sárt að binda vegna verðbólgunnar. Harðdrægir rukkarar eru á hverju götuhorni og þó almenningur rembist við að standa í skilum dugir það ekki til. Sumt fólk á ekki afgang þegar búið er að greiða reikningana. Margt af þessu fólki á ekki peninga fyrir mat. Svo setjast. stjórnmálamenn upp merkissvip, sem fólk af minni kynslóð hélt að hefði horfið með dönsku kaupmönnunum, og segja: Þið eruð bara utangarðsbörn. BÍLASÖLUR EKKERT — Bílaviðskipti ígegnum bflasölu ekkert öruggarí en ígegnum auglýsingar Bilamaður hringdi: Ég vil mótmæla því harðlega að bilaviðskipti sem fara fram í gegnum smáauglýsingasíður dagblaðanna séu á einhvern hátt vafasamari en þau viðskipti sem fara fram í gegnum bílasölurnar. I Morgunpósti út- varpsins 2. feb. sl. gaf Halldór Snorrason það sterklega í skyn að þeir einstaklingar sem hefðu verið gerðir burtrækir af bílasölunum stunduðu nú viðskipti sín í gegnum smáaug- lýsingar með góðum árangri. Þar væri ekkert nema svindl og brask. Einnig sagði Halldór sem er með Aðal-IBílaSöluna við Skúlagötu að allir víxlar og pappírar væru miklu óábyggilegri hjá þeim sem seldu gegnum smáauglýsingar en hjá þeim sem seldu í gegnum bilasölurnar. Þetta er líka fjarstæða. Bílasalarnir hafa að vísu skrá yfir vanskilamenn, en sú skrá er mjög ófullkomin. Að lokum vil ég taka undir það sem Halldór sagði um víxlaviðskipti, fólk á að fara mjög varlega í vixla- viðskiptum og kanna þá einstaklinga, sem skrifaðir eru á þá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.