Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1981. Hin atriðin þrjú eru ýmist meiningar- laus eða tilgangslaus lagasetning, sem í snarhasti hefur verið hent inn í kaupránslögin á elleftu stundu til þéss eins að láta í veðri vaka að eitt- hvað annað og meira hafi fylgt efna- hagsaðgerð ríkisstjórnarinnar en einber kauplækkun meðlögum. Hvað er til marks um að svo sé? Hér á eftir mun ég nefna afdráttar- laus dæmi þar um, sem sýna hvílík hrákasmíð það skálkaskjól er, sem ríkisstjórnin hefur reynt að hrófla upp í kringum kaupránsaðgerðir sínar. Forsenda bráðabirgðalaga í stjórnarskrá Lýðveldisins íslands segir svo í 28. gr.: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forseti gefiö út bráðabirgðalög milli þinga.” Tilgangur þessa stjórnarskrár- ákvæðis, sem veitir ríkisstjórn bráðabirgðalaga-heimild, er mjög ljós. Forsendur stjórnarskrárinnar fyrir setningu bráðabirgðalaga eru: Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson 1. Að Alþingi sitji ekki að störfum, 2. að á meðan komi upp vanda- mál af því tagi, sem brýn nauðsyn er að brugðizt verði þegar í stað við, og 3. úrlausn málsins sé svo brýn, að ekki sé unnt að bíða eftir að þing komi saman. 7. greinin í 7. grein bráðabirgðalaganna, sem gefin voru út á gamlársdag, er ríkisstjórninni eins og áður er sagt veitt heimild til þess að fresta ótilteknum ríkisframkvæmdum. Lögin, sem kveða á um hver út- gjöld og þar á meðal framkvæmdir ríkisins skuli vera, nefnast fjárlög. Þessi lög voru afgreidd frá Alþingi laugardaginn 20. desember 1980. Við þá afgreiðslu flutti þing- flokkur Alþýðuflokksins meðal annars tillögur um sparnað í rekstrar- útgjöldum og niðurskurð fram- kvæmdaframlaga, er námu tæplega þremur milljörðum gamalla króna. Hver einasta þessara tillagna var felld af ríkisstjórninni og stuðnings- mönnum hennar, og fjárlögin með öllum sínum framkvæmdaliðum síðan afgreidd sem lög frá Alþingi af þessari sömu ríkisstjórn og stuðningsmönnum hennar. Aðeins 10 dögum síðar, miðvikudaginn 31. desember 1980, rýkur þessi sama rikisstjórn upp til handa og fóta og gefur út bráða- birgðalög sökum „brýnnar nauðsynjar”, sem veita henni heimild til þess að skera niður opinberar framkvæmdir í 10 daga gömlum fjár- lögum, sem hún tók ekki í mál að hreyfa við þann 20. dag sama mánaðar! Hver var nauðsynin? Eins og öilum er kunnugt sat Alþingi ekki að störfum þegar bráða- birgðalögin voru gefin út, og þessu atriði stjórnarskrárákvæða um for- sendur bráðabirgðalagaheimilda ríkisstjórnar var því fullnægt. En hvað um hinar forsendurnar? Hver var sú „brýna nauðsyn”, sem ríkisstjórnin hafði orðið áskynja um á þessum 10 dögum, sem liðið höfðu fráafgreiðslu fjárlaganna, sem gerði það að verkum, að hún taldi sig nauðbeygða til þess að veita sér með bráðabirgðalögum heimild til þess að breyta ótilgreindum fjárlagaliðum um ótilgreindar fjárhæðir? Hvaða nauðsyn hafði hún fundið á þessum 10 dögum svo brýna, að hún taldi sér ókleift með öllu að bíða með frágang málsins þar til Alþingi kæmi saman þann 26. janúar? Eina hugsanlega réttlætingin fyrir því að beita bráðabirgðalögum til að afla sér heimilda til framkvæmda- frestunar með þessum hætti er sú, að rikisstjórnin hafi þurft að taka ákvörðun í jólafríi Alþingis um frestun framkvæmda, sem ella hefðu verið hafnar á þeim tíma. Enginn önnur frambærileg ástæða getur verið fyrir að beita bráða- birgðalögum til slíkrar heimilda- öflunar. Var slík ástæða þá fyrir hendi? Nei! Fjármálaráðherra hefur upplýst, að framkvæmdafrestun hafi enn ekki verið rædd í ríkisstjórninni. Fjármálaráðherra hefur upplýst, að engar ákvarðanir hafi um það verið teknar, hvort þessi heimild verði yfirleitt notuð og þá hvernig. Fjármálaráðherra hefur upplýst að ef svo fari, að heimildin verði not- uð — sem alls ekki sé víst — þá gæti það orðið á síðari hluta ársins. Hver var þá sú brýna nauðsyn, sem bar til þess að slik heimild yrði veitt ríkisstjórninni með bráðabirgðalaga- setningu á gamlársdag i jólaleyfi þingmanna? Ekki verður séð, að sú forsenda stjórnarskrár fyrir setningu bráðabirgðalaga sé fyrir hendi. Þessi málatilbúnaður allur ér skýrt dæmi um, hvílik hrákasmíð þessar efnahagsaðgerðir eru. Þetta ákvæði bráðabirgðalaganna var aldrei hugs- að til annars en sem sýndarmennska — til þess eins að láta líta út fyrir að i bráðabirgðalögunum væri ríkis- stjórnin að gera eitthvað meira en þaðeitt að lækka kaup meðlögum. Hámark heimskunnar Annað atriði í þessari sömu laga- grein bráðabirgðalaganna er þó enn gleggra dæmi um þann hjákátlega skollaleik, sem ríkisstjórnin er að leika. I þessari sömu lagagrein er ríkisstjórninni nefnilega veitt heimild til þess að fresta ótilteknum fram- kvæmdum, sem ákveðnar hafa verið í lánsfjáráætlun. En nú er lánsfjáráætlun óafgreidd hjá Alþingi! Lánsfjáráætlun átti lögum samkvæmt að leggja fram með fjárlagafrumvarpi og afgreiða með fjárlögum. En það var aldrei gert! Nokkrum dögum áður en Alþingi fór í jólaleyfi lagði fjármálaráðherra fram á Alþingi drög að lánsfjár- áætlun, en þau drög komu aldrei til umræðu. Ríkisstjórnin kom málinu aldrei frá sér, eins og henni er þó lög- skylt. Þegar alþingismenn héldu í jólaleyfi hafði því engin lánsfjár- áætlun verið afgreidd — ekki einu. sinni rædd. En svo mikið var írafárið á ríkis- stjórninni og svo mikil var fljóta- skriftin á málatilbúnaðinum að i bráðabirgðalögunum er ríkis- stjórninni veitt ótiltekin heimild til frestunar á framkvæmdum skv. láns- fjáráætlun sem ekki er til! „Skálkaskjólin, sem þeir í bráðabirgða- íögunum eru aö reyna aö koma sér upp kringum kaupránið, eru slík hrákasmíð og svo til þeirra höndum kastað, að þau eru eins götótt og svissneskur ostur.” þurfa að greiða söluskattinn. Þessi mismunun er þvi ekkert annað en að- ferð stjórnvalda til að stuðla að einni tegund útgáfu, en hefta aðra. Á ríkið að stjórna blöðum? Einhver kann að spyrja hvort þetta skipti nokkru máli, þar sem fjölmiðl- ar á landinu eru svo margir. Sá sem þannig spyr gerir sér ekki grein fyrir þeirri hættu að leyfa stjórnvöldum að stjórna útgáfu blaða og timarita. Og eins og fyrr er greint, þá má engin lög setja um ritskoðun eða aðrar tálm- anir á prentfrelsi, samkvæmt stjórnarskránni. Söluskattslögin frá 1960 segja m.a. að undanþegin greiðslu söluskatts séu „dagblöð og hliðstæð blöð, svo og tímarit sem ekki eru gefin út í ágóða- skyni.” Blöð og tímarit verða að sækja um þessa undanþágu og um 270 þeirra hafa fengið hana, þar á meðal öll dagblöðin. Um 20 tímarit á öllu landinu verða hins vegar að greiða söluskatt, sjálf- sagt vegna þess að þau eru „gefin út í ágóðaskyni”, eins og lögin segja. En fyrir utan það að þessi undan- þáguákvæði standast ekki fyrir stjórnarskránni, þá hefur fram- kvæmd fjármálaráðuneytisins á þeim ekkert verið í samræmi við anda lag- anna. Aðferðir ráðuneytisins Hvernig fer fjármálaráðuneytið t.d. að því að finna út hvort tímarit eru gefin út í ágóðaskyni? Með því að skoða reikningsyfirlit þeirra, mætti ætla. Nei, það gerir fjármálaráðu- neytið ekki. Fjármálaráðuneytið hefur aldrei i 20 ára sögu söluskatts- laganna skoðað eitt einasta reiknings- yfirlit frá tímariti. Ráðuneytið ákveður undanþáguna eftir því hvort tímaritið virðist „líklegt” til að vera gefið út í ágóðaskyni, og hversu lík- legt það er, fer eftir innihaldi þess. Það er m.ö.o. efni blaðsins sem ræður hvort það fær undanþágu frá söluskatti eða ekki. Með þessari aðstöðu til að gefa og taka hefur fjármálaráðuneytið úrslitavald um það hvort hægt er að gefa tímarit út eða ekki. Prentfrelsi er því ekki algjört á íslandi. Ráðuneytið hefur aðallega hneigst til að veita undanþágu frá söluskatti til tímarita sem félagasamtök gefa út, eða eru gefin út í fræðsluskyni, og hefur ráðuneytið verið örlátt á slíkar undanþágur. En öll rit sem ráðu- neytið litur á sem afþreyingarrit verða að greiða söluskatt. Lauslegur útreikningur leiðir í ljós að þau ca 20 tímarit sem greiða sölu- skatt gefa af sér um 2,5 milljónir króna árlega í ríkissjóð. Auðvitað munar um minna fyrir þann sjóð, en hæpið virðist að fjárþörf ríkissjóðs eigi að stuðla að tálmun á prentfrelsi hérálandi. Tvœr lausnir Hugsa má sér tvær mismunandi lausnir málsins, til að útgefendur þurfi ekki að fara í mál við ríkið. Önnur er sú að ríkið veiti öllum blöð- um og tímaritum undanþágu frá söluskatti. Hin lausnin er sú að öll blöð og tímarit greiði söluskatt. Þá mundi hagur ríkissjóðs vænkast, á kostnað útgefanda. Sjálfsagt mundi meirihluti blaða í landinu þá fara á hausinn. En hvor kosturinn sem val- inn er, felur í sér lausn á málinu. Fjölmiðlar verða að standa jafnir til að geta háð eðlilega samkeppni. önnur mismunun rlkisins En úthlutun á söluskattsundanþág- um er ekkert einsdæmi um mismun- un fjölmiðla hér á landi. Dagblöð greiða t.d. ekki aðstöðu- gjald til Reykjavíkurborgar. Aðeins líknarfélög ýmiss konar njóta þess- arar sömu aðstöðu og dagblöðin, en öll önnur fyrirtæki greiða aðstöðu- gjöldin. Aðstöðugjöld eru mismun- andi há, hæst 1,3 prósent, og svo bregður við að aðrir útgefendur en dagblaðaútgefendur verða að greiða eftir þessum hæsta flokki. Af 11 milljón nýkr. veltu sinni síðasta reikningsár hefði Dagblaðið t.d. þurft að greiða 143 þúsund nýkr. (14,3 millj. gkr.) í aðstöðugjöld, ef dagblöð væru skyld til að greiða það. Ríkið mismunar fjölmiðlum einnig í greiðslu póstburðargjalda. Hér á landi, líkt og annars staðar í heimin- um, nýtur prentað mál hagstæðari póstburðargjalda en almenn bréf. Fyrir t.d. 100 g blað eða tímarit þarf að greiða 34 aura í burðargjald, þegar útgefandi sendir það til áskrif- enda. En fyrir utan jtennan afslátt fá blöð sem fjalla um trúmál, bók- menntir og listir 25 prósent afslátt til viðbótar frá fyrri afslættinum.Og ef blöðin fjalla um stjórnmál, eða eru dagblöð eða landshlutafréttablöð, þá fá þau 50 prósent afslátt af afslættinum. Þessi afsláttur á póstburðargjöld- unum brýtui , bága við stjórnar- skrána á sama hátt og söluskatts- undanþágan. Með því að veita af- slátt eftir innihaldi blaða er þeim gert mismunandi hátt undir höfði, sem aðeins er hægt að túlka sem rit- skoðun. Opinberar auglýsingar Auk þeirra óbeinu styrkja sem fyrr eru nefndir, sitja dagblöð ein að auglýsingum frá því opinbera. Þessar auglýsingar selja þau rikinu án þess að veita svo mikið sem krónu i af- slátt, á meðan þau veita öðrum stórum viðskiptavinum allt frá 30 og upp í 50 prósent afslátt. Kannski er engin þörf á að veita ríkinu afslátt, þvi ekki veitir það afslátt af sinni þjónustu. En ríkið gerir þó ekki upp á milli viðskiptamanna í þjónustu- sölu sinni, líkt og dagblöðin gera. Því er stundum haldið fram að Alþýðublaðið sé rekið fyrir tekjur af opinberum auglýsingum. Þeir sem slíku halda fram ættu ekki að gleyma því að Alþýðublaðið, likt og önnur dagblöð, borgar ekki söluskatt, borgar ekki aðstöðugjald, fær afslátt á afslátt ofan af póstburðargjöldum, og fær þar að auki beinan styrk frá ríkinu. Það er hlægilegt að halda að Alþýðublaðið gangi á opinberum auglýsingum. Þær mundu ekki hrökkva til ef blaðið fengi ekki líka hina styrkina. Beinir blaðastyrkir Þá er komið að því að nefna beinu styrkina sem dagblöðin fá, að undan- skildum Dagblaðinu og Morgunblað- inu. Sá styrkur stendur þeim blöðum að vísu einnig til boða, en þau hafa ekki tekið við honum. Hin blöðin fá jsennan styrk, og þar að auki kaupir ríkið ákveðinn skammt af hverju dagblaði, nema Dagblaðinu. Hér hefur verið bent á þá mismun- un sem ríkið sýnir fjölmiðlum. Eftir er að nefna að ríkið keppir þar að auki við hina frjálsu fjölmiðla með sinum eigin fjölmiðlum. Þar er fyrst og fremst samkeppni um auglýsinga- fé. í þeirri samkeppni slær ríkið fyrir neðan beltisstað, því það undirbýður auglýsingar í sínum fjölmiðlum, og bætir sér upp tapið með því að lög- skylda almenning til að greiða það. ^ „Prentfrelsi á íslandi virðist miðast við, að málgögn stjórnmálaflokkanna geti komið út daglega. Aðrir fjölmiðlar mega eiga sig.” Á næstu dögum mun Alþingi væntanlega taka lánsfjáráætlunar- drög ríkisstjórnarinnar til fyrstu umræðu og athugunar. En þá liggur fyrir, að um þessa lánsfjáráætlun, sem ekki er til en menn eru að byrja að ræða, eru í gildi bráðabirgðalög, sem segja, að ríkisstjórninni sé heimilt að fresta hverri þeirri fram- kvæmd skv. lánsfjárlögunum, sem eftir er að afgreiða. Er þetta ekki hámark hálfvita- háttarins?' Hvaða erkififl hefur hér ráðið ferðinni? Ef skoða ber þessi ákvæði bráða- birgðalaganna sem alvöruaðgerð, þá eru þeir, sem að bráðabirgða- lögunum hafa staðið, samsafn af heimskingjum, sem hlytu að verða að athlægi meðal þjóðarinnar. Nú eru ráðherrarnir í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen engin slík erkifífl. Skýringin er einfaldlega sú, að skálkaskjólin, sem þeir í bráða- birgðalögunum eru að reyna að koma sér upp í kringum kaupránið, eru slík hrákasmið og svo til þeirra höndum kastað, að þau eru eins og götótt og svissneskur ostur. En þrátt fyrir það get ég nú ekki varist brosi þegar mér verður hugsað til þeirra pólitisku leikfimiæfinga, sem Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, þarf að iðka í ræðustól á Alþingi, þegar hann væntanlega á næstu dögum mælir fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar um framkvæmdir skv. lánsfjáráætlun eftir að hafa sett bráðabirgðalög, sem segja að ríkis- stjórninni sé heimilt að fresta ótilteknum framkvæmdum skv. þeim lánsfjárlögum, sem hann er að leggja tillögur um fyrir Alþingi og á að fara að ræða þar í fyrsta skipti. „Skrattinn fór að skapa mann skinnlaus köttur varð úr því Án þess með nokkrum hætti að vera að jafna saman gerendum fer ekki hjá því, að sú lánsfjáráætlun og þau lánsfjárlög, sem með þessum hætti á að skapa, verði í skinnlausu kattarlíki. Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður. ”—N Utvarp og sjónvarp eru þarna fremst í flokki, og er það sérstaklega sjónvarpið sem selur auglýsingar sinar fyrir fjórðung þess sem þær ættu að kosta miðað við útbreiðslu og áhrifamátt sjónvarpsins. Ríkið tekur þar að auki vænan skerf af auglýsingamarkaðnum árlega með auglýsingum í síma- skránni. Ríkið og Karnabær Framlag ríkisins sjálfs á auglýs- ingamarkaðnum, þ.e. auglýsingar frá ríkinu, er óeðlilega lítið. Það litla sem ríkið auglýsir, birtist nær eingöngu í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Miðað við það að ríkið veltir nær 30 prósent af þjóðartekjunum, þá gerir það óeðlilega lítið af því að auglýsa. Fyrirtæki á borð við Karna- bæ auglýsir liklega meira en ríkið. Stofnanir ríkisins treysta þess í stað á ókeypis auglýsingar og umfjallanir í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, og ættu kannski að fá slíka þjónustu ókeypis, miðað við alla styrkina til þessara fjölmiðla. Prentfrelsi málgagnanna Allt ber þetta að sama brunni. Prentfrelsi á íslandi virðist miðast við að málgögn stjórnmálaflokkanna geti komið út daglega. Aðrir fjöl- miðlar mega eiga sig. Svo virðist að stjórnendur þessa lands telji prentfrelsinu borgið ef flokkar þeirra geta komið út mál- gangi. En svo einfalt er dæmið ekkiV Þeir sem sömdu stjórnarskrána voru gleggri — eða kannski þýddu þeir bara greinina um prentfrelsið úr er- lendri stjórnarskrá. Fullkomið prent- frelsi fæst ekki eingöngu með út- gáfu dagblaða. Fullkomið prentfrelsi fæst aðeins þegar allir fjölmiðlar standa jafnt að vígi. Þar tilþviinarhi verður náð verður að telja ísland í hópi þeirra miðaldaþjóðfélaga nú- tímans sem traðka á mannréttindum. Prentfrelsi er hluti af mannréttind- um. Ólafur Hauksson, blaðamaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.