Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. Fullur áhugi hjá okkur að koma út fleiri blöðum — segirHildur Einarsdóttir ritstjóri Frestun á útkomu NÚNA: Fjármálaráðherra, Ragnar Arn- alds, vinnur nú að því með oddi og egg að framlengja framtalsfrest- inn. Gárungarnir segja að hað sé ekki vegna tillitssemi við framtelj- endur, sem eflaust veitir ekki af tímanum, heldur vilji hann sjálfur fá tíma til að koma nýjum lögum urn skattinn í gegnum þingið. Berer hveraðbaki. Kvíði ekki að aka hér því umferðarmenningin er eins og í minni heimabyggð, segir Ann Sandelin, nýr forstjóri Norrœna hússins ,,Mér lízt mjög vel á að vera komin hingað. Ég hef komið hingað þrisvar sinnum áður og stoppaði lengst i fyrsta skipti sem ég kom. Þá var ég hér í hálfan mánuð, það var 1977. Við Borgar ókum hringinn í kringum landið og flugum til ísafjarðar svo ég hef séð flesta staði landsins nema Vestmannaeyjar. Við astluðum að vlsu alltaf þangað en veðrið var alltaf svo leiðinlegt,” sagði nýr forstöðu- maður Norræna hússins, Ann Sandelin, 36 ára eiginkona Borgars Garðarssonar leikara, í samtali við Fólk-síðuna. „Island og Finnland eru mjög lík lönd og ég held ég eigi eftir að kunna mjög vel við mig hérna. Helzt er það veðrið sem hægt er að setja út á. Til dæmis er umferðarmenningin hér svipuð og i minni heimabyggð svo ég kvíði ekki fyrir að aka hér," segir Ann og brosir við. „Ég fór á bíl Norræna hússins í fyrsta skipti i dag ogþað gekk Ijómandi vel.” „Fyrsta blaðið okkar fékk mjög góðar undirtcktirogþásérstaklegahér á Stór-Reykjavikursvæðinu. Við erum núna að rukka inn það sem við eigum útistandandi, en við eigum að greiða prentkostnað núna um miðjan mánuð. Eftir að þvi verður lokið getum við farið að leggja dæmið fyrir okkur, hvort það borgi sig að halda áfram að gefa út blaðið eða ekki,” sagði Hildur Einarsdóttir ritstjóri blaðsins NÚNA. Fyrsta eintak NÚNA kom út í byrj- un desembermánaðar og var áætlað að annað eintak kæmi út í þessum mánuði. Vegna þess að þær stöllur Hildur og Birna Sigurðardóttir fengu hverfi á Akureyri sem segja frá því hvað þeir hafa og hvað þeir vilja hafa. Þá kynna þeir aðstöðu sína til íþrótta- og félagsstarfa. Unglingablað sem þetta hefur aldrei verið á markaðnum hérlendis, svo ég á von á því að krakkarnir taki þessu fegins hendi. Að vísu er Æskan sögð barna- og unglingablað en þetta er allt annars konar blað. Sextán á ekki að vera neins konar skrif- stofublað heldur blað sem starfar með unglingunum og fyrir þá,” sagði Sigurður. Sigurður Blöndal er 28 ára gamall. Hann er ekki alveg óvanur ungling- um, hefur kennt þeim í Breiðholts- skóla í tvo vetur og hefur auk þess verið í ýmiss konar félagsstarfi ung- linga. Þá sat hann í Æskulýðsráði fyrir nokkrum árum. Þess má að lokuni geta að unglingablaðið 16 kemur út á sex vikna fresti og kostar aðsjálfsögðu lönýkrónur. -ELA. Mikið hafa þeir Morgunblaðs- menn þurft að líða upp á síðkastið vegna „kryddsíldarmála” þeirra Vigdísar forseta og Margrétar Dana- drottningar. Það er DB sönn ánægja að geta veitt kollegum sínum á Mbl. siðferði- legan stuðning í þessu leiðinlega máli og því birtum við hér mynd af þeim Kristni Ólafssyni og Árna Johnsen af Morgunblaðinu, þar sem þeir inn- byrða hina einu sönnu kryddsíld á Sildarævintýri Hótel Loftleiða um daginn. Ætti nú ekki að fara á milli mála hvar Mbl. stendur. Framtals- fresturinn framlengdur Ann Sandehn fyrír utan Norrmna húsiO. Hún koirí til landsins siöasthðinn sunnudag og tók við starfí forstjóra Norræna hússins sama dag. DB-mynd Sig. Þorri. á sig söluskatt er óvíst með fram- haldsútgáfu. „Við erum allar af vilja gerðar að halda áfram að gefa út blaðið. Hins vegar viljum við ekki halda áfram nema að öruggt sé að við stöndum ekki uppi með skuldasúpu á eftir. Við höfum núna sent ítrekaða beiðni um undanþágu söluskatts til ráðuneytis- ins og erum að bíða eftir hvað kemur út úr því,” sagði Hildur ennfremur. „Við vonum að þetta verði komið á hreint hjá okkur upp úr miðjurn mánuðinum, en eins og ég sagði er fullur áhugi okkar fyrir áframhaldi útgáfu.” -ELA. Sigurður Blöndal ritstjóri unglingablaðsins 16. „Full þörf á sliku blaði á markaðinn." DB-myndSig. Þorri. Nýtt unglingablaö fætt: „Blað sem á að starfa með unglingunum99 — segir Siguröur Blöndal ritstjóri Stöllurnar Birna Sigurðardóttir og Hildur Einarsdóttir með fyrsta eintak af blaðinu NÚNA. Óvist er hvort um áframhaldandi útgáfu verður að ræða. DB-mynd Sig. Þorri. \ „Ég hef gengið með þessa hug- mynd í maganum i tvö ár en margt hefur orðið til þess að framkvæmd- inni hefur verið frestað,” sagði Sigurður Blöndal, ritstjóri nýs ung- lingablaðs, I6, sem er að koma á markaðinn þessa dagana. Það er út- gáfufyrirtækið Hasla hf. sem gefur út blaðið en það hefur áður gefið út K-blaðið (krossgátublaðið) og Vasa- skop. „Okkur fannst að það væri full þörf fyrir unglingablað. Þessi hópur hefur hvergi athvarf í blöðum og litið gert fyrir hann. í blaðinu verða bæði fastir þættir með fræðslu- og skemmtiefni og svo aftur spurninga- horn þangað sem unglingar geta leitað með spurningar. Við höfum fengið ýmsa sérfræð- inga til að aðstoða ok ku r við að svara þeim spurningum sem upp koma. Þá verðum við líka með þætti þar sem unglingar skrifa sjálfir. í þessu fyrsta blaði eru það 7 krakkar úr Glerár- Hin eina sanna krydd- síld étin Ann Sandelin og Borgar Garðars- son hafa verið gift í fjögur ár og eru barnlaus. „Borgar hefur verið i Finn- landi í 8 ár. Hann kann mjög vel við sig þar en ég held að hann hlakki til að koma heim aftur. Hingað kemur hann 15. febrúar. Hann hefur ekki fengið fast starf en ég á von á að hann starfi „free lance”,” sagði Ann ennfremur. Ann Sandelin er fædd í Ábo í Finn- landi. Hún hefur starfað undanfarin fimm ár hjá sænsk-finnsku menn- ingarmiðstöðinni í Hanaholmen i Helsingfors. Síðastliðin tvö ár gegndi hún starfi forstjóra þar. Ann Sandelin er fil.mag. frá háskólanum í Ábo í listasögu, norrrænni þjóð- menningarfræði og sænsku. Hún tekur við starfi af Erik Sönderholnt. -ELA. Carter fyrrverandi Bandarikjafor- seti hafði á sinum tima mikinn ama af Billy bróður sínum og telja margir að forsetinn væri nú ekki fyrrverandi ef forsetabróðir hefði hagað sér skyn- samlega. Forstjóri eins stærsta og umdeild- asta fyrirtækis á íslandi hefur nú klakklaust komizt úr ýmsum raunum á undanförnu ári og telja kunnugir að forstjórabróðir, háttsettur i fyrir- tækinu, geti orðið bróður sínum þungur í skauti er frá líður. Þykir hann misnota aðstöðu sina svo herfilega að starfsfólk fyrirtækisins hefur jafnvel íhugað að safna undir- skriftum undir kvartanir á forstjóra- bróður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.