Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1981. I Útvarp Sjónvarp i DAGLEGT MÁL - útvaip M. 19,35: „Ekki þeir heilbrígðu sem þurfa lækningu” —„heldur Hnir sem aldrei hugsa um íslenzkt mál” segir BSðvar Guðmundsson t „Ég var með þennan þátt fyrir 10 árum þannig að ég ætti að vita hvað ég er að taka að mér,” sagði Böðvar Guðmundsson sem nú hefur tekið við stjórn Daglegs máls af Guðna Kolbeinssyni. Ekki taldi Böðvar skemmtilegt að annast Daglegt mál. Þó væri gaman að fá bréf frá fólki en....Það eru ekki þeir heilbrigðu sem þurfa lækningu, heldur hinir sem aldrei hugsa um íslenzkt mál en þeirra er bara ekki hægt að ná til,” sagði Böðvar. „Það væri góður árangur ef mér tækist að kenna einum eða tveimur að segja mig langar í stað mér langar,” hélt Böðvar áfram. Og skemmtilegt fannst honum að vita til þess að þátturinn veitti blaða- mönnum aðhald. Það kom fram í samtali við Böðvar að til margra hefði verið búið að leita um að annast þáttinn áður en röðin kom að honum, en enginn hefði viljað taka hann að sér. Böðvar hefur undanfarin ár verið búsettur á Akureyri, þar sem hann hefur m.a. kennt við Menntaskólann. En sl. vor flutti hann suður. ,,Nú er ég í húsmóðurstörfum hluta dags, vinn fyrir útvarpið hluta dags og á næturnarsef ég.” -KMU. Böðvar Guömundsson, umsjónarmaður Daglegs máls. DB-mynd: Einar Ólason. Franz Joseph Haydn fæddist árið 1732 í Austurríki. Hann er kominn af króatískum ættum. Sem drengur söng hann í kór í St. Stephens í Vínarborg og öll sín uppvaxtarár var hann í nánum tengslum við tónlistina. Árið. 1761 gekk hann í þjónustu prins nokkurs og gerðist tónlistarstjóri hirðar hans. Hayden vann hjá prinsinum í 29 ár og það tímabil er talið hans frjóasta. Hann léztárið 1809. Fyrri hluta tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í kvöld verður útvarpað. Tónleikarnir eru þeir fyrstu á síðara misseri þessa starfsárs. A efnisskrá fyrri hlutans eru Flugeldasvíta Hándels nr. 1 og Óbókonsert í C-dúr eftir Haydn. Georg Friedrich Hándel fæddist árið 1685 í Halle í Þýzkalandi. Faðir hans vildi að sonurinn hlyti frama á lögfræðisviðinu en meðan á lög- fræðináminu stóð gerðist strákurinn organisti í kirkju heimabæjar síns. Tónlistin greip hann og fljótlega eftir það hætti hann laganáminu. Hann lézt árið 1759, í London, og hann er grafinn í Westminster Abbey. Hándel samdi á ævi sinni 46 óperur, 32 óratoríur, fjölda kantata, og fleiri tónverk, bæði sérstaklega fyrir einstök hljóðfæri og raddir. Franz Joseph Haydn (1732-1809). Haydn afkastaði miklu, m.a. 101 sinfóníum, 50 konsertum, 84 strengjakvartettum, kórverkum, sónötum og svo mætti lengi telja. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat. Hann hefur margoft stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni og var nýlega ráðinn aðalstjórnandi 'hennar næstu þrjú <yjn. Hann fæddist í Versölum 1935 og er franskur ríkisborgari. Einleikari á tónleikunum í kvöld er einnig franskur. Hann heitir Maurice Bourgue og er einn virtasti og eftirsóttasti óbóleikari heims. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í ýmsum tónlistar- keppnum. Hann hefur komið fram méð mörgum af merkustu hljöm- sveitum Evrópu og hvarvetna fengið mikið og hástemmt lof gagnrýnenda. -KMU. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR - útvarp M.20,30: VIRTUR 0G EFTIR- SÓTTUR FRANSKUR ÓBÓEINLEIKARI 27 HEF FLUTT endurskoðunarskrifstofu mína að Suðurlands- braut 12, 2. hæð. Sími 82121. Símaviðtalstími millikl. 13.00 og 18.00. Tryggvi E. Geirsson löggiltur endurskoðandi. —VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - -SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir JT • Plönum blokkir og head SIMI • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. HWKl • Slípum sveifarása. ^ FULLKOMIÐ MÓTOR OG RENNIVERKSTÆÐI J Tisölu BMW 728 iBMW 525 BMW 520 BMW 320 |BMW 320 ÍBMW 318 autoni. iBMW 316 ÍBMW 320 árg. 1978 árg.1974 árg.1978 árg. 1979 árg.1978 árg.1979 árg. 1980 árg.1980 Renault 20 TL Renault 20 TL Renault 12 TL Renault 5 GTL Renault 5 TL Renault 4 TL Renault 4 VAN F6 Renault 4 VAN F6 árg.1978 árg.1977 árg. 1971 árg.1980 árg. 1975 árg. 1979 árg. 1977 árg. 1978 KRISTINN GUÐNASQN HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMl 86633 VIDEO VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru . til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali i stuttum og löngum útgáfum, bæði . þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt . Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God , father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skipta". "^C Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 tKlapparstigsmegin) nen Kv * * * * KVIKMYNDIR NYR SYNINGARSALUR NOTAÐIR BÍLAR SAAB 96 GL árg. SAAB 96 GLárg. SAAB 99 GL árg. SAAB 99 GLárg.; SAAB 99 GL árg.' SAAB 99 GL árg. ‘ SAAB 99 GL árg. '75, beinskiptur, 2ja dyra, ekinn 50 þús. km. '77, beinskiptur, 2ja dyra, ekinn 40 þús. km. '74, beinskiptur, 2ja dyra, ekinn 95 þús. km. '75, beinskiptur, 2ja dyra, ekinn 100 þús. km. '77, beinskiptur, 2ja dyra, ekinn 40 þús. km. 78, beinskiptur, 4ra dyra, ekinn 50 þús. km. 79, beinskiptur, 4ra dyra, ekinn 40 þús . km. . '79, sjálfskiptur^ 3ja dyra, ekinn 9 þús. km. '80, beinskipttir; 5 gira, 5 dyra. TOGGURHR SAAB UMBODIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.