Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981 — 30. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Niðurstöður skoðanakönnunar DB: BJÓRINN VARD UNDIR Bjórinn varð undir i skoðana- könnun, sem DB hefur nú gert. Fólk var spurt hvort það væri fylgjandi eða andvigt þvi aö leyfð yrði sala á á- fengu öli hér á landi. Af heildinni sögðust 48,3 af hundraði vera því andvígir. 44,3 af hundraði kváðust fylgjandi bjórnum. Aðeins 4,3 af hundraði voru óákveðnir og 3% vildu ekkisvara. Þetta þýðir, að af þeim sem tóku afstöðu voru 52,2 prósent and- vígir bjórnum, en 47,8 prósent fylgj- andi. Annað var uppi á teningnum í skoðanakönnunum, sem DB gerði um bjórinn i fyrra og hittifyrra. Þá voru stuðningsmenn áfenga ölsins heidur fleiri en andstæðingar þess. Meirihluti karla er fylgjandi bjórnum en öflugri meirihluti kvenna er honum andvígur. -HH. Sjá nánar um niðurstöður könnunarinnar og viðtöl á bls. 4. Lœkjargötuskúlptúr. Þessi byggingarlist í Lœkjargötunni er ekki varanleg, en gefur ungu stúlkunni skemmtUega umgjörð. Sólargeisl- arnir rúða strikum og línum og minna okkur ú það að svartasta skammdegið er að baki og birtan eykst með degi hverjum. DB-mynd Einar Ólason. FLUGSTOÐVARBYGGING í KEFLAVÍK Á NÆSTA LEITI? málið rætt á sérstökum þingf lokksfundi í Framsóknarf lokknum Ný flugstöðvarbygging á Keflavíkur- flugvelli var til meðferðar á sérstökum fundi í þingflokki framsóknarmanna síðastliðinn mánudag. Utanríkisráð- herra, Ölafur Jóhannesson, hafði framsögu um málið og gerði ítarlega grein fyrir áætlunum um framkvæmdir við þetta mannvirki með myndum, teikningum og útreikningum. Varð nokkur umræða um máiið og ýmsa þætti þess á þingflokksfundinum. Var það ekki útrætt þegar fundi lauk og ekki endanleg ákvörðun tekin um það hvernig þingflokkurinn og ráð- herra myndu halda á næsta framhaldi málsins á þingi. Kostnaðaráætlun við sjálfa flug- stöövarbygginguna er 40 milljónir Bandaríkjadollara. Að auki er áætl- aður kostnaður við gerð akbrauta og ýmsan ytri búnað 25 milljónir dollara, eða samtals 65 milljónir dollara i allt þettamannvirki. Bandariskt fjárveitingarvald í þess- um efnum hefur samþykkt að standa undir kostnaði við akbrautir og annan ytri búnað, sem áætlað er að kosta muni 25 milljónir doilara. Auk þess liggur fyrir fjárveiting sama aðila til greiðslu helmings kostnaðar við flug- stöðvarbygginguna sjálfa, eða samtals 45 milljónir dollara. Kemur þá í hlut ís- lendinga að greiða 20 milljónir dollara við þessaafmörkuðu framkvæmd. Þetta jafngildir rúmlega 40 milljörð- um gamalla króna, þar sem kostnaðar- hlutur íslendinga yrði 12,5 milljarðar gamalla króna. Samkvæmt heimildum DB er málið rætt í ríkisstjórninni af nokkurri var- færni, en þó einkum að frumkvæði utanríkisráðherra, sem eðlilegt er. - BS Borga dýra prentun ístað þess að auglýsa Tapar skatturinn á því að prenta leiðbeiningar í stað þess að semja við dagblöðin um birtingu? — Sjá athugasemd á bls. 11 Sjálfsagt að leyfa bjórinn — tfmafrektað drekkasigfullan íhonum—sagði Jón G. Sólnes forstjóri „Mér kemur þetta ekki á óvart,” sagði Jón Sólnes, for- stjóri og fyrrum alþingismaður. „Mín skoðun er sú, að fylgi við bjórinn hafi minnkað, meðal annars ef til vill vegna'bruggsins. Ég heyri lítið talað um bjór núna,” sagði Jón. ,,Ég flutti á sínum tíma þings- ályktunartillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu um bjórinn. Ekki vegna þess að ég væri alveg viss um að hann yrði samþykktur, heldur var afar einfalt að tengja þá kosningu almennum kosning- um,” sagði Jón Sólnes. Hann sagði ennfremur: „Ég tel að það sé sjálfsagt að leyfa mönnum að drekka bjór. Mín skoðun hefur ekkert breytzt í þvimáli. Það er óeðlilegt að geta kevpl og drukkið í gallonavis bál- sterkt brennivín en ekki með nokkru móti góðan bjór. Ungir menn og frískir höfðu ekki tíma til að drekka sig fulla í bjór þegar jég var yngri.” -BS Tilslökunar- stef nan í áfengismál- um hef ur gengið sér til húðar — sagði Ólafur Haukur Ámason „Mér þykir mjög ánægjulegt að heyra þetta,” sagði Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnar- ráðunautur. Ef þetta reynist rétt bendir það til þess að almenning- ur sé á móti tilslökunum í áfengis- málum. Má í því sambandi benda á atkvæðagreiðslu um opnun á- fengisútsölu á Selfossi og Seltjarnarnesi,” sagði Ólafur. ,,Ég held að viðhorf Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi að einhverju leyti komizt tii almennings hér. Niður- stöður þeirrar stofnunar eru alger andstaða við alla tilsökun í á- fengismálum. Tilslökunarstefnan hefur gengið sér til húðar. Jafnvel þær þjóðir, sem lengst hafa gengið í tilslökunarátt hafa nú snúið við blaðinu og beitt sér fyrir auknum hömlum, eins og til dæmis Frakk- land,” sagði Ólafur Haukur Árnason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.