Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 28
Herjólfur mátti bíða á þriðja tíma eftir að komast inn íhöfnina: Innsiglingin í Þoríáks- höfn er stórvarasöm —segir Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi „Lendi skip þarna utan í þá þarf ekki að tala um það meira. Eins og innsiglingin er þarna í höfninni, getur hún við vissar aðstæður verið stór- hættuleg,” sagði Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Herjólfi, í samtali við fréttamann DB um hafnaraðstöðuna í Þorlákshöfn. Þangað siglir Herjólfur dagiega frá Vestmanna- eyjum, og hefur gert í mörg ár. „Það sem fyrst og fremst vantar þama,” sagði Jón Eyjólfsson, „er haus á norðurgarðinn. „Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað maður má fara nærri þarna, því grjótgarðurinn cr afliðandi niður í höfnina og í sunnanátt er þarna oft foráttubrim og brýtur á öllu út undir Hafnames. Suðurgarðurinn er beinn fyrir, enda stey ptur á hann haus.” Jón sagði að sl. mánudag hefði hann orðið að bíða með skip sitt fyrir utan hafnarkjaftinn í tæpa þrjá klukkutíma meðan flæddi að og yrðu skipstjórnarmenn að sæta lagi fyrir grunnbrotum á leið inn í Þorláks- hafnarhöfn. „Á sínum tíma vom settir í þessa garða grjót fyrir 12—13 hundruð milljónir — og það voru gamlar krónur á árunuml975 og 1976. Ég var á gamia Herjólfi þá og fannst mynnið strax óþarflega þröngt,” sagði Jón. „6g hef verið að vekja athygli Vita- og hafnarmála- stofnunarinnar á þessu allar götur frá 1976, en hann er ekkert lamb að leika sér viö, möppudýragarðurinn þar. Það er hreinlega ekki fyrirsjáanlegt að nokkuð eigi að gera þarna til úr- bóta.” Jón Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi sagðist telja aö framburður úr ölfusá, sem færi vestur með sandinum, heföi nú safnazt saman i kverkina innan við suðurgarðinn í höfninni i Þorlákshöfn og gizkaði hann á, að þar hefðu nú safnazt 18— 20 þúsund rúmmetrar. „Þetta hefur safnazt i hringiðu inni í höfninni og rétt utan við hana, þannig að nú er þar svo gmnnt að þar brýtur á,” sagði Jón. „Dýpið þarna er ekki nema sex metrar. Herjólfur ristir um fjóra og hálfan, þannig að það er lítið upp á að hlaupa i brimi, eins og oft er þarna.” Hann bætti því við að máttar- völdunum væri fyrir að þakka að þarna hefði ekki orðið stórslys, því menn væru alltaf smeykir við að sigla inn i höfnina. Einu sinni hefði hann ákveðið að snúa Herjólfi frá Þorlákshöfn vegna þessa oghefðiþá verið farið til Reykjavikur í staöinn. -ÓV. AðaKundur Flugleiða: Ekki staðið við skilyrðin „Engin gögn liggja fyrir til þess að leggja fyrir aðalfund, meðal annars ekki ársskýrsla stjórnar né reikningar fyrir- tækisins,” sagði háttsettur Flugleiða- maður í viðtali við DB. Hann bætti við: „Núverandi stjórn getur ekki skilað fyrirtækinu í hendur aðalfundar við þessar aðstæður og auk þess er vand- séð að menn gefi kost á sér i stjórnar- kjöri þegar svo stendur á.” Það var eitt af skilyrðum ríkis- stjórnarinnar fyrir ábyrgðum, sem ríkissjóður gekk í á siðastliönu hausti, að aðalfundur Flugleiða hf. yrði haldinn ekki síðar en í febrúar. Til aðalfundar þarf að boða með fjögurra vikna fyrirvara. Hann hefur ekki verið auglýstur. Er því ljóst, að hann verður ekki haldinn í þessum mánuði. Skilyrði um aðalfund í febrúar var einkum sett til þess að ríkissjóður gæti sem fyrst fengið mann kjörinn í stjórn fyrirtækisins, og þó frekar tvo en einn. Hugmyndir um breytingar á stjórn án samþykkis hluthafa virðist ekki samræmast lögum og reglum. Kæmi til greina að halda hluthafafund til þess að fá breyttum samþykktum félagsins. Ekkert hefur heyrzt um að sú leið yrði reynd. Loks er ekki vitað hvort fjármála- ráðuneytið hefur enn gengið frá kaupum á 20°7o hlutafjár í Flugleiðum. -BS. Skóladeilan í Bolungarvík: FRÆÐSLUSTJORI KANNAR MÁUD —og f rekari af skipti menntamálaráðuneytis verða ákveðin eftir að skýrsla berst frá honum „Menntamálaráðuneytið hafði af- skipti af málinu á þann veg að ég ræddi við aðila og bað um að sverð yrðu slíðruð um sinn. Enda eru sam- ræmd próf í skóiunum í þessari viku og fyrir miklu að þetta bitni ekki á börnunum. Fræðslustjóri hefur málið annars til meðferðar og er að afla sér upplýsinga. Ráðuneytið mun ekki hafa afskipti af því fyrr en í fyrsta lagi eftir að skýrsla berst frá honum,” sagði Sigurður Helgason, deildarstjóri í menntamálaráðuneyt- inu, um deilu þá í Grunnskóla Bol- ungarvíkur sem DB greindi frá í bak- síðufrétt í gær. Þar var því slegið föstu að fulltrúar ráðuneytisins myndu fara til Bolungarvikur „ein- hvern næstu daga” til að kanna inn- anhússvandræði í grunnskólanum. Skólanefnd hafði áður beðið um slík afskipti ráðuneytisins, en að sögn Sigurðar munu ráðuneytismenn bíða niðurstöðu könnunar fræðslustjór- ans áður en tekin verður ákvörðun um hugsanlega ferð þeirra til Bol- ungarvíkur. Guðni Jónsson, framkvæmda- stjóri Sambands grunnskólakennara, sagði forystumenn sambandsins „fylgjast með málinu” en tók fram að viðkomandi kennari hafi ekki beðið um afskipti þess af þvi. Langvarandi og síversnandi sam- starfsörðugleikar Guimars Ragnars- sonar skólastjóra og Gísla Hjartar- sonar kennara í Grunnskóla Bol- ungarvíkur er sú deila sem hér er rætt um. Samband skólastjórans við skólanefndina á staðnum er reyndar ekki upp á það bezta heldur. Skóla- nefnd studdi einróma endurráðningu Gisla að skólanum sl. haust gegn vilja skólastjórans. Ummæli sem Gunnar hafði um Gísla í janúar fylltu mælinn hjá þeim síðarnefnda. Hann hætti kennslu í mótmælaskyni og hóf hana ekki fyrr en menntamálaráðuneytið hafði borið klæði á vopnin. Málið var rætt á skólanefndar- fundi á föstudaginn. Skólastjórinn kom ekki á fundinn og neitaði yfir- leitt að ræða málið við nefndina. Gísli kennari mætti hins vegar og lét bóka afstöðu sína. Dagblaöið reyndi árangurslaust í gær að kynna sér efni bókunarinnar. Á bæjarskrifstof- unni á Bolungarvík fengust þær upp- lýsingar að skólanefnd hefði merkt fundargerðina sem „trúnaðarmál” og engar upplýsingar fengjust þar af leiðandi um bókun Gísla. - ARH r frjálst, nháð daghlað FIMMTUDAGUR 5. FEB. 1981. Skákþing Reykjavíkur: Helgi tap- aði aftur Sigurlíkur Helga Ólafssonar á Skák- þingi Reykjavíkur minnkuðu verulega í gærkvöld er hann tapaði fyrir Braga Halldórssyni um leið og hættulegustu keppinautar hans, Jón L. Árnason og Elvar Guðmundsson, unnu báðir sínar skákir. Þeir eru báðir taplausir enn sem komið er. Jón vann Þóri Ólafsson og er efstur með 6,5 vinninga og á frestaða skák við Helga. Elvar Guðmundsson er kominn í 2. sætið með 6 vinninga og á frestaða skák gegn Braga Halldórssyni. Bragi og Helgi eru í 3.—4. sæti með 5 vinninga og eina frestaða skák hvor. Dan Hansson hefur 5 vinninga. f 6.—7. sæti eru Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason með 4,5 vinninga. Þórir Ólafsson og Björgvin Víglundsson koma næstir með 3,5 vinninga, þá Hilmar Karlsson og Benedikt Jónasson með 2,5 vinninga og frestaða skák og restina rekur Ásgeir Þ. Árnason með 2,5 vinninga. Annað kvöld mætast HelgiogJón. -GAJ Enn fundað um fiskverðið Fundur um ákvörðun fiskverðs hefur verið ákveðinn klukkan fjögur í dag. Hefur lítið gerzt á öllum þeim fundum sem haldnir hafa verið undanfarna daga og þykir mörgum sem fiskverðs- ákvörðun sé farin að dragast úr hömlu. Fiskverðið sem verið er að ákveða gildir frá 1. janúar sl. - DS Gosinu lokið: Gýs í maí? — Land tekið að rísa á ný Eldgosinu við Éthóla lauk um tvö- leytið i gær. Hafði það þástaðiðí fimm sólarhringa, en það hófst sl. föstudag. Land er nú tekið að risa á ný á Kröflusvæðinu. Þykir nokkuð víst að sama sagan muni endurtaka sig og að sögn Ármanns Péturssonar í Reynihlið eiga heimamenn von á næstu umbrota- hrinu í maí. - KMU. Verðmætum trésmíða- verkfærum stolið úr læstum bíl Trésmíðaverkfærum fyrir á fimmta þúsund króna var stolið úr læstum bíl aðfaranótt þriðjudags. Billinn, sem er Land Rover ’67, stóð fyrir framan Tré- smiðju Arnar Guðmundssonar, Hyrjarhöfða 6. Starfsmenn verkstæðis- ins höfðu verið að vinnu fyrir og um helgina utan verkstæðisins og skyldu verkfærin eftir í bílnum. Þegar átti að taka verkfærin inn á verkstæðið kom í ljós að stórum hluta af þeim hafði verið stolið. Ekki var hægt að sjá að brotizt hefði verið inn í bílinn. Ekki hafði öll- um verkfærunum verið stolið, aðeins þeim verðmætustu. Þau verðminni voru skilin eftir. Meðal þeirra verkfæra sem stolið var er Elu-rafmagnshjólsög, svo til ný, með nýju sagarblaði, Wolf-borvél með 13 mm patrónu (sem er óvenjulegt), 8—10 skrúfjárn, trésmiðsleðursvunta með rauðum málningarblettum, sem ekki nást úr. Þeir sem kynnu að verða varir við þessi verkfæri eða svuntuna eru vin- samlega beðnir að láta annaðhvort rannsóknarlögregluna vita eða starfs- menn Trésmiðju Arnar Guðmunds- sonar. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.