Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. MMBIABIÐ Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdasljórt: Svéinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsaon. Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjöri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttin Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjarríason. Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefónsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hukl Hákonardóttir, Krjstján Már Unparsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir. Bjarnleifur Rjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Drorfingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild'.tfugiýsingar og skrrfstofur Þverholti 11. AflalsimiblaflsinsW 27022 (ÍÓIfnur). _________________ Grænlandshjálp erbrýn Þessa dagana er að koma betur í ljós, að Dagblaðið spáði rétt í leiðara 3. nóvember í fyrra, þegar það sagði Grænlendinga mundu ganga úr Efna- hagsbandalagi Evrópu vegna búsifja þeirra, sem bandalagið hefði valdið þeim og mundi valda. Jonathan Motzfeld, formaður grænlenzku heima- stjórnarinnar, hefur boðað tillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu um bandalagsaðild, þegar landsþingið kemur saman 6. marz á þessu ári. Tillagan verður vafalaust samþykkt með miklum meirihluta. í tillögunni verður gert ráð fyrir ákveðnum kosningadegi. Reiknað er með, að hann verði árið 1982. Verða þá Grænlendingar komnir úr Efnahags- bandalaginu árið 1983, ef þjóðarviljinn verður áfram hinn sami og nú. Efnahagsbandalagið gerði ljóta framkomu enn verri í síðustu viku, þegar það heimilaði Vestur- Þjóðverjum 3000 tonna rányrkju á þorski við Austur- Grænland fram til 10. febrúar. Þessi síðasta misbeiting valds hefur valdið reiði í Grænlandi. Danir beittu ekki neitunarvaldi gegn þessari heim- ild, bæði vegna hræðslu fulltrúa þeirra við froðufell- andi ofsann í vestur-þýzka fiskimálaráðherranum og vegna hagsmuna danskra sjómanna í samskiptum bandalagsins og Noregs. Grænlendingar hafa nú endanlega séð, að Danir eru ekki færir um að gæta hagsmuna þeirra á vettvangi Efnahagsbandalagsins, er þeir selja þá fyrir sína eigin. Úrsögn úr bandalaginu er því óhjákvæmileg niður- staða framvindunnar. Brottför Grænlendinga mun valda þeim miklum erfiðleikum vegna styrkjanna, sem þeir fá um Dan- mörku úr sjóðum bandalagsins. Þessir styrkir eru nú mikilvægur þáttur grænlenzks efnahagslífs, alveg eins og dönsku styrkirnir. Af kaldri raunhyggju mætti segja, að samanlagt vegist þessir styrkir á við upptöku grænlenzkra auðlinda í hafi og vonina í upptöku þeirra, sem á landi eru, þar á meðal olíu og málma. Styrkirnir eru því ekki hrein gjöf. Grænlendingar þurfa tíma til að koma fiskistofnum sínum í lag og ná tökum á hámarksnýtingu þeirra. Þeir þurfa líka tíma til að ná tökum á vinnslu olíu og málma úr jörðu. Þar er verkefni fyrir íslenzka þróunar- aðstoð. Matthías Bjarnason og fleiri hafa lagt fyrir alþingi frumvarp um Grænlandssjóð með 750 þúsund króna stofnfé. Gera þeir ráð fyrir, að fé þetta verði notað til samskipta íslendinga og Grænlendinga á sviði mennta- mála. Mjög er brýnt að alþingi samþykki þetta frumvarp, því að Danir hafa mjög látið undir höfuð leggjast að sjá til þess, að Grænlendingar fengju næga menntun. Háskólamenntaðir Grænlendingar eru til dæmis sára- fáir. Þessi sjóður er aðeins upphafið að því, sem við eigum að gera. Ráðstöfunarfé hans þarf að margfalda frá því, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ennfremur þurfum við að gera ráð fyrir að veita tækniaðstoð í fiskveiðum. Vettvangur fyrir slíka aðstoð er að mótast í samstarfsnefnd Færeyinga, Grænlendinga og íslendinga, sem senn kemst á fót. Þessir þrír aðilar hafa gífurlegra svæðishagsmuna að gæta í fiskveiðum og á öðrum sviðum. Það fer saman við hagsmuni íslendinga, að í Grænlandi mótist efnahagslega og menningarlega traust þjóðfélag. Aðstoð okkar við þriðja heiminn ætti einkum að beinast að því að hjálpa Grænlendingum að standa á eigin fótum. r HEIMSKA EDA HROD- VIRKNI? í umræðum um bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar um viðnám gegn verðbólgu, sem út voru gefin eftir að ríkisstjórnin hafði ráðið ráðum sínum í röska tíu mánuði, hefur verið bent á, að i þessari snubbóttu lög- gjöf, sem aðeins felur í sér átta laga- greinar og rúmast á tveimur vél- rituðum síðum, eru aðeins fjórir efnisþættir. 1. Sett eru bráðabirgðalög um verðstöðvun ofan á gildandi lög um verðstöðvun, sem í rauninni breyta engu um stjórn verðlagsmála frá því sem verið hefur. 2. Tvær af lagagreinunum átta fjalla um vaxtamál og stangast þær gersamlega á. Önnur lagagreinin fjallar um frestun á verðtryggingu inn- og útlána. Hin lagagreinin fjallar um aukningu á verðtryggingu spari- fjár í bönkum, sem að sjálfsögðu mun leiða til þess að bankarnir auka að sama skapi verðtryggingu útlána sinna. 3. í 7. grein laganna er ríkis- stjórninni veitt ótiltekin heimild til frestunar ótiltekinna opinberra fram- kvæmda. 4. Þrjár lagagreinanna fjalla svo um visitölumál. Meginefni þeirra er, að með lögum er ákveðið, að kaupgjald í landinu verði lækkað um 7% þann fyrsta mars nk. Fjórða og síðasta atriðið, kauplækkun með lögum, er megin- efni efnahagsaðgerða rikisstjórn- arinnar, raunar einasta aðgerðin. Prentfrelsi ertakmarkað á íslandi í orði kveðnu ríkir prentfrelsi á ís- landi. Dagblöð eru mörg, bæjar- fréttablöð enn fleiri, tímarit hátt í þrjú hundruð, og starfandi eru út- varps- og sjónvarpsstöð. Almenn- ingur á greiðan aðgang að þessum fjölmiðlum, og varla er til sú skoðun í þjóðfélaginu sem ekki kemst á framfæri í gegn um þá. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að prentfrelsi er ekki algjört á íslandi. Ýmis fjárhagsleg mismunun stjórnvalda á fjölmiðlum kemur í veg fyrir algjört prentfrelsi hér. Þessi fjárhagslega mismunun er svo mikil, að hún veldur ákveðnum fjölmiðlum miklum erfiðleikum, og þá virðist fremur lítið verða úr 72. grein stjórnarskrárinnar, sem segir „rit- skoðun og aðrar tálmanir fyrir prent- frelsi má aldrci í lög leiða.” Mismunun í söluskatti Mismunun í söluskattsundanþág- - Kjallarinn r _0lafurHauksson um er grófasta og mikilvirkasta leið stjórnvalda til að kæfa fjölmiðla. Greiða verður söluskatt af bókum og kvikmyndasýningum, en blöð og flest tímarit eru undanþegin sölu- skatti. Innan fjölmiðlaflokksins blöð og tímarit tíðkast þar að auki þessi mis- munun, þ.e. sum blöð greiða sölu- skatt og önnur ekki. Söluskattur er ekki greiddur af dagblöðum og landsmálablöðum, og ekki af meiri- hluta tímarita. En nokkur tímarit þurfa að greiða söluskatt, eftir nánari ákvöðrun fjármálaráðuneytis- ins. Þar með er fjármálaráðuneytið orðið hinn opinberi ritskoðari. Þessi mismunun í söluskattsundanþágum er nefnilega ekkert annað en ritskoð- un, þegar þess er gætt að söluskattur nemur 20% af útsöluverði blaða og þegar tekjurnar loks skila sér, hefur verðbólgan étið svo mikið af þeim að söluskatturinn nemur þriðjungi. Blöð sem fá þá gjöf frá fjármála- ráðuneytinu að fá að halda eftir þess- um þriðjungi af tekjunum, í stað þess að skila honum til ríkissjóðs, standa margfalt betur að vígi en blöð sem

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.