Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. 64. skoðanakönnun Dagbladsins: Ertþú fylgjandi eða andvfgurþvíað leyfð verðisalaáfengsölshérálandi? BJORINN VARD UNUR —enmjótt erá mununum Bjórinn varð undir í skoðanakönn- un, sem Dagblaðið hefur nú gert — þótt ekki muni miklu. Fylgi bjórsins hefur hrakað, frá því að DB gerði sams konar kannanir i fyrra og hittifyrra. í könnun Dagblaðsins fyrr á árum og Vísis þar áður laut bjórinn jafnan í lægra haldi. f skoðanakönnun, sem Dagblaðið gerði í marz 1978, reyndust 46 af hundraði fylgjandi bjórnum en tæplega 48 af hundraði voru andvígir. Bjórinn hafði þá unnið mjög á frá enn eldri könnunum. Siðan gerðist það í könnun, sem birt var í ársbyrjun 1979, að bjórinn varð ofan á í fyrsta skipti. Þá voru 48 af hundraði fylgjandi bjór, tæplega 42 af hundraði andvígir og rúm 10 af hundraði óákveðnir. Þetta endurtók sig í könnun, sem birt var fyrir ári, í febrúar 1980. Þá voru rúm 49 af hundraði með bjórnum, rúm 42 af hundraöi á móti og rúm 8 af hundraði óákveðnir. í ljósi þess hlýtur það að verða stuðningsmönnum bjórs- ins áfall, að hann er nú aftur orðinn undir í ársbyrjun 1981. Úrslitin urðu þau að þessu sinni, að 44.3 af hundraði segjast fylgjandi bjór, 48.3 af hundraöi kveðast andvígir, 4,3 afhundraði eru óákveðnir og 3 af hundraðiviljaekki svaraspurningunni. Sérstaka athygli vekur, hve fáir eru óákveðnir. Bjórmálið er greinilega mikið á döfinni manna á meðal þannig aö nær allir hafa sina skoðun „á hreinu”. Af þeim, sem taka afstöðu, eru því nú 47,8% með en 52,2% á móti áfengaölinu. Þessi könnun var gerð samtímis þeim skoðanakönnunum, sem DB hefur birt síðustu vikur um stjórnmálin. Úrtakið var 600 manns, helmingur af hvoru kyni og helmingur á Reykjavíkursvæð- inu og þá helmingur utan þess svæðis. Konur úti á landi ráða úrslitum Geysilegur munur er á afstöðu til bjórmálsins eftir því, hvort um er að ræða karla eða konur og eftir því hvort menn eru búsettir á höfuðborgarsvæð- inu eða úti á landsbyggðinni. Þetta hefur lika komið í ljós í fyrri DB-könn- unum um þetta mál. Töluverður meirihluti karla á höfuð- borgarsvæðinu styður bjórinn. Naumur meirihluti karla úti á lands- byggðinni styður einnig bjórinn. En annað er uppi á teningnum hjá kven- þjóðinni. Nokkur meirihluti kvenna á höfuð- borgarsvæðinu er andvigur bjórnum. Konur úti á landsbyggðinni ráða þó úr- slitum. Meðal þeirra er talsvert stór meirihluti á móti bjórnum. - HH Fagna þessari niðurstöðu segir Helgi Seljan alþingismaður „Ég hefi tekið fullt mark á skoðana- könnunum Dagblaðsins. Þær hafa gefið rétta mynd og ég fagna þeirri þróun í afstöðu manna til bjórsins, sem fram kemur nú,” sagði Helgi Seljan, alþingismaður Austurlands. ,,Ég hefi út af fyrir sig verið hissa á því, að meirihluti hefur verið fyrir bjórnum. Þar sem ég þekki bezt til eystra, hafa menn ekki viljað viðbótina við þá neyzlu áfengis, sem fyrir er. Eftir því að dæma hefi ég haldið, að ennþá færri vildu bjórinn en skoðana- könnunin segir til um,” sagði Helgi. „Menn hafa talið, að bjórinn yrði hrein viðbót en kæmi ekki i staðinn fyrir aðrar tegundir áfengis. Þá hafa menn talið að hann myndi færa áfengisneyzluna jafnvel enn neðar í aldursflokka, þar sem hann yrði fljót- lega almenn verzlunarvara. Eins og ég sagði áðan fagna ég þessari niður- stöðu,” sagði Helgi Seljan. » Helgi Seljan: ,,Menn hafa talið að bjórinn yrði hrein viðbót.” Mannréttindi að fá að drekka bjór —myndi greiða því atkvæði á Alþingi, segir Vilmundur Gytfason alþingismaður árWfcu i fáii ~~ ,,Ég er yfirleitt hrifinn af skoðana- könnunum Dagblaðsins en er þó eng- inn bókstafstrúarmaður á þær,” sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður. „Yfirleitt er það lítið sem ber á milli fylgis og andstöðu við bjórinn. Svo er enn. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að ég tel að bjór eigi að leyfa. Ég myndi greiða atkvæði með því á Alþingi, ef einhver kæmi með tillögu um það. Ég hefi ekkert slíkt í huga,” sagði Vil- mundur. „Það eru mannréttindi að fá að drekka bjór. Enda þótt niðurstöður í skoðanakönnunum rokki lítið eitt til, þá breytir það mér ekkert,” sagði Vil- mundurGylfason. -BS Vilmundur Gylfason: ,,Ég greiða atkvæði með því á Alþingi, einhver kæmi með tillögu um það.” Niðurstöður skoðanakönnunarínnar uröu þessar: Fylgjandi bjórnum .. 266 eða 44,3% Andvígir .. 290 eða 48,3% Óákveðnir .. 26 eða 4,3% Vilja ekki svara .. 18 eða 3% Ef aðeins eru teknir þeirf sem tóku af- stöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi 47,8% Andvígir 52,2% Ummæli félks í könnuninni: „ Tveggja ára fyllirT „Hef kynnzt bjórnum sem sjó- maður og er andvigur honum, því að erfitt er að umgangast hann,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. ,,Ég er algerlega mótfallinn sölu á bjór. Hann mundi stórauka drykkjuskap, sem er ærinn fyrir,” sagði kona á Norður- landi eystra. Ég er nú ekki hræddur um sjálfan mig, en ég er andvígur því, að öl verði leyft,” sagði kari á Austurlandi. lög að hafa hér bjór,” sagði kona á landsbyggðinni. ,,Ég er á móti ölium áfengum drykkjum,” sagði kona úti á landi. „Hlýt að vera andvíg. Islend- ingar mundu fara á tveggja ára fylli- rí, ef bjórinn kæmi. Viðeigum frekar að drekka vatnið. Við eigum bezta vatn í heimi,” sagði kona úti á landi. „Islendingar færu bara i sterkari drykki eftir eitt bjórglas,” sagði kona úti á landi. „Ég er algjörlega mótfallinn bjórn- um. Hann yrði bara til þess, að krakkarnir byrjuðu fyrr að sulla,” sagði karl á Norðurlandi vestra. ,,Það mundi auka drykkjuskap,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Bjór bætir ekki að neinu leyti drykkjusiði hér á landi, ég er algjör- lega á móti,”sagöi karl á Reykja- víkursvæðinu., ,Það er nóg brennivin fyrir, pilsnerinn dugar,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Ég hef séð áfengt öl erlendis og veit, að það gefur ekki góða raun," sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. ,,Ég er mikið á móti bjórnum, hef séð of marga, sem hafaoröið áfcnginu að bráð,” sagði kona á höfuðborgarsvæðinu. „Raunin er sú erlendis, að menn drekka þá meira og i vinnunni,” sagði kona á Reykjavikursvæðinu. „Það yrði meiri drykkja og tíma- eyðsla,” sagði kona á Reykjavlkur- svæðinu. „Bjórinn yki drykkjuskap unglinga,” sagði kona á höfuð- borgarsvæðinu. „Þá yrði enn meira fyllirí og óþverri,” sagði enn ein kona á höfuðborgarsvæðinu. „Ég er á móti þvi vegna unglinganna,” sagði kona 1 sveit. „Ég er á móti öllu á- fengi,” sagði kona á Noröurlandi vestra. „Við höfum ckkert við bjór að gera inn i landiö, nógur er ósóm- inn samt,” sagði karl á Suðurlandi. ,,Ég er á móti bjórnum. Viö megum ekki dekra við alkóhólistana," sagði kona á höfuðborgarsvæðinu. „Mér þykir bjór góður en treysti þjóöinni ekki til að fara með hann,” sagði kona á Reykjavlkursvæöinu. ,,Ég er á móti bjór og held, að allir hljóti að vera það, úr þvi að Pétur er hættur að berjast fyrir honum," sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Ég er á móti bjórnum. Ég var í Svi- þjóð I fjögur ár, eftir að hann var gefinn frjáls. Þaö var ljót útkoma, og Svíar gáfust upp á þvi aftur,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. ,,Á móti. Við erum svo vanþroska i menningarlegu tilliti,” sagöi karl á höfuðborgarsvæðinu. „Bjór skapar unglingavandamál eins og erlendis,” sagði kona úti á landi. „Ég var fylgj- andi bjór en snerist eftir aö hafa kynnzt bjórdrykkju unglinga í Dan- mörku,” sagði karl úti á landi. ,,Ég hef kynnzt bjór erlendis og áfengis- málunum gegnum starfið og er alger- lega á móti bjórnum," sagði kona úti á landi. ,,Það mætti vanta bæði vin og tóbak á íslandi. Ætti að varða við „í Ríkinu" „Fylgjandi bjórnum, ef hann verður aðeins seldur I „Rikinu” og veitingahúsum en ekki í matvöru- verzlunum,” sagði kari á Reykja- víkursvæðinu, og margir tóku undir það. „Það mundi draga úr neyzlu sterkra drykkja,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. ,,Ég tel, að bjórinn mundi draga úr áfengis- ncyzlu,”sagöi kona í Kefiavík. „Fylgjandi. Það er ómögulegt, að einstakar stéttir hafa forréttindi i þessum efnum,” sagði karl i Kefla- vík. „Fylgjandi. Það er hvort eö er bruggað,” sagði kona á Hvolsvelii. „Ef hann yrði bara seldur i Rikinu, er ég fylgjandi honum,” sagði kona á Isafirði. „Með, það ætti þá að selja hann I Rikinu og allur ágóöi að renna til afengisvarna,” sagði karl I Hvera- gerði. „Ég vil endilega fá bjór,” sagði karl i sveit. „Það má selja bjór i Rikinu til reynslu,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Fyrst hitt áfengið er, má bjórinn vera lika,” sagöi kona á Reykjavlkursvæðinu. „Sjálfsögð mannréttindi að fá áfengt öl,” sagði karl á Reykjavikursvæð- inu. „Við hljótum að þola að hafa bjórinn í Ríkinu og f hálfum og heilum kössum,” sagði karl á Rey kj avíkursvæöinu. „Það er hvort sem er bruggað í öðru hverju húsi,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Styð ölsölu undir eftiriiti ÁTVR,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég er fylgj- andi bjórnum. Hvi ættum við ekki að geta passað okkur eins og aðrir?” sagði karl á Vestfjörðum. „Bönn eru til hins verra. Það verður að kenna fólki að meðhöndla bjórinn,” sagði kona á Reykjavikursvæðinu. „Sjálf- sagt að leyfa fólki að velja og hafa bjór, ef vill,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Það á að selja bjór- inn i kössum í Ríkinu,” sagði karl á höfuðborgarsvæðinu. „Menn eiga að mega kaupa bjór eins og annað áfengi,” sagði karl úti á landi. „Auðvitað vil ég bjór, ekki bara i Ríkinu, heldur i næstu búð,” sagði kona úti á landj. „Ég er orðinn svo leiður á að brugga sjálfur, að ég vil geta keypt þetta tilbúið, en það má setja reglur um dreifingu eins og um vin,” sagði karl úti á landi. „Bjór, eindregið fylgjandi honum, enda er ég frá Þýzkalandi,” sagði kona úti á landi. - HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.