Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1981. fl Erlent Erlent Erlent Erlent I Reagan boöar aðgerðir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti mun i dag halda sjónvarpsræðu, þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum í efnahagsmálum, hvaö hann telji vera að og hvað hann vonist til að geta gert við vandanum. Efnahagsmálin voru aöalmál kosn- ingabaráttunnar enda er verðbólgan i landinu nú um 13 prósent, atvinnuleysi um 7,4 prósent og forvextir 20 prósent. Bifreiöaiðnaðurinn á í gífurlegum erfiðleikum og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir halla tólfta árið i röð. Forsetinn lagði leið sina óvænt i þinghúsið í gær og ræddi þar í tæpa klukkustund við þrettán þingmenn. Talið er fullvist að efnahagsmálin hafi borið þar á góma. í kosningabaráttunni lofaði Reagan að lækka skatta um 10 prósent á ári næstu þrjú ár um leið og hann lofaöi auknum útgjöldum til hermála. REUTER Bandarísk kona kemur fyrir rétt í íran: Bandarískur blaðamaö- ur sakaöur um njósnir —annar Bandaríkjamaður látinn laus — Fjórír Bretar ennþá íhaldi írana —ákvörðunar í máli þeirra lofað f I jótlega Bandarisk kona, Cynthia Dwyer blaðamaður, hefur verið leidd fyrir rétt í Iran sökuð um njósnir. Á sama tima var annar Bandaríkjamaöur sem verið hefur i fangelsi í fran látinn laus og skýrt frá því að ákvörðun yrði fljótlega tekin í máli Bretanna fjögurra sem verið hafa í haldi í íran. Bandaríkjamaðurinn sem látinn var laus heitir Mohi Sobhani. Hann er tölvufræðingur og er af írönskum ættum. Hann var handtekinn í sept- embermánuöi slðastliönum. Ekket var minnzt á þriðja Bandaríkja- manninn sem verið hefur i haldi í Iran, Zia Nassri, en hann er fæddur í Afganistan. Það var svissneski sendiráðsmað- urinn Wilhelm Schmidt, sem greindi frá þessu í gær. Schmidt gætir hags- muna Bandarikjanna í íran. Schmidt sagði að dóms væri að vænta yfir Cynthia Dwyer innan fárra daga. Á sama tíma og hún kom fyrir byltingardómstólinn í Teheran greindi aöaldómarinn, Ayatollah Mohammad Beheshti, frá því að rannsókn á máli fjögurra Breta sem verið hafa í haldi í íran væri því sem næst lokið. Einhver hefur látið svo ummælt, að hinn nýi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Grundtland, sé fæddur með silfurskeið i munninum. Faðir hennar, dr. Gudmund Harlem, var félagsmála- og varnarmálaráðherra I stjóm Einars Gerhardsen og móðir hennar, Inga Harlem, var einkaritari Trygve Bratteli forsætisráðherra. Gro hefur frá unga aldri verið flokks- bundin i Verkamannaflokknum. Hún er læknir að mennt en hætti vinnu við doktorsritgerð er henni var boðin umhverfismála- ráðherrastaða árið 1974. Skipan hennar i embætti forsætisráðherra hefur mælzt mjög vel fyrir i Noregi. Erlendar fréttir Hvalveiðar Riíssa haWaáfwíl — fréttin frá Tass reyndiströng Nýlega greindi Tass-frétta-1 I stofan sovézka frá því að Sovét-1 menn hefðu ákveðið að hætta I hvalveiðum. Nú hefur Alþjóðlega náttúruverndarsambandið í Sviss I lýst þvl yfir að frétt þessi fái ekki I staðizt. Náttúruvemdarsamband-I ið fékk þær upplýsingar frá við-l komandi ráðuneyti í Sovétríkjun-J um að Sovétrikin myndu halda á-1 fram veiðum í samræmi við þá | I kvótaskiptingu sem Alþjóðahval- | veiðiráðið hefði ákveðið. Tass-frétdn, sem meðal annars | | var talsvert til umræðu hér á landi, er þvl eftir öllum sólar-1 merkjumaðdæma röng. Pölska stjórnin fellst ekki á afsögn ráðamanna íBielsko-Biala: SAMNINGA VWRÆÐUR FÓRU ÚTUM ÞÚFUR —* Walesa hvetur til setuverkfalla ef stjómvöid beitavaldi Hæstlréttur Póllands mun I næstu viku fjalla um þá kröfu pólskra bændá að þeir fái að stofna sjálfstæð verkalýðsfélög. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, samtaka sjálfstæðu verkalýðs- félaganna I Póllandi, hefur hvatt verkamenn í héraðinu Bielsko-Biala í suðurhluta Póllands til að gripa til setuverkfalla verði þeir beittir „þvingunaraðgerðum’’. Hvatning Walesa er enn eitt merkiö um að spenna aukist nú á ný I Póllandi eftir að slitnaði upp úr við- ræöum stjórnvalda og Einingar I gær, nfunda dag verkfallsins í Bielsko-Biala, sem hefur lamaö allt athafnallf þar. Vinna hefur legið þar niöri I um 120 mikilvægum iðnfyrir- tækjum og opinberir embættismenn segja að verkfallið kosti sem svarar 75 milljónum islenzkra nýkróna á dag. Verkamenn fóru I verkfall tíl að leggja áherzlu á þá kröfu slna að þrjátíu opinberum embættísmönnum I héraðinu verði vikið frá störfum. Fimm embættismenn I héraðinu, meö héraðsstjórann Jozef Labudek í broddi fylkingar, buöust I gær til að segja af 'sér en rikisstjórnin hefur neitaö að fallast á afsögn þeirra. Írakskir skriðdrekar f Iran. Rússneskir skrið- drekar tii íraks —Komu þeir frá Póllandi? Bandarískir embættismenn telja að sovézku skriðdrekarnir hundrað sem sendir hafa verið áleiðis til Íraks kunni að hafa komið frá Póllandi. Saudi-Arabía leyfði að skriðdrekarnir yrðu fluttir um þeirra yfirráðasvæði enda styður stjórn Saudi-Arabíu írak í styrjöldinni við íran. Hin opinbera fréttastofa íraks réðst í gær óbeint að Sovétmönnum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar um vopnasölu. Sovétmenn voru þó ekki nefndir á nafn I fréttinni, þar sem sagði að írak myndi ekki gleyma fram- komu þeirra „sem ekki standa við skuldbindingar sínar”. Embættismenn telja það með vilja gert hjá Sovét- mönnum að láta skriðdrekana koma frá Póllandi. Þannig geti þeir frekar haldið þvi fram að þeir séu hlutlausir í styrjöld íraks og írans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.