Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981.
Landsmeðaltalið í desember
yfir 67 þásundgkr. a mann
Meðaltal einstaklinganna meira en þrisvar sinnum meðaltalið hjá níu manna fjölskyldunni
Nú liggur fyrir niðurstaðan úr
heimilisbókhaldinu okkar fyrir
desembermánuð, sem er langdýrasti
mánuður ársins. Landsmeðaltalið
reyndist vera 67.446 gkr. á mann, en
þá er hvorki tekið tillit til búsetu eða
fjölskyldustærðar. Þetta er meðaltal
af öllum fjölskyldustærðum, sem
voru níu talsins í desember. Heimtur
á seðlum voru sæmilegar, hafa oft
verið betri.
Langsamlega óhagstæðust var út-
koman hjá einstaklingum, eins og
fyrri daginn. Sá hópur var með
136.523 gkr. á mann að meðaltali.
Hagstæðust var útkoman hjá mann-
fiestu fjölskyldunni, níu manna, eins
og jainan áður, eða gkr. 41.446 á
mann.
225 þús. á mann
Langsamlega hæsti seðillinn er
okkur barst fyrir desembermánuð var
fyrir einstakling og hljóðaði matur og
hreinlætisvörur upp á hvorki meira
né minna en 225 þúsund gkr. Það
hleypir meðaltali einstaklinganna
sem voru þrír talsins duglega upp á
við.
Annars voru að minnsta kosti þrír
seðlar i öðrum fjölskyldustærðum
viðs vegar af landinu sem voru með
yfir 100 þús. gkr. i meðaltal á hvern
mann.
Tveggja manna
fjölskyldur
Meðaltalið hjá tveggja manna fjöl-
skyldunum reyndist vera 64.756 gkr.
á mann. Þar var hæsti seðillinn rétt
um 90 þús. gkr., en sá lægsti um 25
þús. gkr. Þar er gífurlega mikill
munur á og vitum við ekki hvað
veldur.
Þriggja manna
Meðaltai þriggja manna fjöl-
skyldnanna var mjög hátt eða 82.560
gkr. á mann. Það er nærri því tvö-
föld meðaltalstala níu manna fjöl-
skyldunnar. í þessum hópi er ein fjöl-
skyldan með nærri 190 þús. gkr. í
meðaltal á mann og tvær með rúml.
108 þús. gkr. Þótt fjölskylduhópur-
inn hafi verið óvenju fjölmennur
gefur það auga leið að svo háar tölur
hleypa meðaltalinu mjög upp.
Lægsta meðaltalið í þessum fjöl-
skylduhópi reyndust vera rúmlega 36
þús. gkr.
Fjögurra manna
Eins og oft áður var fjögurra
manna fjölskyldustærðin sú fjöl-
mennasta í innsendum seðlum. Þrátt
fyrir það reyndist meðaltalið frekar í
hærri kantinum eða 64.315 gkr. á
mann. Þar er hæsta meðaltalið rúml.
88 þúsund gkr. á mann, en það
lægsta rúml. 32 þús. gkr.
Fimm manna
Næst fjölmennasti fjölskyldu-
hópurinn voru fimm manna fjölskyld
urnar. Þær voru með hagstætt
meðaltal eða 59.901 gkr. á mann. Þar
hljóðaði hæsti seðillinn upp á rúml.
94 þús. gkr., en sá lægsti var rúml. 31
þús. kr.
Sex manna
Sex manna fjölskyldurnar voru
með aðeins hærra meðaltal en fimm
manna, eða 61.416 gkr. á mann.
Hæstu meðaltölin þar reyndust tveir
seðlar með rúml. 81 þús. gkr., en
lægsti seðillinn var upp á rúml. 36
þús. gkr.
Sjö manna
Aðeins bárust fjórir seðlar frá sjö
manna fjölskyldum. Þær reyndust
vera með 49.261 gkr. í meðaltal á
mann. Hæsti seðillinn var upp á
Rúllupylsa:
HEIMAFRAMLEIÐSLA
ÚR SLÖGUNUM
Þegar keyptir eru heilir kinda-
skrokkar eru margir í vandræðum
með slögin. Þau eru dálítið feit oft á
tíðum og feitmeti nýtur nú ekki>
þeirra vinsælda sem það gerði.
Margir búa til kæfu úr slögunum en
úr þeim má einnig búa til rúllupylsu.
Reyndar er okkur kunnugt um einn
kaupmann hér í borg sem, þegar fólk
kaúpir hjá honum skrokka, býr fyrir
það til rúllupylsu ef það vill. En eftir
uppskrift í bók Sigrúnar Davíðsdótt-
ur. Matur, sumar, vetur, vor og
haust, að dæma virðist ekki mikill
vandi að búa til sína rúllupylsu
sjálfur. í hana þarf:
2 lamba- eða kindaslög um 800 gr.
hvort.
Kryddblanda:
1 og 1/2 tsk. piparkorn, hvit eða
svört.
1 og 1/2 msk. gul sinnepsfræ
1/2 tsk. steytt allrahanda eða tilbúið
duft
1 msk. timian
Saltlögur:
3/4 dl salt
2 msk. púðursykur
2I vatn.
Sjóðið saltlöginn og látið hann
kólna. Skerið beinin úr slögunum og
e.t.v. lausa fitu, þ.e. ef hún liggur
laus í kleprum. Steytið kryddið ef þið
hafið fengið það heilt og blandið því
saman. Leggið nú slögin tvö á borð
þannig að þau gangi svolítið hvort
yfir annað og myndi nokkurn veginn
ferhyrning. Látið sléttari hliðina snúa
niður. Stráið kryddinu á og rúllið
slögunum upp sem þéttast. Síðan eru
þau vafin að utan með bómullar-
garni.
Setjið rúllupylsuna í saltpækilinn.
Pækillinn verður að fljóta yfir
pylsuna, en líklega flýtur hún svo þið
þurfið að setja farg ofan á hana. Ef
pækillinn nægir ekki má sjóða meira
magn í sömu hlutföllum. Rúllupylsan
á að vera í pæklinum í 2 sólarhringa.
Soð:
21 vatn
1laukur
3 negulnaglar
10 piparkorn
5 allrahandakorn
1 sneidd gulrót
(2—3 hvítlauksrif ef vill).
Takið rúllupylsuna úr saltpæklin-
um og setjið hana i pott. Hellið
vatninu yfir og látið suðuna koma
upp. Fleyta má froðuna ofan af.
Stingið negulnöglunum í heilan lauk-
inn og setjið ásamt öðru kryddi og
gulrót i pottinn. Sjóðið rúllupylsuna
nú við vægan hita undir loki í 2 og
1/2 klst. Að þeim tíma liðnum er hún
tekin upp, sett á fat og fergð, t.d.
«
Það er dýrt að búa einn, það kemur
berlega í Ijós i heimilisbókhaldi Dag
blaðsins. Enda þarf þá einstaklingur
inn að standa skil á öllum útgjöldum
sköttumog skyldum.
DB-mynd HV
rúml. 64 þús. gkr., en lægsti upp á
rúml. 38 þús. gkr.
Atta
og níu manna
Einn seðill barst frá átta og níu
manna fjölskyldustærðunum. Voru
þessar fjölskyldur með hagstæðustu
útkomuna. Hjá átta manna fjöl-
skyldunni var meðaltalið 46.838 gkr á
mann og 41.446 gkr. hjá þeirri niu
manna, eins og áður sagði.
Meiri aðgæzlu þörf nú
Eftir að myntbreytingin varð að
raunveruleika hefur fólk þurft að
sýna enn meiri aðgæzlu í meðferði
fjármuna sinna. Nú eru komnir aurar
sem við verðum að passa upp á.
Er því enn meiri þörf á að halda
heimilisbókhald nú en áður. Ætla má
að dagleg útgjöld til matvæla hækki
ekki ýkja mikið fyrstu mánuði ársins.
Sú ályktun er dregin m.a. af því að
gengið var sett fast um áramótin og
því dregur það úr vöruhækkunum í
hvert skipti sem nýjar vörur koma í
hillur verzlana. Það verður fróðlegt
að fylgjast með því hvort þessi spá
okkar kemur fram.
Hins vegar gæti „ríkið” auðvitað
komið aftan að börnunum sínum
þegnunum og hækkað verð á land-
búnaðarvörum eða lækkað niður-
greiðslurnar á þeim nú eða jafnvel
gert einhvern annan, „usla” sem
okkur dettur ekki í hug núna á
stundinni.
-A.Bj.
A TH. Bókhaldið fyrir janúarmánuð á að reikna i nýjum krónum.
llpplýsingaseóill
til samanburðar á heimiliskostnaði
( Hvað kostar heimilishaldið?
I Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
' fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis
I tæki.
UpP?
,Kr\U
N 1 Nafn áskrifanda
dagsins
Heimili
i
i Sími
með því að setja annað fat ofan á og |
þar ofan á eitthvað þungt. Rúllupyls-
an á að kólna alveg undir farginu. Þá ^
er hún tilbúin og bezt áð bera hana !
fram í þunnum sneiðum e.t.v. með ,|
rauðrófum, sellerii og auðvitað grófu |
brauði
Miðað við að slögin séu hluti af
Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í desembermánuði 1980.
i Matur og hreinlætisvörur kr.
skrokk sem keyptur er heill kostar ! AlinaÖ kr.
Alls kr.
kílóið af þeim rétt rúmar 30 krónur. I
Rúllupylsa sem vegur um hálft annað |
kíló kostar því um 50 krónur. Frysta j
má hluta af henni og geymist hún þá |
lengi. Hún geymist einnig nokkra
daga í kæli.
-DS. I
m vikw