Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. 17 Bður Guðnason í umræðum utan dagskrár: „ENGIN BRYGGJA, ENGINN BÁTUR, ENGIN VINNSLUGETA' —en samt var veitt eftirsótt skelfiskveiðileyfi til kjördæmis sjávarútvegsráðherra „í Stykkishólmi einum er vinnslu- geta til að vinna allt það magn skelfisks sem veiða má í Breiðafirði og vel það. Skelfiskvinnslan þar er undirstaða alls atvinnulífs á staðnum. Nú hefur sjávar- útvegsráðherra valið þá leið að skipta aflanum niður, veitt 400 tonna veiði- leyfi til Grundarfjarðar og annað 400 tonna leyfi til Brjánslækjar,” sagði Eiður Guðnason í umræðum utan dag- skrár í Efri deild Alþingis i gær. ,,í Grundarfirði þurfti engin at- vinnuvandamál að leysa og því varla rök fyrir leyfisveitingu fyrir Grund- firðinga annað árið 1 röð. Að Brjáns- læk er ekki til bryggja til að landa afl- anum á, ekki bátur til að veiða skelfisk og engin vinnsluaðstaða. Hvað býr hér að baki? Ræður það úrslitum hvorum megin Brjánslækur er við Breiðafjörð- inn?” spurði Eiður. Og Eiður hélt áfram: „Eru þessar leyfisveitingar í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar? Hvernig verður farið að, ef fiskifræðingar takmarka aflamagn? Er hugsanlegt að áðrir staðir, eins og t.d. Bíldudalur, sem áhuga' myndu lýsa á skelfiskveiðum, fengju veiðileyfi?” Lét Eiður í Ijósi ótta um að ráðherra léti allt eftir öllum og gæti hreinlega ekki sagt nei við nokkurn mann og því ríkti engin stefna í fiskveiðimálum. Steingrímur Hermannsson ráðherra svaraði því til að það magn sem út- hlutað hefði verið til Grundarfjarðar og Brjánslækjar væri umfram það magn sem úthlutað hefði verið í fyrra. „Það er anzi hart að gengið að Stykkis- hólmsbúar ætlist til að fá allt magnið. Annan sjávarafla en skelfisk þarf líka að vinna og staðreynd er að slíkur afli hefur verið sendur frá Stykkishólmi til annarra staða. Það bætir ekki atvinnu- ástand í Hólminum, ef það er svo slæmt sem þingmaður lætur í skína.” Auk fyrirspyrjenda og ráðherra tóku Kjartan Jóhannsson og Þorvaldur G. Kristjánsson til máls. - A.St. * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * ★ ★★★★★★★★★★ BORGAR BÖRNIN (The ChUdren) Ný amerísk geysispennandi og hrollvekj- andi mynd um börn sem verða fyrir geislavirkni frá kjarnorkuveri. Þessi mynd er alveg ný af nálinni og sýnd nú um þessar mundir á áttatíu stöðum sam- tímis í New York, við metaðsókn. Leikarar: Marlin Shakar Gil Rogers Gale Garnett íslenzkur texti Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 16 ára. * ¥ * ¥ ★ I* \¥k * j* !★ )★ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ l ★★★★★★★★★★★★ ★ Borgarlífið fest á filmu. DB-mynd Sigurður Þorri. Fáskrúðsfjörður: Þorri dreginn Vinsælu FURUHÚSGÚGNIN eru komin aftur vélarvana til haf nar Þorri SU frá Fáskrúðsfirði var dreg- inn vélarvana til heimahafnar á þriðju- daginn eftir að vél bátsins bræddi úr sér og bilaði þar sem hann var á neta- veiðum við Hrollaugseyjar. Loðnu- veiðiskipið Víkingur tók Þorra í tog og skilaði honum heilum í höfn. Talið er að vélin í bátnum sé ónýt og því framundan langt stopp frá veiðum. Kemur það augljóslega illa við Fá- skrúðsfirðinga, en Þorri er annar tveggja báta í eigu Pólarsíldar hf. Hinn báturinn er Guðmundur Kristinn sem verið hefur á línuveiðum. Togaraafli hefur verið ágætur und- anfarið hér. Ljósafellið landaði 140 tonnum á mánudag og þriðjudag, mest ýsu. Ægir, Fáskrúðsfirði / ARH •9 GLIT HÚFÐABAKKA 9 SÍMI85411 GREIÐSLUKJOR: Úthorgun AÐEINS kr. 1.250,- og 1.250,- á mánuði! SKÓLAVÚROUSTÍG 41 - SÍMI20235.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.