Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. II Bæjarstjómarmenn á Dalvík: Sverja afsér undirskriftalistana —til stuðnings einum umsækjanda um lyf söluleyfið á staðnum „Bæjarstjórn hefur engin afskipti haft af þessu máli og það er misskiln-' ingur að umrædd undirskriftasöfnun sé að einhverju leyti á vegum bæjarstjórn- ar,” sagði Valdimar Bragason bæjar- stjóri á Dalvík I gær þegar hann var inntur eftir hugsanlegum afskiptum bæjaryfirvalda af veitingu lyfsöluleyfis í Dalvíkurapóteki sem gerð hefur verið að umræðuefni. Svavar Gestsson heii- brigðisráðherra veitti Óla Þ. Ragnars- syni yfirlyfjafræðingi í Vesturbæjar- apóteki lyfsöluleyfi á Dalvik. Umsækj- endur um leyfið voru þrir. Lyfjafræði- nefnd og landlæknir mæltu með að Freyja V.M. Frisbæk Kristensen yfir- lyfjafræðingur í Kópavogsapóteki fengi leyfið, en Óli Þ. kæmi næstur í Séð yfir fundarsalinn. Á miðri mynd eru hjónin Erna Finnsdóttir og Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. DB-mynd Einar Ólason. Sjálfstæðismenn funda um borgarmálefni: Erfiðleikamir íflokknum ná ekki til borgarmálaf lokksins —sagði Markús Öm Antonsson ,,Það var ánægjulegt að lesa það i Dagblaðinu að sjálfstæðismenn væru í sókn i borginni og er vonandi að sú spá rætist,” sagði Davíð Odds- son, sem var framsögumaður ásamt Markúsi Erni Antonssyni á hverfa- fundi í Sigtúni í gærkvöldi um stefnu sjálfstæðismanna í borgarmálefnum. Davíð ræddi stóraukna skatt- heimtu hins nýja meirihluta borgar- stjórnar, bæði á einstaklinga í formi útsvara, gatnagerðargjalda og fast- eignagjalda. Þá kreppti hækkað að- stöðugjald að atvinnurekstri. Sagði Davíð, að hækkanir væru réttlættar með hækkununum í ná- grannabæjarfélögum. Hins vegar væri ekki notuð sama viðmiðun, ef einhver gjöld lækkuðu annars staðar. Hann kvað sjálfstæðismenn myndu fella i burtu óbilgjarnar hækkanir í álögum á borgarana. Alls konar auk- in skattheimta vinstri meirihlutans hefði ekki skilað sér í bættri þjón- ustu. Davíð brá upp litskyggnum af mörgum skóladagheimilum, barna- heimilum, dagvistunarstofnunum og leikskólum, sem hann kvað núver- andi meirihluta þakka sér og hælast yfir. Þá nefndi hann félagsmiðstöð í Árbæ og sundlaugina í Breiðholti. Allt væru þetta framhaldsfram- kvæmdir eða lokaáfangar á því sem ákvarðanir hefðu verið teknar um af meirihlutastjórn sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Ég geri þann fyrirvara á skoðana- könnun Dagblaðsins, að úrtakið var ekki nægilega stórt,” sagði Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi. „Samt teljum við, að þetta séu upp- örvandi fréttir,” sagði Markús örn. Hann taldi skattheimtu núverandi meirihluta glórulausa. Hann sagði fulltrúa vinstri flokk- anna orðna hrædda og ,.glundroðinn mun grassera í þessum meirihluta það sem eftir er kjörtímabilsins eins og hingáð til,” sagði Markús örn. „Erfiðleikarnir, sem við höfum átt við að glíma í flokknum, ná ekki til borgarstjórnarflokksins,” sagði Markús Örn. Hann bætti við: „Þar ríkir einhugur, forystan hefur endur- nýjað sig eins og jafnan áður. Við sjálfstæðismenn munum ganga fram í einhuga breiðfylkingu í næstu borgarst jórnarkosningum. ’ ’ Innan við hundrað manns sóttu þennan fund, sem var fyrir félög sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi, Langholti, Smáibúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fyrirspurnir og umræður urðu á eftir framsöguerindum.Fundarstjóri var Garðar Ingvarsson hagfræð- ingur. - BS Framkvæmdastjóri Dagblaðsins: Hagfræði sem erfitt er að setja sig inn í — kostnaður við skattabæklinginn hefði greitt átta auglýsingasíður íöllum dagblöðunum Vegna fréttar í DB í dag 4/2 um þau tilmæli nokkurra dagblaða að ríkið greiddi kostnað vegna birtingar leið- beininga til framteljenda í dagblöðum, er rétt aðeftirfarandi komi fram: Það er skoðun framkvæmdastjóra DB að eðlilegt sé að fyrir þessa þjón- ustu sé greitt eftir gildandi auglýsinga- taxta, eins og gert er við allar aðrar al- mennar tilkynningar ríkisvaldsins til borgaranna. í því tilfelli, sem hér um ræðir, var ríkisskattstjóra tjáð þessi skoðun, en jafnframt tekið fram, að blaðið mundi ekki nota neitun á birt- ingu leiðbeininganna sem þrýsting á ríkissjóð um greiðslu. Á hinn bóginn fullvissaði ríkisskattstjóri blaðið um, að þessi afstaða yrði ekki notuð til að hlunnfara DB, ef sá háttur yrði hafður, á, að greiðslur væru inntar af hendi til annarra. Nú hefur það komið fram, að for- ráðamenn ríkissjóðs hafa fremur valið þá leið að láta prenta bækling og dreifa með framtölum en að greiða blöðun- —um-fyrir—birtingu umræddra leiðbein- inga. Kostnaður við þessa prentun og dreifingu er vægilega áætlaður 150 til 170 þúsund nýkrónur. Sú upphæð hefði nægt til að koma þessum boð- skap hins opinbera til skila í 6 dag- blöðum, 8 síðum i hverju blaði og greiða fyrir það eðlilegt birtingarverö auglýsinga. Geta menn svo dæmt um, hvor leiðin þeim finnst eðlilegri, ekki hvað sizt með það í huga, að ríkis- sjóður hefur, af pólitískum ástæðum, tekið að sér að greiða sömu blöðum, að undanskildum Morgunblaðinu og Dag- blaðinu, fyrir hundruð eintaka sem ekki eru látin af hendi. Þetta er hagfræði sem erfitt er að setja sig inn í. Sveinn R. Eyjólfsson frkvstj. DB. röð umsækjenda. Svavar Gestsson sagði í útvarpsvið- tali á þriðjudagskvöldið og í Morgun- blaðsviðtali á þriðjudaginn að „menn á Dalvik og þar á meðal fjölmargir for- ystumenn á staðnum fóru þess sérstak- lega á leit við mig að Óli yrði ráðinn og stóðu þeir m.a. að undirskriftasöfnun” (tilv. i Mbl.). Freyja telur að fram hjá sér hafi verið gengið fyrst og fremst vegna þess að hún er kona. Hún lagði málið fyrir Jafnréttisráð. Ráðherrann mótmælir því að hafa mismunað eftir kynjum, en að reynsla Óla Þ. hafi vegið þyngra. Þá fullyrðingu rökstuddi hann ekki frekar í útvarpi eða Morgunblaði. Dagblaðið leitaði upplýsinga um málið í gær. Kom í Ijós m.a. að Matthias Bjarnason þáverandi heil- brigðisráðherra veitti fyrir fáeinum árum manni lyfsöluleyfi I Ingólfs- apóteki í Reykjavík þrátt fyrir að land- læknir og lyfjafræðinefnd hefðu mælt með öðrum umsækjanda. Að minnsta kosti það fordæmi er til. Hins vegar voru margir viðmælendur DB sem til mála þekkja á því að ráðherrar ættu skilyrðislaust að fara eftir áliti umsagnaraðila, ekki sizt þegar land- læknir og lyfjafræðinefnd væru sam- mála. Þá kom í ljós við eftirgrennslan Dag- blaðsins að undirskriftalistarnir til stuðnings Óla Þ. Ragnarssyni lágu ekki opinberlega frammi á Dalvík til undir- ritunar. Ættingjar umsækjandans og konu hans frá Akureyri áttu frum- kvæði að undirskríftunum og fengu 20— 30 manns til að skrifa á þá, þar á meðal tvo bæjarstjórnarmenn. Bæjar- stjórinn og 5 aðrir bæjarstjórnarmenn lýstu yfir þvi í gær að undirskri ftalist- arnir væru þeim óviðkomandi, en tóku fram að þeir væru með því á engan hált að leggja dóm á umsækjendur. Dalvíkurapótek þjónar um 3400 manns á Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey, Svarfaðardal og Árskógsströnd. - ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.