Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1981. ð i Erlent Erlent Erlent Erlent Kengúruungi fœr poka fylli afpoppkomi Taktu nokkur i nesti — Þessi kengúruungi er að fá sér nokkur poppkorn í nesti áður en móðirin hoppar I burtu. Venjulega leyfa kvenkynskengúrur ekki ókunnugum að mata afkvœmi sln. Sérstaklega ekki meðan þau eru ipokanum — en þessi litla stúlka hefur sennilega litið nógu vinsamlega út til að fú að gera það. Sólóplata með Stevie Nicks kemur út í vor Stevie Nicks söngkona hljóm- sveitarinnar Fleetwood Mac hefur boðað útkomu fyrstu sólóplötunnar sinnar með vorinu. Það táknar þó ekki, að hún hafl sagt skilið við félaga sína. Hljómsveitin starfar áfram eftir sem áður. Söngkonan sagði nýlega í blaða- viðtali að á plötunni yrði talsvert af rokkmúsfk í bland við hugljúfari lög, svo sem Bella Donna og Bit Of Gold And Braid. Fleetwood Mac var á hljómleika- ferð 1 heila átta mánuði á síðasta ári. „Við vorum gjörsamlega útbrunnin eftir að ferðinni lauk,” sagir Nicks. Hún bætti því við að erfiðasti hluti þess að gera sólóplötu væri að velja lögin á hana. „Ég þurfti að velja úr 300.000 lögum, sem ég á á lager,” sagði hún. — Þekktustu lög Stevie Nicks eru án efa Dreams, Rhiannon, Landslide og Sara. Fjöldi fólks kemur fram með Stevie Nicks á sólóplötunni. ,,Ég hefði getað hringt í Lindu Ronstadt eða Barbru Streisand og beðið þær að syngja bakraddir, en mig langaði að halda þessu öllu innan fjölskyld- unnar. Ég bað því vinkonur mínar að taka bakraddirnar að sér,” sagði Stevie Nicks. Jafnframt bauð hún samstarfsfólki sínu í Fleetwood Mac að gera það sem því sýndist á plöt- unni. Stevie Nicks gekk til liðs við Fleet- wood Mac árið 1975 ásamt þáverandi kærasta sínum Lyndsey Bucking- ham. Þau gerðu sjö ára samning við hljómsveitina. Síðan þau slógust í hópinn hafa komið út fjórar LP plötur með Fleetwood Mac, þar af tvær tvöfaldar. Senn hefst vinna við eina enn. Stevie Nicks lofaði þvi að sú plata yrði frábær. a pappirnum Ríkasti maður sem uppi hefur verið er talinn hafa verið Henry B. Stuart. En samt hafa fáir heyrt hans getið. Þegar Stuart lézt árið 1938 var hann talinn eiga 624,022,682,470,990 $.Við treystum okkur ekki til að segja þessa upphæð í orðum en víst er að á þeim tíma voru ekki til svo miklir peningar í heiminum. Þessi hrikalegi auður varð þannig til að árið 1897 gerði Stuart samning við George nokkurn Jones. Stuart lánaði Jones fé gegn 10% mánaðar- vöxtum. En svo óheppilega vildi til að Stuart týndi samningseyðublaðinu og Jones sá sér leik á borði og borgaði ekki skuldina. En mörgum áður síðar, árið 1921, fann Stuart aftur samninginn og höfðaði þegar mál gegn Jones. Dómstóllinn komst að því að Jones bæri að greiða Stuart 300 milljarða dollara. En allt sem Stuart tókst að kria út úr Jones voru 19.$ Henry B. Stuart var sem sagt bara pappírsmilljónamæringur og ekki sá eini í heiminum. Árið 1971 gaf Cambridge háskólinn i Englandi eftir skuld við þýzkan prentara upp á 117,165,398,000 $ en sú upphæð hafði vaxið af 40% láni frá árinu 1521. Afkomendur prentarans greiddu upphaflegu skuldina 250 árum siðar, árið 1770 en án vaxta sem voru 5% á ári. Önnur skrýtin krafa var gerð árið 1943. Liðsforingi nokkur í Englandi tók eftir því að skráning hans í herinn var dagsett árisð 1443 í stað 1943. Hann krafðist því launa 500 ár aftur i tímann. Herinn gerði hins vegar kröfu á móti þar sem hann sem elzti starfandi liðsforinginn bæri ábyrgð á sumum eignum sem herinn hafði tapað sl. 500 ár. Krafan sem herinn gerði var 30 $ hærri en krafa liðs- foringjans. Stevie Nicks sagdi þaö erfiðasta við að gera sólóplötu vera aö velja á hana lögin. Hún kvaðst hafa þurft að velja úr þrjú hundruð þúsund lögum. Ungfrú líkamsrœkí Langar þig í sjómann, góði? Já hún er ekkert blávatn hún Rachel McList, þó hún sé ekki nema 25 ára. Rachel var nýlega kosin ungfrú Olympia. Eins og sjá má er hún lif- andi sönnun þess að konur þurfa ekki að missa kynþokka sinn þó þær stundi líkamsrækt. Rachel er handhafi bæði að amerískum og alþjóðlegum meist- aratitlum í líkamsrækt sem er lanzi gott þar sem það er ekki meira en ár síðan hún hóf líkamsrækt fyrir alvöru. Nú heldur ef til vill einhver að þessu fagra útliti fylgi tómur kollur, en ekki aldeilis. Rachel hefur B.S. gráðu í líkams- og heilsufræðum. Tígrisdýr í vígahug reynist vera stór kisulóra Það lítur út fyrir að þetta 300 punda bengalska tígrisdýr ntuni rífa þjálfara sinn Bill Flemming í tœtlur á myndinni hér til vinstri. En sem betur fer er Esi, en það er nafn tígrisdýrsins, aðeins að lát- ast. Esi og Bill eru þarna að leika sér í vatninu. Á myndinni hér að neðan sýnir Esi að hún er í rauninni bara blíð kisulóra, þar sem hún situr og fœr mjólkursopa hjá þjálfara sínum og vini. 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.