Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 20
 20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981. d Menníng Menning Menning Menning D DAGUR ÞRÆLANNA í SPORIU TóntoHcar Slnfóniuhljómsvaitar Islands og Tónakéldafélags Islands í HAskólabiói 31. lanúar. Stjómandur: Péi Pampichlar Pálsson og Jaarv Plarra JacquiUat Efnisskrá: Sigursvainn D. Kristlnsson: Svfta f g-moN; Magnús Blöndal Jóhannsson: Adagio; Askell Másson: Klarinattu konsert; Jónas Tómasson: Orgia; PorfcaN Sfgurbjómsson: Mistur; SkúN HaNdórsson: Qos f Haknaay. En einn dag á ári áttu þeir fri. Var þá sett fram vináma mikil i húsa- garðinn og þeim leyft aö drekka að vild. Sagt er að drengir i Spörtu hafi verið látnir horfa á aðfarir þrœlanna og hafi athöfnin reynzt öllum varnaðarorðum áhrifameiri í bindindisboðun þeirra Spartverja. — Eitthvað á þessa leið hljóða frásagnir flestra sögubóka um þennan þátt lífsins í Spörtu. Hvi skyldi manni verða hugsað til harðneskju iífsins i Einar Jóhannesson klarinettuleikari — „leikur hans var brilliant”, segir Eyjólfur Melsted. Spörtu í tilefni tónleika i Háskóla- bíói. Jú, reyndar, — Tónskálda- félagið fær aðgang að Sinfóníu-- hljómsveitinni eitt laugardagssiðdegi í janúar, rétt eins og þraelar Spart- verja, sem skammtaður var einn frídagur og drukkur á ári. Þjóðhátíðarlag Hvorki meira né minna en fjögur tónverk voru frumflutt á tónleikum þessum. Þjóðhátíðarsvítu Sigursveins D. Kristinssonar heföi betur verið sýndur sá sómi að flytja hana á Þing- velli ’74 en að láta hana liggja í salti í nærri sjö ár. Svitan er ljómandi tækifærisverk, fallega fléttuð upp úr tveimur ættjarðarlögum. Annað þeirra, fslendingur mundu það, hygg ég að sé einna bezt þekkt af plötu Heimavarnarliösins. Það vekur at- hygli hversu vel svítan virðist instrú- menteruð þannig að hver rödd verk- ar hljóðfærinu fullkomlega eðlislæg. Að lítið geri það til Adagio, Magnúsar Blöndals Jóhannssonar ber þess tæpast merki að vera upphaflega samið á synthetizer. Það er melódískara en mörg fyrri verka hans, heilsteypt, en ber með sér sömu þrá eftir hljóðsins síbreytileik og fyrr. Af árangri Magnúsar mætti ráða, að lítið geri það tónskáldi til þótt það dýrki aðra guði en Apollo i áratug, eða svo. Ekki fer á milli mála hversu mjög Áskell Másson dáir Einar Jóhannes- son klarinettuleikara. Konsertinn er annað verkið sem hann semur fyrir hann. Áskell hefur næmt eyra fyrir möguleikum klarínettunnar og er ófeiminn við að láta einleikarann beita yfirblásturstækni, sem Einar er reyndar manna fremstur í. Að auki var konsertinn sniðinn fullkomlega fyrir tón Einars. Leikur Einars var Skúli Halldórsson — „einföld stef”. Drillíant. — Hljómsveitarþátturinn var mun viðameiri en ég hafði vænzt frá hendi Áskels. Hingað til hef ég talið hann mann hinnar einföldu línu, en hann er greinilega að vax upp úr því. Fyrirátta árum Orgía Jónasar Tómassonar er frumflutt nærri átta árum of seint. Hún vitnar um gott handbragð höfundar síns og skýrir í frum- flutningi sínum nú þróun Jónasar sem tónskálds. Orgíu finnst mér að eins mætti kalla Bæn heiðingjans og um hennar frumflutning — „Betra seinten aldreil’ Síðustu tvö verkin, Mistur Þorkels Sigurbjörnssonar og Gos í Heimaey eftir Skúla Halldórsson, voru einu verkin, sem ekki hlutu frumflutning á þessum tónleikum. Ég varð ákaflega heillaður af einlægri einfeldni Misturs við fyrstu áheyrn og hygg ég að það eigi tæpast eftir að breytast hversu oft sem ég heyri það. Stef Skúla eru líka einföld, en það er vandi hans að klæða þau í skraut- búning, þegar hann semur fyrir hljómsveit. Við að hlýða á Gos í Heimaey nú fannst mér sem það gæti átt auðvelt með að lifa af tilefnið. Víst er áhugi Ekki get ég skilið svo við að greina frá tónleikum þessum, að ekki minnist ég á kynningu þeirra. Þeir voru hvergi auglýstir og vart á þá minnzt á kynningarvettvangi fjölmiðla fyrr en á síðustu stundu. Skýtur þar skökku við frábæra kynningu Myrkra músíkdaga í fyrra og hygg ég að aðstandendur hafi þurft að gjalda fyrir nú með lítilli aðsókn. Það sannaðist nefnilega á Myrkum músikdögum að raunveru- legur áhugi á nýjum verkum íslenzkra tónskálda er fyrir hendi og því algjör óþarfi að afhenda tónskáldum spartverskan þrælafrídag eins og nú var gert. -EM. HEIMUR WOODY ALLENS Manhattan Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen, Diane Keaton, Meryl Streep, Muriel Hemingway Sýningarstaöur: Tónabió. Enn á ný er Woody Allen á ferð- inni með mannlífsstúdíu með hina rugluðu borg New York sem baksvið. Því er ekki að neita að farið er að slá í sumar persónur Allens og þó enga .eins mikið eins og karakter Diane Keaton. Woody Allen er orðinn einhver persónulegasti og sérstæðasti leikstjóri Ameríku. „Manhattan” sannar það áþreifanlega. Allen hefur á tíu árum risið frá því að vera vinsæll grínisti til að vera virtur leikstjóri. Síðustu myndir hans hafa þróazt upp í að vera persónuleg- ar pælingar með unaðslegum húmor. Hinn ruglaði en oft fyndni Allen frá t.d. „The Sleeper” er horfinn, í staðinn er kominn einhvers konar menntamanna-Allen. Með „Manhattan” nær Allen sin- um hápunkti sem leikari, leikstjóri og handritahöfundur. „Manhattan” stígur skrefið sem „Annie Hall” átti að stíga. Háðið er vissulega ekki eins mikið í „Manhattan” og i „Annie Hall”, en sá galli er unninn upp með markvissara handriti, sem kemur meiru til skila en „Annie Hall.” Sami grautur í... Meginefni „Manhattan” er sama og í síðustu mynd Allens, mannleg. samskipti — sérstaklega samskipti Allens við veikara kynið. Hér er ekki um að ræða miklar breytingar á efni, en þó er auðvelt að benda á þróun og þroskun persónu Allens. Hann er ekki lengur klaufabárðurinn sem átti sífellt í vandræðum með kvenfólk, heldur hefur sjálfstraust og áræðni hans vaxið mikið og getur hann ráðið betur við þá andlegu bindingu sem ástasamband er. Diane Keaton leikur eina vinkonu Allens og er óhætt að segja að per- sóna hennar hefur sézt oft áður í myndum Allens. Þessi yfirgengilega menntamannatýpa sem Keaton leikur er fyrir mitt leyti heldur þreytandi. Enþetta er minni háttargalli. Gamlar hugmyndir Allens koma fyrir i, „Manhattan”, t.d. kynlífs- vandamál. Sterk nostalgiu tilfinning er i myndinni, t.d. er Gerswhin tónlist notuð út í gegn. og er það vel við hæfi, því ef „Rapsody in Blue” á við einhvern stað fremur, þá er það New York. Woody Allen (Isaac) og Diane Keaton (Mary) á listasafni. Bezta mynd Allens Ekki er hægt að komast hjá því að minnast á svart-hvíta kvikmyndatöku Gordon Willis, hún er frábær og eykur gífurlega á nostalgíu mynd- arinnar. Þess má geta, að Allen virðist hafa yfirgefið litmyndir algjörlega, því nýjasta mynd hans „Stardust Memories” er einnig í svart-hvítu. Hvað sem sagt verður um Allen þá er „Manhattan” bezta kvikmynd Kvik myndir hans hingað til. Við upphaf síðasta áratugar var Woody Allen skemmti- legur grínisti sem enginn vænti mikils af. Tíu árum seinna er Allen einn merkilegasti leikstjóri Banda- ríkjanna. Vissulega er hægt að gagn- rýna gildi mynda hans — eins og mynda læriföður hans, Bergmans — en þær hafa þó þá mannlegu hlýju og húmor sem eru alltof sjaldgæfir kostir bandarískra kvikmynda. Líkt og Bergman hefur Allen skapað sinn eigin heim í undanförnum myndum, „Manhattan” er hápunktur vinnu Woody Allens.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.