Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 15
14 dagbmdip, filMMTUPAfiUR 5. FEBRÚARIHI, d Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Það var skemmtilegl að sigra i þess- um leik og komast aftur taplausir gegn- um íslandsmótið. Það verður erfitt að leika þetta eftir — þennan árangur Vik- ingsliðsins á íslandsmótinu tvö siðustu árin,” sagði Páll Björgvinsson, fyrir- Páll Björgvinsson fékk blóm frá FH fyrir leikinn í gær. liði Vikings, í gærkvöld eftir að Vík- ingur hafði sigrað FH i siðasta leik sínum á íslandsmótinu, keppnistima- bilið 1980-1981. „Nú höfum við leikið í tæp tvö ár á íslandsmótinu án þess að tapa leik. Leikið 28 leiki án taps. Aðeins gert eitt jafntefli en unnið 27. Ég bjóst ekki við þessum árangri Utvarp Reykjavik í Astralíu og Japan •Örlögin í stuttu máli 1981 Símavændi í líkhúsinu og 17. júní stemmning á útimarkaðnum • saman? ^ ÍUft 'J ; 6. tbl. 43. árjj. 5. fcbrúar 1981 - Verú ISnvkr. þegar mótið hófst í haust, að við mynd- um hljóta 27 stig af 28 mögulegum eftir að hafa misst fjóra landsliðsmenn sl. sumar. En það hefur verið alveg ein- stök samheldni innan Víkingsliðsins — einstakur liðsandi. Frábær þjálfari bak við árangurinn og mjög sterk stjórn handknattleiksdeildar Víkings. Allt hefur hjálpazt að og á eflaust sinn þátt i þessari miklu sigurgöngu. Við gátum ekkert undirbúið okkur fyrír þennan leik við FH. Landsleik- irnir við Frakkana og svo fengum við ekki æfingu, sem við áttum í Laugar- dalshöil á þríðjudagskvöld, vegna körfuboltaleiks, sem þar var. En þetta hafðist og við höfum alveg náð okkur eftir Evrópuleikina — mikið framund- an,” sagði Páll ennfremur. - hsím. Framarar veittu Val harða keppni Framarar veittu Valsmönnum tals- verða keppni í 8-liða úrslitum bikár- keppni KKÍ i gærkvöld en máttu i lokin sætta sig við tap, 77-84. Sigur Vals- manna var i raun aldrei í hættu því 7 min. fyrir leikslok var munurínn kom- inn í 16 stig, 77-61. Staðan i hálfleik var 46-40 fyrir Val. Fram hóf leikinn af geysilegum krafti með Val Bracey, stórkostlegan leikmann, i broddi fylkingar. Áður en varði var staðan 8-2 Fram í vil en Valur náði að komast yfir, 10-8. Fram tók síðan aftur forystu og t.d. var staðan 28-23 en þá kom góður kafli Vals- manna, sem skoruðu 13 stig gegn 2 á stuttum tíma. Á þessum kafla fór Bracey að fatast skotlistin og munaði um það. Valsmenn komust svo strax 10 stig yfir i s.h. og þann mun tókst Fram aldrei að brúa. Munurinn varð aldrei minni en 6 stig, en samt var talsverð spenna og leikurinn í heild mjög fjör- ugur. Brad Miley og Jón Steingrímsson voru beztir Valsmanna en þeir Bracey, Þorvaldur og Simon hjá Fram. Stigin: Valur: Brad Miley 24, Pétur Guð- mundsson 19, Jón Steingrimsson 14, Kristján Ágústsson 12, Rikharður Hrafnkelsson 8 og Torfi Magnússon 7. Fram: Val Bracey 41, Símon Ólafsson 18, Þorvaldur Geirsson 8, Viðar Þor- kelsson 4, Ómar Þráinsson 4 og Hilmar Gunnarsson 2. - SSv. Rauða stjaman vann Forest Rauða stjarnan, Belgrad, sigraði Nottingham Forest 3-1 I vináttuleik í Nottingham i gærkvöld: 2-0 i hálfleik. Repcic, tvö, og Sestic, skoruðu mörk júgóslavneska liðsins, Trevor Francis fyrir Forest. Einn leikur var háður i 4. deild ensku knattspyrnunnar í gær. Torquay sigraði Scunthorpe 2-1. Hann gerir myndir af fólki ; n okkar tíma Erfitt að leika þetta eftir —sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði íslandsmeistara Víkings, efftir að lið hans hafði sigrað FH í gærkvöld. Víkingur hef ur því ekki tapað leik á íslandsmótinu í tvö ár QPR komið Í8.sætið Vesturbæjarlið Lundúnaborgar, Queens Park Rangers sigraði Cardiff 2—0 i 2. delld ensku deildakeppninnar. QPR er nú komið i áttunda sætið og hefur rétt mjög sinn hlut síðan Terry Venables tók við af Tommy Docherty. í 3. deild var einn leikur. Colchester tapaði á heimavelli fyrir Exeter, 1—2. í 4. deild gerðu Northampton og Wigan jafntefli, 1—1. Reading, enska liðið i 3. deild, tók danska landsliðið i knattspyrnu, leik- menn 21 árs og yngri, heldur betur í gegn í Reading i gærkvöld, sigraði 5— 0. Mörkin skoruðu Hugh Cheetham, Pat Earles, Steve Hetzke, Kevin Bríght og Stuart Beavon. l DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBROáR 1981. 15 I iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir iþróttir lslands- og Rcykjavíkurmeistarar Víkings. Efri röð frá vinstri: Árni Indriðason, Bogdan Kowalczyk, þjálfari, Páll Björg-vinsson, fyrirliði, Þorbergur Aðalsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Steinar Birgisson.Brynjar Stefánsson og Guðjón Guð- mundsson, aðstoðarmaður þjálfara. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Sigurðsson, Stefán Halidórsson, Eggert Guðmundsson, Kristján Sigmundsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Karlsson. Á myndina vantar Ölaf Jónsson. Ljósmynd Friðþjófur. W ^ijC rHPisiF "-'-‘7 Cf k ■ m Wk ;.. M • . m&M 1 M&g&'r/i i d Wk -:- M\ ' mm f kl ? '■ ’i Einstæður árangur Víkinga - Sigruðu FH 20-19 í lokaleik sínum á íslandsmótinu oghafa þvf ekki tapað leik á tveimur íslandsmótum í röð. 28 leikir, sem gefið hafa 55 stig af 56 mögulegum. Kristján Sigmundsson varði vítakast á lokasekúndu leiksins í gær íslandsmeistarar Vikings I handknatt- ieiknum sigruðu FH í æsispennandi leik á fjölum íþróttahússins i Hafnarfiröi i gær- kvöldi með eins marks mun, 20—19, og þar mátti ekki miklu muna. Á lokasekúndu leiksins fékk FH víti, en Kristján Sig- mundsson, landsliðsmarkvörður Víkings, gerði sér litið fyrir og varði frá Guðmundi Magnússyni: Fjórða vitakastið, sem hann varði f leiknum. Leikmenn Víkings „tolleruðu” Krístján eftir ieikinn og ekki að ástæðulausu. Mikill fögnuður var i her- búðum þeirra. Siðasti leikurínn á íslands- mótinu 1980—1981 sigurleikur og Vikingar töpuðu þvi ekki leik á íslandsmótinu frekar en á keppnistímabilinu áður. 28. leikur liðsins án taps á íslandsmótinu eða i tæp tvö ár. Einstæður árangur og áður ó- þekktur i íslenzkri handknattleikssögu. Aðeins eitt jafntefli i þessum 28 leikjum — SS stig af 56 mögulegum og tveir íslands- meistaratitlar. FH-ingar, sem höfðu barízt vel, voru skiljanlega daprír eftir leikinn. Fjórða sætið gæti nú runnið þeim úr greipum. Það var mikil spenna lokakafla leiksins í gærkvöld eftir að lengi vel hafði stefnt i stórsigur Víkings. Liðið hafði um tíma sex mörk yfir, 10—4, og ekki útlit fyrir mikla spennu. En það var öðru nær. FH tókst að jafna í 14—14 og komast yfir 15—14, síðan allar jafnteflistölur upp í 19—19, þar sem FH-ingar skoruðu yfirleitt á undan. En þremur mín. fyrir leikslok varði Kristján vítakast frá nafna sinum Arasyni í FH-liðinu, og Páll Björgvinsson skoraði tuttugasta mark Víkings strax á eftir — mark sem varð sigurmark leiksins. FH-ingar reyndu mjög til að jafna en Kristján varði tvívegis skot þeirra, hið síðara á lokamínútunni. Víkingssigur virtist í húsi en þá gerðist það furðulega að Óli Olsen dómari dæmdi leiktöf á Vikinga eftir að þeir höfðu aðeins verið 10 sekúndur með knöttinn. FH-ingar brunuðu upp og á lokasekúndinni var enn eitt vítið dæmt á Víking. Kristján varði — fjórða vítakastið, sem hann varði í leiknum: eitt frá Gunhari Einarssyni, tvö frá Kristjáni og það síðasta frá Guðmundi. FH fékk sjö vítaköst í leiknum. Víkingar þrjú. Aðeins einum leikmanni FH var vikið af velli, Gunnari Einarssyni, í tvær mín. Víkingar voru átta mín. utan vallar — Árni Indriða- son og Guðmundur Guðmundsson fjórar mín. hvor. Það munar um minna í dóm- gæzlunni. Tveir úr umferð FH-liðið var án Geirs Hallsteinssonar, sem stjórnaði liðinu frá bekknum, en Víkingur án Ólafs Jónssonar, Eggerts Guð- mundssonar og Gunnars Gunnarssonar. Fyrir leikinn afhenti fyrirliði FH, Guðmundur Magnússon, fyrirliða Víkings, Páli Björgvinssyni, blómvönd i tilefni sigursins á íslandsmótinu. Síðan hófst leikurinn og hann átti eftir að vera hörð barátta. Strax í upphafi voru þeir Þorbergur Aðalsteinsson og Páll teknir úr umferð af FH-ingum. Leiðinda handbolti og mest flautukonsert dómaranna, Óla og Rögn- valds Erlings. Þessi leikaðferð heppnaðist ekki hjá FH-ingum. Víkingar komust i 3— 1 eftir 11 mín. og á 20. mín. var munurinn orðinn fjögur mörk, 8—4. Þá sáu FH-ing- ar að þetta þýddi ekki, fóru að leika eðlilegan handbolta, en næstu tvö mörk voru Víkinga, 10—4, eftir 22 mín. Þá var Þorbergur aftur tekinn úr umferð og FH- ingar fóru að saxa á forskotið. Bogdan Víkingsþjálfari Kowalczyk taldi þá líka leikinn greinilega unninn og fór að skipta yngri mönnunum inn á. Segja má að þess hafi lika þurft. Steinar Birgisson lék þó hann væri sárlasinn. Var talsvert hvjldur í vörninni. FH minnkaði muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan 11—8. Mikil spenna FH minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun síðari hálfleiks en Víkingar svöruðu með tveimur mörkum og Kristján varði víti frá nafna sínum. Steinar kom Viking svo í 14—10 á 38. mín. og FH-ingar áttu erfitt með að stöðva hann þó lasinn væri. En þá fór Víkings-vélin allt í einu heldur betur að hiksta. FH skoraði næstu fimm mörk — Víkingar voru þá reyndar tveimur færri um tíma og FH hafði allt í einu náð forustunni, 15—14. Það stóð ekki lengi. Víkingur jafnaði og síðan var jafnt á öllum tölum upp i 19—19. Geysileg hróp stuðningsmana FH á áhorfenda- svæðunum. En þau nægðu Hafnfirðingum ekki. Vikingar stóðu uppi í lokin, sem sigurvegarar eins og áður er lýst. Kristján Sigmundsson var bezti maður á vellinum, varði Víkingsmarkið glæsilega, en talsverðrar þreytu gætti hjá landsliðs- mönnunum í sókninni. Þorbergur var þó illstöðvandi framan af og skoraði sjö mörk, þrátt fyrir að hann var tekinn úr umferð nær allan leikinn. Tvö vítaköst en eitt vítakast misnotaði hann, skaut í stöng. Steinar skoraði einnig sjö mörk. Orðinn hreint frábær leikmaður. Páll sýndi hæfni sína — um leið metnað fyrir hönd liðs síns — þegar staðan var erfið í lokin; skoraði þrjú síðustu mörk Vikings i leiknum. Fimm í allt. Þá skoraði Árni eitt mark, fallega af línu. FH-liðið lék vel eftir að það hætti tveggja-manna gæzlunni upphafskafla leiksins. Gunnar Einarsson gerði marga fallega hluti og skoraði fimm mörk. Slæmt að hann skuli ekki vera í landsliðshópnum. Kristján Arason komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Víkings, skoraði fjögur mörk, þrjú viti. Langmest á óvart í FH-liðinu kom Pálmi Jónsson sem var markahæstur FH-inga, með sex mörk. Skoraði fallega úr horninu. Sæmundur Stefánsson var mátt- arstólpi varnarinnar, skoraði tvö mörk, og þeir Óttar Þorgils Mathiesen og Guð- mundurMag.skoruðueitt mark hvor. Frábœr árangur Víkings Víkingur hlaut 27 stig af 28 mögulegum á íslandsmótinu nú. Sá árangur hefur aðeins verið bættur einu sinni — það var á síðasta keppnistímabili, þegar Víkingur hlaut 28 stig af 28 mögulegum. Frábær þjálfari, Bogdan Kowalczyk, er maðurinn bak við þennan einstæða árangur, sem á sér ekki hliðstæðu í islenzkri handknatt- leikssögu. Víkingar byrjuðu seint að æfa fyrir keppnistímabilið að þessu sinni, mun síðar en áður og tóku ekki þátt í íslandsmótinu í útihandknattleik. Liðið sigraði siðan í úr- slitakeppni Reykjavíkurmótsins eftir hörkukeppni. í undankeppninni þar tapaði Víkingur fyrir KR, reyndar þegar sæti í úr- slitunum hafði verið tryggt. Eini tapleikur liðsins gegn ísl. liði á keppnistímabilinu. Síðan komu landsleikir við Norðmenn og það kom í ljós, þegar íslandsmótið hófst, að Víkingar mættu þar heldur þreyttir til leiks — æfingalitlir. En það vannst sigur á helzta keppinautnum undanfarin ár, Val, í fyrsta leiknum, með eins marks mun. Síðan jafntefii við KR — þar sem KR virtist með gjörunninn leik — og svo eins marks sigur gegn Haukum. Að Víkingur náði fimm stigum úr þessum fyrstu leikjum má fyrst og fremst þakka snjallri mark- vörzlu Kristjáns Sigmundssonar. En síðan fór allt að smella saman hjá Víkingsliðinu — að visu eins marks sigur gegn Þrótti í sjötta leik mótsins — en síðan var aldrei litið til baka. Hver stórsigurinn af öðrum vannst þar til i gærkvöld að sigurinn hékk á hálmstrái gegn FH. Helzt að Valsmenn veittu Víking keppni í leik liðanna í 9. umferð. Víkingssigur var þar þó aldrei raunverulega í hættu. Víkingar orðnir íslandsmeistarar löngu áðu en mótinu lauk. Algjört yfirburðalið með mjög sterkum einstaklingum eins og Kristjáni, Þorbergi, Páli, Árna, Steinari, Ólafi og1 Guðmundi, sem léku oftast næstum allan leiktímann fyrir Víking. En þó einstakling- arnir séu sterkir var þó liðsheildin enn sterkari — sigur samheldni og samvinnu. Til hamingju Víkingar! -hsím. Stefán Halldórsson 8/1 Hcimir Karlsson 4 Brynjar Stefánsson 2 Gunnar Gunnarsson 2/1 Óskar Þorsteinsson 1 ÞaO er athyglisvert að Vikingur skorar aðeins 33 mörk úr vitaköstum. Árangur liðsins á leiktimabilinu 1980- 1981 var þannig: L U J T Mörk St. 14 13 1 0 293-238 27 Víkingar sigruðu þvi i 13 af 14 leikj- um. Gerðu eitt jafntefll vlð KR12. um- ferðlnnl. og þessir skoruðu Víkings-liðið skoraði 293 mörk í leikjum sínum á íslandsmótinu eða að meðaltall 21 mark i leik. Liðið fékk aðeins á slg 238 mörk eða að meðaltali 17 mörk í leik. Markvarzla og vörn var þvi aðall liðsins. Mörkin skiptust þannig á einstaka leikmenn i liði Vik- Þorbergur AOalsteinsson Péll Björgvinsson Steinar Birgisson Árni Indrlðason Ólafur Jónsson Guðmundur Guðmundsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.