Dagblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981.
3
> Setjir þú smáauglýsingu í
Dagblaðið getur þú beðið um
eftirtalda þjónustu hjá smá-
auglýsingaþjónustu blaðsins
þér að kostnaðarlausu:
) „Smáauglýsingaþjónusta"
heitir þjónustudeildin okkar.
Tilboðamóttöku í síma. Við
svörum þá í síma fyrir þig og
tökum við þeim tilboðum
sem berast.
Upplýsingar í síma. Við
veitum fyrirspyrjendum upp-
lýsingar um það sem þú aug
lýsir, þegar þeir hringja til
okkar.
Að sjálfsögðu aðstoðum við
þig, ef þú óskar þess, við að
orða auglýsingu þína sem
best.
> Njóttu góðrar þjónustu
ókeypis.
iBIAÐID
er smáauglýsingablaðið
Þverholti 11 - Sími 27022
Opið til kl. 10 í kvöld
Hringiö'sim®
íiií kl. 13 ogl5-
Komrækt á Islandi
—Paradísarheimt
og
Áramótaskaupið
Bréfritari segir kornrækt vel
mögulega á íslandi.
Garri skrifar:
Ég vil taka í sama streng og sveita-
kona 1 Dölunum sem skrifaði í DB
þann 27. janúar sl. Hún vildi láta
endursýna Paradísarheimt og ára-
mótasúpuna vegna þess að margir
misstu af þessum þáttum sökum raf-
magnsleysis um hátíðirnar víða úti á
landi.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um blessaða áramótasúpuna og henni
bæði hrósað og hallmælt. Ég er einn
þeirra sem hrósaði henni og vildi að
hún yrði endursýnd. Það verður að
hafa það þó einhverjum verði
skapraunað með því.
Ég efast um að atvinnuleikarar
vorir hefðu komizt betur frá þessari
súpu. Einnig var þetta miklu
ódýrara. Það eina, sem finna mátti
að áramótasúpunni, var að hljóm-
sveit vantaði í sjónvarpssal. En eins
og Steinar Berg sagði í lesendabréfi
fyrir skömmu, það gafst enginn tími
til að útvega hljómsveit, þar sem
undirbúningstimi var svo skammur.
Eitt langar mig til að segja að
lokum, mér finnst miklu hagstæðara
að skrifa í lesendadálk Dagblaðsins
heldur en t.d. Vísis. Það er vegna
þess að í Dagblaðinu eru lesenda-
bréfin fremst í biaðinu á áberandi
stað. En í Visi eru bréfin á mjög
leiðinlegum stað þar sem fólk
hreinlega tekur ekki eftir þeim.
landi.
Ég er innilega glöð ef þetta erindi
Magnúsar verður til þess að ein-
hverjir taka það upp sem nýja
búgrein að rækta korn. Því eins og
Magnús segir er engin áhætta ef það
sýnir ekki kornmyndun 20. júlí þá má
slá það sem grænfóður.
Rangvellingar hafa stór svæði sem
ekki eru notuð til neins, þar á ég við
sandinn á Rangárvöllum. Klemenz
heitinn Kristjánsson ræktaði korn og
fræ á Geitasandi í 27 ár með góðum
árangri: Það þarf að bera meira á
sand en á móajörð. En á móajörð
þarf minni áburð en á tún. Það hefur
fengizt betra og þyngra korn á
sandinum en á kornvöllum, 34%
jafnvel meira.
Ég pára þessar línur í þeirri von að
einhver taki þær til sín.
Ég vil svo þakka Magnúsi fyrir á-
gætan fyrirlestur og það veit ég að
fleiri gera.
—velmöguleg
Þórey Stefánsdóttir, Óðinsgötu 21
Rvik skrifar:
Tilefni þessa bréfs er erindi sem
Magnús Finnbogason bóndi í Austur-
Landeyjum flutti Um daginn og
veginn 26. jan. sl.
í erindi sínu telur Magnús
kornrækt tii búsafurða. Og það sé
mjög auðvelt að rækta korn hér á
Raddir
lesenda
Endur-
sýnið
Spurning
dagsins
Borðarðu þorramat?
Sigurrós Gunnarsdóttir, húsmóðir: Já,
hangikjöt og hákarl er bezti matur sem
ég fæ.
Jóhanna Hálfdánardóttir, húsmóðir:
Já, hákarl er númer eitt hjá mér, svo
kemur hangikjöt..
Þórður Hilmarsson, rekstrarráðgjafi:
Já, ég borða allan þorramat nema
súrsaða hrútspunga.
Kristín Erlendsdóttir, húsmóðir: Já,
svið eru mitt uppáhald.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir: Já, svið og
hangikjöt.
Marólina Erlendsdóttir, sjúkraliðl:
Sumt, ekki allt. Ég borða hangikjöt og
harðfisk en ekki hrútspunga.