Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.02.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 25.02.1981, Qupperneq 20
20 Flugfélag Norðurlands er b jargvætturinn þegar Vetur konungur lokar Múlavegi: Vindsperrur ur ollum attum á Ólafsfirði - segir flsgeir Asgeirsson fréttaritari Dagblaðsins á staðnum „Flugið hefur bjargað okkur. Hingað er flogið alla daga nema laug- ardaga og sunnudaga. Drangur hefur þó skilað sér tvisvar í viku eins og venjulega, en það þykir ekki nóg,” sagði Ásgeir Ásgeirsson fréttaritari Dagblaðsins á Ólafsfirði í samtali í gær. Vetur konungur sýnir Ólafs- firðingum lítii vinarhót. Þar hefur tiðin verið ryðsjótt, eilífir umhleypingar og vindsperrur úr ölium áttum. Múlavegur lokast oft vegna snjóa. Bæði rennir í skafla sem loka veginum eða á hann falla snjóflóð. Flugfélag Norðurlands er því bjargvættur byggðarlagsins að mikiu leyti og tryggir samgönguöryggið. Flugskilyrði til Ólafsfjarðar virðast afar góð. Sjaldan fellur niður flug þangaö frá Akureyri og þvi berast morgunblöðin frá Reykjavík kaupendum sínum í Ólafsfirði oft í hádeginu sama dag og þau koma út! Atvinnulífið á Ólafsfirði er i á- gætu lagi. Hjólin snúast í takt við fiskirí og sjósókn. Afli togaranna hefur aö vísu ekki verið alveg nógu góður og rýr hjá netabátum. Einn 200 tonna bátur rær með línu og sækir langt á miðin. Hann hefur flutt að landi 8—14 tonn úr róðri. Og fiskarnir eru ekki undir steini hjá Ólafsflrðingum í menningar- málunum. Leikfélagið á itaðnum er tvítugt um þessar mundir, er með öðrum orðum komið á rikisaldurinn. 1 tilefni af því var frumsýnt á föstudaginn leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson undir stjórn Kristjáns Jónssonar. Kristján er gamall kunningi leikfélagsmanna og hefur lagt þeim áður gott liö í starfi. Ekki má gleyma skíðaíþróttinni. Ólafsfiröingar eru manna liprastir við að standa á skiðum. Eiga stökkmenn I sérflokki, göngumenn sem fáir hafa roð við og frambærilega menn í alpagreinum. Norskur þjálfari hefur verið þar í vetur við að að leiðbeina i alpagreinum. Haukur Sigurðsson göngumeistari leiðbeinir í sinni grein og Björn Þór Ólafsson konungur stökkvaranna þjálfar þá sem leggja fyrir sig þá íþrótt. Þeir mega því biðja fyrir sér skíðamennirnir, sem eiga eftir aö mæta Ólafsfirðingum í keppnum f vetur. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Snjórinn lokar Múlavegi og hleöst upp á göturnar. Hann hefur likaþann kost að Ieggjast yfir fjöli og láglendið i Firðinum, skiðaunnendum til ánægju. Ólafs- firðingar búa vel að sínu skiðafólki, keppnisfólki jafnt sem þeim sem stunda þetta eingöngu sér til hressingar. Enn sem komið er er lítið um að ferðamenn komi til Ólafs- fjarðar á skiði. Ef til vill breytist það þegar nýja hótelið er fullbúið. Það er ekki langt í að herbergin i byggingunni veröi til reiðu fyrir þá er sækja vilja Ólafsfjörð heim. -ARH. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. Æ, skelfing getur hann veríð napur — en samt styttist nú alltaf til vorsins. DB-mynd: Einar Ólason. Eskifjörður: - GÓDUR AFU TOGARANNA — vantar fólk í f rystihúsið Síðan um áramót hefur verið gott fiskirí hjá togurunum og sæmilegt hjá minni bátum þegar gefið hefur á sjó, en gæftir hafa verið frekar slæmar eins og oft vill verða á þessum árstima. Frá áramótum til 20. febrúar hefur Hólmanesið SU 1 fengið 506 tonn, aflaverðmæti 1.762.120 kr. Hásetahlutur er orðinn 31.212 kr. Skipstjóri á Hólmanesinu er Sigurður Magnússon. Á sama tíma hefur Hólmatindur SU 220 fengið 544 tonn, afla- verðmæti 1.923.026 kr., hásetahlutur 33.041 kr. Skipstjóri á Hólmatindi er Árbjörn Magnússon. Hér er mannekla, það vantar fólk í frystihúsið. Já, það eru ekki allir á landinu jafnheppnir og Eskfirðingar að eiga athafnamann eins og Aðalstein Jónsson. Ég las nýlega frétt þess efnis að á Djúpavogi hafi ekki borizt fiskur á land síðan um áramót. Loðnubræðslan hér er búin að taka á móti 32 þús. tonnum af loðnu en loðnubræðslan á Reyðarfirði hefur enga loðnu fengið á 'þessu ári. Enda er hún ríkiseign. Ég held að ein- staklingsframtakið sé það langheil- brigðasta, og er ég á sama máli og Jón Sólnes fyrrum alþingismaður, að hver eigi að gera út á eigin ábyrgð og kostnað. -Regína, Eskifirði. Þrjú framboð í Háskólanum? — kosið til stúdentaráðs ogháskólaráðs 11. marz Pólitískar fylkingar stúdenta i Há- skóla íslands eru óðum að vígbúast vegna kosninga til stúdentaráðs og há- skólaráðs miðvikudaginn 11. marz. Að vanda er von á framboðslistum frá hægrimönnum íVöku, félagi lýðræðis- sinnaðra stúdenta, og Félagi vinstri manna. Auk þess bendir ýmislegt til að þriðji framboðslistinn sjái dagsins ljós. Aðhonum standi einkum alþýðuflokks- og framsóknarmenn og óháðir. Hópur- inn kýs að kalla sig umbótasinnaða stúdenta. Frestur til að skila framboðum rennur út um mánaðamótin. Vinstri menn ræddu kosningaundirbúning á fundi á mánudagskvöldið og umbóta- sinnar á sunnudaginn. Margur maðurinn hefur tekið sína fyrstu undanrásaspretti í pólitík í Há- skólanum. Ófáir fyrrum forystumenn úr stúdentapólitík eru í dag í forystu stjórnmálasamtaka eða hagsmunasam- taka — eða eru jafnvel komnir um sinn inn í húsið gráa við Austurvöll. -ARH. \ HÁSKÓLATÓNLEIKAR Hóskólatónleikar í Norræna húsinu 21. febrúar. Einleikari á gftar: Arnaldur Amarson. Efnisskrá: Heitor Villa-Lobos: Æfingar nr. 1, 4, 5,8,9 og tóM; Manuel Maria Ponce: 12 prelúdl- ur; Agustin Barrios Mangore: Danza Para- guaya. Framhjá fáum hefur víst farið hversu mikil gróska hefur verið í gít- arleik hér á landi undanfarið, sem og í öðrum greinum hljóðfæraleiks. Á síðustu árum hefur kvatt sér hljóðs ný kynslóð ungra gítarleikara, sem ýmist hefur nýlega lokið framhalds- námi erlendis eða stundar það enn. Einn þessara ungu manna er Arnald- ur Arnarson, sem hélt tónleika á vegum Tónleikanefndar Háskólans í Norrænahúsinu á laugardag. Á hersýningu Það þarf meira en lítið áræði til að leika helftina af etýðum Villa-Lobos í einni striklotu á einleikstónleikum, en af áræði virðist Arnaldur eiga nóg. Þótt hver æfinganna sé með sín- um svip eru þær keimlikar. Sama Arnaldur Arnarson gítarleikari. máli gegnir um prelúdíur Ponces og þegar þeim er raðað upp næst á eftir æfingum Villa-Lobos fer prógramm- ið að líta út eins og lið á hersýningu — löng röð af mönnum í sams konar einkennisbúningum. Efnisskrá af þessu tagi er hins vegar geislandi gott prófverkefni og má vera að Arnaldur hafi einmitt ætlað sér að styrkja sig fyrir slík átök með verkefnavali sínu. En með efnisskrá af þessu tagi er gít- arleikarinn berskjaldaður gagnvart áheyrendum sínum og gagnrýnend- um, því að í fyrrnefndum verkum er ákaflega litið um felustaði þar sem hægt er að skjóta sér á bak við ein- faldar tæknibrellur og glansa á auð- veldan hátt. Út af fyrir sig er það af- rek að komast klakklaust í gegnum slíka efnisskrá. Hann þorir Arnaldur stóð sig með stakri prýði í slag sínum við verkefnin. Hann er hispurslaus og áræðinn í leik sínum. Hann þorir að láta hvína í strengjum og að gefa tilfínningum lausan taum, þótt á stundum sé það á kostnað full- komnunar í leik. Sem slíkur sker hann sig úr hinum alþjóðlega hópi ungra perfektionista í gítarleik, sem eru því miður allt of algeng fyrirbæri. Vonandi tekst engum skóla að kæfa þennan neista með Arnaldi, þótt að sönnu eigi hann eftir að fínslípa leik sinn frekar. í síðasta verkinu og aukalögum skerpti hann enn frekar þá mynd sem ég hef gert mér af honum sem gítarleikara — Hann þorir að leggja líf og sál í leik sinn. -EM. V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.