Dagblaðið - 26.02.1981, Page 13

Dagblaðið - 26.02.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 Það er til marks um stöðu sama í hópi annarra þjóða Norðurlanda að um langan aldur hefur herra- þjóðunum liðist að bæla niður menningu og siði sama og hunsa kröfur þeirra um frumbyggja- réttindi. Svo langt hefur ruddaleg af- staða yfirvalda herraríkisins gengið að undir nánast öllum öðrum kring- umstæðum væri slíkt kallað kyn- þáttafordómar og aðskilnaðarstefna kynþátta. Það er fyrst nú á allra síðustu árum að barátta sama fyrir rétti sínum hefur borið þann árangur, að sérstaða þeirra hefur verið viðurkennd á allmörgum sviðum. T.d. eru aðeins fá ár síðan hafin var kennslaásamisku í skólum sama. Bókaútgáfa á samísku er líka fyrst til- komin nú á allra síðustu árum. Enn þverskallast samt herraríkið við að viðurkenna frumbyggjarétt sama. Það hvarflar stundum að manni þegar fjölmiðlar á íslandi flytja í stríðum straumum fréttir og frá- sagnir af málefnum erlendra þjóða að það sé með vilja gert að sneiða framhjá málefnum minnihluta- þjóðanna á Norðurlöndum, því svo fátæklegir eru fjölmiðlarnir af efni þaðan, þar til nú síðustu mánuði. Ég vona að á þessu verði breyting og skrif og umfjöllun um málefni minni- hlutaþjóðanna á Norðurlöndum hætti ekki þó Alta-deilan hætti að vera tilefni til frásagna. Svo lengi hefur verið þagað að Tanghugmyndir um t.d. sama eru orðnar rótgrónar. Það er skömm að bæta ekki úr þessu. Altaáin og Irf eða dauði Sjálfsagt hefur málstaður sama aldrei verið eins vel kynntur og nú. Svo er fyrir að þakka dauðadómi þeim sem norska Stórþingið kvað upp yfir samíska þjóðlifinu, þegar samþykkt var að byggja Altastífluna og virkja Alta-Kautokeino vatna- svæðið. Með samþykkt sinni gerði norska Stórþingið tvennt. Annars vegar gaf það grænt ljós fyrir framkvæmdir, sem trúlega eiga eftir að hafa mikil áhrif á vistkerfi Finnmerkurheiðanna til hins verra fyrir allt lífríkið. Hins vegar vanvirðir þingið frumbyggjarétt sama. Norska ríkið hagar sér þannig eins og argasta nýlenduveldi gagnvart samísku þjóðinni. Það væri hægt að rita langa skrá um ofbeldisverk norskra yfirvalda i máli þessu. Allt frá lögregluárásum á sama og stuðningsmenn þeirra, símahlerana á símum sama, hand- tökum erlendra blaðamanna og fang- elsun án dóms og brottvísun frá Noregi, notkun sálfræðinga og geðlækna í aðgerðunum gegn sama- konunum, sem settust að í fundar- sal forsætisráðuneytisins, handtöku blaðamanns við störf í sjálfu þing- húsinu o. fl. o. fl. Eftir slíkan lestur væri með öllu ómögulegt að sjá hvað skilur að Noreg og hin alræmdustu lög- regluríki. En Noregur er ekki lög- regluriki af því að það er eitt hinna heiðvirðu Norðurlanda, eða? Við skulum veita máli þessu athygli. í því birtist nokkuð ljóst hve skammt lýðræði og mannréttindi eru á veg komin. Það segir okkur söguna um 'að lýðræði og mannréttindi eru til fyrir suma en ekki aðra. í þessu tilfelli eru samar aðrir. Erekkisjálf- sagt að þeir komi með í hópinn og njóti a.m.k. sömu réttinda og hinir? T.d. að þeir verði viðurkenndir sem þjóð eins og við hér á Fróni og fái sæti við hlið annarra þjóða Norður- landa í Norðurlandaráði. Er það ekki sjálfsagt, að þeir njóti meiri réttinda í sínu eigin landi, Samalandi, þar sem þeir hafa átt heima lengur en Norðmenn í Noregi, Svíar i Svíþjóð, Finnarí Finnlandi. Altaáin lifi — styðjum sama. Samar fái þrjú sæti í Norðurlanda- ráði. „Við samar erum einn þjóðflokkur - ein þjóð." — Úr samapólitískri stefnuskrá XI. norræna samaþingsins. Kjallarinn Albert Ðnarsson I. Þjóðlegar forsendur sama 1. Við samar erum ein þjóð og landamæri ríkjanna geta ekki rofið einingu þjóðar okkar. 2. Við eigum okkar eigin sögu, eigin hefðir, eigin menningu og eigið tungumál. Frá forfeðrum okkar höfum við fengið í arf rétt til lands og vatns og réttindi og þekkingu atvinnuvega okkar. 3. Það er réttur, sem eigi verður af okkur numinn, að varðveita og þróa atvinnuvegi okkar og sam- félag á grundvelli sameiginlegra. skilyrða okkar. Og við viljum í sameiningu varðveita jarðir okkar, náttúruauðæfi og þjóðleg- an arf fyrir komandi kynslóðir. Á þessum grundvelli leggjum við framþetta sameiginlega markmið. II. Samapólitískt markmið Við, samar, samísk félög og samtök, sem leggjum fram þessa samapólitísku stefnuskrá viljum vinna að því að hin samísku samfélög, samískir lifnaðarhættir og samískt tungumál og menning lifi og þróist á grundvelli okkar eigin for- senda og markmiða. Samapólitíska stefnuskráin fylgir grundvallarat- riðunum í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum yfir- lýsingum og sáttmálum er varða mannréttindi og þjóðarrétt. Þess vegna krefjumst við: 1. að samar fái lögfesta vernd sem frumbyggjar í hverju landanna um sig. 2. að erfðaréttur samanna til lands og vatns verði verndaður með lögum i viðkomandi löndum. 3. að hefðbundnir atvinnuvegir 13 ------------------ sama fái lögvernd og að lögin verði aðlöguð landslögum viðkomandi landa. 4. að samísk tunga fái lögverndaða stöðu sem opinbert tungumál. 5. að samískt samfélagsskipulag og málsaðilar sem eru fulltrúar samai verði opinberlega viðurkenndir. 6. að samísk tunga og menning verði vernduð og þróist sem lifandi tunga og menning. 7. á grundvelli hefðar okkar lífs í friðsamlegri sambúð við nágranna okkar og að styðja starf sem stuðlar að friði í heiminum. (Liður 5 í kafla IV. Framkvæmd markmiðs, útskýringar. Þetta er jafnframt síðasti liður stefnu- skrárinnar). • 5. Samarogaðrarþjóðir. a) Við styðjum Heimsráð frumbyggja, WCIP, og erum aðilar að þessum samtökum í gegnum Norræna samaráðið' (Nordisk Samerád). b) Við skorum á Norðurlöndin að gerast aðilar að þeim alþjóðlegu samningum, sem staðfesta grund- vallarréttindi þjóðlega minni- hluta. c) Samíski þjóðflokkurinn verði samþykktur sem meðlimur í Norðurlandaráði. Hér að framan er birtur I. og 11. kafli og síðasti liður IV. kafla stefnuskrár þeirrar er XI. norræna samaþingið samþykkti í júní 1980. Albert Einarsson, kennari. sóun á dýrum pappír. Fyrir nokkru skýrði Dagblaðið frá því að hagnaður þess 1979hefði veriðum 12 milljónir. Er það þó eina dagblaðið, sem ekki fær ríkisstyrk og er þar að auki mein- að að birta stjórnvaldaauglýsingar, sem þó er drjúgur tekjuliður fyrir hin blöðin. Af þessari niðurstöðu hjá Dagblaðinu mætti halda að tímabært væri að fella niður þessa ölmusu frá ríkinu. Þessi ofrausn í stjórnmálaskrifum skapar líka leiða á stjórnmálamönn- um yfirleitt. Þeir virðast ekki fá áheyrendur á fundi útiá landi nema hafa trúða og aðra skemmtikrafta í bílskottinu á fundarstað. Þegar litið er 40—60 ár til baka var annað upp á teningnum. Þá komu rnenn á stjórn- málafundiumlangan veg gangandi og riðandi og sátu eða stóðu 10—14 klukkutima, án þess að fá nokkra hressingu i óupphituðum pakkhúsum og sláturhúsum og hlustuðu hug- fangnir á Jónas, Tryggva, Ólaf Thors, Jón Þorláksson, Harald Guð- mundsson, Einar Olgeirsson o.fl. Nú mega leiðtogarnir híma fáliðaðir í palesanderþiljuðum fundarsölum. Endurreist unglinga- heimili í Breiðuvík Ein er sú ríkisstofnun sem ég álít að eigi að leggja niður í því formi sem hún hefir verið í undanfarið. Er það svonefnt Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi. Sem hefir á undanförnum árum iðulega vakið á sér athygli i sambandi við innbrot og óknytti sem dvalargestir hafa unnið að nóttu til í höfuðborginni. Þó tók nú steininn úr á sl. páskum er hinir 9 dvalargestir voru í skemmtiferð í Stykkishólmi í umsjá þriggja gæzlumanna sem þó voru ekki betur á verði en það, að minnstu munaði að til mannskaða kæmi af völdum unglinganna. Þaðer með öllu óskiljanlegt að staðsetja svona mannbótahæli í miðju þéttbýl- inu við Faxaflóa. Við þessa stofnun vinna 18 manns á fullu árskaupi við að annast 9 dvalargesti. Á fjárlögum 1981 er stofnuninni ætlað kr. 1.446.600.00. Er lítt skiljanlegt að fjórir fjármálaráðherrar hafa athuga- semdalaust látið greiða 18 manns full árslaun við umönnun 9 unglinga. Um nokkur ár var starfrækt álíka uppeldisstofnun í Breiðuvík sem virðist ólíkt heppilegri staður og kost- aði rekstur hennar síðasta árið 1979 aðeins um 30 milljónir. Starfræksla þessarar stofnunar var lögð niður 198Q.-Er-það min tillaga að hér verði breytt um og unglingarnir á heimilinu í Kópavogi verði fluttir á endurreist unglingaheimili í Breiðuvík. Heldur finnst mér dómgæsla hafa sett niður í seinni tíð. Og ekki var átt- undi áratugurinn þar til fyrirmyndar. Má segja að nú eigi við hin fleygu orð Jónasar frá Hriflu 1924 um þetta fyrirbæri, sem hann nefndi „siðleysi kunningsskaparins”. Taldi hann að aldrei hefði maður með hvítt um hálsinn verið látinn afplána fanga- vist. Nú um stundir hafa stærri af- brotamál verið látin þæfast í dóms- kerfinu árum saman, sum jafnvel á annan áratug og loks þegar dómar hafa gengið, eru helstu sakarefni fyrnd. En ef ekki verður komist hjá að dæma til fangavistar er hún gjarn- an skilorðsbundin. Þó eru fangelsin full 90% af fólki sem hefir drýgt af- brot vegna áfengis- og fíkniefna- neyslu og 10% auðnuleysingjar sem eiga formælendur fáa og hafa ekki átt aðgang að félagsstúku frímúrara. „Hvað heitir barnið?" Fyrir nokkru var viðtal við kirkju- málaráðherra í Útvarpinu og taldi hann mál varðandi kristni og kirkju í því formi að ekki væri ástæða til breytinga. Ég er á annarri skoðun og tel að gjörbreyta þurfi prestakalla- skipun landsins þó aðallega í dreif- býlinu, þar sem fámennum söfnuð- um er algjörlega ofviða að halda við þessum gömlu timburkirkjum, sem oft eru tvær í sömu sveit. Sveitasöfn- uðir, sem töldu um hundrað manns um síðustu aldamót, eru nú víða inn- an við 30 sálir og að mestu aldrað fólk. Það á að taka nokkuð af þessum kirkjum niður og sameina tvo eða þrjá söfnuði um eina vandaða ldrkju. Aðstaða til fúUkomnara söng- lífs myndi og aukast við slika samein- ingu. Með þeirri gjörbreytingu á sam- göngum og aukinni bifreiðaeign er svona skipulagsbreyting sjálfsögð. Unnið er nú að sameiningu minni hreppsfélaga og mörg kaupfélög hafa sameinast í stærri heildir til meiri hagkvæmni í rekstri. Að sjálfsögðu geta ekki kirkjuyfirvöldin umflúið svona breytingar til lengdar. Og er undravert að ekkert hefir heyrst í þessa átt t.d. frá kirkjuþingi þar sem sóknarnefndarmenn utan af landi eru fulltrúar. Virðist það þó vera þýðing- armeira en að breyta skírnarforminu þannig, að í stað þess eins og venja hefir verið um aldir, að presturinn spyrjihvaðá barnið að heita? Spyrji hann nú: Hvaðheitir barnið? Stundum heyrir maður talað um að leggja gull í lófa framtíðarinnar. Og segja má að sú kynslóð, sem sleit barnsskónum um síðustu aldamót hafi gert bað i rikum mæli. En nýlega heyrðist frétt sem snéri tiTgagnstæðr- ar áttar. Ríkisstjórnin hafði nefnilega tekið stórlán i Bretlandi, sem átti að standa afborgunarlaust í 35 ár eða til ársins 2016 og koma í hlut þeirra að borga, sem ættu sin manndómsár um það leyti. Eða fæddust á hinum ný- byrjaða níunda áratug. Verður að segjast að þessi skuldabaggi sem greiðast á upp í einu lagi á gjalddaga, sé óskemmtilegur arfur frá þeirri kynslóð, sem lifði góðærin um 1980. Um áratugi hefir einn maður, Frið- rik Þorvaldsson reynt að vekja at- hygli á þeirri þjóðarnauðsyn að byggja brú yfir Hvalfjörð án þess að þeir sem forustu eiga að hafa i um- ferðarmálum hafi hreyft hönd eða fót til lausnar málinu. Meira að segja hefir þeirri fjarstæðu verið hreyfí að ýta upp vegi yfir leirurnar innan við Þyril til þess að stytta leiðina fyrir Hvalfjörð um 2—3 km. En að byggja brú og stytta leiðina um 47 km má bíða. Hvað ætli það kosti á snjó- þungum vetri að hreinsa 50 km vega- lengd. Þegar nú hefir verið byggð hafskipabryggja við Grundartanga eykur það enn þörfina fyrir Hval- fjarðarbrú. Eitthvert óhugnanlegasta fyrirbæri í hinu íslenska velmegunarþjóðfélagi eru hinar gífurlegu fóstureyðingar. Hefir komið fram í fjölmiðlum að þær nálgist 600 á ári, eða sem svarar tvær á dag alla virka daga ársins. Og það raunalega er að kvenþjóðin stendur aðallega að baki þessum þjóðlífsháttum og afneitar að nokkru hinu háleitasta og göfugasta hlutverki konunnar, móðurhlutverk- inu. f annan stað heyrist að mörg hjón sem ekki verður barna auðið fórni stórum fjármunum til þess að nálgast hvítvoðunga frá Austurlönd- um. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem er mótfallinn fóstureyðingalög- unum, flutti á síðasta þingi nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar. Náði það ekki afgreiðslu þá. Hefir hann nú endurflutt frumvarpið á yfirstandandi þingi og vonandi fær það nú fullnaðarafgreiðslu. Kjarnorkusprengjur Á síðastliðnu ári fór brosleg um- ræða fram, utan þings og innan, um það hvort varnarliðið í Keflavík hefði kjarnorkuvopn undir höndum. Og gerðu ráðamenn þjóðarinnar sér upp þá fávisku að fullyrða að svo væri ekki. Því Bandarikjamenn hefðu lof- að því í upphafi, að slík skaðatæki yrðu ekki geymd í þéttbýlinu við Faxaflóa. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að þeir sem tekið hafa að sér varnir landsins, láti fslendinga segja sér fyrir um það hvaða vopna- búnað þeir hafa hér? Þeim er nauð- synlegt að hafa á hverjum tíma það nýjasta og fullkomnasta, sem þeir ráða yfir og sem stendur ekki að baki þeim drápstækjum, sem hugsanlegur árásaraðili býr yfir. Og þegar kjarn- orkueldflaugum hefir verið plantað af Nato víðsvegar um Vestur-Evrópu er trúlegt að varnarliðið hafi slík vopn til staðar. Hitt hlýtur öllum að vera ljóst, að víghreiður hér býður hættunni heim. Árás á landið hlut- laust og varnarlaust væri morð, en árás á framvarðarstöð Bandaríkj- anna hér væri herfræðileg nauðsyn nr. 1. Meðan hergagnaframleiðsla er arðbær atvinnuvegur meðal stór- þjóðanna skirrast þær ekki við að halda með undirróðri vopnaburði í gangi hjá smáþjóðunum og í hinum vanþróuðu löndum. Og méðan svo stendur, verður aldrei friðvænlegt i heiminum. Fyrir réttum 15 árum í janúar 1966 lenti risavaxin sprengjuþota í árekstri við birgðaþotuvið eldsneytisáfyllingu i lofti við suð-austur strönd Spánar. Kviknaði í vélunum og þær féllu brennandi til jarðar. Þrátt fyrir það að Bandaríkjamenn höfðu lofað að ferðast ekki með kjarnorkusprengjur yfir Spán voru fjórar risasprengjur í vélinni, þrjár féllu á þurrlendi en ein í sjó. Sem betur fór voru þær ekki tengd- ar kveikjutækjum, því ef þær hefðu allar sprungið, hefðu þær eytt öllu mannlifi í stórum hluta Evrópu og Norður-Afríku. Því samanlögð sprengjuorka þeirra var fimm þúsund sinnum meiri en sprengju þeirrar, er varpað var á Hiroshima. Sprengjurn- ar duttu niður við lítið þorp nærri ströndinni, sem heitir Palomares og hafði 1200 íbúa, sem lifðu á ræktun tómata og aldinávaxta. Herstjórn Bandarikjanna lét þegar hefja leit að sprengjunum. Leituðu 600 manns á landi og fundust þrjár sprengjur, sumar næstum á kafi í jörðinni. Verr gekk að finna sprengjuna sem í hafið féll. Fjöldi herskipa stórra og lítilla ásamt dvergkafbátum var send- ur á vettvang til þess að leita að sprengjunni. Fannst hún eftir 90 daga og var lyft af 850 faðma dýpi. Kostn- aður við leitina var 80 milljónir doll- ara. Bandarísku herstjórninni tókst að halda slysi þessu leyndu í 40 daga, en Rússar höfðu þá fyrir löngu njósn- að atburðinn og sent njósnatogara á vettvang til þess að fylgjast með leit- inni. Svo Bandaríkjamenn urðu að girða svæðið af með herskipum. Blaðið Isvestia notaði þetta gullna tækifæri til áróðurs á Bandaríkin og sagði meðal annars: „Þetta slys undirstrikar hina alvar- legu hættu fyrir öryggi þjóðanna, sem felst í því, að amerískar flugvél- ar, útbúnar kjarnorkuvopnum fljúga frjálsar um. Það sem skeði á Suður- Spáni í janúar getur skeð hvenær sem er í Vestur-Evrópu, Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku”. Þó að ekki yrði sprenging, leiddi svo mikla mengun af atburðinum að tómatauppskeran og allur annar ávaxtagróður eyði- lagðist á fáum dögum og hefir aldrei náð sér síðan og er þorpið næstum mannlaust. Bandarikjamenn ýttu saman efsta jarðlaginu á stóru svæði, settu í tunnur og fluttu til Bandaríkj- anna til rannsóknar. Ég hefi rifjað þetta svo rækilega upp, vegna þess að nú 15 árum síðar hefir öll notkun þessara vopna færst i aukana svo hættan er meiri nú en nokkru sinni. Þarf ekki að leiða getum að því,Jiyað myndi gerast hér ef mistök yrðu við geymslu slíkra vopna. En þeir sem pöntuðu þennan ófögnuð hingað og raða sér á jötuna til þess að græða á hermangi, brosa sakleysislega og segja að allt sé í lagi. Engjr munu í al- vöru halda því fram að varnarliðið sé hér i þágu íslendinga til þess að verja landið. Bandaríkjamenn myndu gráta þurrum tárum þótt rúmlega 200 þúsund íslendingar þurrkuðust út við kjarnorkuárás. En herstöðin hér sparar þeim milljarða dollara miðað við það að hafa flugvélamóðurskip sveimandi í Norðurhöfum til þess að fylgjast með rússneskum kjarnorku- kafbátum. Væri því ekkert eðlilegra en að uppsátur þeirra hér væri greitt háu verði. Á hernámsárunum kom amerísku hermönnunum mest á óvart að kven- fólkið veitti þeim blíðu sína án þess að þiggja greiðslu fyrir. Er eðlilegt, að Fjallkonan sé lögð undir Banda- ríkin án nokkurrar þóknunar? Sigurjón Sigurbjörnsson. „Er eölilegt, aö Fjallkonan sé lögö undir Bandaríkin án nokkurrar þóknunar?”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.