Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 DB á ne ytendamarkaöi Krafa um að: Umbúðir séu merktar greinilega og á íslenzku Umbúðir utan um vörur eru oft á tiðum hannig merktar að fyrir almenning er erfitt að gera sér grein fyrir innihaldinu. Stundum eru leiðbeiningar um notkun, innihalds- upptalning og pökkunardagur alls ekki merkt og í öðrum tilfellum og þeim iiklega fleiri eru upplýsingarnar á erlendum tungum. Þó margir geti lesið sér að gagni ensku og eitthvert Norðurlandamál og til sé fólk hér á landi sem les bæði tungur manna og engla eru hinir Iíklega fleiri sem eru ómælandi og ólæsir á annað en íslenzku. Því er það bagalegt að ekki skuli vera í gildi regla sem kveður á um skyldu til þess að hafa upplýsing- ar á vöru á íslenzku. Ellegar að innflytjendur finni hjá sér hvöt til þess að sjásvo um. Sem betur fer eru þeir þó nokkrir sem breytt hafa til betri vegar. Nefna má sem dæmi að Moon Silk sjampó er með íslenzkum leiðbeiningum utan á og Serla salernis- og eldhúsrúllur eru vandlega merktar með upplýsingum um magn, bæði í þyngd og fjölda „eyðublaða”. Vörumerking er ekki bara sjálf- sögð og eðlileg, hún getur verið lífs- nauðsynleg. Fólk hefur ofnæmi fyrir ólíklegustu hlutum og viti það ekki hvað í vörum er geta þær jafnvel riðið því að fullu. Það er líka til mikillar hjálpar ef t.d. börn drekka einhvern hreinsilög að vita hvað í honum er. Þá geta læknar tekið betri ákvörðun um frekari viðbrögð. íslenzkir vöruframleiðendur standa sig alls ekki sem skyldi, þó ætla mætti að þeir mikluðu ekki fyrir sér prentun á umbúðum með INNIHALDIÐ VILL LEITAUPPÚR „FULLKOMNUSTU” UMBÚÐUNUM Margir hafa kvartað yfir því við okkur að þeim þættu umbúðirnar sem notaðar eru í höfuðborginni undir einn lítra mjólkur og pela af rjóma vera mjög óhentugar. Vill innihaldið skvampast upp úr um- búðunum eftir að búið er að opna þær, jafnvel tæplega háegt að geyma mjólkina í kæliskápshurðinni vegna þess arna. Forráðamenn Mjólkursam- sölunnar I Reykjavik hafa látið í Ijós þá skoðun að þessar umbúðir séu ein- mitt allra fullkomnustu mjólkur- umbúðirnar sem hægt er að hugsa sér. Þær er hægt að fylla alveg Klippið göt á bæfli hornin, en „auka” gatifl má ekki vera nema mjög lítifl. Sýnist sem blm. sé í þann veginn að klippa alltof stórt gat á rjómafernuna sina. DB-mynd Bjarnleifur. þannig að ekkert loft verður eftir inni í þeim. Þykir það til bóta fyrir innihaldið því súrefni getur haft skemmandi áhrif á mjólkurvörurnar. Okkur hefur verið bent á gott ráð til þcss að koma í veg fyrir að innihaldið skvampi upp úr umbúöunum. Klippið tvö göt á hverja fernu, bæði á það hornið sem merkt er fyrir kiippingu og einnig á hitt hornið. Götin mega hins vegar ekki vera nema mjög lítil, sér í lagi „auka” gatið. Með þessu móti skvettist í það minnsta síður upp úr umbúðunum. -A.Bj. Húsráö Meóan ynf’stu börnin eru að vaxa úr Krasi ttn ennþá kuma fyrir slys má setja vinil-háó neóan á sófapáðana. Þepar barnið situr í sófanum snýr vlnilið upp, annars niður. Yftr borð- stofustólana má i sama tilyanyi strekkja plœra plastjilmu. ★ Blettum eftir uliumálninau má oft ná af höntlum sér með barnaolíu. ★ Blekblettir nást afhöndum með smjitr- líki op rökum klút. ★ Sítrónusafi yetur oft eytt lykt. Lauk- lykt af höndum oy önnur matarlykt hverfur oft við að hendurnar eru nudd- aðar með sitrónusafa. Hálf sítróna i ís- skápinn eyðir oft lykt í honum. ★ Eftir að hafa hreinsað ofninn má eyða hinni hvimleiðu hreinsiefnalykt meó þvi að baka í ofninum örlítið appelsinu- hýði. ★ Sé kveikt á kertum eyðist oft slgarettu- reykurinn í íhúðinni. upplýsingum á móðurmálinu. Oft á tiðum er innlend vara alls ekki merkt og stundum eru upplýsingarnar verri en engar. Innlent sælgæti er þannig til dæmis ekki merkt með sykur- innihaldi, sem skiptir þó miklu máli, t.d. fyrir sykursjúka. Þó að í gildi séu reglur sem skylda framleiðendur unninna matvæla til þess að merkja þau með innihalds- upplýsingum, er farið lystilega í kring um þær. Mjólkurvörur hvers konar eru dæmi um það hvernig ætti að fara eftir reglunum. En aftur á móti sælgætið (sem hlýtur að teljast til matvöru þó einhverjir telji það skil- greiningaratriði), dæmi um hið gagn- stæða. Flvers kyns hreinsiefni hlýtur að þurfa að merkja vel því röng notkun getur haft illar afleiðingar. Það ætti að vera bæði innflytjend- um og innlendum framleiðendum kappsmál að merkja vöru sína vel og á íslenzku. Það er að vísu erfiðara með erlendu vöruna en þó hefur komið í Ijós, m.a. á þeim tveim dæmum, sem fyrst eru nefnd, að þetta erhægt. -DS. D Moon Silk sjampóifl er eini hreinsi- lögurinn sem við höfum rekizt á méð íslenzkum upplýsingum utan á. Fleiri mættu fara að dæmi Halldórs Jóns- sonar innflytjanda. DB-mynd Kinar Ólason. Borgames og Akranes: 800 króna munur á lyftiduftsdós Verðkönnun framkvæmd af Borgarfjarðardcild Ne.vtendasamtakanna. Verðlagsstofnun annaðist gagnavinnslu. Könnunin var framkvæmd á Akranesi 24.11 sl. Neskjör Borgarnesi. Kjörbúð KB Borgarnesi Vörumarkaður KB Borgarnesi. Einarsbúð Akranesi. Bkagaver Akranesi. Sykur 2 kg. 1925,- 2134,- 1870,- 1940,- 1945,- Fl&rsykur 1/2 kg. 675,- 727,- — 585,- — Sirkku mola6ykur 1 kg. — 1265,- — 1242,- 1155,- Pillsburys hveiti 5 lbs. 1170,- — 1160,- 1160,- Robin Hood hveiti 5 lb6. — 1116,- 1137,- — — Pama hrísmjöl 350 gr. 560,- 557,- 439,- 381,- 550,- River rice hrfsgrj&n 454 gr. 435,- 484,- 431,- 430,- 430,- Solgryn haframjöl 950 gr. 935,- 956,- 811,- 922,- 915,- Kellogs corn flakes 375 gr. — 1658,- — 1694,- 1595,- r slenskt matarsalt Katla 1 kg. 318,- 495,- 412,- 454,- — Reykjane6salt ffnt 1 kg. — 341,- — — Royal lyftiduít 450 gr. 762,- 1072,- 924,- 930,- 930,- Golden Lye’s sýr&p 500 gr. 2400,- 2298,- — 1660,- 2505,- Royal vanillubuCingur 90 gr. 210,- 297,- 220,- 260,- 255,- Maggi 6veppasupa 65 gr. 310,- 293,- — 307,- 315,- Vilko 6veskjugrautur 185 gr. 487,- 675,- 552,- • 670,- — Melroses te 40 gr. 490,- 488,- 494 ,- 460,- Fr&n mj&lkurkex 400 gr. 720,- 705,- 608,- 639,- 540 ,- Ritz saltkex rauður 200 gr. — — — — — Korni flatbröd 300 gr. 570,- 577,- 523,- 565,- 530,- Fr&n kremkex 664 ,- 730,- 629,- 666,- 670 ,- Ora grænar baunir 1/1 d&s 800,- 890,- — 859,- 870,- Ora rauökál 1/2 d&s 940,- 831,- 719,- 934,- 935,- Ora bakaOar baunir 1/2 d&s 805,- 810,- — — 890,- Ora fiskbuÖingur 1/1 d&s 1350,- 1252,- 1209,- 1314,- 1350,- Ora lifrarkæía 1/8 d&s — 552,- 402,- — 580,- Ora mafskorn 1/2 d&s 940,- 942,- 813,- 876 ,- 930,- T&matsosa Valur 430 gr. 693,- 690,- 530,- 695,- 690 ,- T&mats&sa Libbys 340 gr. 594 ,- 685,- — 660,- 660,- Kjuklingar 1 kg. 4510,- 3700,- — 3710,- 3750,- Nautahakk 1 kg. 4457,- 4457,- — 4985,- 3404,- Kindahakk 1 kg. 3863,- 3863,- — 4185,- 3863,- Gunnars majones 250 ml. 560,- 566,- — 564 ,- — Eee 1 kg. 2700,- 2750,- — 2760,- 2750,- Sardfnur f olfu K. J&nsson 106 gr- — — 512,- 520,- Regin WC pappfr 1 rulla 245,- 236 ,- 208,- — — Melitta kaffÍ6Íur No. 102 40 pokar 470,- 426,- 349,- 404,- 470,- C-ll þvottaeíni 3 kg. — 3728,- 3298,- 3575,- — Þvol uppþvottalögur 2,2 ltr. 1646,- 1847,- 1634,- 1734,- 1661,- Hreinol grænn 0,5 ltr. 605,- 514,- — 554,- 474 ,- Lux handsápa 90 gr. . 365,- — 298,- 344,- 330,- Dún mýkingarefni 1 ltr. 1115,- 1057,- 935,- 947 ,- 1003,- Colgate tannkrem íluor 90 gr. 700,- 680,- 573,- 680,- 680,- Eplaejamp& Sjöfn 295 ml. — 1044,- 923,- 1034,- — Nivea krem 60 ml. 617,- 615,- — 619,- 715,-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.