Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 18
18 I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir NJARÐVKIURSUT BKARSINS D Njarðvíkingar fengu heldur betur að hafa fyrir sigri sinum gegn Stúdentum er liðin mættust í „Ijónagryfjunni” í Njarðvík i gærkvöld. Heimamenn sigr- uðu 95—89, eftir að staðan hafði verið 56—53 i leikhléi, en sigurinn hékk á bláþræði. Munurinn fór aldrei upp fyrir 4 stig ef undan er skilin lokastað- an i leiknum. Það var fyrst og fremst stórkostlegur leikur Mark Coleman í fyrri hálfleikn- um sem hélt Stúdentum í nágrenni við —unnu 95-89 sigur á Stúdentum í baráttuleik syðra í gærkvöld íslandsmeistarana. Hann skoraði 27 stig auk þess sem hann hélt Danny Shouse gersamlega niðri. Blokkeraði nokkrum sinnum frá honum skot og Shouse skoraði ekki nema rúmlega 10 stig. Strax í byrjun síðari hálfleiksins Coleman 4. villu sína og varð þá að slaka verulega á gæzlunni á Shouse, sem fór þá loks almennilega í gang. Var gersamlega óstöðvandi og stigunum rigndi niður. Þegar ein mínúta var til leiksloka var munurinn aðeins tvö stig, 91—89. Þorsteinn Bjarnason brauzt þá inn í vörn ÍS og reyndi körfuskot. Mörgum fannst það nokkuð djarft og um leið anzi óhnitmiðað en hvað um það, í körfunni hafnaði knötturinn og sigur Njarðvíkur var svo gott sem tryggður. í lokin bættu þeir við einni körfu svo sigurinn varð 6 stig á endan- um. Útlendingarnir í liðunum báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Skoruðu báðir 38 stig í leiknum og brilleruðu sinn hálfleikinn hvor. Árni Guðmundsson og Gísli Gíslason áttu báðir mjög góðan leik fyrir ÍS svo og Bjarni Gunnar í síðari hálfleiknum. Albert Guðmundsson átti mjög góðan fyrri hálfleik. Hjá Njarðvík var liðs- heildin öllu jafnari og dreifðist stiga- skorunin verulega. Það óhapp varð að Jónas Jóhannes- son meiddist á hné og er jafnvel talið að um slæm meiðsl geti verið að ræða. Áhorfendur voru tiltölulega fáir í Njarðvík í gærkvöld enda hafa flestir vafalítið búizt við stórsigri. -SSv. ítalir áttu aldrei mögu- leika gegn Evrópuliöinu mörk Simonsen, Woodcock og Halilhodzic tryggðu Evrópu 3-0 sigur Evrópuúrvalið átti aldrei í neinum vandræðum með að sigra ítali er liðin mættust i ágóðaleik í Rómaborg i gær- kvöld til styrktar þeim er verst urðu úti i jarðskjálftunum miklu á Ítalíu fyrr i vetur. Evrópuliðið sigraði 3—0 og hafði allan timann tögl og hagldir. Var engu líkara en leikmenn þess hefðu leikið saman frá örófi alda, en ítalska liðið virkaði ákaflcga ósannfærandi. Aðeins 13.000 manns mættu til að sjá leikinn, sem fór fram í úrhellisrign- ingu. Hagnaður af honum varð þvi miklum mun minni en gert hafði verið ráð fyrir, eða sem svarar 35.000 sterl- ingspundum. Fyrsta mark Evrópuliðsins skoraði Allan Simonsen eftir að Dino Zoff hafði hálfvarið þrumuskot frá Hansi Miiller, sem átti stórkostlegan leik með Evrópuúrvalinu. A 56. mínútu bætti Júgóslavinn Halilhodzic annað markið með glæsilegri aukaspyrnu. Knötturinn skrúfaðist inn í markið án þess að Zoff kæmi neinum vörnum við. Tíu mínútum fyrir leikslok tók Jesus Zamora á sprett og gaf síðan laglega fyrir markið þar sem Tony Woodcock þurfti ékki annað en að ýta knettinum yfir marklínuna. Alls skipti Jupp Der- Cruyff sveik Leicester —forráðamenn félagsins æf ir vegna f ramkomu Cruyff, sem ákveðið hefur að leika með spænsku 2. deildaviiði Það væri Ijótt að segja að hinn 33 ára gamli Johan Cruyff (Crijuff) legði sig ekki í lima við að koma heimspressunni á óvarl. DB skýrði frá þvi eitt fjölmiðla í gær að hann hefði samið við enska 1. deildarliðið Leicester City i fyrrakvöld, en i gær bárust þær fréttir að hann hefði rift þeim samningi og hygðist leika með spænska 2. deildar liðinu Le- vante frá Valencia út keppnistimabilið. Forráðamenn Leicester eru æfir, en geta sjálfum sér um kennt því sam- kvæmt samningnum, sem þeir gerðu við Cruyff, gátu báðir aðilar rift honum með 36 stunda fyrirvara. „Mér líkar ekki veðráttan í Englandi á Láta „pressuliðið” mæta Pólverjum Frá Magnúsi Gíslasyni, frétta- manni DB í Frakklandi: Þrált fyrir augljós vonbrigði allra i- þróttafréttamannanna reyndu menn að gera að gamni sinu i gærkvöldi. Ræddu mikið um það hvernig hægt væri að vinna sigur á Pólverjum og komust aö þeirri niðurstöðu að réttast væri að láta blaðamennina leika gegn Pólverjunum. Þeir gætu varla leikið verr en landinn í gærkvöld. Hugmyndin var þá að þeir Þórarinn Ragnarsson Morgunblaðinu og Her- mann Gunnarsson, útvarpsmaður, lékju i hornunum. Sigmundur Ó. Steinarsson, SOS, á Visi, færi i markið og þeir Ingólfur Hannesson, Þjóðviljanum og Ragnar Örn Péturs- son á Tímanum yrðu bakverðir. Síðan myndu þeir fá tvo lánsmenn — hugsan- lega Július Hafstein, formann HSI, og Pál Eiriksson lækni. Fréttamanni DB var tjáð að honum væri ætlað aö vera á klukkunni í fyrri hálfleik en dæma í þeim siðari — þvi miöur væri ekkert pláss í liðinu. þessum árstíma og því fannst mér meira freistandi að leika suður á Spáni þar sem ég þekki vel til,” sagði Cruyff er fréttamenn ræddu við hann. Ákveðið hefur verið að Cruyff leiki sinn fyrsta leik með Levante á sunnu- daginn og þeir áhangendur Leicester, sem keypt höfðu miða á leikinn gegn Forest á laugardag og ætluðu að berja snillinginn augum, verða að kyngja því að Leicester-liðið verður eins skipað og um sl. helgi, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. -SSv. Sigurður Sverrisson Lokaleikurinn íúrvalsdeild Siðasti leikurinn i úrvalsdeildinni fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 20 i kvöld og mætast þá Stúdentar og ÍR. Með sigri i kvöld tryggir ÍS sér 3. sætið i úrvalsdeildinni, en sigri Stúdentar heldur KR 3. sætinu á betri stigamismun. wall, sem stjórnaði Evrópuúrvalinu, Fimm varamönnum inn á í hálfleik en Enzo Bearzot, sfjóri ítalanna, skipti fjórum inn á. Liðin voru þannig skipuð: Evrópuúr- valið: Arconada, Spáni, (Schumach- er, V-Þýzkalandi), Kaltz, V-Þýzka- landi, (Gerets, Belgíu), Krol, Hollandi, Pezzey, Austurríki, Stojkovic, Júgó- slavíu, Chamacho, Spáni, (Zamora, Spáni), Wilkins, Englandi, Nehoda, Tékkóslóvakíu, (Botteron, Sviss), Halilhodzic, Júgóslavíu, Múller, V- Þýzkalandi, Simonsen, Danmörku, (Woodcock, Englandi). Ítalía: Zoff, Bordon), Gentile, (Baresi), Cabrini, Marini, Collovati, Scirea, Conti, (Bagni), Tardelli, Graziani, Anto- gnoni, (Angelotti), Bettega, (Altobelli). Allan Simonsen kom Evrópuliöinu á bragðið. Tony Woodcock skoraði eitt marka Evrópuliðsins gegn Ítaliu. hjá Englandi Englendingar sigruðu ÍRA 1—0 í landsleik þjóðanna — leikmenn 21 árs og yngri. Þá fór einn leikur fram í 2. deild. Cardiff sigraði Newcastle 1—0 í barningsleik. Staða Cardiff vænkaðist nokkuð fyrir vikið en gengi Newcastle er jafn afleitt ogfyrr. Hörkuleikur íKeflavík í kvöld kl. 20 mætast í Keflavík ÍBK og Valur í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ. Í gærkvöld báru Njarðvíkingar sigurorö af Stúdentum syðra og þvi er Ijóst hverjum sigurvegararnir í kvöld munu mæta i úrslitaleiknum. Vals- menn hafa vafalítið i hyggju að ná sér niðri á Njarðvikingum eftir ófarirnar í úrvalsdeildinni og ekki er að efa að Keflvíkingar hafa fullan hug á að mæta „stóra bróður” i úrslitum keppninnar. Ekki þarf að efa að það yrði saga til næsta bæjar. Sjón er sögu rikari og fullvist má telja að iþróttahúsið í Kefla- vík verði þéttskipaö í kvöid. -SSv. MikiH hugur hjá Skallagrími fyrir komandi keppnsbmabil —Gunnar Orrason gekk til liðs við Borgnesingana fyrir skömmu Skallagrímsmenn fengu fyrir skemmstu góðan liðsauka er Gunnar Orrason, hinn eldfljóti framherji þeirra Framara, tilkynnti félagaskipti yfir til þeirra Borgnesinga. Áður höfðu þeir fengið markvörðinn, Júlíus Marteins- H Gunnar Orrason hefur nú gengið til liðs vð Skallagrím frá Fram. son, frá Frömurum, en Skallagrímur leikur nú í fyrsta sinn i 2. deildinni í knattspyrnu. Þá hafa þeir Borgnesingar fengið til liðs við sig þá Bergþór Magnússon frá Val og Helga Ásgeirsson frá Einherja, Vopnafirði og einnig mun Einar Friðþjófsson, sem ráðinn hefur verið þjálfari liðsins, leika með því í sumar. Á móti kemur að Skallagrímur hefur misst Gunnar Jónsson, markakóng liðsins til Ákurnesinga og þá er talið óliklegt að Jón Steingrímsson, sem leikið hefur körfuknattleik með Vals- mönnum við góðan orðstír og lék með Skallagrimi í fyrra, muni leika með í sumar. Undanfarin ár hefur knattspyrnan átt fremur litlu fylgi að fagna í Borgar- nesi og hefur körfuknattleikurinn notið mestra vinsælda þar eins og reyndar í langan tíma. - Með bættum árangri Skallagríms hefur áhugi fólks fyrir knattspyrnunni vaknað og í haust jjeg- ar liðið vann sér sæti i 2. deildinni eftir áralanga baráttu vaknaði mikill áhugi á meðal knattspyrnuunnenda jafnt sem annarra og hugur er í mönnum að standa sig vel i 2. deildinni í sumar. -SSv. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn i félagsheimilinu kl. 20.30 i kvöld, á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.