Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1981 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir J slenzka liðsins, sem ekki hrundi saman i gær. i fjögur. Stærrí sigur envið héldum Eftir sigurinn á íslandi réðu frönsku leikmennirnir sér vart fyrir kæti. Greinilegt var að þeir höfðu lagt sig alla fram og uppskorið i samræmi við undir- búning sinn. Ég hitti tvo þeirra að máli eftir leikinn og spurði fyrst Michel Geoffrey hvort sigurinn hefði komið þeim á óvart. „Nei, e.t.v. ekki svo mikið, en hann var margfalt stærri en okkur óraði nokkurn tíma fyrir. Það er stórkostlegt að hafa sigrað íslendinga og nú eigum við alla möguleika á að leika um 5. sætið i keppninni og þar með að komast i sjálf úrslit heimsmeistara- keppninnar i Þýzkalandi á næsta ári. Við höfðum miðað allan okkar undirbúning við þennan leik og erum þvi i sjöunda himni yfir sigrinum. íslenzka liðið lék þennan leik ekki eins vel og það lék gegn okkur á íslandi, en við náðum mjög góðum leik.” Viðnáum 5. sætinu Eddi Couriol, svertinginn knái i liði Frakkanna, var eins og félagi hans í sjöunda himni. „Þetta var geysilega erfiður leikur framan af en svo hrundu íslendingar algerlega saman. Lokakafli leiksins var auðveldur þvi við vissum alltaf að sigurinn yrði okkar eftir að við höfðum náð góðu forskoti. Við verðum númer 5 i þessari keppni og að því stefndum við i upphafi.” -emm. nanna í Frakklandi við „fiasko” — hvað getum við sagt?: tnættið var í harmleiknum ir birtust í salnum, en það var óþarfí. Þeir dæmdu leikinn alveg hnökralaust og létu Frakkana ekki komast upp með neinn rudda- skap án þess að þurfa að gjalda fyrir það með brottrekstrum af leikvelli. Frakkar tóku strax 1 byrjun mjög hart á okkar mönnum — léku sömu varnaraðferð og Svíar gegn okkur og þekktu greinilega út í æsar öll leikkerfi ís- lenzka liðsins og klipptu á þau svo dæmið gekk sjaldan upp. Frakkarnir komu langt fram á völlinn — voru mjög hreyfanlegir — og mynduðu bókstaflega víglínu, sem erfitt var að komast i gegnum. Stundum kvað svo rammt að, að enginn íslenzkur sóknarmaður var innan við punktalinuna. Svo langt létum við undan síga fyrir Frökkum. Auk þess vörðu báðir markverðirnir frönsku oft á tiðum mjög vel á sama tíma og flest lak inn í islenzka markið hjá þeim Kristjáni Sig- mundssyni og Jens Einarssyni. En þar á með eindæmum veik vörn sína stóru sök því allar gáttir stóðu Frökkunum opnar svo þeir gátu í tvígang leyft sér „ungverska bragðið” og skorað á meðan íslenzku varnarmennirnir störðu stjarfir á þá leika listir sína í loft- fimleikum. Unnið fyrirf ram Ekki er því að leyna að þessi þýðingar- mikli leikur lagðist illa í suma af okkur fréttamönnunum. Okkur fannst helzt búið að vinna hann fyrirfram af ýmsum sem hlut eiga að máli, enda ýttu glæstir sigrar yfir ólympiu- og heimsmeisturum undir það. Einnig fannst okkur, eftir að hafa horft á þrjá fyrstu leikina, að einbeitnina skorti hjá liðinu en Þorbergur Aðalsteinsson eyddi þessum órum í bili með því að skora fyrsta mark leiksins eftir að Geoffrey hafði skotið framhjá í fyrstu sóknarlotu Frakkanna. En þessi bezti leikmaður þeirra lét það ekki á sig fá — mörk hans urðu 6 áður en leiknurm lauk. Frakkar tvíeflast íslendingar fengu síðan möguleika á að bæta við marki en sóknarmistök færðu Frökkum knöttinn. Og úr hraðaupphlaupi jafnaði Patrick Persighetti. Skömmu síðar var brotið á Bjarna Guðmundssyni og dæmt vítakast, sem Þorbergur skoraði úr, 2—1. Michel Serine jafnaði með langskoti. Frakk- arnir tvíefldust við markið svo að dómararn- ir urðu sífellt að vera með gulu spjöldin á lofti, sem gat ekki endað á annan veg en þeir færu að vísa þeim út af, en samtals voru þeir einum færri í 14 mínútur. Fjórum sinnum, einum færri, tókst þeim samt aðskora hjá fs- landi — þar af tvisvar i fyrri hálfleik. Michael Geoffrey tók svo forystuna fyrir Frakkana á 6. mínútu eftir að Þorbergi hafði mistekizt vítakast — skaut hátt yfir markið, en þá var eins og liðið missti móðinn nema þeir Sigurður Sveinsson og Ólafur H. Jóns- son og liðsstjórnin á bekknum virtist alveg hrökkva í baklás. Með því að breyta lítið ráðvilltu liði mátti laga mikið. T.d. voru Axel Axelsson og Steinar Birgisson hvíldir allt of lengi. Fram að hléi var því sífelldur barningur við að reyna að halda í við Frakk- ana, sem þó henti mörg mistök sem íslenzka liðið gat ekki fært sér í nyt. Þeir voru bara ennþá meiri klaufar. Staðan í hálfleik var því 9 mörk gegn 7, Frökkunum í vil. Vonarneisti Ofurlítill vonarneisti vaknaði í brjóstum manna þegar Guðmundur Guðmundsson, sem kom allsæmilega frá leiknum, skoraði strax á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks, 8— 9. Skömmu síðar varði Kristján skot frá Geoffrey, en síðan fór heldur betur að halla undan fæti. Þá skall svartnættið á. Bilið jókst stöðugt og þegar 10 mínútur voru liðn- ar af hálfleiknum var staðan 10—15. Allt fór úrskeiðis sem farið gat hjá einu liði. Sýnt var því hvert stefndi, en franska Íiðið réð lögum og lofum á vellinum — gaf okkar mönnum engin, grið, hvað sem reynt, var, svo að a.m.k. 'urðu þeirri stundu fegnastir þegar flautað var til loka þessa harmleiks. Mörkin í gær skoruðu: Sigurður Sveinsson 4, Páll Björgvinsson, Guðmundur Guð- mundsson og Þorbergur Aðalsteinsson 2 hver, Ólafur H. Jónsson, Steinar Birgisson, Steindór Gunnarsson, Bjarni Guðmundsson og Þorbjörn Guðmundsson eitt hver. Fyrir frakkana skoruðu þeir Geoffrey og Germain 6 hvor, Cailleaux 4 og Courios 3. „Leikur okkar var hreinasta hörmung” —sagði Páll Björgvinsson, niðurbrotinn eins og allir, ef tir tapið Engar af sakanir Eins og menn bundu miklar vonir við liðið f byrjun hlýtur sú spuming að vakna hvað gerðist. En án þess að vera að bera fyrir okkur einhverjar afsakan- ir heldur leita orsaka lögðum við leið okkar til búningsherbergis íslenzka liðsins eftir leikinn. „Við vissum um varnaraðferðina sem þeir ætluðu að beita okkur,” sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari, ,,og við bjuggum okkur undir það en Frakkarnir náðu toppleik og yfirspil- uðu okkur. Okkur hefur lika verið Ijóst að baráttuandinn hefur ekki náðzt upp í liðinu. Ég kenni þessu „lobby- lífi” um það að nokkru leyti. Aðgerð- arleysi og þreytandi ferðalög á milli staða eiga illa við leikmennina, eins og t.d. ferðin í morgun, en það afsakar samt ekki slælega frammistöðu í kvöld. Líka má rekja ástæðuna til ónógs undirbúnings, en hann var þó eins góður og aðstæður leyfðu. Varðandi spurninguna um það hvort við eigum ekki markverði, sem geta hitt á tvo góða leiki í röð vil ég segja að það er ekki nógu mikið jafnvægi í markvörzl- unni. Markvarzlan er samt ekki ástæð- an fyrir þessu stóra tapi. Vörnin var eins og sóknarleikurinn, í molum, hvernig sem reynt var að endurskipu- leggja.” „Hörmung" Páll Björgvinsson sat og horfði í gaupnir sér þegar við yrtum á hann. „Leikurinn var hrein hörmung. Við því mátti svo sem búast eftir því sem á undan er gengiö. Liðið var engan veginn nægilega vel undirbúið í keppn- ina — aðeins sjö samæfingar með fullu liði á meðan aðrar þjóðir hafa 100 æf- ingar fyrir slíka keppni. Þvælingurinn hefur haft slæm áhrif á liðið og eftir ferðina í morgun til Lyon og hingað lögðu menn sig í 2—3 tíma um miðjan daginn en að fenginni reynslu, veit ég að það er algert glapræði. Þeir, sem voru vanir slíku ná sér ekki upp þann daginn. Ég áleit að ef við eigum að halda úti landsliði verði að koma meira til móts við okkur en gert hefur verið svo að leikmenn eigi auðveldara með að stunda íþróttina.” Júlíus Hafstein viðurkenndi ósigur- inn og sagði að viö hefðum ekkert að afsaka. „Frakkarnir reyndust islenzka liðinu algerir ofjarlar. Þeir voru búnir að miða allt sitt við þennan leik og þeirra áætlun stóðst fullkomlega.’.’ Enn væru fræðiiegir möguleikar á að komast f 5. eða 6. sætið en þeir væru svo fjarlægir að hann afskrifaði þá ger- samlega. Páll Björgvlnsson. R a f s t o k k a r frá Thorsmans, eru sérhannaðir með tilliti til að hylja rafmagnsstrengi, símastrengi, tölvustrengi og eru um leið prýði fyrir skrifstofur, sjúkrahús og híbýli hvers konar. Raf-stokkar frá Torsmans eru úr plasti eða áli fyrir margs konar útfærslur, svo sem stokkar með dósir í framhlið eða dósir undir stokkunum. Einföld uppsetning og hagkvæm lausn. 51 Sundaborg Sími 84000 -104 Raykfavfk

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.