Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981___________________ 5 Tveir þingmenn Reykvíkinga leggja framfyrírspum á þingi: FIMM BEITTAR SPURNMGAR UM SKREFAMÆUNCATÆKIN Enn er ef azt um hver ákvað tækjakaupin og á grundvelli hvaða heimilda „Hver tók ákvörðun um að setja upp tækjabúnað til að mæla lengd símtala og innheimta afnotagjöld í samræmi við það?” er inntak fyrir- spurnar sem Birgir ísl. Gunnarsson og Friðrik Sophusson hafa lagt fram á þingi og æskja svara samgönguráð- herra við. Spurningarnar sem þeir tvímenn- ingarnir vilja að Steingrímur Her- mannsson ráðherra póst- og síma- mála svari eru fimm talsins: 1. Hver tók ákvörðun um þennan tækjabúnað og á grundvelli hvaða heimilda? 2. Er fyrirhugað að búnaður til mælinga á lengd slmtala verði settur upp víðar á landinu og þá hvar og hvenær? 3. Hvaða meginsjónarmið koma til með að ráða í þeirri endurskoðun gjaldskrár sem þessi búnaður hefur í för með sér? 4. í svari samgönguráðherra við fyrirspurn á síðasta þingi um lengd skrefa segir: „Hæstvirtur samgönguráðherra mun að sjálf- sögðu velja réttláta lengd innan- bæjarskrefa og skrefagjald”. Hver verður „hin réttláta lengd innanbæjarskrefa” og hvert verður skrefagjaldið? 5. Hyggst ráðherra láta stýra gjald- töku þannig, að ekki verði þung- bært fyrir fólk, sem notar síma mikið af félagslegum ástæðum, t.d. elli- og örorkulifeyrisþega? Mikill fjöldi fólks hefur látið í ljós andúð á fyrirhuguðu skrefagjaldi og má síðast minnast heimsóknar margra tuga fulltrúa af þingi Banda- lag kvenna sem leituðu ásjár þing- manna Reykjavíkur í málinu, einkum til varnar elli- og örorkulífeyrisþeg- um. Aðrir hafa bent á að skrefamæl- ingatækin séu óheyrilega dýr og taki mörg ár að vinna þann kostnað upp. Auk þess er því haldið fram, að farið hafi verið að einhverju leyti framhjá Alþingi varðandi heimildir til kaupa á tækjabúnaðinum. - A.St. Skátar kynntu fréttamönnum hugmyndir slnar um fyrirkomulag landsmótsins. Stand- andi við borðsendann er Gunnar Jónsson mótsstjóri. DB-mynd: Guðbrandur Magnússon. Akureyrarskátar boða til landsmóts —íslenzkra skáta í Kjamaskógi ísumar Næsta sumar verður haldið 18. landsmót íslenzkra skáta og hefur mótsstaður verið ákveðinn Kjarna- skógur við Akureyri. Talsmenn skáta segja að áætlað sé að um eitt þúsund skátar sæki mótið, meðal annars erlendis frá. Kjarnaskógur er útivistarsvæði Akureyringa, þrjá kilómetra sunnan við bæinn. Þar verður byggður sér- stakur skátabær með torgum og götum, en tjöld verða að sjálfsögðu í stað húsa. Eins og vera ber í alvöru- bæ verður þarna banki, pósthús, sím- stöð, verzlun, dagblað og samkomu- staðir. ÖIl dagskrá mótsins verður gerð af skátunum sjálfum, engir að- keyptir skemmtikraftar koma þar við sögu. En dagskráin mun þannig skipulögð, að margt fer fram sam- tímis. Verða margir átta manna flokkar sem hver um sig fær einhver verkefni við að glíma. Þá verða fjöl- skyldubúðir á staðnum fyrir aðstand- endur skátanna. Kjarnaskógur er viðkvæmt svæði og því verður lögð þung áherzla á að ganga vel um svæðið og sagði Gunn- ar Jónsson mótsstjóri að strax að af- loku mótinu ætti ekki að sjást að þar hefði verið haldið fjölmennt mót. Daglega verða skátafélögum þeim sem ganga bezt um svæðið veitt verð- laun til að efla góða umgengni. Mótsgjald verður 725 krónur og er þá innifalinn allur matur, sem skát- arnir munu síðan sjálfir matreiða. Mótsstjórnin taldi sig hafa fyrir því nokkra vissu að veður yrði gott, eftir að hafa haft samband við veðurguð- ina. - GM, Akureyri. Höfn íHomafirði: TORKENNILEGUR HÁVAÐIVIÐ SILFURBRAUTINA — veghefill sást, en hann var mönnum í barnsminni ungarnir hafa sett upp skilti við Silfur- brautina, þar sem gatan er merkt sem jeppavegur. Silfurbrautin er malargata, en við hana standa blokkir, Viðlaga- sjóðshús og elli- og hjúkrunarheimilið á Höfn. Þá er ekið eftir götunni út á nýrri götur þorpsins. bað er þvi íbúum Silfurbrautar gleði- efni að tilkynna að gatan er fær öllúm bílum eins og er. - Júlía, Höfn. Fólk við Silfurbraut á Höfn í Horna- firði, sem er ein fjölmennasta gatan í plássinu, heyrði óvenjulegan hávaða í gærmorgun. Menn flýttu sér út í glugga til að sjá hverju þetta sætti. Kom þá í ljós að þarna var veghefíll að störf- um. Slikt verkfæri var elztu mönnum hefur gatan verið nánast ófær í lengri tíma. Holurnar eru svo tröllauknar að gár- Kosið ífulltrúaráð Alþýðuflokksins íReykjavík: Atkvæðatölumar leyndarmál krata Alþýðuflokksfólk í Reykjavík kaus um helgina 61 aðalmann og 14 til vara í fulltrúaráð flokksins í borg- inni. Litlar breytingar urðu á skipan fulltrúaráðsins og því „tæpast efni á að nokkur fái sjokk af því að sjá úr- slitin,” eins og einn forystumaður flokksins orðaði það. Dagblaðið fór fram á að fá atkvæðatölur einstakra manna í fulltrúaráðinu, en árangurs- laust. Sagt var að fyrir fjórum árum hafi verið ákveðið að halda tölunum leyndum til að forða þeim frá sárindum, sem þótti sinn hlutur rýr. Tuttugu atkvæðaflestu menn í full- trúaráðinu, í réttri röð: Emilía Samúelsdóttir, Eggert G. Þorsteinsson, Sigurður E. Guð- mundsson, Bjarni Guðnason, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Björgvin Guð- mundsson, Baldvin Jónsson, Gyifi Þ. Gíslason, Bragi Jósepsson-Jón Bald- vin Hannibalsson, Þorsteinn Eggerts- son, Björgvin Vilmundarson, Guð- mundur Haraldsson, Bjarni P. Magnússon, Jarþrúður Karlsdóttir, Hörður Óskarsson, Jón Hjálmars- son, Björn Vilmundarson, Jón Magnússon, Gunnar Eyjólfsson. - ARH Verkalýðsforysfan hafði öðrum hnöppum að hneppa - en að mæta á f und með launafólki að ræða kjaraskerðinguna „Það hefðu einhverntíma þótt tið- indi til næsta bæjar að varla heyrðist hósti eða stuna frá forystu verkalýðs- ins þegar launafólk er svipt umsömd- um vísitölubótum,” segja áhuga- samir félagar innan BSRB og Stéttabaráttuhópurinn í verkalýðs- hreyfingunni, í báðum tilfellum fólk sem andæfir verkalýðsforystunni og vill ekki missa 7% af verðbótum á launin sín möglunarlaust þann 1. marz. Hóparnir tveir höfðu boðað til fundar um kjaraskerðinguna á laugardaginn og buðu nokkrum for- ystumönnum verkalýðshreyfingar- innar til skrafs um málið. Niður- staðan var þessi, samkvæmt tilkynn- ingu fundarboðenda, sem DB barst í gær: „Forseti ASÍ, Ásmundur Stefáns- son, getur ekki mætt, þ.e. hann verður á Akureyri þessa helgi. For- maður BSRB, Kristján Thorlacius, tilkynnti eftir 6 daga umhugsun að hann gæti ekki mætt, þ.e. hann þarf að nota þessa helgi til undirbúnings fyrir væntanlega utanferð. Varafor- seti ASÍ, Björn Þórhallsson, er að flytja skrifstofu sina þessa helgi og getur ekki mætt. Guðjón Jónsson í miðstjórn ASÍ er löglega afsakaður, p.e. hann er með aðalfund i sínu félagi á sama tíma. Benedikt Davíðs- son, einnig í miðstjórn ASÍ, sagði hreinskilnislega að hann hefði ekki áhuga á málinu.” Þar með var sú ákvörðun tekin að fresta fundi, en fundarboðendur spyrja hvort „sant- ráðsmakkið við ríkisstjÓEnina og at- vinnurekendur sé þeim (verkalýðsfor- ystunni) hugleiknara en fundir með verkafólki?” - ARH AÐEINSI EINA VIKU A STELLUM OG KERAMIK ALLT______ HOFÐABAKKA 9 SÍMI85411 :1v, \ OR LWTOJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.