Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 Erlent Erlent Erlent Erlent 9 Thatcher hót- að við komuna tilAmeríku Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, kom til Bandaríkjanna í gær og voru miklar varúðarráðstafanir hafðar við komu hennar og öryggis- gæzla víðtækari en venja er. Ástæðan mun vera sú að hótun hafi borizt í sam- bandi við heimsókn Thatchers. Tals- maður lögreglunnar neitaði að láta uppi hvers konar hótun hefði verið um að ræða. Thatcher ?r fyrsti þjóðarleið- togi stærstu bandalagsríkja Bandarikja á Vesturlöndum sem hittir Ronald Reagan að máli eftir að hann tók við embætti forseta 20. janúar síðastliðinn. „Engin rúss- nesk vopn í El Salvador” Sovétríkin hafa neitað ásökunum Bandaríkjamanna um að þáu leggi skæruþðum vinstri manna i E1 Salva- dor til vopn. Fullyrða þau að enginn sovézkur hermaður eða hernaðarlegur ráðgjafi sé í E1 Salvador. Leonid Zámy- atin forstöðumaður upplýsingadeildar utanríkismála innan sovézka Kommún- istaflokksins sagði að skjöl sem emb- ættismenn Hvíta hússins í Washington hefðu lagt fram til sönnunar því, að Sovétmenn sendu vopn til E1 Salvador væru blekkingar. Grikkir ótt- ast annan jarðskjálfta Þúsundir Grikkja höfðust við undir berum himni síðastliðna nótt af ótta við að annar öflugur jarðskjálftakipp- ur yrði. Nú er ljóst að 13 manns fórust í jarðskjálftanum á þriðjudag og meira en hundrað manns slösúðust. Útimessa páf ans í Nagasakí fór f ram í snjókomu og gaddi: Margir ofkældust imessu hjá páfanum —flytja varð yf ir f immtíu manns á sjúkrahús Jóhannes Páll páfi annar messaði í gær undir berum himni í Nagasakí í Japan í snjókomu og gaddi. Svo ntikill var kuldinn að margir þeirra er tóku þátt í guðsþjónustunni of- kældust og varð að flytja yfir fimmtíu manns á sjúkrahús. . Alls mættu um 47 þúsundir manna til guðsþjónustunnar og reyndu að halda á sér hita með því að vefja um sig teppi. Guðsþjónustan fór fram á Matsuyama íþrótta- leikvellinum i Nagasakí og hefur annar eins mannfjöldi aldrei tekið þátt í rómversk-kaþólskri guðsþjón- ustu í Japan, enda eru flestir ibúanna þar í landi búddhatrúar og fæstir kristnir. Stærsti kristni söfnuðurinn í Japan er í Nagasakí, borginni sem lögð var í eyði ásamt Hirósíma er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengjum á borgirnar. Þetta er versta veður sem orðið hefur í fjölmörgum útiguðsþjónust- um páfa. Hann lét sér þó ekki bregða og flutti messuna eins og ekkert hefði ískorizt. Jóhannes Páll páfi annar. Samarnir þrir er verið hafa i hungurverkfalii undanfarnar vikur hafa nú hætt þvi þrátt fyrir að norsk stjórnvöld hafi ekki fallizt á kröfur þeirra. Stjórnvöld þykja þó hafa slakað verulega á og samarnir telja sig hafa unnið nokkuð með hungurverkfalii sinu. Myndin var tekin er einn samanna, Mikkel Eire, var fiuttur á sjúkrahús i Stokkhólmi en þangað flúðu samarnir fyrir skömmu, af ótta við að næring yrði þvingúð ofan í þá í Osló. Læknar segja að margar vikur muni liða þar til samarnir þoli að neyta venju- legs matar á ný. Jaime Milans del Bosch hershöfðingi átti að verða hinn nýi Franco Spánar ef byltingartilraunin hefði heppnazt. Margir þekktir borgarar viðriðnir byltingartilraunina: BYLTINGARTILRAUNIN MUN VÍÐTÆKARIEN TAUÐ VARÍFYRSW — Calvo Sotelo verður næsti forsætisráðherra Spánar Rannsókn á aðdraganda bylting- artilraunarinnar á Spáni er ekki að fullu lokið en heimildir innan hersins greina að byltingartilraunin hafi verið mun víðtækari en í fyrstu var talið. Innanríkisráðherrann Juan Jose Roson sagði í samtali við dagblaðið E1 Pais, að velþekktir borgarar kynnu að hafa verið viðriðnir tilraunina, án þess að hann nefndi nokkur nöfn í því sambandi. Búizt er við að kröfur um auknar hreinsanir innan hersins verði há- værari á næstunni. Embættismenn innan stjórnarflokksins hafa þó ekki tekið undir slíkar kröfur, enda óttast þeir að slíkt kynni að auka á spennu í landinu sem er þó talin ærin fyrir. Calvo Sotelo féklc hreinan meirihluta við atkvæðagreiðslu um hann sem forsætisráðherra í þinginu i gær og búizt er við að hann muni ekki draga á langinn að mynda nýja stjórn miðjumanna og binda þar með enda á þá óvissu sem rikt hefur í spænskum stjórnmálum siðan Adolfo Suarez sagði af sér embætti forsætisráðherra 29. janúar síðast- liðinn. Mikii geðshræring ríkti meðal þingmanna er þingið kom saman að nýju í gær og föðmuðust pólitískir andstæðingar og mikil fagnaðarlæti urðu er þingmaðurinn þakkaði konunginum Juan Carlos fyrir hans hlut f að koma i veg fyrir byltinguna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.