Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1981 Meimingarverðlaun Dagblaðsins af hent í hádegisverðarhóf i í gær: „Lögðu mest af mörkum til íslenzkrar menningar 1980” —sagði Aðalsteinn Ingólfsson menningarritstjóri DB um verðlaunahafana Menningarverðlaunum Dagblaðs- ins var úthlutað i þriðja sinn í gær yfir hádegisveröi í Þingholti. Voru sex listamenn sæmdir viðurkenningu, en gestir voru alls um fjörutíu. Helm- ingur þeirra voru dómnefndir. Var mjög vandað val þeirra og fengnir gagnrýnendur og blaðamenn af ólik- ustu skoðunum. Auk þess voru boðnir formenn ýmissa listamanna- samtaka og loks hinir heiðruðu lista- menn. Eins og fram kom í blaðinu í gær voru það þessir: Sigurjón Ólafs- son á sviði myndlistar, Þorsteinn frá Hamri á sviði bókmennta, Oddur Björnsson á sviði leiklistar, Jón Ás- geirsson á sviði tónlistar. Gunnar Guðnason og Hákon Hertervig á sviði byggingarlistar. Verðlaun voru einnig veitt fyrir bezta frammistöðu á sviði kvikmynda og var það fyrsta sinn. Hlaut þau Sigurður Sverrir Pálsson fyrir töku á Landi og sonum, en þar sem hann er nú staddur við frumsýningu þeirrar myndar í Kaup- mannahöfn tók dóttir hans, Sigur- björg 15 ára, við verðlaununum fyrir hans hönd. í ræðu sem Aðalsteinn Ingólfsson menningarritstjóri DB hélt yfir borðum benti hann á að menningar- verðlaun Dagblaðsins vekja æ meiri athygli. Það grundvallast á því að sérlega vel hefur tekizt til með val listamanna. Á hverju af hinum sex listasviðum er þriggja manna dóm- nefnd og jafnan valið í þær hið fær- asta fólk. „Það mætti byrja á að útiloka alla sem fengið hafa jákvæðar umsagnir i Morgunblaðinu, síðan alla sem gætu verið í tygjum við Alþýðubandalagið og loks útiloka alla sem sézt hefðu á tali við Njörð Njarðvík,” sagði Aðal- steinn og rökstuddi siöan hvernig hvorki pólitlsk tengsl, persónuleg auglýsingastarfsemi, né nokkuð af því tagi hefðu komið til greina við valið. Því hefði verið haldið til streitu að miða eingöngu við það „hverjir hefðu með framlagi sínu á árinu 1980 lagt mest af mörkum til íslenzkrar menningar.” Verðlaunin voru risastórir „riddarakrossar” úr leir með hvítri postulinsáferð og álplötu með nöfn- um viðtakenda. Voru þeir hugsaðir sem veggskreyting og gerðir af Kol- brúnu Björgólfsdóttur leirkerasmið. Áður en setzt var að borðum var gestum borið Tio Pépé sherrý, spánskt að uppruna. Matseðillinn var annars á þá lund, að i forrétt var snædd svínalifur (Strassburger Paté), en í aðalrélt var karfi steiktur í smjöri og konjaki. Með þessu var borið Edelfraulein, eitt göfugast hvítvína. Og loks var kaffi og púrtvín, Quinto do Noval. Sólin skein inn um litlar blýrúðurn- ar i þessum vistlega veitingasal og að loknum hádegisverðinum ávarpaði Haukur Helgason aðstoðarritstjóri DB gesti stuttlega og síðan kvöddust menn ánægðir yfir því að listamenn- irnir sem viðurkenningu hlutu áttu hana innilega skilið, því allir eru þeir strangheiðarlegir í sinni list. - IHH Sigurður Sverrir Pálsson var tjarverandi i gær — staddur i Kaupmannahöfn til að vera við frumsýningu á kvikmyndinni, sem hann hlaut verðlaun sin fyrir, Landi og sonum. Dóttir hans, Sigurbjörg, vcitti verðlaununum viðtöku úr hendi Arnar Þórissonar. Sigurður Sverrir Pálsson hlaut verðlaunin fyrir kvikmyndalist: „Fagmennska sem stenzt allan er- lendan samanburð” Oddur Bjömsson fékk verðlaunin fyrir leiklist: „Auðmýkt gagnvart listinni hefur Oddur í ríkum mæli” — sagði Bryndís Schram er hún færði honum verðlaunin „Aðall hvers listamanns er auðmýktin gagnvart listinni. Og það hefur þú í ríkum mæli,” sagði Bryndís Schram við Odd Björnsson leikritaskáld og leikstjóra er hann tók við Menningarverðlaunum DB fyrir uppfærsluna á Beðið eftir Godot hjá Leikfélagi Akureyrar. Bryndís hafði orð fyrir nefndinni er valdi merkasta leiklistarviðburð ársins 1980. Bryndís sagði nefndina hafa haldið tvo stutta en skemmtilega fundi og hefði enginn á- greiningur orðið um niðurstöðuna. „Við vorum öll sammála um að fátt hefði verið um fína drætti í leikhús- lifi liðins árs,” sagði hún. „Þetta ár hefði verið heldur litlaust og fá- breytilegt og fátt um eftirminnilegar leiksýningar. Samt hafa á liðnu ári komið frani í sviðsljósið nýir einstaklingar, ungt fólk, sent hefur sýnt verulega hæfileika og gaman verður að fylgjast með í fram- tíðinni.” Bryndis vék næst orðum sínum að vali á leikritum, sem gagnrýnin hefur beinzt að i vaxandi mæli. „Manni virðist oft eins og tilviljun ein ráði þar um,” sagði hún, ,,og að leikhúsin hafi svikizt um að ntarka sér heildar- stefnu. Vonbrigðin hafa því einkum beinzt að efnislegu hliðinni. Og það er einlæg ósk okkar að ráðamenn leikhúsanna sjái að sér og að við getum aftur farið að sækja leikhúsin full eftirvæntingar og snúið þaðan aftur full með nýjar hugmyndir og ánægð. Því að ég fullvissa ykkur um að við sem skrifum um leikhús gerum það af virðingu og ást á viðfangs- efninu. Ég sagði áðan að fátt hefði ver'ð um eftirminnilegar sýningar á árjpu sem leið. En þó voru nokkrar sem skáru sig úr. Og þar á meðal eru tvær sem verða manni ógleymanlegar. Hin fyrri var Beðið eftir Godot undir stjórn Odds Björnssonar og hin síðari Blindisleikur við tónlist Jóns Ásgeirssonar. Þessar tvær sýningar eiga það sameiginlegt að hafa komið mönnum verulega á óvart. Báðar eru sprottnar úr mjög letjandi umhverfi, ef svo má til orða taka — Leikfélag Akureyrar í andarslitrunum og Islenzki dansflokkurinn enn í burðar- liðnum, og varla tímabært að vænta neins enn af þessum aðilum. En ein- mitt þessar sýningar björguðu heiðri islenzku leikhúsanna árið 1980.” -ÓV. — sagði Órn Þórisson formaður dómnefndar „Mikilvægi kvikmyndatökunnar í kvikmyndagerð verður seint undir- strikáð nægilega og svo gleðilega vill til að nefndarmönnum sýnist kvik- myndaárið 1980 einmitt staðfesta að hér á landi sé að finna fagmennsku á þessu sviði, sem veldur fullkomlega verkefni sínu og við teljum standast allan samanburð við það sem bezt er gert erlendis,” sagði örn Þórisson, kvikmyndagagnrýnandi Dagblaðsins, sem hafði orð fyrir dómnefndinni við verðlaunaafhendinguna í gær. „Dómnefndin var einhuga um að telja kvikmyndatöku Sigurðar Sverris Pálssonar í Landi og sonum merkasta framlagið til íslenzkrar kvikmynda- gerðar árið 1980,” sagði örn enn- fremur. Hann gat þess í upphafi máls síns að dónmefndin hefði strax orðið sammála um að gera ekki upp á milli einstakra kvikmynda frá síðasta ári. Hefði þar skipt mestu að framleiðsl- an hefði verið fremur lítil að umfangi og myndirnar um margt ólíkar að eðli og innihaldi. Því hefðu nefndar- menn tekið þann kostinn að líta á kvikmyndaframleiðslu ársins í heild, brjóta hana upp í „frumeindir sínar og leita eftir merkasta framlaginu til kvikmyndalistarinnar árið 1980 með því að skoða hvern þátt kvikmynda- gerðarinnar fyrir sig.” Að lokum sagði Örn: „Kvikmynda- taka Sigurðar Sverris Páíssonar í Landi og sonum ber með sér ótvíræð listræn tök á viðfangsefninu, þar sem saman fer góð verkkunnátta, per- sónulegur still og fjölhæfni. Kvik- myndatakan fór fram við mjög mis- munandi aðstæður, sem gefur henni mikla fjölbreytni, en engu að síður hefur hún sterkt heildaryfirbragð og kemur vel til skila anda verksins.” -ÓV. » Oddur Björnsson tekur við verðlaunum sínum úr hendi Brvndisar Schram, sem hafði orð fyrir leiklistarnefndinni. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 ión Ásgeirsson fékk verðlaunin fyrir tónlistina íBlindisleik: „Listin getur líka verið stór á íslandi” sagði Eyjólfur Melsted er hann af henti Jóni verðlaunin „Síðasta ár var eitthvert hið viðburðaríkasta sem um getur á sviði islenzkrar tónlistar — en einn atburð bar svo hátt í tónlistarlifi liðins árs að yfir gnæfði alla aðra,” sagði Eyjólfur Melsted, tónlistargagn- rýnandi DB, þegar hann tilkynnti um verðlaunaveitinguila til Jóns Ásgeirs- sonar tónskálds fyrir ballettinn Blindisleik. Eyjólfur sagði að það væri tvennt sem einkenndi listamanninn Jón Ás- geirsson öðru fremur. Það væri „djúp og einlæg virðing fyrir islenzkri menningararfleifð og þor til að leggja til atlögu við verkefni sem enginn íslendingur hefur unnið áður. Hið fyrrnefnda,” sagði Eyjólfur Melsted og beindi orðum sínum til Jóns, „endurspeglast í verkum þínum og hið síðarnefnda, sem þú hefur sjálfur raunar kallað eðlislæga þrjózku, hefur orðið til þess að við eignuðumst bæði óperu og ballett.” Eyjólfur sagði að lokum að með Blindisleik hefðu menn verið minntir á „að listin getur líka verið stór á íslandi. Tæplega þarftu skjaldarins við, Jón Ásgeirsson, til að skýla þér fyrir skeytum úrtölumanna — þau hafa aldrei á þér bitið. Hann er einungis þakklætisvottur og tákn aðdáunar á framlagi þínu lil tónlist- arinnar. Njóttu heill.” -ÓV. Verðlaunahafarnir sjö samankomnir. I efri röð frá vinstri eru: Oddur Björnsson (leiklist), Gunnar Guðnason og Hák Hertervig (byggingarlist) og Jðn Ásgeirsson (tónlist). t neðri röð eru Þorsteinn frá Hamri (bókmenntir), Sigurbji Sigurðardóttir (f.h. Sig. Sverris Pálssonar, kvikmyndir) og Sigurjón Ólafsson (m.vndlist). — að hún tjáir með útlitinu hvað fer fram innandyra,” sagði Páll Bjarnason við verðlaunaveitinguna Eyjólfur Melsted tónlistargagnrýnandi DB, afhendir Jóni Ásgeirssyni tónskáldi verdlaunin. Þorsteinn frá Hamri fékk verðlaun fyrir skáldsögu sína „Haust í Skírisskógi” — og lesandim finnur að orðin eiga rætur í hans eigin vitund,” sagði Ólaf ur Jónsson, formaður dómnef ndar un bókmenntir „Dómnefnd byggingarlistar hefur leitað vítt og breitt um landið að verðugri byggingu til að hljóta menn- ingarverðlaun Dagblaðsins fyrir byggingarlist og lagt á það sérstaka áherzlu að leita út fyrir höfuðborgar- svæðið,” sagði Páll V. Bjarnason arkitekt, formaður þeirrar dóm- nefndar við hádegisverðinn í gær. Páll sagði þá leit nefndarinnar hafa borið þann árangur að eftir hafi stað- ið tvær byggingar. Önnur var ný álma við Barnaskólann á Þingeyri eftir Úlrik Arthúrsson arkitekt. Þótti hún vera stílhrein, efnismeðferð vera góð og byggingin falla vel inn í um- hverfi sitt. „En sú bygging sem dómnefnd „Ég ætla ekki að hafa mörg orð um niðurstöðu nefndarinnar,” sagði Ólafur Jónsson gagnrýnandi þegar hann tilkynnti að Þorsteinn skáld frá Hamri yrði verðlaunaður fyrir skáld- sögu sína „Haust í Skírisskógi”. „Eiginlega liður mér í þessum sporum dálítið eins og hreinsunar- deildinni i sögu Þorsteins. „Hurð,” sagði deildin, „taka hurö.” „Stromp,” sagði deildin, „taka stromp.” Fundu þeir þá fiðlu sem heilsaði þeim með glöðu stefi. Um þá fiðlu fjallar sagan. „Þessi saga,” sagði Olafur enn- fremur, „fjallar um orð, orð sem eru hús, hús sem eru leyndarmál, lif sem málið geymir og er leyndarmál þess. Málið sjálft er ódáinsakur sögunnar inni á miðri Hellisheiði, þar sem sofa 12 lóur með strá í munni, en Óðinn bóndi ekur í bæinn á nýjum Volvó, þangað sem leikið er með orð í skytningi. Þessi saga á öll heima i Sjálfri sér, í sínu túni. En fyrr en varir finnur lesandi, að hann á einnig heima í þessu túni, að orðin eiga rætur í hans eigin vitund, að mál- heimur sögunnar, með sínum gálausu ímyndunum, furðum og kenjum, er einnig hans heimur. Fyrir þennan heim, hugarsmíð úr veruleika orðanna og tungunnar, þennan griðastað í málinu, langar okkur að þakka Þorsteini frá Hamri,” sagði Ólafur Jónsson að lokum. - IHH Þorsteinn skáld frá Hamri þakkar Ólafi Jónssyni bókmenntagagnrýn- anda DB fyrir verðlaunaveitinguna. Sigurjón Ólaf sson—myndlistarmaður ársins 1980: „Ár hinna eldri og reyndari listamanna” —sagði Aðalsteinn Ingólfsson f ormað- ur myndlistarnef ndar kom sér saman um að hlyti Me ingarverðlaun Dagblaðsins fyrir l1 er nýbygging Osta- og smjörsölun; að Bitruhálsi 2 i Reykjavík,” sa6„. Páll Bjarnason. „Höfundar hennar eru arkitektarnir Gunnar Guðnason og Hákon Hertervig, og er hún unnin á Teiknistofu SÍS. Forsendurnar fyrir þessu vali eru í fyrsta lagi að þarna er um mjög stíl- hreina byggingu að ræða, sem fellur vel að umhverfi sínu. í henni eru mjög einföld og hrein form og litir. í öðru lagi er efnismeðferð athyglis- verð, svo og byggingaraðferð. Húsið er byggt upp á forsteyptum eining- um, þar sem yzta lagið er úr hvitum marmaramulningi. Er það því við- haldslaust og hentar vel íslenzkri náttúru. í gluggum er glerið sett beint í steininn, án þess að notaðir séu hinir hefðbundnu gluggakarmar og eykur það á stílfágun og einfaldleika húss- ins. í þriðja lagi er nýstárlegt að sjá byggingu sem tekur hlutverk sitt svo alvarlega, að hún tjáir á útliti sínu það sem fram fer innandyra. í fjórða lagi er það til fyrirmyndar, ekki sízt á ári fatlaðra, að þeim er ekki úthýst, því við blasir skábraut framan við anddyri hússins. Allur frágangur utandyra er eigendum til mikils sóma.” -ÓV. armanna á siðasta ári yrði það vart í minnum haft fyrir nýsköpun eða stór afrek yngri listamanna, eins og var uppi á teningnum fyrir um tíu árum og á fyrstu árum Suðurgötu 7. „Þetta var miklu frekar ár hinna eldri og reyndari listamanna,” sagði Aðalsteinn. „Áratuga löng reynsla þeirra bar ávöxt á hinum ágætustu sýningum. Hér á ég við myndlistar- menn á borð við Kristján Davíðsson, Tryggva Ólafsson, Svavar Guðna- son, Braga Ásgeirsson og Sigurjón Ólafsson.” Aðalsteinn Ingólfsson sagði enn- fremur að það hafi ekki tekið nefndina ýkja langan tíma að ákveða að framlag Sigurjóns Ólafssonar væri merkasti myndlistarviðburður ársins 1980. Nefndi Aðalsteinn þrjú dæmi; er listamaðurinn, sem kominn er á áttræðisaldur, fyllti FÍM salinn af nýjum skúlptúrum á Listahátið, tók þátt í sýningu Septem-manna með enn öðrum og nýrri verkum og loks er risavaxin eftirmynd Kríunnar var reist á Eyrarbakka til heiðurs Ragnari í Smára. Að lokum bað hann Sigurjón að taka við skildinum, sem Kolbrún nágranni hans á Laugarnes- tanganum hannaði, — og heiðurs- titlinum myndlistarmaður ársins. „Það var talsvert um að vera í íslenzkri myndlist á því herrans ári 1980. Aldrei hafa sýningar verið fleiri og lætur nærri að opnuð hafi verið listsýning á landinu annan hvern dag að jafnaði,” sagði Aðalsteinn Ingólfsson, er hann tilkynnti að Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hefði hlotið titilinn myndlistarmaður ársins. Aðalsteinn bætti því við að þrátt fyrir hið gróskumikla starf myndlist- Sigurjón Ölafsson myndlistarmaður tekur viö verðlaunum slnum úr hendi Aðalsteins Ingólfssonar. Arkitektamir Gunnar Guðnason og Hákon Hertervig fengu verðlaunin fyrir nýbyggingu Osta- og smjörsölunnar: „BYGGING SEM TEKUR HLUT- VERK Sin SV0 ALVARLEGA” „Málið sjálft er ódáins- akursögunnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.