Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 16 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir íþróttir Möguleikamir hæpnir —ísland þarf að vinna Pólland til að eiga möguleika á 5. sætinu Eftir tapið hræðilega fyrir Frökkum i gærkvöld eru möguleikar íslendinga á að komast í úrslit heimsmeistara- keppninnar í V-Þýzkalandi á næsta ári nánast úr sögunni. Vissulega eru þeir enn fyrir hendi. Til þess að svo geti orðið þurfa íslendingar að sigra Pól- verja og ef mið er tekið af síðustu 11 viðureignum þjóðanna verður það varla ofan á. Pólverjar hafa nefnilega unnið 10 af síðustu 11 leikjum gegn okkur — eitt jafntefli. Staðan í riðlunum er nú þessi þegar aðeins eitt leikkvöld er eftir. A-RIÐILL Pólland—Svíþjóð 24—17 Frakkland—ísland Holland—Austurríki 23—15 14—12 Pólland 4 4 0 0 105-69 8 Svíþjóð 4 3 0 1 76-74 6 ísland 4 2 0 2 80-69 4 Frakkland 4 2 0 2 81-80 4 Holland 4 10 3 67-81 2 Austurriki 4 0 0 4 51-87 0 B-RIÐILL Danmörk— Noregur 26—17 ísrael—Búlgaría 26—25 I Tékkóslóvakia—Sviss 14—12 Tékkóslóv. 4 4 0 0 80-55 8 Sviss 4 3 0 1 69-67 6 Danmörk ' 4 2 0 2 93-80 4 Búlgaria 4 2 0 2 88-88 4 ísrael 4 1 0 3 75-96 2 Noregur 4 0 0 4 61-90 0 Danir eru svo gott sem öruggir með a.m.k. þriðja sætið úr því Búlgarir töp- uðu gegn ísrael. Danir mega jafnvel tapa fyrir Sviss og halda 3. sætinu samt því varla vinna Búlgarir Tékkana í lokaumferðinni. Fari svo ólíklega að ísland vinni Pólland annað kvöld mætir liðið líkast til Sviss (eða Dönum) í leiknum um 5. sætið svo fremi Frakk- ar vinni ekki Asuturríkismenn með 12—15 marka mun. Elskuleg þjónusta í þægilegu umhverfi ★ Gæti fengið hverja heiðarlega hríðskotabyssu til að skammast sín ★ Grettir í máli, myndum og miðjuopnu ★ Stjörnumessa Vikunnar og Dagblaðsins ★ 1001 nótt vrotiv 9. tbl. 43. áre. 26. febrúar 1981 — Verð I8 nýkr. Danir líkja óförum sinna i Svai algert Frá Magnúsi Glslasyni, fróttamanni Dag- blaðsins á B-halmsmeistarakeppninni í Frakklandi: íslenzkur handknattleikur varð fyrir sinu mesta áfalli i gegnum tíðina hér i Besacon i gærkvöld, þegar landsliðið sem menn höfðu vonað að næði einu af 5 efstu sætunum tap- aði fyrir Frökkum i B-keppninni með hvorki meira né minna en átta marka mun, 15—23, eftir að hafa veriö undir í hléi 7—9. Ósigur- inn þýðir því i raunin i ekkert annað en að is- lenzka liðið muni leika um 7. eða 8. sæti í keppninni og sitja áfram á meðal B-liðanna. Sigur yfir Pólverjunum er svo fjarlægur, að bezt er að hugsa ekki um þann möguleika, þó svo Pólverjar megi við því að tapa honum eftir sigur yfir Svíum í kvöld, 24—17. Inn- byrðisstaða á milli liða ræður sætaniður- röðun, verði þau jöfn að stigum. Við hjökk- um þvi sennilega i sama farinu fram að næstu B-keppni. Launuðu með mörkum Íþróttahöllin hér i Besancon var þéttsetin í kvöld, 3000 áhorfendur, sem hvöttu sína menn ákaft. Áður en leikurinn hófst voru að venju leiknir þjóðsöngvar þjóðanna, en sá sislenzki er alltaf að styttast. Aðeins lagið við tvær siðustu ljóðlfnurnar var spilað og var það 1 fullu samræmi við getu okkar í leiknum. Miðað við tvo undanfarna leiki voru ekki nema tvær línur eftir í liðinu úr löngu lagi. Ekki er heldur hægt að segja að Frakkar hafi launað með öðru en mörkum oddfánanna sem íslenzku leikmennirnir afhentu þeim fyrir leikinn. Fórnuðu höndum Á leið okkar frá Lyon í morgun ásamt landsliðinu í fremur þreytandi ferðalagi, sem tók fjórar klukkustundir, hittum við á áning- arstað Hollendingana sem töpuðu fyrir Frökkunum i fyrrakvöld. Þegar þeir heyrðu að austantjaldsdómarar ættu að dæma leik- inn við Frakkana fórnuðu þeir höndum og töldu þá alla saman dæmigerða heimadóm- ara, enda hefðu tveir slikir haft af þeim jafn- teflið gegn Frökkum. Við, fréttamennirnir, vorum því dálítið uggandi, þegar Rúmenarn- Sigurður Sveinsson var einn örfárra leikmanna i Hans framlag dugði þó skammt þrátt fyrir mörkii

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.