Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 Knsuvíkurskóli — mætti ekki hafa einhver not af honum? Guðmundur skrifar: Það var alveg stórgaman að sjá það í DB sl. þriðjudag að loksins skuli vera hægt að hafa einhver not af Krísuvíkurskólanum margfræga. Krísuvíkurskóli er og verður tal- andi dæmi um hrapalleg mistök kerf- isins. En væri ekki hægt að finna ein- hver hagnýtari not fyrir þessa bygg- ingu en að gera hana að svinastíu? Lesið yfirsvínum í Krísuvíkurskóla. DB-mynd Einar Ólason. Mikið liggur á nýjum barnalögum Bréfritari gerir athugasemd við þau í núverandi m.vnd þeirra. Francois Fons yfirmatsveinn á Hótel Sögu matreiðir fyrir Vigdisi i Danmörku. íslenzkur matsveinn —fari með Vigdfsi til Danmerkur Ella hringdi: Ég er afskaplega hrifin af forseta okkar Vigdísi Finnbogadóttur, en nú finnst mér bregða skugga á í sam- bandi við Danmerkurferð hennar. Mér finnst ekki ná nokkurri átt að hún skuli ætla að hafa með sér franskan kokk til að matreiða ís- lenzkan mat. Auðvitað á hún að hafa með sér íslenzkan matsvein. Það ætti að vera úr nógu mörgum að velja. Ég er afskaplega skúffuð yfir þessari ráðstöfun. Alþingi: BARNALOC — hásetinn greiðir barnsmeðlag með vélstjóranum Barnakarl hringdi: Ég er hérna með tvær litlar sögur sem mig langar til að segja þing- mö.tnum vegna fyrirliggjandi barna- lagafrumvarps, ef það nær fram að ganga að greiða skuli meðlag með ,,börnum” til 20áraaldurs. Fyrri saga: Háseti og vélstjóri róa á sama bát frá Grindavík, hásetinn greiðir barnsmeðlag með vél- stjóranum. :t ■nda þœinnam Unu. ^ g& f(eda) „g mmMlla^inda lyr!r^n,ir á ad hréf eige <"> lengri en 200 DB er milH kl. Þaðerveríðaðbyggja hjúkrunarheimili f Kópavogi! Seinni sagan: Dráttarbílstjóri hjá Vegagerð ríkisins flytur jarðýtu norður í land, ýtustjórinn greiðir barnsmeðlag með dráttar- bílstjóranum. Hvernig verður það þegar stiklað verður á stóru í sögu alþingis: Krafla, Víðishús, Þórshafnartogari og barna- lög? Gísli Sigurbjörnsson skrifar: í blöðum — einnig í útvarpi, er mikið skrifað og sagt um það neyðarástand sem rikir — og hefur árum saman verið — í málefnum sjúkra, hrumra, oft einstæðinga, sem eru komnir á efri ár. Stóri hópurinn, þessir sem alltaf er gleymt, geðtrufl- að, senilt, aldrað fólk, er alveg látið eiga sig. Nú á allt að gera, helzt klára allt á morgun, en það tekur ár og dag fyrir framkvæmdamenn fólksins að koma þessu i lag, nokkur ár ef að vanda lætur. Þess vegna væri rétt fyrir þá og þær sem vilja leggja þessu málefni lið, peninga, að hjálpa þeim í Kópa- vogi til þess að koma hjúkrunarheim- ilinu sem þau eru að reisa sem allra fyrst í gagnið. Þau geta að sjálfsögðu gert þetta allt með eigin samtaka- mætti, en ef við í nálægum bæjarfé- lögum hjálpum til þá myndi hjúkr- unarheimilið komast upp fyrr og verða mörgum til hjálpar. Kona var rétt i þessu að hringja til mín. Hún hefur nokkurt fé sem hún vill láta til hjálpar og spurði mig ráða. B-álmuna ætlar borgin að reisa en í Kópavogi er verið að byggja, þar á er reginmunur. Þess vegna skulum við sameinast um að leggja fram fé til þessara framkvæmda. Það skiptir ekki máli hvort gamla konan eða gamli maðurinn er úr vesturbænum, af Seltjarnarnesi eða úr Kópavogi. Það eitt skiptir máli að hjálpin komi sem fyrst. Raddir lesenda Bréfritari minnir á hjúkrunarheimilið sem verið er að byggja i Kópavogi. M.vndin sýnir aldrað fólk i góðum félagsskap. GÍSLI SVAN EINARSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.