Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.02.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 26.02.1981, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 <§ Erlent Erlent Erlent Erlent D —Stjórn Reagans ákveðnari í stuðningi sínum við herforingjastjórnina en Cartersstjórnin Er El Salvador nýtt Víetnam fyrir Bandaríkin? Bandarlkjamenn ætla sér nú að sanna að Sovétmenn standi bak við uppreisn vinstri manna i landinu. að ákveða að hin hægri sinnaða her- foringjastjórn í E1 Salvador, sem talin var bera ábyrgð á ýmsum þeim hryðjuverkum, er framin voru í land- inu, ætti engan stuðning Bandaríkja- manna skilinn. Það varð eftir áð hryðjuverkasveitir hægrimanna í óhugnanlega á upphaf þess að Bandarikin urðu þátttakendur í stríðinu í Víetnam. Nú þegar er Bandaríkjastjórn byrjuð að senda „ráðgjafa” sem eiga alveg eins og i Víetnam á sínum tíma að hjálpa herforingjunum að „friða” landið. Samkvæmt þvi er skæruliðar vinstrimanna segja er hér um að ræða mörg hundruð menn. Forseti Ei Salvador — Duarte — heldur því fram að það sé alls ekki um neina bandaríska ráðgjafa að ræða í E1 Salvador. Bandaríska sendiráðið í San Salvador hefur hinsvegar til- kynnt að það komi þrettán þyrluflug- menn og fimm aðrir ráðgjafar frá Bandaríkjunum til að skipuleggja „vörnina næsta haust” í sveitum landsins. „Enginn þeirra er hernaðar- ráðgjafi og þeir hafa ekki verið á bar- dagasvæðunum,” segir talsmaður bandaríska sendiráðsins í San Salvador í samtali við fréttamann AP fréttastofunnar. Heimsókn Eagleburgers til Bonn og annarra höfuðborga í Vestur- Evrópu í síðustu viku virtist meðal annars vera gerð í þeim tilgangi að stöðva sendingar hjálpargagna frá þessum þjóðum til E1 Salvador. Ráðherranefnd Efnahagsbanda- lagsins hafði einmitt nýsamþykkt að veita E1 Salvador slíka hjálp. Hjálpin „10 millj. króna” átti að fara um hendur Alþjóða Rauða krossins en það virðist ekki hafa verið Banda- ríkjamönnum nægileg trygging fyrir því að hún lenti ekki i röngum höndum. Efnahagsbandalagið hefur fallizt á að fresta hjálpinni þar til banda- ríska sendinefndin kemur til Evrópu með „sannanir fyrir sovézkri íhlutun í E1 Salvador.” Þess er beðið með óþreyju hverjar sannanirnar eru. Ljóst virðist vera að hinir vinstri- sinnuðu uppreisnarmenn i El Salvador njóta stuðnings stórs hluta ibúanna, Kaþólsku kirkjunnar og fjölmargra stjórnmálamanna sem látið hafa af stuðningi við stjórnina vegna hryðjuverka, sem hún er talin bera ábyrgð á. Meira að segja borgaralegar stjórnir nágrannaland- anna Mexico og Venezuela hafa snúið baki við herforingjastjórninni. Þekktasta fórnarlamb borgar- stríðsins í Ei Salvador er kaþólski erkibiskupinn Oscar Amulfo Romero sem var skotinn til bana af leyniskyttum hægri manna, þar sem hann söng messu við altarið í dóm- kirkjunni í E1 Salvador. Það var um líkt leyti sem Banda- ríkjamenn byrjuðú að fá sig full- sadda af stjórn E1 Salvador. Banda- ríski sendiherrann i E1 Salvador Robert White ásakaði hægri menn í landinu um að fjármagna það sem hann kallaði morðsveitir. • „Við verðum að fylgja ítrustu hlutleysisstefnu meðan þessar tvær milljónir manna ákveða framtíð sína,” sgaði Carter forseti í ræðu 19., nóvember sl. Ræðan var hugsuð sem heilræði til handa Ronald Reagan sem hafði sigrað í forseta- kosningunum hálfum mánuði áður. En ræðan heyrir nú fortíðinni til, heilræðið er gleymt og hin sársauka- fulla reynsla Víetnamstríðsins virðist einnig gleymd. „Þið þurfið ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að við höfum i hyggju að gera E1 Salvador að nýju Víetnam með viðtækri íhlutun bandarískra hersveita.” Þessi ummæli eru höfð eftir Robert McFarlane, hinum nýja ráðgjafa Ronalds Reagan í utanrikis- málum. McFarlane lét þetta um munn sér fara við yfirheyrslur hjá þingnefnd ölgungadeildarinnar í haust. Sömu skilaboð, næstum orðrétt og næstum á sama tíma voru flutt vestur-þýzku stjórninni af hin- um nýja aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Eagleburger. Eagleburger hefur að undanförnu verið á ferð um Vestur-Evrópu til að tryggja siðferðilegan stuðning við þá krossferð gegn kommúnismanum, sem Reagan hefur ákveðið að hefja aðeins einum mánuði eftir að hann er seztur á forsetastól í Bandaríkjunum. Eagleburger hefur lofað því, að á næsta hálfa mánuðinum muni bandaríska leyniþjónustan CIA Napoleon Duarte, forseti El Salvador. Talið er, að 13 þúsund manns hafi fallið i F.l Salvador á siðastliðnu ári. leggja fram sannanir fyrir því, að það séu í raun Sovétríkin sem standi að baki uppreisn vinstri manna í E1 Salvador. Heil sendinefnd Banda- ríkjastjórnar mun flytja þessi „sönnunargögn” til Evrópu. Full ástæða er til að ætla, að hér sé um glæný sönnunargögn að ræða. Þannig var nefnilega komið málum við lok valdaferils Carters, að stjórn hans var komin á fremsta hlunn með landinu, sem vinna með herforingja- stjórninni, höfðu svívirt og síðan myrt fjórar bandarískar nunnur, sem komnar voru til E1 Salvador til að vinna þar hjálparstarf á sviði mannréttindamála. Reagan forseti lítur allt öðrum augum á þessi mál. Það má vel vera að herforingjarnir séu hálfgerðir bófar, en það má ekki gleyma „rauðu hættunni”. Allt minnir þetta Morðin á bandarisku nunnunum fjðrum vöktu mikinn óhug i Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.