Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1981 - 48. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI27022. Sto/fð iírbréfasafni Tryggva Gunnarssonar íSeðlabankanum: DYRMÆT FRIMERKIOG UM- SLÖG SELD TIL ÚTLANDA Rannsóknarlögregla ríkisins rann- sakar nú hvarf nokkurra verðmæta, einkum gamalla frímerkja og um- slaga með frímerkjum, úr skjala- geymslu Seðlabanka íslands. Hefur starfsmaður bankans, maður á fer- tugsaldri, verið úrskurðaður í gæzlu- varðhald í Sakadómi Reykjavíkur til 4. marz næstkomandi að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna málsins. Rökstuddur grunur leikur á því að verðmætum frímerkjum hafi verið stolið úr skjalageymslu bankans og þau verið seld, meðal annars til út- landa og þá að minnsta kosti í ein- hverjum tilvikum fyrir milligöngu fri- merkjakaupmanna. Beinist grunur . um aðild að þessum verknaði að starfsmanni þeim sem nú situr í gæzluvarðhaldi. Hafði hann, vegna starfs síns í bankanum, aðgang að hinum verðmætu skjölum. Með samanburði við skjalaskrár er nú kannað hvað horftð hefur úr skjalageymslunni og þá að sjálfsögðu með yfirheyrslum líka og öðrum til- tækum ráðum. Með sérstöku samkomulagi var bréfasafni Tryggva Gunnarssonar, Gránufélagsforstjóra, alþingismanns og bankastjóra íslands, „deponer- að” til varðveizlu í skjalasafni Seðla- bankans, eins og það er kallað á safn- mannamáli, en það er í eigu Þjóð- minjasafnsins. Tryggvi hafði mikil umsvif lengst ævi sinnar. Hann var m > Umslagið sem tókst að haimta aftur frá Sviss er úr brófasafni Tryggva Gunnarss. Tryggvi geymdi bréf þau sem hann fékk oftast í umslögum með frí- merkjunum á. Var bréfasafn Tryggva skráð á fullkominn og nákvæman hátt í Þjóðminjasafninu. Eitthvað hefur horfið úr þessu bréfasafni en auðvelt er vegna skráningarinnar að skoða það. Vitað er um eitt umslag sem komið var á markað í Sviss. Tókst að ná því heim þegar uppvíst varð um misferl- ið. Þótt erfitt sé að meta það ná- kvæmlega til verðs, er ætlun fróðra manna að verð þessa umslags sé alls ekki undir tveim milljónum g.króna og jafnvel fjórum sinnum sú fjárhæð eftir atvikum. Sem fyrr segir er málið í rannsókn. Er hún mikið verk og er þvi hraðað eftir föngum. -BS. meðal annars kaupstjóri Gránufé- lagsins með búsetu í Kaupmannahöfn frá 1873 en varð bankastjóri Lands- banka íslands 1893. INNIER AÐALL LISTAMANNS” „Auðmýkt gagnvart listinni hefurþú í ríkum mœli, ” varsagt við einn listamanninn, sem hlaut Menningarverðlaun Dagblaðsins, I afhendingarhófinu í gœr. Það sama má vafalaust segja um alla listamennina, sem hlutu verðlaunin I ár — / þriðja sinn sem þeim er úthlutað. Á myndinni eru I fremri röð frá vinstri: Þorsteinn frá Hamri (bókmenntir), Sigur- björg Sigurðardóttir (f.h. föður slns, Sig. Sverris Pálssonar, kvikmyndir) og Sigurjón Ólafsson (myndlist). t efri röðfrá vinstri: Oddur Björnsson (leiklist), Gunnar Guðna- son og Hákon Hertervig (byggingarlist) og Jón Ásgeirsson (tónlist). DB-mynd: Einar Ólason. —sjánánarábls. 14-15 Menningar- verðlaun DBveittígær: Forseti í gæru, drottning í pels Frá Eiriki Jónssyni fréttamanni DB í Kaupmannahöfn: Danir eru rækilega minntir á Island og íslenzk málefni i dag ekki síður en í gær og undanfarna daga. Morgunblöðin lýsa heimsókn Vigdís- ar Finnbogadóttur í smáatriðum, jafnt klæðnaði fyrirmanna sem mat- seðli í veizlu drottningar. Politiken segir í fyrirsögn: Forseti í gæru, drottning i pels og BT segir að Vigdís hafi borið með sér hlýju, jafn af- slöppuð og innileg sem hún sé. Þá birtir Politiken i dag langt viðtal við Selmu Jónsdóttur, forstöðumann Listasafns íslands, um listsköpun íslendinga. Og áhorfendur sjónvarps í kvöld fá sinn skammt. Sjónvarpað er beint frá sýningu á ballettinum Sylfiden í Konunglega leikhúsinu, þar sem forseti íslands verður viðstaddur. Þá er á dagskránni vikingaþáttur eftir Magnús Magnús- son og síðast en ekki sizt klukku- stundarþáttur um Snorra Hjartarson og skáldskap hans. Snorri hiýtur bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í ár, sem kunnugt er. Vigdís Finnbogadóttir var í gær sæmd Filaorðunni, æðsta heiðurs- merki sem drottning Dana veitir. Fílaorðuna bera einungis þjóð- höfðingjar, en einnig hefur hún verið veitt visindamanninum Niels Bohr og stofnanda Austur-Asíufélagsins, A.C. Hansen. Drottning færði Vig- disi gjafir í gær, og Ástriður dóttir hennar fékk Ragnars sögu Loðbrókar, sem drottningin sjálf myndskreytti. Veizlan sem haldin var i Riddara- salnum f Kristjánsborgarhöll þótti með ólikindum fín. Á matseðlinum voru hænsnasúpa, kolaflök, nauta- fillet og hnetuis. Og að sjálfsögðu valin vín með, m.a. franskt vin frá árinu 1966 (brúðkaupsári Margrétar og Henriks!). -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.