Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ7FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 -------------------------“N 22 fU ........ Reynslunni ríkarí eftir tveggja ára dvöl í Tanzaníu: Kynntust húsnæöisleysi, vöru- skorti og vopnuðum ránum —en reynslan var skemmtileg, segja Hranf hildur Rós Smáradóttir og Jóhann Scheving ELÍN ALBERTSDÓTTIR Sykur og hveiti ekki fáanlegt í hálft ár „Það er töluvert átak að rifa sig upp og fara á stað sem er svona ólíknr því sem maður á að venjast. Umhverfið er ólíkt, fólkið og lifn- aðarhættirnir. En þetta var skemmti- leg reynsla. Fólkið var mjög þægilegt og vingjarnlegt en fátæktin mikil. Vöruskortur var líka mikill. Það „Það var auglýst í blöðunum eftir mönnum til starfa í Tanzaniu á vegum Norðurlandaráðs. Ég sótti um af rælni, einhver ævintýramennska í manni. Síðan vissi ég ekki fyrr en ég var kallaður í viðtal og mér gefnir 4— 5 dagar til að hugsa mig um. þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég hafði þrjá mánuði til að ganga frá mínum málum, leigja húsið og margt fleira sem gera þurfti,” sagði Jóhann Scheving, nýráðinn starfsmanna- stjóri Álafoss, sem kom heim i des- ember eftir tveggja ára búsetu í Tanzaníu. „Ég fór út mánuði á undan fjöl- skyldunni til að sitja námskeið. Við vorum 36 af öllum Norðurlöndunum sem fóru til Tanzaníu, þar af þrír íslendingar. Danska þróunarað- stoðin réð okkur sem síðan lánaði okkur til tanzaníska forsætisráðu- neytisins,” sagði Jóhann ennfremur. „Við vorum settir inn á sveitar- stjórnarskrifstofur í Tanzaníu sem stjórnunarráðgjafar. Meðal þess sem við gerðum var að útbúa kennsludag- skrá fyrir starfsmenn ráðuneytisins, skipuleggja fyrir banka og ýmislegt fleira.” Fengu ekkert húsnœði Jóhann Scheving er kvæntur Hrafnhildi Rós Smáradóttur og eiga þau þrjú börn, 3ja, 7 og 12 ára. Þau búa í snotru húsi í Mosfellssveitinni, ckki langt frá vinnustað Jóhanns. Jóhann er viðskiptafræðingur að mennt. Er hann lauk prófi fékk hann starf sem framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og gegndi Itann því i tvö ár. „Fyrra árið okkar í Tanzanm vorum við mikið á flakki. Húsnæði fengum við ekkert fast fyrr en við höfðum verið erlendis í heilt ár. Við bjuggum því oft á lélegum hótelum eða í bráðabirgðahúsnæði. Þetta var mjög óþægilegt, sérstaklega vegna barnanna,” segir Hrafnhildur. „En þegar við fengum húsnæði var það mjög gott. Það sem mér fannst kannski verst var hve mikið óöryggi var þarna i heilbrigðismálum,” heldur Hrafn- hildur áfram. „Ef við hefðum vitað það fyrirfram hefðum við kannski hugsað okkur (visvar um. Jóhann og tvö barnanna fengu malaríu einu sinni.” Þó þau hjón séu ánægð með dvölina í heild sögðust þau ekki vilja fara á sömu slóðir aftur. „Það kæmi til greina að flytja erlendis aftur í ein- hvern tíma, en ekki strax og ekki til þróunarlanda,” segir Jóhann. Innfæddar konur I Tanzaniu ganga um 1 dúkum sem þær vefja um sig. Hrafn- hildur Rös kom með einn slikan með sér heim og hefur hér sveipað honum um sig. Reglna litla liggur i sófanum. DB-myndir Sig. Þorri. Jóhann og Hrafnhildur ásamt dóttur sinni Reginu sem var komin með flensuna og hundinum þeirra litla sem okkur láðist að spyrja um nafn á. Á bakvið þau er ein af mörgum myndum sem þau hjón komu með frá Afriku. hver talar sína mállýzku. „Þar sem við bjuggum var aðallega töluð swahili. Það mál er talað I Austur- Afríku og er blanda af mörgum málum. Hins vegar talaði þjónninn okkar mál sem heitir nyakyusa. Dóttir okkar var mjög mikið með honum, t.d. þegar hann var að þvo þvott, en það var gert í höndunum, þá fékk hún að sulla með honum og þau voru eldklár að tala saman á hansmáli.” Það er alveg nauðsynlegt að hafa þjónustufólk þarna. Sjálfvirkar þvottavélar þekkjast ekki og húsið var mjög stórt sem við bjuggum í og nóg að þrífa,” segir Jóhann. „Við vorum einnig með garðyrkjumann. Grasið er slegið með sveðjum og sprettan er svo mikil að garðyrkju- maðurinn hafði ekki undan að slá það. Grasið verður að vera snöggt, því þá er minni hætta á snákum. Það kom fimm sinnum fyrir að snákar fundust í garðinum hjá okkur. Þrír þeirra voru skaðlausir en tveir eitr- aðir. Annars vorum við heppin að það var ekki mikið um skordýr þar sem við vorum. En í 300 km fjarlægð var allt morandi af alls kyns óþverra,” segir Jóhann. Heimilið minnir á Afrfku Á heimili þeirra i Mosfellssveitinni fer ekki fram hjá neinum að komið hefur verið við í Afríku. Á veggjum hanga myndir af innfæddum og hlé- barðaskinn blasir við í stofunni. En þó að dvölin í Afriku sé þeim enn í fersku minni er um annað að hugsa núna. Þau, eins og svo mörg önnur ung hjón, eru að klára húsið sitt og brauðstritið og lífið gengur sinn vanagang. Það minnir kuldinn og snjórinn okkur á er við kveðjum Afríkufarana. - ELA eru tveir möguleikar í sambandi við það, í fyrsta lagi að flytja inn með sér stóran skammt af matarföngum eða að reyna að gera eitthvað úr því sem til er.Við gátum fengið nauta-^svína- og hænsnakjöt og ávexti, en mjöl- vöru var mjög erfitt að fá. Til dæmis var ekki hægt að fá sykur og heiti síðasta hálfa árið okkar erlendis. Við fundum mjög mikinn mun á hve ástandið fór hríðversnandi seinna árið. Innbrot og rán jukust þá mjög mikið. Efnahagur landsins er í rúst eftir stríðið við Amin og mikið af vopnum í gangi. Enda voru vopnuð rán orðin afar algeng upp á það síðasta sem við vorum þarna,” segir Jóhann og Hrafnhildur tekur í sama streng. Hitinn 20—28 stig allt árið Héraðið sem við bjuggum í var eitt af betri héruðum I landinu. Þar er mjög fjölbreytt landbúnaðarfram- leiðsla og temprað loftslag enda er staðurinn í 1800 metra hæð. Hitinn var frá 20—28 stig allt árið. Húsakynni innfæddra voru mjög misjðfn eftir stöðum,” segir Jóhann er ég spyr hvernig híbýlin eru í Tanzaníu. „Á stærri stöðum eru það aðallega kofar úr leirsteini annað- hvort sólþurrkuðum eða brenndum með bárujárnsþökum en I þorpum voru það leirkofar eða bambuskofar með stráþökum. Konurnar eru flokkaðar sem vinnudýr, þær ganga um í dúkum sem þær vefja um sig. Börnin setja þær líka í dúk sem þær binda síðan um sig. Svo má sjá þær ganga um með allt frá eldspýtustokki til svefn- bekks á höfðinu. Karlmennirnir hins vegar gengu mjög vel til fara,” segir Hrafnhildur um leið ög hún sýnir okkur hvernig tanzanísku konurnar bundu um sig dúkana. Þær evrópsku gátu ekki boriö hluti á höfðinu „Það var einu sinni haldin keppni með nokkrum evrópskum konum og þremur svertingjakonum um hver væri bezt að bera á höfðinu. Þær evr- ópsku misstu fljótt hlutina, en þær svörtu hlupu án þess að hluturinn hreyfðist. Dóttir okkar þriggja ára var fljót að taka eftir þessari nýstár- legu aðferð og vildi auðvitað gera eins. Hún var orðin anzi lagin við að bera bækur áhöfðinu eftir smátíma. Strákarnir okkar gengu í alþjóð- legan skóla þar sem kennt var á ensku og þeim gekk mjög vel að aðlagast umhverfínu. Þeir kunnu svo vel við sig að þeir kærðu sig ekkert um að fara heim aftur. Ég kom heim í októ- ber svo þeir gætu byrjað skólann hér á réttum tíma,” segir Hrafnhildur ennfremur. Nauðsyn að hafa þjóna í Tanzaníu búa 120 ættflokkar og V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.